Færslur: 10 Years

„Við tökum niðurstöðunum þegar þær koma“
Greinist ekki fleiri smit í íslenska hópnum aukast líkurnar á að Daði og Gagnamagnið stígi á svið á fimmtudagskvöld. Þetta kom fram í máli Felixar Bergssonar í hádegsifréttum útvarps. Öllum líður vel en honum fannst leitt að missa af opnunarhátíð Eurovision-keppninnar í gær.
Alla leið
Helga Möller var efins um að senda ætti Daða út aftur
Álitsgjafar Alla leið á RÚV leggja mat sitt á framlag Íslands til Eurovision í ár. Helga Möller þurfti að hlusta á lagið tvisvar til að sannfærast um að rétt ákvörðun hefði verið tekin.
01.05.2021 - 20:48
Viðtal
Árný býður upp á rímur og prjónaskap í Rotterdam
Íslenski Eurovision-hópurinn er byrjaður að undirbúa ferðalag til Rotterdam þar sem Daði og Gagnamagnið stíga á svið í fyrri undanúrslitum 20. maí. Felix Bergsson fararstjóri íslenska hópsins, segir að enn sé mjög óljóst hver komi til með að sigra keppnina í ár. Daða er spáð sjöunda sæti með lagið 10 years sem gæti auðveldlega skriðið ofar þegar fólk hefur lært dansinn.
14.04.2021 - 13:46
Myndskeið
Frumflutningur á framlagi Íslands í Eurovision 2021
Þéttur taktur, dansspor, fallegur texti og stuð einkenna lagið 10 years með Daða og Gagnamagninu sem er Eurovision-framlag Íslendinga árið 2021. Lagið fjallar um samband Daða og Árnýjar konu hans og var í kvöld frumflutt í þættinum Straumar á RÚV.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Straumar — Eurovision
Framlag Íslendinga í Eurovision 2021, 10 years með Daða og Gagnamagninu, er frumflutt í Straumum kvöldsins. Í þættinum verður fjallað um Eurovision-fárið sem hefur staðið yfir með hléum frá 1956.
13.03.2021 - 19:25
Opinber frumflutningur á lagi Daða í kvöld
Framlag Íslendinga í Eurovision í ár verður frumflutt í fullum gæðum í þættinum Straumar sem er á dagskrá eftir fréttir í kvöld. Daði stefnir að því að tryggja Íslendingum að minnsta kosti þátttöku í úrslitum keppninnar, en vonandi líka sæti ofarlega á úrslitakvöldinu, með laginu 10 years.
13.03.2021 - 10:19
„Ég kyssti hana líka, bara svo það sé á hreinu“
Daði Freyr og Árný Fjóla kynntust í Fjölbrautaskólanum á Selfossi en byrjuðu ekki að vera par fyrr en tveimur árum síðar, þegar Árný tók af skarið og kyssti Daða á Hróaskelduhátíðinni 2010. Daði vill þó meina að kossinn hafi verið sameiginleg ákvörðun. Eurovision-framlag Íslendinga 2021 fjallar um samband þeirra sem hefur varað í tíu ár.
27.02.2021 - 11:18