Færslur: 11. september

Þinghúsið í Washington rýmt um stundarsakir
Þinghúsið í Washington höfuðborg Bandaríkjanna var rýmt um stundarsakir í kvöld. Lögregla á Þinghúshæð greindi frá mögulegri ógn vegna óvenjulegrar ferðar flugvélar yfir borginni. Forseti fulltrúadeildar þingsins gagnrýndi flugmálayfirvöld harkalega.
Lestin
„Ég átti mitt eigið líf ekki sjálf“
„Það sem ég var að upplifa var brjálæðislegt en fólk á Íslandi gerði sér ekki grein fyrir því,“ segir Svala Björgvinsdóttir söngkona. Á fyrstu stigum ferils síns, þegar hún bjó í Los Angeles í Bandaríkjunum, stóð til að gera hana að risastórri poppstjörnu. Hún hékk með Puff Daddy, í sömu partíum og Sean Penn og Mark Wahlberg þegar flugvélar hæfðu tvíburaturnana og ferill hennar hrundi um skeið.
14.12.2021 - 14:27
Barist um frystar eignir afganska ríkisins
Ættingjar fórnarlamba hryðjuverkanna 11. september 2001 höfðuðu skaðabótamál fyrir 20 árum sem hafa ekki verið útkljáð. Frystar eignir afganska ríkisins í New York eru nú í brennidepli þar sem bæði ættingjarnir og Talíbanar gera kröfu í þær. Það er hægara sagt en gert því það ríkir viðskiptabann milli Bandaríkjanna og Talíbana. Bandaríkjamenn þyrftu að viðurkenna Talíbana sem réttmæta ríkisstjórn Afganistans og því fylgja alls kyns pólitískir hnútar.
Sjónvarpsfrétt
Hatursglæpum fjölgaði um 900% eftir hryðjuverkin
Tuttugu árum eftir einhverjar mannskæðustu hryðjuverkaárásir sögunnar gætir áhrifa og afleiðinga þeirra enn víða um heim. Hatursglæpum gegn múslimum í Bandaríkjunum fjölgaði um 900 prósent í kjölfar hryðjuverkaárásanna. Þeirra tæplega þrjú þúsund sem létust í árásunum var minnst í dag.
Í BEINNI
Minningarathöfn vegna hryðjuverkanna 11. september
Í dag er þess minnst að tuttugu ár eru frá árás hryðjuverkamanna í Bandaríkjunum, 11. september 2001. Tæplega þrjú þúsund manns týndu lífi.
11.09.2021 - 11:50
Fréttaskýring
Tuttugu ár frá hryðjuverkunum 11. september
Tuttugu ár eru í dag liðin frá hryðjuverkaárásum Al-Kaída í Bandaríkjunum, 11. september 2001. Nærri þrjú þúsund létust þegar fjórum flugvélum var rænt á innan við klukkustund og þeim flogið á þrjár byggingar. Þær áttu reyndar að vera fjórar.
11.09.2021 - 07:30
Biden hvetur til samstöðu
Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur þjóð sína til að sýna samstöðu í myndbandsávarpi sem hann birtir á samfélagsmiðlum deginum áður en tuttugu ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum 11. september.
11.09.2021 - 01:24