Tækni og vísindi

Nýtt lyf vonandi byltingin sem beðið er eftir
„Ég ætla að leyfa mér að segja að vonandi er þetta byltingin sem við höfum verið að bíða eftir,“ segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands og öldrunarlæknir. Hún segist bjartsýn á að það séu ekki mörg ár þar til nýtt tilraunalyf gegn alzheimers-sjúkdómnum verður komið á markað.
Héðan í frá má segja hvaðeina um COVID-19 á Twitter
Stjórnendur samskiptamiðilsins Twitter hyggst leyfa birtingu á öllum sjónarmiðum varðandi COVID-19. Til þess að svo megi verða lætur Twitter af stefnu sinni sem ætlað var að koma í veg fyrir dreifingu villandi upplýsinga.
Þrír geimfarar komnir að kínversku geimstöðinni
Kínversku Shenzhou-15 geimfari með þrjá innanborðs var skotið á loft í dag. Geimfarið er á leið til Tiangong geimstöðvarinnar. Þar urðu því vaktaskipti í fyrsta sinn frá því að stöðin hóf starfsemi.
Musk sakar Apple um hótanir og misnotkun yfirburðastöðu
Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins Twitter, hefur lýst yfir stríði á hendur tæknirisanum Apple vegna þess heljartaks sem fyrirtækið hefur á framboði smáforrita í iPhone-símum.
29.11.2022 - 03:17
Sjónvarpsfrétt
Bann Bandaríkjamanna við Huawai hefur ekki áhrif hér
Blátt bann Bandaríkjamanna við allri sölu og innleiðingu á búnaði frá kínverska tæknirisanum Huawei hefur engin áhrif á uppbyggingaráform á 5G-innviðum hér á landi. Fjarskiptastofnun og Syndis segja að hvergi hafi fengist staðfesting á meintum njósnum fyrirtækisins og því þurfi almenningur á Íslandi ekki að hafa áhyggjur. 
28.11.2022 - 19:15
Tvöfalt meiri hlýnun í Svíþjóð en á heimsvísu
Meðalhiti í Svíþjóð hefur hækkað um nær tvær gráður á Celsius frá því sem hann var á seinni hluta nítjándu aldar, og þótt úrkoma hafi aukist síðustu áratugi gætir snjóa að meðaltali rúmlega tveimur vikum skemur á ári. Þetta kemur fram í viðamikilli rannsókn sænsku veðurstofunnar, sem kynnt var í gær.
Beint
Ferðin til tunglsins gengur eins og í sögu
Allt gengur eins og í sögu á þriðja degi ómannaðrar ferðar Orion-farsins sem skotið var upp með Artemiseldflaug frá Florídaskaga í Bandaríkjunum. Stjórnendur Artemis-áætlunarinnar segja ferðina í raun hafa gengið umfram vonum.
Holmes dæmd í ellefu ára fangelsisvist fyrir fjársvik
Elizabeth Holmes, stofnandi bandaríska tæknifyrirtækisins Theranos, var í dag dæmd til rúmlega ellefu ára fangavistar fyrir svik í garð fjárfesta. Hún er þunguð og þarf ekki að hefja afplánun fyrr en í apríl.
Merki um að stjörnuþokur hafi myndast fyrr en talið var
Svo virðist sem fyrstu stjörnuþokur alheimsins hafi myndast fyrr en hingað til hefur verið talið. Nýjar upplýsingar frá James Webb geimsjónaukanum hafa þegar breytt hugmyndum stjörnufræðinga um upphafsár veraldarinnar.
Spegillinn
Krufningar algengari hér en víðast á Norðurlöndum
Krufningum hefur fjölgað hér á Íslandi síðustu ár og voru 265 árið 2020 samanborið við 141 árið 2011 samkvæmt nýrri rannsókn. Eitranir af völdum lyfja og áfengis reyndust algengasta ónáttúrulega dánarorsökin eða 20 prósent allra tilfella. 
Lagt til að ívilnun við kaup rafbíla gildi út næsta ár
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt til að virðisaukaskattsívilnun við kaup á rafmagnsbílum gildi út árið 2023 óháð fjölda. Áður var miðað við að ívilnunin gilti uns 20 þúsund bíla fjöldamörkum væri náð.
Beint
Jómfrúrskot Artemis-áætlunarinnar tókst giftusamlega
Artemis flaug NASA, bandarísku geimferðastofnunarinnar, var skotið á loft núna laust fyrir klukkan sjö, en tæknileg vandkvæði og illviðri hafa tafið jómfrúrferðina verulega í haust. Nú gekk hins vegar allt vel, en næsta skref NASA er að senda mannað far á sporbaug um tunglið eftir tvö ár.
