Tækni og vísindi

Geimförum fagnað í Alþjóðlegu geimstöðinni
Geimskutla SpaceX, með þá Doug Hurley og Bob Behnken um borð, kom að alþjóðlegu geimstöðinni rétt fyrir klukkan hálf þrjú í dag að íslenskum tíma. Ferðalagið tók þá tæpar nítján klukkustundir. Geimfararnir sem fyrir voru í alþjóðlegu geimstöðinni fögnuðu þeim og buðu þá velkomna. 
31.05.2020 - 16:25
epa08456317 A handout video-grabbed still image made available by NASA on 31 May 2020 shows SpaceX's Crew Dragon spacecraft with NASA astronauts Robert Behnken and Douglas Hurley onboard on NASA's SpaceX Demo-2 mission approaching to dock to the International Space Station (ISS), 31 May 2020. NASA's SpaceX Demo-2 mission to the International Space Station with NASA astronauts Robert Behnken and Douglas Hurley on-board was launched from NASA's Kennedy Space Center in Cape Canaveral, Florida, USA, 30 May 2020.  EPA-EFE/NASA TV HANDOUT MANDATORY CREDIT: NASA TV HANDOUT EDITORIAL USE ONLY HANDOUT EDITORIAL USE ONLY
Í BEINNI
SpaceX geimskutlan við Alþjóðlegu geimstöðina
Gert er ráð fyrir því að geimskutla SpaceX með þá Doug Hurley og Bob Behnken um borð komi að alþjóðlegu geimstöðinni rétt fyrir klukkan hálf þrjú í dag að íslenskum tíma.
31.05.2020 - 14:03
Rússneska geimferðastofnunin óskar SpaceX til hamingju
Rússneska geimferðarstofnunin, Roscosmos, óskaði SpaceX til hamingju með að hafa náð að skjóta mannaðri geimflaug á loft í gær. Tveir bandarískir geimfarar eru um borð, Doug Hurley og Bob Behnken, og er áætlað að þeir komi að Alþjóðlegu geimstöðinni rétt fyrir klukkan hálf þrjú í dag að íslenskum tíma.
31.05.2020 - 09:08
Hyggjast skjóta Dragon á loft í kvöld
Bandaríska geimrannsóknastofnunin NASA og tæknifyrirtækið SpaceX hyggjast skjóta í kvöld geimflauginni Dragon á loft með tveimur um borð. Ef til tekst þá verður þetta í fyrsta sinn sem einkafyrirtæki nær að koma mannaðri geimflaug á loft og fyrsta mannaða geimferð Bandaríkjamanna í nærri áratug.
30.05.2020 - 17:46
Fyrsta mannaða geimskotið frá Bandaríkjunum í níu ár
Bandaríska geimvísindastofnunin NASA sér enga ástæðu til þess að fresta fyrsta mannaða geimskotinu frá Bandaríkjunum í níu ár í næstu viku. Tveir geimfarar verða um borð í Dragon flaug SpaceX sem verður skotið á loft frá Kennedy geimflugstöðinni í Flórída á miðvikudag. 
23.05.2020 - 04:19
Helmingur Twitter reikninga um Covid 19 forritaðir
Nær helmingur allra Twitter-reikninga sem tekur þátt í umræðunni um Covid 19 faraldurinn er ekki með raunverulegt fólk á bak við sig. Þeir eru sérstaklega forritaðir til að senda skilaboð með reglubundnum hætti. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vefum Carnegie Mellon háskólans.
21.05.2020 - 20:10
Hraunvallaskóli og Smáraskóli sigurvegarar
Nemendur í Hraunvallaskóla og Smáraskóla stóðu uppi sem sigurvegarar í Lestrarkeppni grunnskólanna. Hraunavallaskóli í Hafnarfirði fagnaði sigri í flokki skóla með yfir 450 nemendur og þar varð Salaskóli í Kópavogi í öðru sæti. Smáraskóli í Kópavogi sigraði í flokki skóla með færri en 450 nemendur. Þar varð Grunnskólinn á Þórshöfn í öðru sæti.
