Sveitarstjórnarkosningar

Nýtt kosningalagafrumvarp til bóta
Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir jákvætt að sameina löggjöf um allar kosningar í einn lagabálk. Hann er hins vegar andvígur því að leggja niður yfirstjórnir kjördæma og að færa talningu frá einum stað í hverju kjördæmi út í sveitarfélögin. Kjördæmin séu grunneining í alþingiskosningum og kerfið eigi að miðast við það. 
Sjálfstæðismenn og Framsókn undirrita meirihlutasamning
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa undirritað meirihlutasamning í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Samningurinn var undirritaður á rafrænum fundi í dag.
Upptaka
Takast á fyrir sveitarstjórnarkosningar á Austurlandi
Kosið verður til sveitarstjórnar í nýju sveitarfélagi á Austurlandi á laugardaginn. Sveitarfélagið varð til við sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Ellefu verða í sveitarstjórn í Múlaþingi sem er það nafn sem flestir íbúar kusu í sumar á sveitarfélagið.
Kosningar á Austurlandi verða ekki í apríl
Sveitarstjórnarkosningum í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi hefur verið frestað. Kosningarnar áttu að fara fram 18. apríl en vegna samkomubanns og óvissuástands í samfélaginu vegna kórónaveirufaraldursins og COVID-19 sjúkdómsins hefur þeim verið slegið á frest.
Kjósa um nafn á nýja sveitarfélagið á Austurlandi
Íbúar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi kjósa um nafn á sveitarfélagið samhliða sveitarstjórnarkosningum þar 18. apríl. Óskað er eftir tillögum frá íbúum en þær þurfa að hljóta blessun Örnefnanefndar.
03.02.2020 - 13:50
Kosið í nýju sveitarfélagi 18. apríl
Minnst fimm listar bjóða fram í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Mögulega fá íbúar að leggja inn tillögur að nafni á sveitarfélagið samhliða kosningu til sveitarstjórnar.
05.01.2020 - 13:10
Viðtal
Ráðuneytið segir sýslumann skorta valdheimild
Dómsmálaráðuneytið taldi að sýslumann hefði skort valdheimildir til þess að taka afstöðu til þess hvort kæra Vigdísar Hauksdóttur, um borgarstjórnarkosningarnar 2018, uppfyllti formleg skilyrði.
SÍS hvatti til kjörsóknarsendinga
Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hvatti til þess að sveitarfélög til þess að senda ungu fólki hvatningu um að fara á kjörstað fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í fyrra. Í þeim tilgangi samdi SÍS skilaboð sem sveitarfélög gátu notað á mismunandi miðlum til þess að auka kosningaþátttöku.
12.02.2019 - 18:59
Kosningaþátttaka var betri meðal kvenna
Kosningaþátttaka í sveitarstjórnarkosningum í vor var betri á meðal kvenna en karla. Kjörsókn í sveitarstjórnarkosningum jókst í ár í fyrsta skipti frá 2002. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands.
Ósætti í nýrri bæjarstjórn í Eyjum
Tekist var á, á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum. Sjálfstæðismenn lögðu til að Elliði Vignisson yrði áfram bæjarstjóri fyrst um sinn til að ljúka verkum sem hann hefði mikla þekkingu á. Nýr bæjarstjóri vonar að samstaða verði meðal kjörinna fulltrúa. 
24.06.2018 - 12:46
Úrslit sveitarstjórnarkosninga í Eyjum standa
Úrslitin í sveitarstjórnarkosningunum í Vestmannaeyjum standa. Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum kærði úrslitin en hann tapaði meirihluta sínum á aðeins fjórum atkvæðum.
Lýsa yfir fullu trausti til Ármanns
Bæjarfulltrúarnir þrír úr röðum Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, sem lýstu yfir andstöðu við að starfa með BF Viðreisn í meirihluta, sendu frá sér yfirlýsingu í kvöld og lýstu yfir fullu trausti til Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra og oddvita flokksins. Þeir segja að Ármann hafi óskorað umboð bæjarfulltrúa til meirihlutaviðræðna í Kópavogi.
03.06.2018 - 21:21
Ekki aðalatriði hver verður borgarstjóri
Ekki var annað að sjá en að gangi saman með þeim flokkum sem ræða myndun meirihluta í Reykjavík. Fundahöldum um meirihlutaviðræður um borgarstjórn í lauk rúmlega fjögur síðdegis í dag og oddvitar sem fréttastofa ræddi við mjög ánægðir með gang viðræðna. Dagur B. Eggertsson stefnir að því að vera borgarstjóri en enginn sem fréttastofa ræddi við telur það vera aðalatriði hver taki við embættinu. Flokkar hafa ekki sett hver öðrum afarkosti. Áfram verður fundað á mánudaginn.
