Tækni og vísindi

Valitor varar við sviksamlegum tölvupóstum
Kortafyrirtækið Valitor varar við tölvupóstum í nafni Póstsins þar sem fólk er beðið um að smella á hlekk þar sem komið er inn á falska greiðslusíðu í nafni fyrirtækisins. „Við viljum ítreka fyrri viðvaranir og biðja fólk að opna ekki hlekki sem fylgja skilaboðunum og gefa ekki undir neinum kringumstæðum upp kortaupplýsingar eða persónuupplýsinga.“
16.09.2020 - 23:33
Víkingarnir voru ekki bara ljóshærðir Skandinavar
Niðurstöður nýrrar og umfangsmikillar rannsóknar benda til þess staðalímyndin um að víkingarnir hafi að mestu leyti verið ljóshærðir Skandinvar eigi ekki við rök að styðjast. Íslenskur fornleifafræðingur sem tók þátt í rannsókninni segir hana varpa ljósi á að víkingarnir voru mun fjölbreyttari hópur en áður var talið.
16.09.2020 - 22:12
Virt vísindarit tekur stöðu með Biden
„Gögnin og vísindin sýna að Donald Trump hefur skaðað Bandaríkin og bandarísku þjóðina - því hann hafnar sönnunargögnum og vísindum," segir í leiðara nýjasta tölublaðs bandaríska vísindaritsins Scientific American. Ritið tekur í fyrsta sinn í 175 ára sögu þess afstöðu í bandarísku forsetakosningunum, og styður Joe Biden opinberlega.
Auðskilið mál
Kannski hægt að finna lífverur á Venusi
Gastegund sem heitir fosfín hefur fundist í skýjunum í kringum reikistjörnuna Venus. Það þýðir að kannski er hægt að finna lífverur á Venusi.
14.09.2020 - 17:43
Talið óhætt að halda áfram rannsóknum á bóluefni
Lyfjaframleiðandinn AstraZenica hefur fengið leyfi til þess að halda áfram tilraunum sínum með bóluefni gegn COVID-19. Fyrirtækið vinnur í samstarfi við Oxford-háskóla, en bóluefnið var komið að lokastigum prófana.
Óvissustigi fjarskiptakerfa aflétt
Neyðarstjórn Póst- og fjarskiptastofnunar ákvað í morgun að aflétta óvissustigi fjarskiptakerfa sem lýst var yfir í fysta sinn í fyrradag í kjölfar dreifðrar netárásar. Reynt var að kúga fé út úr fyrirtæki sem árásinni var beint að. Árásin er ein sú stærsta sem gerð hefur verið á fyrirtæki hér á landi.
11.09.2020 - 10:23
Microsoft kom í veg fyrir árásir á Trump og Biden
Hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft greindi frá því í gær að það hafi komið í veg fyrir netárásir gegn báðum forsetaframboðum í Bandaríkjunum frá Kína, Rússlandi og Íran. 
Netárásin ekki valdið tjóni ennþá
Óvissustig fjarskiptageirans er enn í gildi. Því var lýst yfir í fyrsta sinn í gær af Póst og fjarskiptastofnun í kjölfar netárásar á íslensk fyrirtæki. Reynt var að kúga út úr þeim fé. Forstöðumaður Póst og fjarskiptastofnunnar segir að ekki hafi orðið tjón af völdum árásarinnar enn sem komið er.
10.09.2020 - 11:38
Stór og fáguð fjárkúgunarárás gerð á íslenskt fyrirtæki
Tölvuþrjótar gerðu stóra og fágaða fjárkúgunarárás á íslenskt fyrirtæki sem sinnir net-og hýsingarþjónustu. Árásin stóð yfir í langan tíma en góðar varnir og verkferlar komu í veg fyrir tjón. Óvissustig fjarskiptageirans hefur verið virkjuð í fyrsta skipti en það fellur sjálfkrafa úr gildi verði ekki gerðar fleiri árásir í dag eða á morgun.
09.09.2020 - 12:21
Hægt að auka afköst til muna og stytta fundi
Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania segir mikla viðhorfsbreyting gagnvart fjarvinnu og fjarfundum í faraldrinum hafa átt sér stað í samfélaginu. Hægt sé að koma mun meira í verk með breyttri fundarmenningu.
09.09.2020 - 08:11
Óútskýrð veikindi valda frestun á tilraunum á bóluefni
Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca ákvað í dag að fresta frekari tilraunum með bóluefni gegn COVID-19. Í yfirlýsingu frá lyfjafyrirtækinu segir að tilraunum hafi verið frestað vegna óútskýrðra veikinda eins sjálfboðaliðanna. Óháð nefnd vísindamanna fer yfir öll gögn rannsóknarinnar.
Gagnrýna samsetningu í nýju Vísinda- og nýsköpunarráði
Vísindafélag Íslands óttast að dregið verði úr áhrifum íslensks vísinda- og nýsköpunarsamfélags á stefnumótun í málaflokknum með nýju Vísinda- og nýsköpunarráði. Háskóli Íslands gagnrýnir að gert sé ráð fyrir að í ráðinu sitji sérfræðingar sem starfi erlendis þegar nóg sé af sérfræðingum hér á landi og Rannís telur tilnefningar frá sérstakri nefnd kunna að vera heppilegri en tilnefningar hagaðila.
08.09.2020 - 22:49
Rússneska bóluefnið virðist mynda mótefni
Rússneskir vísindamenn hafa birt niðurstöður úr fyrstu rannsókn sinni á bóluefni við kórónuveirunni í vísindatímaritinu Lancet. Niðurstöðurnar benda til þess að bóluefnið myndi mótefni við veirunni og hafi engar alvarlegar aukaverkanir. Rannsóknin var lítil og náði aðeins til 76 þátttakenda.