21.05.2020 - 11:12
Beint
Út úr kófinu - blaðamannafundur
Forsætisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra hafa boðað til blaðamannafundar í hádeginu til að kynna markáætlun og skýrslu um fjórðu iðnbyltinguna, áherslur í nýsköpunarmálum og áherslur í vísindamálum.
20.05.2020 - 11:47
Myndskeið
Ísland með augum fuglsins fljúgandi
Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson og Hafdís Hreiðarsdóttir, eigandi sýndarveruleikasetursins Hliðskjálf, hafa í samstarfi við sérfræðinga vestanhafs þróað margmiðlunarefni fyrir sýndarveruleika þar sem íslensk náttúra er í aðalhlutverki.
12.05.2020 - 22:15
Sigruðu með þróun á greiningartæki fyrir heilabilun
Vísinda- og nýsköpunarverðlaun Háskóla Íslands voru afhent við hátíðlega athöfn í dag. Fjögur verkefni voru verðlaunuð, en sigurverkefnið snýst um að þróa sjálfvirkt, þrívítt myndgreiningartól sem byggist á gervigreind og á að auðvelda og flýta greiningu á heilabilun. Aðstandendur verkefnisins fengu þrjár milljónir króna í verðlaunafé. 
12.05.2020 - 14:27
BEINT
Afhenda vísinda- og nýsköpunarverðlaun HÍ
Vísinda- og nýsköpunarverðlaun Háskóla Íslands verða afhent í Hátíðarsal Háskóla Íslands klukkan 11 í dag. Streymt verður frá athöfninni á vefnum, enda er gestum ekki leyfilegt að vera viðstaddir athöfnina vegna samkomutakmarkana. Aðeins verðlaunahafar og dómnefnd fá að vera viðstaddir.
12.05.2020 - 10:51
Telur PFS þurfa að endurskoða reglur eftir kvörtun Mílu
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála (ÚFP) hefur fallist á kröfu Mílu, dótturfélags Símans, og breytt ákvörðunarorðum Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) að hluta. Stofnunin hafði úrskurðað að Míla hafi ekki farið að reglum þegar fyrirtækið lagði fjarskiptalagnir í húsnæði í Hafnarfirði án þess að gefa öðrum kost á að samnýta framkvæmdina. 
Svikahrappur herjar á UNICEF og segir starfsfólk látið
Óprúttinn einstaklingur herjar nú á UNIFEC á Íslandi, en viðkomandi sendir fólki skilaboð á samfélagsmiðlinum LinkedIn. Hann villir á sér heimildir sem yfirmaður ráðningamála og segist vera í leit að fjármálastjóra fyrir samtökin á Íslandi.
21.04.2020 - 09:14
Geimfarar NASA fljúga út í geim með flaug frá SpaceX
Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hyggst senda geimfara til dvalar í alþjóðlegu geimstöðinni, ISS, í vor. Verður þetta í fyrsta skipti frá 2011, að bandarískir geimfarar halda til himins frá bandarískri grundu. Og þetta eru ekki einu tíðindin, því geimfararnir fara í þessa reisu með Falcon 9 eldflaug frá geimferðafyrirtæki Elons Musks, Space-X.
VIðtal
Segir hlutabótaleið ekki henta hátæknifyrirtækjum
Hlutabótaleiðin gagnast hátæknifyrirtækjum ekki jafn vel og mörgum öðrum fyrirtækjum. Þetta segir Pétur Már Halldórsson, forstjóri Nox Medical, fyrirtækis sem þróar og framleiðir lækningatæki til svefnrannsókna. Vísindamenn við John Hopkins háskóla rannsaka nú leiðir til að nota tækin til gagnaöflunar vegna COVID-19 faraldursins.
Ný heimsmynd blasir við geimförum
Nýr veruleiki blasir við geimförunum þremur sem lentu heilu og höldnu á steppum Kasakstan klukkan rúmlega fimm í morgun að íslenskum tíma eftir margra mánaða dvöl í alþjóðlegu geimstöðinni sem er á braut umhverfis jörðu.