Spegillinn
Áfengi haldið að drengjum en bótoxi að stúlkum
Það er vandlifað á tímum samfélagsmiðla, ekki síst fyrir börn. Alls kyns einelti og óþverri þrífst á internetinu og samfélagsmiðlum. Þá er auglýsingum um fjárhættuspil og áfengi haldið að drengjum frekar en stúlkum en fegrunarmeðferðum og megrunarkúrum ýtt að ungum stúlkum frekar en strákum.
Landinn
Örverur úr Öxarfirði gætu nýst í framtíðinni
Á Austursandi í Öxarfirði streymir metangas upp úr sandinum og myndar svokölluð gasaugu. Þar leynast örverur sem gætu nýst okkur í framtíðinni.
14.11.2022 - 15:18
Fyrsta samfélagsmiðaða STEM fræðslunet landsins
Verkefninu STEM Húsavík hefur nú verið hleypt af stokknum. Þetta er fyrsta samfélagsmiðaða fræðslunet sinnar tegundar á landinu. Markmiðið er að efla íbúa og byggja upp færni.
13.11.2022 - 18:34
Vargöld á Twitter
Segja má að upplausnarástand ríki á samfélagsmiðlinum Twitter eftir að nýtilkominn eigandi, auðkýfingurinn Elon Musk, hrinti í framkvæmd nýjustu hugdettu sinni: að hver sem er geti öðlast staðfestan aðgang á miðlinum með án þess að nokkur hafi staðfest hver býr að baki aðganginum.
12.11.2022 - 15:00
Spegillinn
Svipuð bylting og að fá framdrif á dráttarvélar
Kúabændur iða í skinninu um þessar mundir. Þeir tala um byltingu í kynbótastarfi með tilkomu DNA-sýnatöku til erfðaframfara. Ráðunautur í naugriparækt líkir framförunum sem af þessu hljótast við tilkomu framdrifs undir dráttarvélar.
11.000 manns sagt upp hjá Meta
Stjórnendur samfélagsmiðlasamsteypunnar Meta, sem á Facebook, Instagram og WhatsApp, tilkynntu í gær að til standi að segja 13 prósentum alls starfsfólks upp störfum á næstunni. Þetta þýðir að um 11.000 af 87.000 manna starfsliði samsteypunnar, víða um heim, missir vinnuna.
Landinn
„Ef við rannsökum þetta ekki núna þá er það of seint“
„Það er mikill loftslagskvíði í okkur sem erum að díla við þessar minjar við sjávarsíðuna,“ segir Lísabet Guðmundsdóttir, fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands.
07.11.2022 - 11:15
Svarthol uppgötvað í 1.600 ljósára fjarlægð
Hópur stjarneðlisfræðinga hefur uppgötvað svarthol í Vetrarbrautinni sem er nær jörðu en nokkuð áður þekkt slíkt fyrirbæri. Massi þess er tífaldur massi sólar og fjarlægðin aðeins sextánhundruð ljósár.
Glíma við þrenningu öndunarfærasjúkdóma
Álag hefur aukist á bandarísk sjúkrahús undanfarið vegna fjölgunar tilfella þriggja öndunarfærasjúkdóma, COVID-19, RS veiru og árlegrar inflúensu sem er sögð fyrr á ferðinni en vanalega.
Jarðskjálfti af stærðinni sex reið yfir á El Salvador
Jarðskjálfti af stærðinni sex skók Mið-Ameríkuríkið El Salvador á fimmta tímanum í nótt. Engar tilkynningar hafa borist um manntjón eða skemmdir á eignum.
Enn tefst mönnuð ferð Starliner að alþjóðageimstöðinni
Enn verða tafir á að mönnuðu Boeing Starliner-geimhylki verði skotið á loft. Bandaríska geimferðastofnunin NASA segir geimskotið nú fyrirhugað í apríl. Velheppnuð ferð ætti að tryggja að farartæki Boeing verði notað við geimferðir NASA í komandi framtíð.
Íslendingar gætu létt undir orkuskiptum í Evrópu
Íslendingar gætu framleitt raforku sem yrði vel umfram það sem þarf til orkuskipta og jafnvel létt undir orkuskiptum í Evrópu, ef reistar yrðu fleiri vindorkuvirkjanir hér á landi. Lektor við Háskólann á Akureyri segir vindorku vera augljósan fyrsta kost til að auka umsvif Íslendinga í raforkugeiranum.
03.11.2022 - 16:12
Spegillinn
Aðföng hækka – óttast að bændur bregði búi
Bændur hafa fundið rækilega fyrir hækkun á aðföngum, eins og fóðri, plasti og áburði. Ástæðan er sú að hráefni til áburðarframleiðslu eru meðal annars í Rússlandi. Þetta hefur óneitanlega áhrif á verðlag matvöru, bæði hér á landi og annars staðar.