Færslur: 5G

Dularfullt ýl veldur íbúum fransks bæjar hugarvíli
Undarlegt og ergjandi væl hefur truflað bæjarbúa í Wizernes í norðanverðu Frakklandi mánuðum saman. Ýlið þagnar stundum en heyrist svo jafnharðan aftur og enginn hefur enn komist á snoðir um uppruna þess.
31.01.2022 - 06:40
Erlent · Evrópa · Heilbrigðismál · Frakkland · Akureyri · hávaði · 5G · Wizernes · loftnet · Símamastur
Bandarísk flugfélög vilja fresta uppsetningu 5G senda
Ekkert bendir til þess að 5G sendar hafi áhrif á hæðarmæla flugvéla í Evrópu samkvæmt prófunum sem voru gerðar í Noregi og Frakklandi. Síðustu daga hafa fréttastofur vestanhafs greint frá því að stærstu flugfélög Bandaríkjanna fari fram á frestun innleiðingar 5G í landinu vegna truflana á flughæðarmæla flugvéla.
03.01.2022 - 16:31
Ástralir hyggjast slá skjaldborg um hátækni sína
Ástralir hyggjast slá skjaldborg um margvíslega hátækni sem talin er hætta er á að geti komist í rangar hendur sé öryggis ekki gætt.
17.11.2021 - 02:13
Munkar skemmdu fjarskiptamöstur
Tveir franskir munkar hafa verið ákærðir fyrir skemmdarverk. Þeir voru staðnir að því að kveikja í fjarskiptamöstrum sem reist voru fyrir 5G farsímanetið.
21.09.2021 - 17:24
Stefnir í hraða uppbyggingu 5G
Meiri hraði er að færast í uppbyggingu 5G kerfisins og verða tugir senda ræstir á næstu mánuðum. Stór hluti þjóðarinnar ætti að verða tengdur við kerfið eftir um það bil tvö ár.
05.08.2021 - 22:00
Harmar örlög fjarskiptafrumvarps
Forstjóri Vodafone segir óskiljanlegt að fjarskiptafrumvarp samgönguráðherra hafi ekki verið samþykkt á nýliðnu þingi. Afleiðingarnar séu þær að uppbygging fjarskiptainnviða tefjast sem hefur neikvæð áhrif á samkeppnishæfni Íslands.
Örskýring
Af hverju er John Cusack svona hræddur við 5G?
Fæstir myndu slá hendinni á móti hraðara interneti sem er einmitt það sem fimmta kynslóð farsímakerfa færir okkur. 5G-tæknin er þó umdeild af ýmsum mistrúverðugum ástæðum. Sumir óttast um heilsu sína og aðrir telja að útbreiðsla kórónuveirunnar sé á einhvern hátt tengd 5G. En hverju breytir 5G?
12.02.2021 - 13:30
Kæru félagasamtaka um frelsi frá rafmengun vísað frá
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur vísað frá kæru Geislabjargar, félagasamtaka um frelsi frá rafmengun, og fjögurra annarra einstaklinga, vegna ákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar um að úthluta 5G tíðniheimildum til þriggja fjarskiptafyrirtækja síðastliðið vor.
24.07.2020 - 14:23
Myndskeið
Mikill þrýstingur á símfyrirtæki frá BNA vegna Huawei
Fulltrúar bandaríska sendiráðsins hér á landi hafa beitt sér gegn því að íslensk fjarskiptafyrirtæki kaupi tækjabúnað frá kínverska fyrirtækinu Huawei, segja forsvarsmenn íslensku félaganna. Engir öryggisgallar hafa fundist í tækjunum að sögn sérfræðinga.
17.07.2020 - 20:04
Engin tengsl milli 5G og COVID-19
Ekkert er til í þeim staðhæfingum að 5G-fjarskiptanet hafi áhrif á veiruna sem veldur COVID-19. Þetta kemur fram í svari Jónínu Guðjónsdóttur, lektor í geislafræði, á vef Vísindavefs Háskóla Íslands. „Nei, í stuttu máli sagt þá er ekkert til í því,“ segir í svarinu.
18.04.2020 - 15:36