Tækni og vísindi

Kínverjar reyna að sverja af sér kórónaveiruna
Kínversk yfirvöld vinna nú að því hörðum höndum að reyna að breyta sögu COVID-19 farsóttarinnar og kórónaveirunnar sem veldur henni, af kínverskum ríkisfjölmiðlum að dæma. Í þeim birtast nú æ fleiri umfjallanir, þar sem dregið er í efa að SARS-CoV-2 veiran sé í raun upprunnin í kínversku borginni Wuhan, þar sem hún greindist fyrst í mönnum um þetta leyti í fyrra.
29.11.2020 - 23:56
Myndskeið
Taka ákvörðun um markaðsleyfi bóluefna fyrir jól
Ákvörðun um hvort bóluefni við COVID-19 fái markaðsleyfi í Evrópu verður tekin rétt fyrir jól. Þau þurfa að uppfylla sömu skilyrði og önnur lyf og bóluefni. Hjá Lyfjastofnun er verið að undirbúa flutning og dreifingu bóluefna hérlendis.
Hækkandi smitstuðull viðvörun um framhaldið
Smitstuðull utan sóttkvíar hefur leitað upp á við seinustu daga og er nú orðinn 1,5. Það er viðvörun um þróun faraldursins á næstunni. Þetta kemur fram í nýju spálíkani Háskóla Íslands sem birtist í dag.
26.11.2020 - 15:56
Vara við svikaherferðum í nafni flutningafyrirtækja
Netöryggissveitin CERT-IS varar við svikaherferðum í tengslum við stóra netverslunardaga. Í nýrri tilkynningu frá netöryggissveitinni segir að síðustu daga hafi borið á svikaherferðum í nafni flutningafyrirtækja í tengslum við stórtilboðsdaginn 'dag einhleypra' þann 11. nóvember.
Áhrif COVID-19 á magn koltvísýrings lítil
Magn koltvísýrings í andrúmsloftinu hefur ekki minnkað þrátt fyrir mikinn samdrátt í efnahagslífi heimsins, sem rekja má til kórónuveirufaraldurinsins og sóttvarnaaðgerða, og að fólk ferðist mun minna. Útblástur hefur dregist saman en það haft lítil áhrif, að sögn Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar WMO.
Verðmætum glósubókum Darwins líklega stolið
Svo virðist sem tveimur glósubókum vísindamannsins Charles Darwin, sem setti fram þróunarkenninguna, hafi verið stolið úr bókasafni Cambrigde-háskóla. Bækurnar eru metnar á tugi milljóna króna og biður yfirbókavörður almenning um aðstoð við að endurheimta þær.
24.11.2020 - 15:00
Nýtt bóluefni ódýrara og auðveldara að flytja
Bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla við COVID-19 sem nú er í þróun virkar í allt að 90 prósentum tilfella og er ódýrara í framleiðslu og auðveldara er að flytja það en önnur sem fram hafa komið. Virkni þess er hins vegar mismunandi eftir því hvernig því er skammtað.
Mannlegi þátturinn
Misnotkun á heilbrigðisupplýsingum vaxandi vandi
Hólmar Örn Finnsson persónuverndarfulltrúi embættis landlæknis segir æskilegt að fólk sé á verði gagnvart því hverngi farið er með heilbrigðisupplýsingar um það. Heilsuupplýsingar séu eftirsóttar af stórfyrirtækjum og hafa í vaxandi mæli verið misnotaðar. Rætt var við Hólmar í Mannlega þættinum á Rás 1.
Vinsælasta lykilorðið á internetinu er 123456
Talnarunan 123456 er vinsælasta lykilorð netverja ef marka má úttekt fyrirtækisins NordPass sem rekur umsýsluforrit fyrir lykilorð. Þessi einfalda talnaruna hefur verið afhjúpuð sem lykilorð netverja meira en 20 milljón sinnum.
18.11.2020 - 17:52
Grímur geta ekki komið í stað annarra sóttvarna
Almennar ráðleggingar um grímunotkun til að forða kórónuveirusmiti minnka ekki hættuna á smiti um meira en helming, þar sem samskiptafjarlægð er höfð í heiðri og grímur annars lítið notaðar. Þetta er niðustaða danskrar rannsóknar þar sem reynt var að sýna fram á notagildi veirugríma gegn kórónuveirufaraldrinum.
Bóluefni Pfizer öruggt og með 95% virkni
Bóluefni bandaríska lyfjafyrirtækisins Pfizer og þýska lyfjaþróunarfyrirtækisins BioNTech gegn COVID-19 hefur fulla virkni í 95% tilfella og engar alvarlegar aukaverkanir. Þetta er niðurstaða þriðja stigs prófana með efnið.
Kynna niðurstöður á rannsókn um grímunotkun
Dönsk rannsókn á virkni grímunotkunar gegn útbreiðslu COVID-19 verða kynntar síðar í dag. Aðstandendur rannsóknarinnar hafa verið gagnrýndir fyrir að greina ekki frá niðurstöðum hennar fyrr en hún hófst á vormánuðum.