17.04.2020 - 08:05
Þróuðu aðferð sem gæti nýst við að spá fyrir um eldgos
Alþjóðlegur hópur vísindamanna, þar á meðal íslenskra, hefur varpað nýju ljósi á uppruna köfnunarefnis á jörðinni. Hópurinn nýtti nýja aðferð við greiningu sem gæti nýst til að spá fyrir um eldgos auk þess að gera vísindamönnum kleift að greina skýrar á milli andrúmslofts og eldfjallagass í eldsumbrotum.
16.04.2020 - 12:30
Kári mætir á fund almannavarna
Upplýsingafundur almannavarna verður á sínum stað klukkan tvö í dag, eftir að hafa fallið niður í gær vegna fundar þar sem ráðherrar kynntu afnám samkomubanns í áföngum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, verður gestur á fundinum. Í gærkvöld birtist vísindagrein í New England Journal of Medicine sem rituð var af vísindamönnum Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólk þeirra hjá Embætti landlæknis og Landspítalanum. Greinin byggði á rannsókn á útbreiðslu kórónuveiru hér.
15.04.2020 - 11:40
Lögreglan varar við sérstaklega ógnandi netþrjótum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekur athygli á því að fólk hafi tilkynnt um ógnandi og grófa tölvupósta síðustu daga, þar sem netþrjótar reyna að kúga fé af fólki.
Kórónuveiran: Úr leðurblökum í hunda og þaðan í menn?
Nú þykir sannað að kórónuveiran sem veldur COVID-19 hafi ekki borist í menn í gegnum hreisturdýr eða pangólín, eins og talið var til skamms tíma. Til þess er afbrigðið sem fundist hefur í hreisturdýrunum einfaldlega of frábrugðið því sem finnst í mönnum. Þess í stað beinist grunurinn nú að flækingshundum í Wuhan og nágrenni, sem gætu hafa lagt sér leðurblökur til munns.
15.04.2020 - 05:32
Apple og Google taka höndum saman gegn COVID-19
Tæknirisarnir Apple og Google vinna nú saman með yfirvöldum við smitrakningu með aðstoð Bluetooth tækninnar. CNN greinir frá. Tæknin verður notuð til þess að sjá hverjir voru nálægt einhverjum sem hefur smitast af COVID-19. Sameiginlegt app fyrirtækjanna verður klárt fyrir bæði iOS og Android stýrikerfi í næsta mánuði.
10.04.2020 - 22:55
Myndskeið
Sérsniðu snjallforrit fyrir COVID-sjúklinga á 2 vikum
Á hálfum mánuði tókst að sníða fjarheilbrigðisþjónustu sérstaklega að þörfum þeirra sem hafa smitast af kórónuveirunni. Sjúklingarnir skrá líðan sína og breytingar sem verða á henni í sérstakt snjallforrit.   
Öryggisgallar í fjarfundarbúnaði valda vandræðum
Vegna samkomubanns og áhrifa kórónuveirufaraldursins hafa fyrirtæki og stofnanir í auknum máli beint því til starfsmanna sinna að vinna heima. Notkun fjarfundabúnaða hefur því aukist mikið, ekki aðeins hér á landi heldur um allan heim.
07.04.2020 - 18:38
Eigendur iPhone geta nálgast smitrakningarapp
Nýja smitrakningarappið, Rakning C-19, sem hefur verið í þróun undanfarið er komið í App store. Það þýðir að eigendur iPhone síma geta nú hlaðið því niður í símana sína. „Ég var að ná í það sjálfur,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Landlæknis.
Apple og Google hafa ekki samþykkt smitrakningar-appið
Smíði smitrakningar-apps, sem er liður í viðamiklum aðgerðum til að hægja á og vonandi minnka útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19, er lokið. Í tilkynningu frá landlæknisembættinu í dag kemur fram að appið sé væntanlegt til niðurhals í App store og Google Play, en annað kom í ljós á upplýsingafundi almannavarna í dag.
01.04.2020 - 14:26