Færslur: 17. júní

2000 íslenskar lopaveifur í Tivoli
Íslenskir sjálfboðaliðar prjónuðu veifur til að skreyta Tivoli í Kaupmannahöfn í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga 17. júní. Sigurbjörg Elín Hólmarsdóttir, prjónasjálfboðaliði, segir verkefnið hafa gengið betur en skipuleggjendur þorðu að vona.
19.06.2022 - 11:20
Sjónvarpsfrétt
Þjóðhátíðardeginum fagnað víða um land
Víða um land blés fólk í lúðra og veifaði fánum og fagnaði þjóðhátíðardeginum í dag. Gæðum veðurguðanna var þó misskipt milli landshluta í dag
Myndskeið
„Lýðræðið hefur átt undir högg að sækja“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti þjóðhátíðarávarp á Austurvelli í dag á 78 ára afmæli lýðveldisins. Hún sagði lýðveldið bera aldurinn vel líkt og margir Íslendingar á sama aldri.
17.06.2022 - 15:27
Þjóðbúningur saumaður af 15 konum í Skagafirði tilbúinn
Félagið Pilsaþytur í Skagafirði frumsýndi á dögunum þjóðbúning sem meðlimir saumuðu í sameiningu síðastliðin tvö ár. Á morgun, þjóðhátiðardaginn 17. júní, klæðist fyrsta fjallkona sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði, sem hefur fengið nafnið Skagafjörður, búningnum.
Þrjár líkamsárásir í nótt og mikill erill hjá lögreglu
Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og í nótt. Í dagbók lögreglu kemur fram að tilkynnt hafi verið um þrjár líkamsárásir í gærkvöld og þónokkuð hafi verið um ölvun í borginni.
Myndskeið
Mikil gleði á 17. júní og HÍ tilkynnti um Vigdísarsafn
Þjóðhátíðardeginum hefur verið fagnað um allt land í dag en samkomutakmarknir hafa þó sett hátíðahöldum ýmsar skorður. Margt var þó á sínum stað; forseti Íslands lagði blómsveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar, fjallkonur stigu á stokk og ræður voru fluttar. Þá fagnaði Háskóli Íslands 110 ára afmæli og Vigdís Finnbogadóttir gaf skólanum gjafir.
Myndskeið
„Mestu fordómarnir sem ég fann fyrir voru mínir eigin“
Veiga Grétarsdóttir var fjallkonan á Ísafirði í dag og segir hvergi betra að vera sem transkona en á Ísafirði. Hún segist hafa flúið þaðan vegna eigin fordóma og haldið að það væri erfitt að vera hinsegin í litlu samfélagi. Hún flutti aftur til Ísafjarðar árið 2016 og segir það mikinn heiður að hafa fengið að vera fjallkonan í ár.
17.06.2021 - 16:07
Harðari takmarkanir á 17. júní nú en í fyrra
Samkomutakmarkanir eru strangari á þjóðhátíðardaginn nú en í fyrra. Þá máttu 500 koma saman en 300 nú. Reykjavíkurborg ætlar að bjóða upp á viðburði á fimmtudag, þjóðhátíðardaginn, sem verða ekki auglýstir á ákveðnum tíma og sumir ekki heldur á ákveðnum stöðum. Með þessu á að koma í veg fyrir hópamyndun, segir verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg. Fólk er hvatt til að klæða sig vel, spáð er sex stiga hita í höfuðborginni á hádegi og nokkrum blæstri.
Myndskeið
Engin kröfuganga 1. maí en vonir um skrúðgöngu 17. júní
Engin kröfuganga verður farin 1. maí, en hjá Reykjavíkurborg er vonast til að hægt verði að blása til skrúðgöngu 17. júní. Bjartsýni ríkir um að hægt verði að halda fjöldasamkomur síðsumars, en óvissan er enn talsverð.
22.04.2021 - 19:04
Lestin
„Hún er rosalega bjánalegt fyrirbæri“
„Ég á svolítið erfitt með endurtekningar og hefðir og fannst tilvalið að brjótast út úr því,“ segir Snorri Ásmundsson myndlistarmaður sem vakti athygli við hátíðahöld á Austurvelli 17. júní þegar hann hélt sína eigin fjallkonuræðu af svölum í Pósthússtræti. Lögreglan stöðvaði hann eftir rétt um tvær mínútur.
19.06.2020 - 13:59
Myndskeið
Hoppukastalar, bómullarsykur og biðraðir
Hoppukastalar, kandífloss, biðraðir, sápukúlur, skemmtiatriði og tónlist. Allt þetta var í boði í dag á þjóðhátíðardaginn, mismikið þó eftir sveitarfélögum.  Langar biðraðir mynduðust við leiktæki í blíðunni í Kópavogi en sum sveitarfélög slepptu næstum alveg hátíðahöldum. 
Þríeykið fékk fálkaorðuna
Þau Alma Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn voru í dag sæmd riddarakrossi fyrir störf í þágu heilbrigðismála og framlag þeirra í baráttu við kórónuveirufaraldurinn. Alls fengu fjórtán Íslendingar afhent heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu í dag.
17.06.2020 - 13:59
Bjart og fallegt 17. júní veður
Í dag. þjóðhátíðardaginn, er spáð suðlægri eða breytilegri átt 3-10 m/s. Víða verður bjart og fallegt veður en framan af degi verður skýjað með köflum vestan til á landinu, og það eru líkur á þokulofti við norður- og austurströndina.
17.06.2020 - 08:14
Hátíðahöld með breyttu sniði
Hátíðahöld á 17. júní verða með breyttu sniði í ár vegna fjöldatakmarkana. Í stað stórra samkoma verður víða blásið til hverfishátíða og fólk hvatt til að fagna heima við.   
16.06.2020 - 12:34
Spá þurru veðri á þjóðhátíðardaginn
Veðurstofan spáir sunnanátt á bilinu 5-13 m/s í dag. Rigningu og súld, einkum sunnanlands.
15.06.2020 - 07:39