Færslur: 200.000 naglbítar

Grínland
„Hann hefndi sín með því að verða yfirburðabetri maður“
Vilhelm Anton Jónsson slasaði bróður sinn með kústskafti með þeim afleiðingum að það fossblæddi úr höfði hans. Það var ekki í eina skiptið sem hann gerði bróður sínum lífið leitt. Þeir voru þó og eru enn mestu mátar og Villi fullyrðir að litli bróðir hafi hefnt sín með því að skáka sér á flestum sviðum.
Konsert á Aldrei fór ég suður 2018
Í þættinum í kvöld heyrum við í nokkrum hljómsveitum sem spiluðu á Aldrei fór ég suður núna um síðustu páska.
200.000 Naglbítar og Lúðrasveit verkalýðsins
Í Konsert í kvöld heyrum við tónleika 200.000 Naglbítar og lúðrasveit verkalýðsins í íslensku Óperunni 7. desember 2008.
„Það er bara gaman að búa eitthvað til“
Rokktríóið 200.000 naglbítar verður 25 ára næsta vor en sveitin er að leggja lokahönd á glænýja breiðskífu sem væntanleg er á næsta ári. Naglbítarnir voru gestir Óla Palla í Popplandi og tóku nokkur lög í Stúdíói 12.
„Allt blómstrað hérna eftir að við fórum“
„Mér finnst þetta í raun rökrétt framhald af þessu gríðarlega öfluga menningarlífi sem er á Akureyri og búið að vera síðustu ár,“ segir Kári, bassaleikari hljómsveitarinnar 200.000 naglbíta, sem er komin heim til Akureyrar og spilar á Iceland Airwaves hátíðinni í kvöld en hún er nú haldin í bænum í fyrsta sinn.
02.11.2017 - 16:21