Færslur: Aðalsteinn Ingólfsson

Samfélagið
Á náttsloppnum í Landsbankanum
Í útibúi Landsbankans í Austurstræti stendur yfir sýning á 24 verkum eftir Jóhannes S. Kjarval. Kjarval var um tíma næsti nágranni bankans og segir Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur að fyrsta verkefni hans að námi loknu hafi verið að festa bankastjóra á striga.
Ljóðin í sprekinu
„Þetta eru ekki tákn í þeim skilningi að þessi form þýði eitthvað ákveðið. Kannski er þetta meira í átt við það hvernig maður skilur tónlist – það er ekki merkingarleysa en það er ekki bókstafsmerking,“ segir Guðjón Ketilsson myndlistarmaður um verkin á sýningu sinni Teikn, sem stendur yfir í Listasafni Reykjanesbæjar um þessar mundir.
Þjóðfélagsrýnandi húmoristi
„Ég held að það sé að skapast meiri skilningur á því hvað Karólína var að gera. Hún var ekki að myndskreyta, hún var þjóðfélagsrýnandi og hún var að segja sögur af íslensku þjóðfélagi sem aðrir hafa ekki sagt. Einhvern tímann var talað um Halldór Laxness sem höfund Íslands, það má alveg kalla Karólínu höfund hins nýja Íslands eftirstríðsáranna,“ segir Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur, um list Karólínu Lárusdóttur, sem lést 7. febrúar, 74 ára að aldri.