Færslur: Abba

Viðtal
„Ég elska þetta fólk núna"
Framleiðandinn Svana Gísladóttir dáist að hugrekki ABBA að snúa aftur með nýja tónlist eftir 40 ára hlé. Henni sé farið að þykja óskaplega vænt um þau Agnethu, Önnu-Fridu, Björn og Benny eftir að hafa unnið náið með þeim að nýju og metnaðarfullu verkefni sveitarinnar.
19.09.2021 - 12:00
Morgunútvarpið
Ekki eitt súperstjörnuhár á höfði ABBA
Það fór varla framhjá nokkrum manni að fyrir helgi snéri sænska ofur poppsveitin ABBA aftur með tvö ný lög og kynningu á væntanlegri tónleikasýningu. Aðalframleiðandi sýningarinnar er Svana Gísladóttir, sem unnið hefur náið með hljómsveitinni í fjögur ár.
06.09.2021 - 14:42
ABBA gefur út nýja hljómplötu og heldur röð tónleika
Sænska hljómsveitin ABBA gefur út nýja hljómplötu, ABBA Voyage, í nóvember. Platan er sú fyrsta sem hljómsveitin gefur út í fjörutíu ár og í maí hefst röð tónleika þar sem hljómsveitarmeðlimirnir fjórir koma fram í líki heilmynda sem búnar eru til með sambærilegri tækni og í kvikmyndinni Avatar.
02.09.2021 - 17:53
ABBA-ævintýrið heldur áfram í dag
Sænska popphljómsveitin ABBA segir í tilkynningu að laust fyrir klukkan fimm í dag, fimmtudaginn 2. september, megi heimsbyggðin eiga von á sögulegri yfirlýsingu.
02.09.2021 - 03:27
ABBA-smellir á vinsældalista í 1000 vikur samfleytt
Sænska hljómsveitin ABBA sló nýtt met í dag en svokölluð Gullplata hljómsveitarinnar eða platan „ABBA Gold“ hefur nú verið á topp hundrað lista yfir plötur í Bretlandi í þúsund vikur samfleytt eða í samtals 19 ár.
05.07.2021 - 14:08
Waterloo eftirlætis Eurovision-lag Evrópubúa
Í vikunni voru kynntar niðurstöður úr alþjóðlegri kosningu þar sem Eurovision-aðdáendum gafst kostur á að kjósa uppáhaldslögin sín í 65 ára sögu keppninnar. Svíar voru afar sigursælir í kosningunni með þrjú vinsælustu lögin, Waterloo, Euphoria og Heroes.
23.05.2021 - 09:45
ABBA fer ekki í tónleikaferð með nýju lögin
Görel Hanser, umboðsmaður ABBA, segir í viðtali við Sænska ríkissjónvarpið að sveitin ætli ekki að fylgja nýjum lögum eftir með tónleikaferð. Hanser segir lögin týpísk ABBA lög, hröð en angurvær. Lögin séu þó ekki gamaldags heldur nútímalög.
28.04.2018 - 12:08
ABBA kemur saman á ný
ABBA, sænski kvartettinn sögufrægi, er ekki dauður úr öllum æðum þrátt fyrir að hann hafi hætt störfum fyrir 35 árum. Í fréttatilkynningu sem fjórmenningarnir sendu frá sér í dag á Instagram segir að þeim hafi þótt við hæfi að koma saman í hljóðveri og taka upp tvö ný lög. Samvinnan hafi gengið með slíkum ágætum að engu hafi verið líkara en að tíminn hafi staðið í stað og fjórmenningarnir hafi einungis tekið sér stutt frí hver frá öðrum.
27.04.2018 - 11:50