Tækni og vísindi

Kínverska könnunarfarið Sjúrong lent á Mars
Kínverska könnunarfarið Sjúrong lenti á Mars fyrir stundu og gekk lendingin að óskum. Frá þessu er greint í kínverskum ríkisfjölmiðlum. Komst könnunarfarið óskaddað í gegnum aðflug og lendingu, sem jafnan er talið erfiðasti og hættulegasti hluti Marsferða.
15.05.2021 - 01:48
Spegillinn
UArtic gefi tóninn í loftslagsmálum eftir COVID-19
Halla Hrund Logadóttir, einn af stofnendum og stjórnendum Miðstöðvar norðurslóða við Harvard-háskóla og verðandi orkumálastjóri, bindur vonir við fund Norðurskautsráðsins í næstu viku. Hún telur að ráðstefna háskóla norðurslóða gefi tóninn eftir COVID-19 og verði vonandi sá stökkpallur háskólasamfélagsins inn í aukna samvinnu sem mikil þörf sé fyrir.
Smitrakningarappið fær andlitslyftingu og bláar tennur
Búið er að uppfæra virkni smitrakningarforritsins fyrir snjalltæki þannig að það nýtir nú bluetooth-virkni snjalltækja til að styðja við rakningu smita. Talsverðar tafir hafa verið á þessari uppfærslu.
11.05.2021 - 13:26
Viðtal
Maíspokinn á útleið
Maíspokar við búðarkassa heyra brátt sögunni til. Íblöndunarefni í þeim gerir það að verkum að þeir eru skilgreindir sem plast. Pappírspokar sem hafa rutt sér til rúms við búðarkassa eru heldur ekki algóðir, að mati sérfræðings Umhverfisstofnunar.
11.05.2021 - 10:10
Osiris-Rex snýr aftur til jarðar
Bandaríska geimfarið Osiris-Rex er lagt af stað heim á leið frá smástirninu Bennu. AFP fréttastofan greinir frá. Osiris-Rex safnaði ryki af smástirninu og kemur með sýni til jarðar, þar sem það verður rannsakað frekar.
11.05.2021 - 01:22
Haraldur Briem vinnur skýrslu um krabbameinsskimanir
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur falið Haraldi Briem, fyrrverandi sóttvarnalækni, að vinna skýrslu um skipulag og framkvæmd skimana fyrir krabbameini í leghálsi.
Lokað við jarðeldana vegna gróðurelda
Lokað er við gosstöðvarnar í dag vegna gróðurelda og óhagstæðrar vindáttar. Hæg norðanáttin gerir að verkum að hætta er á gas- og reykmengun á gönguleiðinni.
Viðtal
Einn bólusetningardagur í þessari viku
Eftir metviku í bólusetningum í vikunni sem leið verður aðeins einn bólusetningardagur í þessari viku. Á morgun verða um tíu þúsund manns bólusett með bóluefni Pfizer. Ekki hafa allir sem glíma við undirliggjandi sjúkdóma fengið boð í bólusetningu þrátt fyrir að vera í forgangshópi.
10.05.2021 - 08:53
Brak kínverskrar geimflaugar hrapaði í Indlandshaf
Brak kínverskrar geimflaugar sem hrapaði stjórnlaust til jarðar féll ofan í Indlandshaf. Fréttastofa kínverska ríkissjónvarpsins greindi frá þessu í nótt. Stærstur hluti flaugarinnar eyðilagðist á leið sinni inn í lofthjúp jarðar. 
09.05.2021 - 03:53
Bandarísk olíuleiðsla óvirk eftir netárás
Loka varð fyrir stærstu olíuleiðslu Bandaríkjanna í dag vegna netárásar. Í yfirlýsingu Colonial Pipeline segir að árásin hafi haft áhrif á hluta tölvukerfis þess og komið í veg fyrir alla starfsemi fyrirtækisins til skamms tíma. Engar frekari upplýsingar voru gefnar um hvers kyns áhrifum árásin olli, en skemmdir eru taldar afar litlar ef einhverjar.
Áttföldun í fiskeldi á tíu árum
Heildarmagn slátraðs eldisfisks hefur áttfaldast á seinustu tíu árum. Árið 2020 var slátrað rúmlega 40 þúsund tonnum af eldisfiski hér á landi. Mest hefur aukningin orðið í laxeldi sem er 34 sinnum meira nú en árið 2010.
Sekta fyrir nagladekk í borginni eftir helgina
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að byrja að sekta fyrir notkun á nagladekkjum frá og með næsta þriðjudegi, 11. maí. Sektin fyrir notkun nagladekkja getur numið allt að 80 þúsund krónum.
07.05.2021 - 09:05
COVAX pantar 350 milljón skammta af bóluefni Novavax
COVAX-samstarfið, alþjóðlega bólusetningarátakið gegn COVID-19, hefur samið um kaup á 350 milljónum skammta af bóluefni bandaríska líftæknifyrirtækisins Novavax.
