Tækni og vísindi

Fimmti hver seldur bíll var rafbíll
Um það bil fimmti hver nýr bíll sem seldur var í löndum Evrópusambandsins á þriðja ársfjórðungi var rafdrifinn. Sala bíla sem ganga fyrir bensíni eða dísilolíu dróst verulega saman. Bensínbílarnir eru þó enn eftirsóttastir.
Trjáhringir renna stoðum undir Íslendingasögur
Nýjar rannsóknir á fornminjum á Nýfundnalandi í Kanada benda til þess að norrænir menn hafi sest að vestanhafs fyrir þúsund árum. Aldursgreining á trjáhringjum leiðir þetta í ljós að sögn fréttastofu CNN.
Nýra úr svíni grætt í mann
Tilraun bandarískra vísindamanna við að græða nýra úr svíni tímabundið í manneskju gekk að óskum og er vísir að miklum framtíðarmöguleikum að þeirra mati. Nýrað var tekið úr sérræktuðu svíni, og grætt í heiladauðan mann í öndunarvél, með samþykki fjölskyldu mannsins.
Twitter-notendum fjölgar á Íslandi
Íslendingum sem nota samfélagsmiðilinn Twitter fjölgar um sjö prósent milli ára samkvæmt nýrri samfélagsmiðlamælingu Gallup. Um 24 prósent landsmanna nota nú miðilinn.
20.10.2021 - 22:23
Afléttingar sem tóku gildi á miðnætti
Talsverðar afléttingar hafa tekið gildi. Almenn grímuskylda er ekki lengur við lýði og nú mega 2.000 manns koma saman. Gert er ráð fyrir að öllum samkomutakmörkunum verði aflétt eftir fjórar vikur.
20.10.2021 - 07:23
Morgunvaktin
Segir brýnt að halda áfram skimun við landamærin
Með áframhaldandi skimun við landamærin er hægt að komast hjá því að hingað berist skæð og smitandi afbrigði kórónuveirunnar. Þetta segir Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði við Háskóla Íslands.
Vefsíða Donalds Trumps hökkuð
Tölvuþrjótur hakkaði sér leið inn á vefsíðu Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í gær og gjörbreytti því sem þar var að finna um hríð. Í stað myndar af glaðlegum og brosandi Trump með Hvíta húsið í bakgrunni og texta þar sem óskað er eftir fjárframlögum birtist lesendum boðskapur sem sóttur er í kóraninn og íslömsk gildi.
Undirbúningur hafinn að sölu Mílu
Síminn er langt kominn með sölu á dótturfyrirtækinu Mílu sem rekur ljósleiðarakerfi um allt land. Síminn á í einkaviðræðum við stórt alþjóðlegt fyrirtæki um söluna.
Bjartsýni á virkni nýs bóluefnis Valneva eftir prófanir
Helsti rannsakandi  fransk-austurríska lífefnafyrirtækisins Valneva kveðst vongóður um að nýtt bóluefni þess gegn COVID-19 leiki stórt hlutverk í að binda endi á kórónuveirufaraldurinn. Þriðja stigs prófanir lofa góðu.
Sjónvarpsfrétt
Samsvarar netnotkun hátt í fjögur þúsund heimila
Tugir milljóna um allan heim fylgjast með heimsmeistarakeppninni í tölvuleiknum League of Legends sem nú stendur yfir í Laugardalshöll. Leikarnir eru haldnir í stærsta stúdíói á Íslandi og netnotkun eykst á við þrjú til fjögur þúsund heimili.
17.10.2021 - 19:12
Vel heppnuð för rússnesks kvikmyndaliðs út í geim
Rússneskt kvikmyndagerðarfólk, leikkona og leikstjóri, sneru aftur til Jarðar í nótt eftir tólf daga dvöl í alþjóðlegu geimstöðinni ISS þar sem þau tóku upp atriði fyrir fyrstu leiknu kvikmyndina í fullri lengd, sem að stórum hluta er tekin upp á sporbaug um Jörðu. Þau Júlía Peresild og Klim Sjipenkó lentu heilu og höldnu, samkvæmt áætlun og í beinni útsendingu rússnesku geimferðastofnunarinnar Roscosmos á hásléttum Kasakstan klukkan rúmlega hálf fimm í nótt að íslenskum tíma.
17.10.2021 - 07:26
Lucy lögð af stað til Júpíters
Geimflaugin Lucy lagði upp í sannkallaða langferð þegar henni var skotið upp frá Canaveralhöfða á Flórídaskaganum árla morguns að staðartíma. Mikið sjónarspil fylgdi geimskotinu enda Lucy send fyrsta spölinn út í geim með heljarinnar Atlas-V eldflaug en síðan tekur Lucy sjálf við og er ætlað að fljúga ríflega sex milljarða kílómetra áður en yfir lýkur.
17.10.2021 - 01:30
Ekki tímabært að lýsa yfir formlegum goslokum
Margt bendir til þess að eldgosinu við Fagradalsfjall sé lokið. Eldvirkni hefur legið niðri í fjórar vikur. Lengri tími þarf þó að líða þar til formlegum goslokum verður lýst yfir. Skjálftahrinu við Keili virðist lokið þó að þensla mælist á miklu dýpi.
