Færslur: Aðferðir til að lifa af

Viðtal
Skilaði bílprófinu og tekur strætó úr skáldabænum
„Ég þurfti að taka strætó sem fór 9:08,“ segir Guðrún Eva Mínervudóttir sem kom alla leiðina úr Hveragerði í viðtal í Morgunkaffið á laugardagsmorgni. „En þetta átti ekki að hljóma svona mæðulega, ég elska að taka strætó. Á heyrnatól sem útiloka utanaðkomandi hávaða og þetta eru bara bestu stundirnar,“ bætir hún við en hún hlustar oft á tónlist eða hlaðvörp á leiðinni.
Viðtal
Ekki til neitt sem heitir venjulegt fólk
Við lesum til að komast undir yfirborðið hjá fólki, segir Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur. „Í rauninni ef þú ert með persónur í bók sem eru fyrirlitlegar eða grunnar, þá ertu ekki að vinna vinnuna.“