Tækni og vísindi

Með stærstu jarðskjálftahrinum á Reykjanesskaga
Fimm skjálftar yfir fjórum að stærð hafa mælst norður af Fagradalsfjalli í dag. Hættustig er enn í gildi.  Jarðeðlisfræðiprófessor segir hrinuna vera með þeim stærstu sem hafa sést á Reykjanesskaga.  Skjálftavirkni sem ætti að verða á 6 til 10 árum hafi orðið á einu ári.
Vél Icelandair lent á Suðurskautslandinu
Boeing 767 farþegaþota Icelandair er nú komin til Suðurskautslandsins. Hún lenti þar fyrir um klukkustund. Flugvélin lagði af stað frá Keflavíkurflugvelli á miðvikudagskvöld og fór í einum legg alla leið suður til Höfðaborgar í Suður-Afríku.
26.02.2021 - 13:17
Útboð á ljósleiðurunum í þágu öryggis og lægra verðs
Bæta á ljósleiðaravæðingu landsins og auka samkeppni með útboði á tveimur ljósleiðaraþráðum í eigu Atlantshafsbandalagsins.
25.02.2021 - 14:13
Kraftaverkalyf þarfnast frekari rannsókna
Tilraunalyfið EXO-CD 24 sem læknar í Ísrael hafa rannsakað og sagt að hjálpi COVID sjúklingum lofar góðu að mati Björns Rúnars Lúðvíkssonar, yfirlæknis ónæmisfræðideildar Landsspítalans.
22.02.2021 - 09:54
Myndskeið
Talgervill sannfærður um að helvíti sé á Íslandi
Talgervilsappið Embla meðtekur nánast allt sem sagt er við hana á íslensku og getur veitt gagnlegar upplýsingar. Í svörum hennar örlar þó stundum á fordómum eða pólitískum skoðunum. Miðeind, fyrirtækið sem þróar Emblu, stefnir að því að hún verði jafningi erlendra starfssystra sinna, þeirra Siri og Alexu. 
Myndskeið
Sýndarveruleikaréttarsalur prófaður
Ungar konur úr tölvunarfræðideild og sálfræðideild Háskólans í Reykjavík hafa þróað í samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra sýndarveruleikadómssal. Hann mun nýtast fórnarlömbum kynferðisbrotamála þar sem þau geta æft sig í að svara spruningum og mæta geranda, lögmönnum og dómurum.
21.02.2021 - 21:49
Myndskeið
Segir Þorlákshöfn verða lykilhöfn vöruflutninga
Gangi áform um stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn eftir styttast siglingaleiðir stærri skipa til Evrópu verulega og umhverfisáhrif flutninga dragast saman. Stækkun hafnarinnar gæti einnig opnað fyrir ferðamannastraum á Suðurlandi. Brimbrettaiðkenndur eru uggandi vegna áformanna.
Sjórinn hlýnar fyrir norðan land
Hiti sjávar fyrir norðan land hefur verið fyrir ofan meðallag síðustu 20 árin og hafið umhverfis Ísland hefur súrnað. Þetta sýna gögn Hafrannsóknastofnunar sem rannsakað hefur ástand sjávar samfellt í 50 ár. 
20.02.2021 - 14:00
Geimjeppinn lentur heilu og höldnu á Mars
Geimjeppinn Perseverance lenti á Mars laust fyrir klukkan níu í kvöld. Jeppinn er þegar bíunn að senda frá sér fyrstu myndirnar frá Mars, svarthvítar myndir úr Jezero-gígnum. 
18.02.2021 - 21:30
Um helmingur sýna hefur nú borist frá Danmörku
Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að nú hafi borist niðurstöður helmings þeirra leghálssýna sem send voru til Danmerkur eftir að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins tók við skimun af Krabbameinsfélaginu um áramótin.
Aðeins fengist niðurstöður úr 10% sýna
Aðeins hafa fengist niðurstöður úr 10% þeirra leghálssýna sem send hafa verið til Danmerkur  síðan Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins tók við skimun af Krabbameinsfélaginu um áramótin. Forstjóri heilsugæslunnar hefur áhyggjur af þessum seinagangi og fer fram á skýringar hjá Dönum á fundi á  morgun. 
Landinn
Komst að því á Facebook að konan héti Elínborg
Þorsteinn Gunnarsson og Helga Elínborg Auðunsdóttir búa á Selfossi og reka hvort sitt fyrirtækið á heimili þeirra, hann tölvuþjónustu og hún ilmkertagerð. Fyrirtækin fæddust bæði við eldhúsborðið sem hafði ýmsa ókosti í för með sér því gólfið gat verið hált eftir vaxið sem fylgir kertagerðinni og litlar skrúfur úr tölvum festust í sokkum. Svo þurfti að kæla kertin í ísskápnum og blómalykt komin í matvælin.
15.02.2021 - 13:00
Vilja kaupa stafrænan þjálfunarbúnað fyrir slökkvilið
Slökkviliðið í Borgarbyggð vill kaupa sér stafrænan þjálfunarbúnað. Með slíkum tækjum má bæði spara fé og draga úr líkum á að slökkviliðsmenn fái krabbamein.