Vel heppnað geimskot Kínverja til Himnesku hallarinnar
Geimskot kínversku geimferðastofnunarinnar frá geimferðamiðstöðinni í Gobíeyðimörkinni í gærkvöld gekk snurðulaust fyrir sig. Sex og hálfum tíma síðar var Shenzhou-13 flauginni rennt upp að hinni nýju geimstöð Kínverja, Tiangong, eða himnesku höllinni. Þar munu geimfararnir, tveir karlar og ein kona, dvelja næstu sex mánuði. Verður þetta lengsta útivist kínverskra geimfara til þessa, en forverar þeirra dvöldu þrjá mánuði í geimstöðinni. Geimfararnir eru sagðir við hestaheilsu eftir ferðalagið.
16.10.2021 - 04:32
Myndskeið
Sindraskel nýjasti landneminn á Íslandi
Nýjasti landneminn í lífríki Íslands er hnífsskel sem nefnist sindraskel. Skelin er flugbeitt og ílöng og talið er að hún hafi borist hingað til lands með kjölvatni skipa.
15.10.2021 - 15:55
Tilnefnd til frumkvöðlaverðlauna
Stefanía Bjarney Ólafsdóttir framkvæmdastjóri og meðstofnandi Avo nýsköpunarfyrirtækisins hefur verið tilnefnd til frumkvöðlaverðlaunanna Nordic Women in Tech Awards. Verðlaunin eru veitt konum í tæknigeiranum á Norðurlöndunum
Maðurinn hefur gætt sér á gráðosti og bjór í 2.700 ár
Osta- og bjórgerð er samofin evrópskri menningu langt aftur í aldir. En nú hafa vísindamenn leitt í ljós að hún nái lengra aftur en talið hefur verið. Menn hafi þegar verið farnir að beita gerjun til að framleiða gráðost og bjór fyrir 2.700 árum.
13.10.2021 - 18:31
Myndskeið
William Shatner fór í stutta geimferð
Kanadíski leikarinn William Shatner fór í dag í stutta geimferð með geimflaug fyrirtækisins Blue Origin. För leikarans þykir merkilegt fyrir að minnsta kosti tvennt. Hann lék árum saman skipstjórann James T. Kirk á geimskipinu USS Enterprise í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda. Jafnframt er Shatner elstur alla sem hafa farið út í geiminn. Hann varð níræður í mars síðastliðnum. Förin tók einungis ellefu mínútur. Leikarinn táraðist þegar hann kom til jarðar og sagði reynsluna hafa verið ótrúlega.
13.10.2021 - 16:09
Landspítali stefnir í milljarðs framúrkeyrslu
Landspítalinn stefnir í milljarð fram úr fjárhagsáætlun um áramót. Settur forstjóri spítalans segir mikilvægt að bæta bráðavanda sjúkrahússins. Nú sé allra leiða leitað til að bæta stöðuna en ekki sé unnt að úthýsa fólki ef það eigi ekki í önnur hús að venda.
12.10.2021 - 17:47
Þrír fá Nóbelsverðlaunin í hagfræði
Þrír prófessorar við bandaríska háskóla skipta með sér Nóbelsverðlaununum í hagfræði í ár. David Card, prófessor við Berkleyháskóla í Kaliforníu, fær helming verðlaunafjárins fyrir vinnumarkaðsrannsóknir. Hinn helminginn fá Joshua Angrist og Guido Imbens fyrir aðferðir sínar við að mæla orsök og afleiðingu.
Myndskeið
Stofnfrumukjötát almennt og sjálfsagt innan fárra ára
Stofnfrumukjöt, ræktað í tönkum gæti orðið dagleg fæða fólks í náinni framtíð að mati tæknistjóra hjá Orf líftækni. Framleiðslan er möguleg í dag en tæknin er enn rándýr. Vísindamenn hamast við að lækka kostnaðinn svo lausnin, sem er umhverfisvæn, verði að veruleika og kjötið fáanlegt í kjörbúðum fyrr en síðar.
Instagram liggur aftur niðri - Facebook biðst afsökunar
Svo virðist sem Facebook glími enn og aftur við tæknilega örðugleika því margir notendur Instagram hafa ekki komist inn á samfélagsmiðilinn í kvöld. Facebook hefur beðist afsökunar á biluninni og segist róa öllum árum að því að finna lausn á málinu sem fyrst.
08.10.2021 - 20:03
Grágæsum fækkar hér á landi
Grágæsum hefur fækkað nokkuð hér á landi seinustu fjögur ár og umtalsvert mikið frá því að stofninn var í hámarki fyrir um 10 árum. Skotveiðimenn eru hvattir til að stilla veiðum í hóf.
08.10.2021 - 08:59
Sjálfvirknibúnaður sem ræður við næstum allar aðstæður
Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors boðar að dýrari gerðir bíla verði búnar sjálfvirknibúnaði sem ráði við 95% allra aðstæðna í umferðinni. Flókinn tæknibúnaður á að auka öryggi allra vegfarenda.
06.10.2021 - 17:30
Kvikmyndatökur í Alþjóðageimstöðinni
Þó fjöldi kvikmynda eigi að gerast í geimnum hefur engin þeirra verið tekin upp þar. Breyting verður á því á næstunni, því rússneski leikstjórinn Klim Shipenko ætlar að taka upp atriði með lekkonunni Yuliu Peresild um borð í Alþjóðageimstöðinni, ISS. 
06.10.2021 - 06:05