Færslur: Áburður

Rússar ósáttir við efndir kornsamnings og hóta riftun
Rússnesk stjórnvöld hafa sent Sameinuðu þjóðunum erindi þar sem þau kvarta undan vanefndum á samkomulagi sem gert var í sumar um útflutning á rússnesku og úkraínsku korni og áburði. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Haft er eftir Gennadí Gatilov, sendiherra Rússlands í bækistöðvum Sameinuðu þjóðanna í Genf, að Rússar muni ekki framlengja samninginn ef athugasemdir þeirra og kröfur verða virtar að vettugi.
Sakar ESB um að halda áburði frá fátækum þjóðum
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, sakar Evrópusambandið um að koma í veg fyrir að þrjú hundruð þúsund tonn af rússneskum áburði komist til fátækustu þjóða heims.
Bændamótmæli í Hollandi
19 bændur og bændasynir handteknir
Lögregla í Hollandi handtók í gærkvöld 19 mótmælendur úr bændastétt, sem neituðu að fara að fyrirmælum um að fjarlægja dráttarvélar sínar og önnur farartæki sem þeir hafa notað til að loka allri umferð til og frá stórri dreifingarmiðstöð stórmarkaða í smábænum Bleiswijk skammt frá Rotterdam síðustu þrjá sólarhringa. Þeim var öllum sleppt þegar líða tók á nóttina.
08.07.2022 - 05:43
Hollensk bændamótmæli fámennari og friðsamlegri í gær
Hollenskir bændur héldu í gær áfram að mótmæla áætlunum stjórnvalda um að skerða heimild þeirra til notkunar á köfnunarefnisáburði um allt að 70 prósent. Nokkur hundruð bændur tóku þátt í aðgerðum gærdagsins, sem voru hvorki jafn fjölmennar né harkalegar og dagana þar á undan.
Hörð átök hollenskra bænda og lögreglu
Hollenskir bændur hafa staðið fyrir hörðum mótmælaaðgerðum víðs vegar í Hollandi síðustu daga vegna hertrar löggjafar um köfnunarefnisnotkun í landbúnaði. Í gærkvöld sló í brýnu milli þeirra og lögreglu, sem greip til skotvopna til að skakka leikinn. Samkvæmt boðaðri löggjöf þurfa bændur að minnka notkun köfnunarefnisáburðar um allt að 70 prósent á næstu misserum, mest í nágrenni við náttúruverndarsvæði.
Býður lausn á fæðuskorti gegn afléttingu þvingana
Stjórnvöld í Kreml segjast reiðubúin til að leggja verulega af mörkum til að koma í veg fyrir yfirvofandi fæðuskort í heiminum gegn því að Vesturlönd láti af viðskiptaþvingunum sínum.
Guterres hvetur Rússa til að opna hafnir Úkraínu
Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar við hættu á að hungur kunni að steðja að stórum hluta mannkyns verði ekki þegar brugðist við. Hann hvetur Rússa til að heimila kornflutning frá Úkraínu.
Matvælaverðshækkun talin geta aukið verulega á fátækt
David Malpass forseti Alþjóðabankans varar við því að gríðarleg matvælaverðshækkun vegna innrásar Rússa í Úkraínu geti aukið á fátækt hundraða milljóna manna um allan heim.
Áburðarverð í sögulegu hámarki
Bændasamtökin benda á grafalvarlega stöðu á áburðarmarkaði í umsögn sinni um fjárlagafrumvarpið. Hækkanir á áburðarverði síðustu mánuði eigi sér ekki hliðstæðu. Samtökin vilja að ríkisvaldið hafi heimild til að grípa inn í ef talið er að fæðuöryggi sé ógnað. 
Meðferð ammóníum-nítrats örugg hér á landi
Ammoníum-nítrat, efnið sem olli spengingunni í Beirút í gær, hefur ekki verið framleitt hér á landi síðan framleiðslu í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi var hætt rétt eftir aldamót. Þetta segir Guðmundur Mar Magnússon, sérfræðingur á öryggis- og tæknisviði Vinnueftirlitsins, í samtali við fréttastofu.

Mest lesið