Viðtal
„Ég er með hálfa manneskju saumaða saman við mig“
Það var pínu fríkað að sjá handleggina og hendurnar fyrst eftir aðgerðina, segir Guðmundur Felix Grétarsson sem fékk grædda á sig handleggi í desember. Hann segir að fyrsta daginn hafi hendurnar verið tútnaðar, bleikar og minnt á dúkkuhendur. Aldrei hefur verið ráðist í svo stóra aðgerð áður við að græða handleggi á fólk. „Þó það sé búið að græða hendur á fólk í gegnum tíðina þá hefur aldrei maður fengið jafn mikið af aukavefjum grædda á sig. Ég er með hálfa manneskju saumaða saman við mig.“
Íslensk framleiðsla fullnægir eftirspurn að mestu
Fæðuframboði á Íslandi er að stórum hluta fullnægt með innlendri framleiðslu. Staðan er mjög góð í fiski, mjólkurvörum og kjöti, en lakari í grænmeti og korni.
Kalla eftir svörum um siðferði bólusetningarannsóknar
Þrír prófessorar og tveir dósentar í heimspeki segja að svara verði nokkrum spurningum um mögulegt samstarf við Pfizer áður en ráðist verður í að bólusetja þorra Íslendinga í rannsóknaskyni. Þeir segja að upplýst samfélagsumræða sé mikilvægur aðdragandi svona rannsóknar og að slík umræða taki tíma. Þótt svo það geti verið freistandi í núverandi ástandi að ýta erfiðum spurningum til hliðar sé það hluti af lýðræðismenningu og góðu rannsóknasiðferði að gefa þeim gaum.
Myndskeið
Kári Stefánsson: Aldarfjórðungs æfing fyrir COVID-19
Íslensk erfðagreining hlaut í dag UT-verðlaunin fyrir árið 2021 fyrir framlag sitt til baráttunnar við kórónuveiruna. Verðlaunin voru veitt á UT-messunni sem nú stendur yfir, en hátíðin er stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að líta megi svo á að það sem fyrirtækið hefur unnið að undanfarin 25 ár, hafi verið æfing til þess að takast á við COVID-19.
Viðtal
Komnir í úrslit í alþjóðlegri keppni um COVID-spálíkön
Liðið Klakinn, sem skipað er tveimur nemendum við Háskóla Íslands og starfsmanni, er komið í fjörutíu og átta liða úrslit í alþjóðlegri keppni um gerð spálíkana um kórónuveirufaraldrinum. Tveir stærðfræðinemendur er í liðinu Klakanum, þeir Kári Rögnvaldsson og Rafael Vias og svo Alexander Berg Garðarsson, sérfræðingur í gagnavísindum við Háskóla Íslands.
Viðtal
Bóluefnið Sputnik V gefur 91,6% vörn gegn COVID-19
Áfanganiðurstöður rannsókna á bóluefninu Gam-COVID-Vac, sem áður var kallað Sputnik V benda til þess að einn skammtur af því veiti 91,6 prósenta vörn gegn COVID-19. Litlar aukaverkanir eru af bóluefninu og þær eru sjaldgæfar.
Saumarnir teknir úr öxlum Guðmundar Felix
Læknar tóku í dag sauma úr öxlum Guðmundar Felix Grétarsonar eftir að hendur voru græddar á hann fyrr í janúar.
Viðtal
Ungir drengir nota rislyf vegna mikillar klámnotkunar
Klámnotkun ungs fólk, sér í lagi ungra drengja, hefur aukist mikið seinustu ár. Hún skekkir hugmyndir ungmenna um hvað sé heilbrigt í tengslum við kynlíf og hvar mörkin liggja. Þá er klámnotkun ungra drengja orðin slík að þeir þurfa að verða sér út um stinningarlyf til örvunar í kynlífi.
01.02.2021 - 17:49
Síminn varð fyrir netárás á laugadagskvöld
Þeir sem ætluðu sér að horfa á áskriftarrásir eða panta sér efni af sjónvarpsleigunni á laugardagskvöldið kunna að hafa gripið í tómt, því Síminn varð fyrir netárás.
01.02.2021 - 13:38
Sveitarfélög ekki á einu máli um Hálendisþjóðgarð
Þau sveitarfélög sem eiga aðild að óstofnuðum Hálendisþjóðgarði eru ekki einhuga í afstöðu sinni. Sum hafna áformunum alfarið eða setja fyrirvara um breytingar á frumvarpinu. Önnur styðja áformin heilshugar.
Hvað er í frumvarpi um Hálendisþjóðgarð?
Frumvarp liggur nú fyrir Alþingi um stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands. Skiptar skoðanir eru meðal stjórnmálamanna á öllum stjórnsýslustigum um efni frumvarpsins. Frumvarpið felur í sér friðlýsingu innan marka þjóðgarðsins og nær hann yfir um 30 prósent landsins.
Bóluefni Novavax skilar nærri 90% virkni
Bandaríska líftæknifyrirtækið Novavax greindi frá því í kvöld að niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni fyrirtækisins við COVID-19 sýni 89,3 prósenta virkni. Fimmtán þúsund manns tóku þátt í prófunum sem fóru fram í Bretlandi. Stanley Erck, stjórnandi fyrirtækisins, sagði í fréttatilkynningu að bóluefnið geti gegnt lykilhlutverki í baráttunni við faraldurinn.