Hluti kínverskrar eldflaugar fellur til jarðar
Búist er við að ríflega 20 tonna kínversk eldflaug hrapi til jarðar á næstu dgöum. Bandarísk hermálayfirvöld ætla sér ekki að granda flauginni en vísindamenn fylgjast grannt með ferð hennar inn fyrir gufuhvolfið.
06.05.2021 - 22:38
Myndskeið
600 spilarar lúta ströngum reglum í Laugardalshöll
Eitt stærsta rafíþróttamót í heimi hófst í Laugardalshöll í dag. Um 600 manns koma til landsins vegna þess. Mjög strangar sóttvarnir eru í gildi í Höllinni.
Eldurinn fór yfir 61 hektara svæði í Heiðmörk
Samkvæmt nýjum mælingum sem Skógræktarfélags Reykjavíkur fór eldurinn í Heiðmörk í fyrradag yfir um 61 hektara lands, eða 0,61 ferkílómetra. Heiðmörk öll er um 3.200 hektarar.
06.05.2021 - 13:38
Mikil forföll í kennaraliðinu í dag
Kennarar sem eru framarlega í stafrófinu fengu bólusetningu í gær, flestir með bóluefni Janssen, og eru margir frá vinnu í dag. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara segir mikil forföll í sínum hópi.
Farþegaflaug SpaceX stóðst prófið
Tilraunaflug bandaríska geimvísindafyrirtækisins SpaceX á Starship flaug þess heppnaðist vel í gærkvöld. Flauginni var skotið á loft frá Texas síðdegis að staðartíma, og lenti nokkrum mínútum síðar. Henni var flogið upp í um tíu kílómetra hæð og flugæfingar gerðar áður en henni var snúið aftur við. Elon Musk, eigandi SpaceX, sagði lendinguna hafa heppnast vel.
06.05.2021 - 02:23
Þriðja þyrlan bætist í flota Landhelgisgæslunnar
Ný þyrla bættist í flota Landhelgisgæslunnar í gær þegar þriðja þyrlan kom til landsins. Þyrlan nefnist TF-GNA og er hún þriðja þyrlan í sögu Landhelgisgæslunar sem ber það nafn.
Spurði hvort setja ætti lög um símaeign barna
Hjálmar Bogi Hafliðason, varaþingmaður Framsóknarflokksins, velti því upp við upphaf þingfundar á Alþingi í dag hvort setja ætti aldursmörk við því hvenær börn mættu eignast snjallsíma með netaðgangi og samskiptaforritum. Hann sagði aldursviðmið gilda um margt í lífi barna og ungmenna og spurði hvort tími væri kominn á slíkt þegar snjallsímar væru annars vegar.
04.05.2021 - 13:21
Plasthúða þotur til að spara eldsneyti
Þýska flugfélagið Lufthansa ætlar að láta plasthúða nokkrar þotur úr flota sínum til að draga úr eldsneytiseyðslu og minnka kolefnissporið. Þýska efnafyrirtækið BASF hefur nýlega kynnt nýtt plastefni, áþekkt hákarlaskinni, sem nota á í þessum tilgangi. Það kallast AeroSHARK.
03.05.2021 - 16:55
Endurmeta stærð hættusvæðisins
Náttúruvársérfræðingar á Veðurstofunni segja ekki ljóst hvað veldur breytingum í gosvirkni sem hefur orðið seinustu klukkutíma. Endurmeta á stærð hættusvæðisins í kringum eldgosið.
02.05.2021 - 14:21
Fjórir geimfarar á heimleið eftir fimm mánaða geimvist
Fjórir geimfarar sem verið hafa um borð í alþjóðlegu geimstöðinni ISS síðustu fimm mánuði og rúmlega það eru á leið til Jarðar með Dragon-lendingarflaug frá geimferðafyrirtækinu SpaceX. Flaugin lagði af stað frá geimstöðinni rúmlega hálf eitt í nótt að íslenskum tíma og er áætlað að hún lendi í hafinu undan Flórídaströndum um sjöleytið í fyrramálið ef allt gengur að óskum.
Myndskeið
ESB: 30% „Apple-skattur“ brot á samkeppnislögum
Það stefnir í harða deilu milli Apple og Evrópusambandsins, en ESB sakar fyrirtækið um brot á samkeppnislögum. Tæknisérfræðingur segir málið geta orðið til þess að fólk þurfi að greiða minna fyrir ýmsa þjónustu.
30.04.2021 - 19:21
Viðtal
Misturmysterían ráðin – samkurl eldgossins og iðnaðar
Þónokkuð mistur hefur legið yfir suður- og vesturhluta landsins seinustu daga. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur segir að mistrið sé sambland áhrifa frá eldstöðvunum og mengunar frá meginlandi Evrópu.