Myndskeið
Hafa uppgötvað fjöll og dali á hafsbotni við Ísland
Neðansjávarfjöll og dalir hafa komið í ljós í rannsókn Hafrannsóknarstofnunar, sem miðar að því að kortleggja hafsbotninn innan efnahagslögsögu Íslands. Búið er að kortleggja um þriðjung hafsbotnsins og er búist við því að verkefnið taki níu ár til viðbótar.
Netárásin var stór á íslenskan mælikvarða
Stór netárás á íslenskan mælikvarða var gerð á fyrirtæki í fjármálageiranum á mánudag í síðustu viku. Árásin hafði afleiðingar víða meðal annars hjá fjarskiptafélögum.
Dragon Resilience komin til alþjóðlegu geimstöðvarinnar
Geimflaugin Resilience lagðist að alþjóðlegu geimstöðinni, ISS, klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. Resilience er Dragon-fólksflutningaflaug úr smiðju bandaríska einkafyrirtækisins SpaceX, sem skotið var á loft frá Canaveralhöfða í Flórída á sunnudagskvöld. Fjórir menn eru um borð, þrír Bandaríkjamenn og einn Japani.
Geimskot Resilience-flaugar SpaceX gekk að óskum
SpaceX geimflauginni Dragon Resilience var skotið á loft frá Canaveralhöfða á Flórídaskaga skömmu fyrir klukkan hálf eitt í nótt að íslenskum tíma. Gekk geimskotið að óskum. Fjórir geimfarar eru um borð, þrír Bandaríkjamenn á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, og einn Japani, og er ferð þeirra heitið til alþjóðlegu geimstöðvarinnar, ISS.
Landinn
Líftæknilyf bæta líf þúsunda á Íslandi
Vaxandi hópur fólks fær líftæknilyf við sjálfsofnæmissjúkdómum en líftæknilyf hafa einnig verið notuð með góðum árangri við krabbameinum.
15.11.2020 - 09:30
TikTok ekki bannað um sinn
Enn hefur fyrirhuguðu banni ríkisstjórnar Donald Trumps Bandaríkjaforseta á kínverska samfélagsmiðlinum TikTok verið frestað. Forsetinn segir forritið ógn við þjóðaröryggi en illa gengur að meina um 100 milljón notendum aðgang að því vestanhafs.
Fjögur bóluefni sem Ísland bíður eftir
Íslandi hefur verið tryggður aðgangur að nokkrum bóluefnum sem í þróun eru gegn COVID-19 innan samkomulags sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gert við fjóra framleiðendur bóluefnis. Þau eru mislangt komin í þróun og velta kaupsamningarnir á því að þau hljóti samþykki lyfjaeftirlitsstofnana um heim allan.
Tilraun til netárásar olli truflun á netsambandi í gær
Tilraun til netárásar klukkan 11:22 í gær hafði áhrif á netsamband fjölda viðskiptavina Vodafone, og fleiri fjarskiptafyrirtækja, í 45-50 mínútur. Magnús Hafliðason, forstöðumaður samskipta- og markaðssviðs Vodafone, segir í samtali við fréttastofu að árásin hafi beinst gegn einum viðskiptavini fyrirtækisins.
10.11.2020 - 11:46
Viðtal
Börn í Fossvogsskóla veikjast vegna myglu
Að minnsta kosti sex börn í Fossvogsskóla sýna einkenni vegna myglu í Fossvogsskóla þrátt fyrir miklar viðgerðir á húsinu til að uppræta myglu.
„Hann er ekkert mikið að reyna á sig“
Engin merki voru um öldrun í heila 245 ára hákarls, sem veiddist vestur af landinu árið 2017. Þetta sýnir rannsókn Hafrannsóknastofnunar. Þá voru engin merki um taugahrörnun í hákarlinum. Sviðsstjóri hjá stofnuninni segir að þetta sé vegna lífshátta hákarlsins. Ekki sé ráðlagt að menn taki upp svipaðan lífsstíl til að hægja á öldrun. 
Dómstólar nýta ekki fjarfundarbúnað sem skyldi
Ákærendafélag Íslands segir að dómstólar séu of illa búnir til að geta nýtt sér bráðabirgðaheimild til málsmeðferða í gegnum fjarfundarbúnað. Umsýsla dómstóla segir að tæknilausnir séu til staðar en að unnið sé að úrbótum.
Myndskeið
Fengu milljarða fjármögnun og ætla að fjölga fólki
Íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health fékk nýverið tæplega þriggja milljarða króna fjármögnun frá stórum erlendum sjóðum. Fyrirtækið stefnir á að þrefalda starfsmannahópinn á allra næstu misserum. Forstjórinn segir að þörf fyrir fjarheilbrigðiskerfi sé enn meiri nú þegar heimsfaraldur geisar.
Ætla að umbylta svefnheiminum
Svefnbyltingin, sem er fjögurra ára rannsóknaverkefni, fékk tveggja og hálfs milljarðs króna styrk úr Horizon 2020 rammaáætlun Evrópusambandsins fyrir rannsóknir og nýsköpun. Þróa á nýjar rannsóknaraðferðir á kæfisvefni og öðrum svefntengdum öndunarerfiðleikum. „Það sem við ætlum að gera í þessu verkefni er að umbylta svefnheiminum, segir Erna Sif Arnardóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík og forstöðumaður Svefnseturs. Hún leiðir rannsóknina.
28.10.2020 - 17:18