Færslur: 11. september

Sjónvarpsfrétt
Hatursglæpum fjölgaði um 900% eftir hryðjuverkin
Tuttugu árum eftir einhverjar mannskæðustu hryðjuverkaárásir sögunnar gætir áhrifa og afleiðinga þeirra enn víða um heim. Hatursglæpum gegn múslimum í Bandaríkjunum fjölgaði um 900 prósent í kjölfar hryðjuverkaárásanna. Þeirra tæplega þrjú þúsund sem létust í árásunum var minnst í dag.
Í BEINNI
Minningarathöfn vegna hryðjuverkanna 11. september
Í dag er þess minnst að tuttugu ár eru frá árás hryðjuverkamanna í Bandaríkjunum, 11. september 2001. Tæplega þrjú þúsund manns týndu lífi.
11.09.2021 - 11:50
Fréttaskýring
Tuttugu ár frá hryðjuverkunum 11. september
Tuttugu ár eru í dag liðin frá hryðjuverkaárásum Al-Kaída í Bandaríkjunum, 11. september 2001. Nærri þrjú þúsund létust þegar fjórum flugvélum var rænt á innan við klukkustund og þeim flogið á þrjár byggingar. Þær áttu reyndar að vera fjórar.
11.09.2021 - 07:30
Biden hvetur til samstöðu
Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur þjóð sína til að sýna samstöðu í myndbandsávarpi sem hann birtir á samfélagsmiðlum deginum áður en tuttugu ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum 11. september.
11.09.2021 - 01:24