Færslur: 1. maí

Sjónvarpsfrétt
Sólveig Anna segir yfirlýsingu Bárunnar sorglega
Formenn stéttarfélaganna Bárunnar og Eflingar deila hart hvor á aðra á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins en forseti Alþýðusambandsins hvetur til samstöðu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir sorglegt að formaður Bárunnar hafi ekki um annað merkilegra að hugsa en að senda frá sér harðorða ályktun þar sem segir að uppsagnir á skrifstofu Eflingar séu ósvífnar og óskiljanlegar.
Báran fordæmir „ósvífnar og óskiljanlegar“ uppsagnir
„Trúnaðarráð Bárunnar, fordæmir þá ósvífnu og óskiljanlegu ákvörðun Baráttulista stjórnar Eflingar að segja öllu starfsfólki á skrifstofu félagsins upp störfum.“ Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem stéttarfélagið Báran sendi frá sér í morgun. Þá er lýst stuðningi við Drífu Snædal, forseta Alþýðusambandsins. Jafnframt er miðstjórn ASÍ og Starfsgreinasambandið átalið fyrir að fordæma ekki framgöngu meirihluta stjórnar Eflingar.
Vikulokin
Mikill húsnæðiskostnaður og atvinnuleysi áhyggjuefni
Það er mat þriggja verkalýðsforingja sem að eitt brýnasta verkalýðsfélaga sé að vel takist til við innleiðingu styttingar vinnuvikunnar. Í dag gengur stytting vinnuviku vaktavinnufólks í gildi. Fleira brennur þó á verkalýðsforingjunum.
Drífa Snædal leggur áherslu á samtryggingu í ávarpi
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir í 1. maí ávarpi sínu að skilningsleysi felist í þeim orðum stjórnvalda og viðsemjenda verkalýðshreyfingarinnar að laun séu of há og að auka þurfi aga á vinnumarkaði.
01.05.2021 - 10:52
Myndskeið
Engin kröfuganga 1. maí en vonir um skrúðgöngu 17. júní
Engin kröfuganga verður farin 1. maí, en hjá Reykjavíkurborg er vonast til að hægt verði að blása til skrúðgöngu 17. júní. Bjartsýni ríkir um að hægt verði að halda fjöldasamkomur síðsumars, en óvissan er enn talsverð.
22.04.2021 - 19:04
Fyrirtæki borgi stuðning tilbaka eða ríkið fá hlutafé
Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) gerir þá kröfu að fyrirtæki sem nýta sér stuðning stjórnvalda vegna Covid-19 veirunnar endurgjaldi samfélaginu þann stuðning, annað hvort með endurgreiðslu eða að ríkið eignist hlutafé í fyrirtækjunum.
Byggjum réttlátt þjóðfélag
Svona söng Halldór Laxness Maístjörnuna sjálfur
AUÐUR og Ellen Kristjánsdóttir koma fram á dagskránni Byggjum rétt þjóðfélag sem fram fer í Hörpu og flytja ábreiðu af Maístjörnunni í tilefni dagsins. Lagið er þó ekki eftir Jón Ásgeirsson heldur er það rússneskt þjóðlag sem skáldið hafði í huga þegar ljóðið var samið.
01.05.2020 - 13:37
Myndband
Fjöldi fólks í kröfugöngu
Misskipting auðs og krafa um jöfnuð voru helstu áherslur í ræðum verkalýðsforingja í dag, á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks. Formaður VR gagnrýndi harðlega að sumar verslanir bjóði upp á sérstakan afslátt í dag og hafi opið lengur en vanalega. Hátíðahöld voru víða um dag í tilefni dagsins og fjöldi fólks gekk kröfugöngu undir lúðrablæstri í miðbæ Reykjavíkur til fundar á Ingólfstorgi.
01.05.2019 - 15:49
Telur að misrétti hafi aukist
Misrétti hefur aukist til muna síðustu áratugi, að mati Drífu Snædal, forseta ASÍ. Í ræðu hennar í tilefni 1. maí, baráttudags verkafólks, segir að framleiðni í heiminum hafi þrefaldast á síðustu tveimur áratugum en að auðurinn hafi ekki skilað sér til vinnandi fólks.
01.05.2019 - 10:41
1. maí haldinn hátíðlegur víða um land
Hátíðahöld verða víða um land í dag í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, 1. maí. Í Reykjavík hefst kröfuganga klukkan 13:30 á Hlemmi og að henni lokinni verður útifundur á Ingólfstorgi.
01.05.2019 - 08:47
Hvetur fólk til að sniðganga verslanir 1. maí
„Það er mjög dapurlegt að horfa upp á mörg fyrirtæki gera út á þennan dag sem sérstakan afsláttardag. Það er vanvirðing við réttindi og baráttu vinnandi fólks,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um þá staðreynd að opið verður í nær öllum stórmörkuðum á morgun, 1. maí.
30.04.2019 - 13:39
Ágreiningur ekki krísa í verkalýðshreyfingunni
Á baráttudegi verkalýðsins talaði nýr formaður VR um að verkalýðshreyfingin hefði ekki hlustað á vilja fólksins auk þess sem hann talaði um blekkingarleik varðandi kaupmátt. Formaðurinn talaði á sérfundi á Austurvelli og segir að ósk sinni um að tala á Ingólfstorgi hefði verið hafnað. Forseti Alþýðusambandsins sagði aðspurður djúpt í árinni tekið þegar talað væri um klofning innan hreyfingarinnar.
02.05.2017 - 16:52
Segir deiluna við Ragnar stærðfræðilega
„Mér finnst þetta svosem vera meira svona stærðfræðileg deila heldur en hitt,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, um ræðu Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR á Austurvelli í dag. Ræðan hafi verið hefðbundin 1. maí ræða.
01.05.2017 - 20:34
Myndskeið
Rigningarsamur 1. maí
Votviðri setti svip sinn á hátíðarhöld á 1. maí í Reykjavík í ár. Blauthært lúðrasveitarfólk og fólk í regnkápum og með regnhlífar tók þátt í kröfugöngu niður Laugarveg að Ingólfstorgi og Austurvelli.
01.05.2017 - 17:00
Lenti í piparúða á „hefðbundnum“ 1. maí
Þrír lögreglumenn slösuðust í átökum við grímuklædda mótmælendur í París, höfuðborg Frakklands, í dag. Baráttudagur verkalýðsins er í haldinn hátíðlegur í miðri kosningabaráttu fyrir seinni umferð frönsku forsetakosninganna. Kosið verður á sunnudag.
01.05.2017 - 16:14
Verkalýðshreyfingin úr takti við launafólk
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gagnrýnir verkalýðsforystuna fyrir að ganga ekki í takt við kröfur launafólks. Hann flutti ávarp á útifundi á Austurvelli í dag, á sama tíma og samstöðufundur verkalýðsfélaganna var á Ingólfstorgi.
01.05.2017 - 15:08
Límonaði drottningar
Í Rokklandi dagsins verður fjallað um plötuna Lemonade sem svarta gyðjan með dillibossann, sjálf drottningin af Ameríku - Beyoncé Knowles sendi frá sér í vikunni sem leið öllum að óvörum.
01.05.2016 - 08:47