01.06.2018 - 18:00
Viðræður meirihlutans halda áfram á Akureyri
Meirihlutaviðræður Framsóknarflokksins, L-listans og Samfylkingarinnar á Akureyri ganga ágætlega. Fulltrúar framboðanna hittast í dag og halda áfram vinnu við málefnasamning. Öðrum framboðum hefur ekki verið boðið að koma að samningaborðinu.
Halda áfram samstarfi í Skagafirði
Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn ætla að halda áfram meirihlutasamstarfi í sveitarstjórn Skagafjarðar. Meirihlutinn missti tvo menn af sjö í kosningunum á laugardag. Byggðalistanum var boðið að koma að myndun nýs meirihluta en því var hafnað. 
Kjörsókn og veður
Veður hefur ekki áhrif á kjörsókn segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á facebook síðu sinni, ólíkt því sem margir hafi haldið fram. Vangaveltur um að rigning dragi úr kjörsókn hafi ekki verið studdar neinum rannsóknum. 
27.05.2018 - 21:43
Bæjarfulltrúum fjórflokksins fækkar
Bæjarfulltrúum undir merkjum fjórflokksins, Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Samfylkingar og Vinstri grænna, fækkar um átján á landsvísu eftir kosningarnar í gær. Sjálfstæðisflokkurinn missir sjö sæti og Samfylkingin sex.
Óljóst framhald í Skagafirði
Óvíst er hvort Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur haldi samstarfi sínu áfram í meirihluta í Skagafirði en flokkarnir töpuðu báðir töluverðu fylgi í kosningunum í gær. Leiðtogar framboðanna fjögurra í sveitarstjórn eru að vega og meta framhaldið.
Úrslitin eru krafa um breytingar
Eyþór Arnalds leiðtogi Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir að úrslitin í borgarstjórnarkosningunum sýni að Reykvíkingar vilji breytingar í stjórn borgarinnar.
Píratar taka aftur mann frá Sjálfstæðisflokki
Enn verða sveiflur á fylgi flokkanna í Reykjavík. Þegar talin hafa verið 53.124 atkvæði sem greidd voru á kjörfundi í dag er Sjálfstæðisflokkurinn með 30,4 prósenta fylgi og átta borgarfulltrúa, einum minna en í næstu tölum á undan. Píratar bæta við sig einum fulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokksins milli þriðju og fjórðu talna og eru samkvæmt þessu með tvo borgarfulltrúa út á 7,8 prósenta fylgi.
Litlar breytingar á Akureyri
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði lítilsháttar fylgi til Framsóknar á Akureyri en engar breytingar urðu á fjölda bæjarfulltrúa fimm stærstu flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn fékk þrjá, Bæjarlisti Akureyrar, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin tvo hvert og Vinstri græn og Miðflokkurinn einn hvort framboð. Píratar komu ekki manni að.
Meirihlutinn féll í Vestmannaeyjum
Sjálfstæðisflokkinn vantaði sex atkvæði til að halda meirihluta sínum í Vestmannaeyjum. Flokkurinn fékk þrjá menn kjörna og tapaði tveimur. H-listinn Fyrir Heimaey fékk líka þrjá menn kjörna og Eyjalistinn einn.
Meirihlutinn féll í Reykjanesbæ
Samfylkingin, Bein leið og Frjálst afl misstu meirihluta sinn í Reykjanesbæ. Samfylkingin bætti við sig manni og fékk þrjá en Bein leið og Frjálst afl töpuðu bæði manni og fengu einn hvort. Sjálfstæðisflokkurinn fékk þrjá menn, Framsókn tvo og Miðflokkurinn einn.
Meirihlutinn féll í Norðurþingi
Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn misstu meirihluta sinn í Norðurþingi. Vinstri græn töpuðu nær 12% og einum manni. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur fengu þrjá menn kjörna hvor flokkur og Vinstri græn, Samfylkingin og Listi samfélagsins einn mann hvert.
Sex framboð náðu kjöri í Mosfellsbæ
Þrátt fyrir að tapa miklu fylgi er Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur í Mosfellsbæ með fjóra menn. Viðreisn, Vinir Mosfellsbæjar, Vinstri græn, Samfylkingin og Miðflokkurinn fengu einn mann hvert framboð.