Færslur: Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

„Ég man ekki til þess að ráðamenn hafi talað svona“
Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands fagnar því að ráðherra loftslagsmála tali afdráttarlaust um að stjórnvöld þurfi að gera meira til þess að bregðast við loftslagsvánni.
Myndskeið
Ísland eftirbátur varðandi aðgerðir í loftslagsmálum
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir nauðsynlegt að gera enn betur í loftslagsmálum. Í ræðu hans á Loftslagsdeginum í Hörpu kom fram að hann ætli sér að gera upplýsingar um losunarbókhald Íslands aðgengilegar á einum stað svo hægt sé að sjá hvernig gengur að uppfylla markmið.
Reykjavík verði ein 100 kolefnishlutlausra borga
Borgarráð samþykkti í gær tillögu borgarstjóra um að Reykjavík sæki um að verða aðili að Evrópsku samstarfsverkefni 100 kolefnishlutlausra snjallborga. Byrjað er að undirbúa drög að umsókn Reykjavíkur, en þess er beðið að skilmálar aðildarinnar verði skýrðir af hálfu Evrópusambandsins. Þá er ætlunin að borgin verði kolefnishlutlaus árið 2030.
Indland heitir kolefnishlutleysi fyrir 2070
Indland stefnir að kolefnishlutleysi árið 2070. Þetta kom fram í ávarpi Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow. Aðeins tvö ríki heims, Kína og Bandaríkin, losa meiri koltvísýring en Indland, sem var eina þungavigtar-iðnríkið sem ekki hafði enn sett sér opinber markmið í losunarmálum. Því var ávarps Modis beðið með nokkurri eftirvæntingu og vonbrigðin voru að sama skapi mikil.
Guterres: Hættum að umgangast náttúruna eins og salerni
António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að kolefnisfíkn mannkynsins hafi ýtt því fram á barm hengiflugs. „Við stöndum frammi fyrir afdráttarlausu vali: annað hvort stöðvum við þetta eða það stöðvar okkur. Það er kominn tími til að segja hingað og ekki lengra. Hættum að drepa okkur á kolefni. Hættum að umgangast náttúruna eins og salerni,” sagði Guterres í opnunarræðu á COP26, Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í dag.
Myndskeið
„Verkefni sem verður ekki lokið“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi stuttlega við Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, og Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, við upphaf loftslagsráðstefnunnar í Glasgow í Skotlandi í morgun. Hún segir að loftslagsvandinn og viðbrögð við honum sé verkefni sem verði ekki lokið og það sé slæmt að stærstu ríkin sendi ekki leiðtoga sína á fundinn.
Óttast að fiskveiðideila trufli loftslagsráðstefnuna
Deilur Frakka og Breta um veiðiréttindi franskra sjómanna í breskri lögsögu harðnar enn. Óttast er að deilur nágrannaríkjanna kunni að trufla þær mikilvægu viðræður sem eru á dagskrá loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í komandi viku.
Tilkynning G20 um loftslagsvánna skortir aðgerðir
Leiðtogar helstu iðnríkja heims segjast enn stefna að því að halda hlýnun jarðar vel undir tveimur gráðum á selsíus og fara þá alls ekki yfir eina komma fimm gráður. Fréttastofa Reuters greinir frá því að fyrstu drög að sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna segi þó lítið um raunverulegar aðgerðir í málaflokknum.
30.10.2021 - 18:50
Spegillinn
Langtímasýn á leiðir til kolefnishlutleysis
Markaðar eru nokkrar mismunandi leiðir í átt að kolefnishlutleysi í skýrslu sem íslensk stjórnvöld skiluðu til Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna í dag. Það er gert í aðdraganda loftslagsfundarins sem hefst í Glasgow á Skotlandi um helgina. Fjórðungur ríkjanna sem taka þátt í fundinum þar hafa skilað slíkri skýrslu.
Áætlanir ríkja heims langt yfir loftslagsmarkmiðum
Miðað við núverandi áætlanir stefna ríki heims á að framleiða rúmlega tvöfalt magn kola, olíu og gass miðað við þau mörk sem sett hafa verið til að koma í veg fyrir að hlýnun jarðar fari yfir eina og hálfa gráðu. Þetta kemur fram í skýrslu umhverfisnefndar Sameinuðu þjóðanna í dag. 
Spegillinn
Verður að slá verulega í klárinn
Samkvæmt nýrri eldsneytisspá er ljóst að stjórnvöld þurfa að bretta upp ermar til að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Í viðræðum stjórnarflokkanna, sem nú standa yfir, er ljóst að tekist er á um hvaða leiðir á að fara á næstu árum. Kjörtímabili næstu ríkisstjórnar lýkur 2025, þegar langt verður liðið á tímabilið sem Parísarsamningurinn tekur til.
Hafa krafist loftslagsaðgerða 146 sinnum
Ungt fólk lagði niður störf og nám í hádeginu í dag til að krefjast frekari aðgerða stjórnvalda í loftslagsmálum og til að hvetja fólk til að kjósa með loftslagsmál í huga. Þetta var 146. loftslagsverkfallið á Austurvelli.
