Færslur: Aden

Hútar í Jemen íhuga framlengingu vopnahléssamnings
Uppreisnarmenn Húta í Jemen íhuga nú hvort þeir séu tilbúnir að framlengja vopnahléssamning þann sem Sameinuðu þjóðirnar komu á við stjórnvöld í landinu. Samningurinn tók gildi í byrjun apríl og var ætlað að gilda í tvo mánuði eða til 2. júní.
Fimm starfsmönnum Sameinuðu Þjóðanna rænt í Jemen
Fimm starfsmenn Sameinuðu þjóðanna voru numdir á brott í suðurhluta Jemen á föstudaginn. Ekki er vitað hverjir standa að baki mannráninu en fólkið var statt í sjálfsstjórnarhéraðinu Abyan á leið til hafnarborgarinnar Aden.
14.02.2022 - 01:10
Sjálfstæðisyfirlýsing afturkölluð
Umbreytingarráð suðursins, aðskilnaðarsinnar sem vilja aukið sjálfræði fyrir suðurhluta Jemens, hefur afturkallað sjálfstæðisyfirlýsingu sína frá því í apríl síðastliðnum.