Færslur: 5g-væðing

Segir Bandaríkjamenn ekki hafa beitt sig þrýstingi
Samgönguráðherra segir það eiga eftir að koma í ljós hvort hann beiti heimild í nýju lagafrumvarpi til að banna hér fjarskiptabúnað frá löndum utan NATO eða EES. Hann segist sjálfur ekki hafa verið undir þrýstingi frá Bandarískum yfirvöldum um að sneiða hjá búnaði kínverska fyrirtækisins Huawei.
Myndskeið
Stefnt að samvinnu fjarskiptafyrirtækja um 5G
Stefnt er að aukinni samvinnu fjarskiptafyrirtækja við uppbyggingu innviða fyrir fimmtu kynslóð farnets. Samkeppniseftirlitið er með samstarfið til skoðunar.
19.07.2020 - 20:54
Ekkert Huawei í 5G kerfum í Bretlandi
Breskum fjarskiptafyrirtækjum var í dag skipað að hætta fyrir næstu áramót að kaupa búnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei til að nota í 5G háhraða-samskiptakerfum sínum. Búið á að vera að fjarlægja öll tæki og tól frá Huawei úr kerfunum árið 2027. Þetta var ákveðið á fundi sem Boris Johnson forsætisráðherra átti með öryggisráði Bretlands í morgun. 
14.07.2020 - 12:21
Engin tengsl milli 5G og COVID-19
Ekkert er til í þeim staðhæfingum að 5G-fjarskiptanet hafi áhrif á veiruna sem veldur COVID-19. Þetta kemur fram í svari Jónínu Guðjónsdóttur, lektor í geislafræði, á vef Vísindavefs Háskóla Íslands. „Nei, í stuttu máli sagt þá er ekkert til í því,“ segir í svarinu.
18.04.2020 - 15:36
Meta öryggi fjarskiptakerfa fyrir innleiðingu 5G
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skipað starfshóp sem á að meta öryggi fjarskiptakerfa vegna innleiðingar 5G í íslenskt samfélag. Starfshópnum er ætlað að meta þörf á breytingum á regluverki til þess að auka öryggi 5G-kerfa hér á landi og tryggja traust og trúverðugleika á íslenska fjarskiptakerfinu innanlands og utan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu.
31.01.2020 - 18:09
Lögbann sett á frétt færeyska sjónvarpsins
Landstjórnin í Færeyjum fékk í gærkvöld sett lögbann á frétt færeyska sjónvarpsins um fund stjórnvalda með fulltrúum kínversku stjórnarinnar um 5G, fimmtu kynslóð fjarskiptakerfisins. Þetta gerðist tuttugu mínútum áður en fréttatíminn átti að hefjast.
03.12.2019 - 16:10
Viðtal
5G límið í fjórðu iðnbyltingunni
Búast má við því að 5G fjarskiptakerfið verði tekið í gagnið á fyrrihluta næsta árs, segir Þorleifur Jónasson, forstöðumaður tæknideildar Póst- og fjarskiptastofnunar. Hann segir að miðað við þá vinnu sem hafi verið lagt í nú þegar sé ekki of mikil bjartsýni að ætla að kerfið verði tilbúið til notkunar innan árs.
30.08.2019 - 22:30
Fréttaskýring
5G: Þurfa ljósastaurarnir nýjan titil?
Stjórnvöld, stofnanir og fyrirtæki eru farin að huga að fimmtu kynslóð farneta, 5G. Þessi kynslóð hefur verið kölluð net iðnaðarins og er í raun límið í fjórðu iðnbyltingunni, forsenda fyrir því að ótal nettengdir hlutir og kerfi geti sent gögn sín á milli á leifturhraða. Ísland ætlar sér að verða hluti af best tengda 5G-svæði heims - en fyrst þarf að taka fjölda ákvarðana og ráðast í viðamikla uppbyggingu þar sem snjallir ljósastaurar gætu verið í lykilhlutverki.