Loftslagsmál aðalmálaflokkur komandi kosninga
Umhverfisfræðingur segir fátt í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna koma á óvart. Loftslagsmálin séu á ystu nöf og verði aðalmálaflokkur í komandi kosningum.
Loftslagið kallar á jafn róttækar aðgerðir og COVID-19
„Íslendingar þurfa að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum,“ sagði Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor í jarð- og sjálfbærnifræðum við Háskóla Íslands, í upphafsávarpi á fyrsta upplýsingafundi loftslagsverkfallsins í dag. Ungir umhverfissinnar hafa boðað til þriggja upplýsingafunda um loftslagmál og segja að jafn rótttækar aðgerðir þurfi í loftslagsmálum og heimsfaraldri COVID-19.
Fréttaskýring
Létu stjórnvöld moka ofan í nógu marga skurði?
Ríkisstjórnin lofaði að moka ofan í skurði og planta trjám til að binda kolefni og taka á stærsta losunarþætti landsins, þeirri urmull af gróðurhúsalofttegundum sem stígur upp úr mýrunum sem voru framræstar, margar fyrir ríkisstyrk, breytt í tún. Athæfi sem Halldór Laxness hneykslaðist á í ritgerð sinni „Hernaðurinn gegn landinu.“ En hvernig gekk? Náðu stjórnvöld að tvöfalda umfang skógræktar, er nú tífalt meira endurheimt af votlendi en árið 2018?
Vill að fleiri loftslagsmarkmið verði lögfest
Með því að lögfesta markmið í loftslagsmálum eru aðgerðir ekki háðar því hverjir sitja í ríkisstjórn hverju sinni, segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Myndskeið
Breyttir hafstraumar, tíðari skriðuföll og flóð
Breyttir hafstraumar, súrnun sjávar, flóð, tíðari skriðuföll og kraftmeiri eldgos eru meðal líklegra áhrifa loftlagsbreytinga á íslenskt náttúrufar, segir jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Áhrif loftslagsbreytinga eru að raungerast
„Það verður aldrei of seint að bregðast við loftslagsbreytingum. Við erum að forða okkur frá verri og verri afleiðingum,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, forstjóri Landverndar. „En það sem við sjáum núna er að áhrifin sem hafði verið varað við eru að raungerast.“
Seinagangur, frestun og ábyrgðarleysi í loftslagsmálum
Seinagangur, frestun, ábyrgðarleysi, ábyrgðarfirring og sérhagsmunir hafa verið ríkjandi yfirbragð íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Þetta kemur fram í nýrri harðorðri yfirlýsingu frá Landvernd um aðgerðir íslenskra stjórnvalda í málaflokknum.
Myndskeið
Segir of dýrt að hætta kolabrennslu
Þrátt fyrir skýra stefnu danskra stjórnvalda um að draga úr losun gróðurhúslofttegunda, þá gengur það afar hægt. Framkvæmdastjóri verksmiðjunnar sem losar mest segir of dýrt að hætta kolabrennslu og skipta yfir í aðra orkugjafa.
Skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar stofnuð
Skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar hefur verið stofnuð á Veðurstofu Íslands. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tilkynnti þetta á ársfundi Veðurstofunnar í morgun. Hann segir að með þessu sé verið að safna þekkingu á einn stað, svo hægt sé að taka sem skynsamlegastar ákvarðanir í loftslagsmálum.
„Kyrrstaðan rofin“
Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi dróst saman um 2% milli áranna 2018 og 2019 og er það mesti samdráttur sem mælst hefur frá árinu 2012. Umhverfisráðherra segir ánægjulegt að kyrrstaða hafi verið rofin í loftslagsmálum. Draga muni enn meira úr mengun af mannavöldum hér á landi á næstu árum.
Losun dróst saman milli ára – enn langt í markmiðin
Losun gróðurhúsalofttegunda sem eru á beinni ábyrgð Íslands, miðað við alþjóðasamninga, var tveimur prósentum minni árið 2019 en árið 2018. Losun hefur ekki dregist svo mikið saman milli ára síðan 2012. Ísland losaði 2.883 kílótonn af ígildum koldíoxíðs árið 2019.
Bandaríkin formlega aðili að Parísarsamkomulaginu á ný
Bandaríki Norður-Ameríku gerðust í dag formlega aðili að Parísarsamkomulaginu á nýjaleik, 30 dögum eftir að Joe Biden, Bandaríkjaforseti, gaf út tilskipun þess efnis. John Kerry, sérlegur erindreki Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum, tók af þessu tilefni þátt í fjarfundi með Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og sendiherrum nokkurra ríkja í tengslum við öryggisráðstefnuna í München.
Vill fækka flöskuhálsum og fjölga hagrænum hvötum
Stjórnvöld ætla að kortleggja kolefnisspor byggingageirans því það er grunnforsenda þess að geta byrjað að minnka það. Verktaki segir ekki hægt að ætlast til þess að fyrirtæki taki kostnaðinn við að byggja grænni hús alfarið á sig. Skortur á innviðum sé flöskuháls.