Tvö stór lyfjafyrirtæki byrja að prófa bóluefni á fólki
Lyfjafyrirtækin GlaxoSmithKline og Sanofi hefja nú prófanir á bóluefni gegn COVID-19 á fólki. Rannsóknum og þróun fyrirtækjanna á bóluefni hefur miðað vel hingað til. Fyrirtækin tvö sameinuðu krafta sína í þróun bóluefnis í apríl. Guardian greinir frá.
03.09.2020 - 12:13
Mótefni gegn veirunni endist í marga mánuði
Þeir sem mynda mótefni gegn kórónuveirunni eru enn ónæmir fjórum mánuðum eftir sýkingu. Þetta er niðurstaða rannsóknar á þeim sem smituðust á Íslandi. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að þetta sýni að ástæðulaust sé að óttast að smitast tvisvar af veirunni.
01.09.2020 - 21:13
Apple lokar á framleiðendur Fortnite
Tæknirisinn Apple ákvað í gærkvöld að loka á tölvuleikjaframleiðandann Epic Games, sem framleiðir meðal annars hinn geysivinsæla Fortnite. Leiknum var úthýst úr tækjum Apple 13. ágúst eftir uppfærslu þar sem Epic Games reyndi að koma í veg fyrir að Apple hlyti sinn skerf af tekjum leiksins.
29.08.2020 - 06:57
Þrír milljarðar í nýsköpun – styrkhlutfall aldrei lægra
Samtök sprotafyrirtækja kalla eftir auknum fjármunum í framtaksverkefni vegna nýsköpunar í atvinnulífinu. Hlutfall sprota sem fá styrk frá Tækniþróunarsjóði hefur aldrei verið lægra, eða 6,5%.
28.08.2020 - 17:30
GRID fær 1,6 milljarða í nýsköpun hugbúnaðar
Hugbúnaðarfyrirtækið GRID hefur tryggt sér nægilegt fjármagn til þess að ljúka vöruþróun á fyrstu afurð fyrirtækisins; veflausn sem er ætlað að umbylta gagnavinnslu og framsetningu tölulegra upplýsinga. Fjárfestingin er metin á 12 milljónir dala, um 1,6 milljarð króna.
27.08.2020 - 13:28
Hægt að koma í veg fyrir heimsfaraldra eins og COVID-19
Hægt er að koma í veg fyrir heimsfaraldra eins og Covid-19 ef þjóðir heims kæmu sér saman um að draga úr eyðingu regnskóga og viðskiptum með villt dýr. Það kostar 22 milljarða dollara á ári. Þetta segir hópur alþjóðlegra vísindamanna sem birt hafa grein í vísindatímaritinu Science. Rætt er við einn úr hópnum dr. Aaron Bernstein, í Speglinum
19.08.2020 - 15:08
Bíða hagstæðra skilyrða til eldflaugaskots á Langanesi
Leyfi sem skoska fyrirtækið Skyrora fékk til þess að skjóta eldflaug á loft frá Langanesi tók gildi í dag. Nú er beðið eftir hagstæðum veðurskilyrðum, en svæðinu er lýst sem nærri fullkomnu til verkefnisins.
Uppgötvuðu áður óþekkta risaeðlutegund
Steingervingafræðingar í Bretlandi hafa fundið bein sem tilheyra áður óþekktri risaeðlutegund. Beinin, sem eru fjögur talsins, tilheyra tegund af sama ættbálki og grameðla. Beinin fundust á eyjunni Isle of Wight, undan suðurströnd Englands. Talið er að tegundin hafi verið uppi á krítartímabilinu fyrir um 115 milljónum ára.
12.08.2020 - 12:59
Binda vonir við nýtt lyf við Alzheimer
Bandaríska lyfjafyrirtækið Biogen hefur fengið flýtimeðferð við leyfisumsókn hjá Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna við þróun lyfs sem á að nýtast þeim sem glíma við Alzheimer-sjúkdóminn. Talsverðar væntingar eru gerðar til lyfsins, þó að ekki sé tímabært að fagna of snemma að mati stjórnarformanns Alzheimersamtakanna hér á landi.
11.08.2020 - 16:18
Alvotech gerir samning upp á hundruð milljarða króna
Íslenska lyfjafyrirtækið Alvotech hefur gert milljarðasamning við alþjóðlega lyfjarisann Teva. Fréttablaðið greinir frá þessu. Í frétt blaðsins segir að samningurinn sé einhver stærsti samningur sem íslenskt fyrirtæki hafi nokkru sinni gert og tryggi Alvotech tekjur upp á hundruð milljarða króna á næstu tíu árum. Í honum er kveðið á um samstarf um þróun, framleiðslu og markaðssetningu fimm líftæknilyfja í Bandaríkjunum.
06.08.2020 - 05:35
Heimsins fjölbreyttasta flóra er á Nýju Gíneu
Viðamikil rannsókn 99 plöntufræðinga frá 56 háskólum og stofnunum í 19 löndum hefur leitt til þess að eyjunni Madagaskar hefur verið velt af stalli sem heimkynnum heimsins fjölbreytilegustu flóru og Nýja Gínea krýnd heimsmethafi í blóma- og plöntuskrúði í hennar stað.
06.08.2020 - 04:23
Eru hitamyndavélar óvænt hjálp í faraldrinum?
Innrauðar hitamyndavélar eru notaðar í auknum mæli til þess að mæla líkamshita fólks í almenningsrýmum á tímum COVID-19 faraldursins. Sala á hitamyndavélum hefur rokið upp frá því að veiran komst á kreik í vor. Þær er nú að finna í ýmsum almenningsrýmum víða um heim.
30.07.2020 - 21:56