Færslur: 2016

Fóru á kostum í Hemma Gunn lagi
Retro Stefson og Grísalappalísa mættust í æsispennandi hörkuleik í fyrri undanúrslitaleik Popppunkts árið 2016. Báðar hljómsveitir reyndust mjög vel að sér í íslensku popp og rokksögunni og renndu sér í gegnum spurningar Dr. Gunna án teljandi erfiðleika. Menn byrjuðu af krafti og kláruðu vísbendingaspurningarnar tvær í fyrstu tilraun, Grísalappalísa þekkti Svavar Knút í fyrstu vísbendingu og Retro Stefson þekktu lagið Í sól og sumaryl í fyrstu vísbendingu.
10.08.2016 - 13:56