Sveitarfélög

Rólegheit í Vestmannaeyjum
Aðfararnótt frídags verslunarmanna var óvenju kyrrlát í Vestmannaeyjum, annað árið í röð. Lögreglan í Vestmannaeyjum sagði þó nokkuð af fólki í eynni, en allt hefði gengið vel þrátt fyrir samkomur í heimahúsum.
Fjölbreyttar hugmyndir um uppbyggingu í Stóru-Brákarey
Hugur er í Borgnesingum um framtíðaruppbyggingu í Stóru-Brákarey. Skoðanir eru nokkuð skiptar um hvers kyns uppbygging á þar helst heima en flestir eru sammála um að nýta skuli eyjuna. Ýmis starfsemi í eyjunni var lögð af í vetur vegna ófullnægjandi brunavarna.
27.07.2021 - 21:16
Skólayfirvöld í Reykjavík bíða átekta
Skólayfirvöld í Reykjavík bíða átekta með að ákveða skipulag skólahalds síðsumars þar til í ljós kemur hvort fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins hjaðnar eða ekki.
Sjö sækja um starf forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri
Alls bárust sjö umsóknir til heilbrigðisráðuneytis um starf forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri. Umsóknarfrestur rann út þann 12. júlí síðastliðinn.
Sjónvarpsfrétt
Tugir geðfatlaðra bíða eftir húsnæði í Reykjavík
Þrettán geðfatlaðir einstaklingar með lögheimili utan Reykjavíkur hafa fengið úrræði á vegum borgarinnar síðustu þrjú ár. 29 eru nú á biðlista eftir búsetu, þar af eru tíu með lögheimili annars staðar. Reykjavíkurborg gerir ekki kröfu um lögheimilisskráningu í Reykjavík þegar sótt er um búsetuúrræði fyrir fatlað fólk.
Viðtal
Yrki arkitektar hanna nýtt ráðhús á Akureyri
Yrki-artitektar ehf. urðu hlutskarpastir í samkeppni um hönnun á breytingum á ráðhúsi Akureyrarbæjar. Til stendur að byggja við ráðhúsið auk þess að gera breytingar á núverandi húsi og lóð. Markmiðið er að færa alla miðlæga starfsemi Akureyrarbæjar á einn stað.
15.07.2021 - 14:58
Sjónvarpsfrétt
Hringvegur og raflína í hættu við Jökulsárlón
Flytja þarf raflínur og hringveginn austan Jökulsárlóns vegna ágangs sjávar. Strandlengjan hefur færst um tvo til fjóra metra á ári.
Íbúar langþreyttir á hávaða frá girðingu við sparkvöll
Húsfélag við Grundargötu á Ísafirði hefur farið þess á leit við bæjaryfirvöld að þau geri úrbætur á girðingu sem snýr að húsinu. Girðingin stendur við enda sparkvallar hjá Grunnskólanum á Ísafirði og segja íbúarnir mikið ónæði af hávaða sem myndast þegar boltanum er sparkað í hana. Bæjarráð vísaði málinu til úrvinnslu hjá umhverfis-og eignasviði á fundi sínum í morgun.
12.07.2021 - 22:32
Misræmi upp á 105 milljónir vegna framkvæmda við skóla
Svo virðist sem 105 milljónir hafi verið skráðar á framkvæmd við grunnskólann í Borgarnesi án samþykkis eða vitneskju eftirlitsaðila. Hugsanlegt er að einhverjir reikningar hafi verið samþykktir sem ekki hafi átt rétt á sér og því er mögulega um ofgreiðslu að ræða á einhverjum þáttum. Byggðarráð Borgarráðs telur stöðuna alvarlega og vill að fram fari hlutlaus úttekt á verkefninu í heild.
08.07.2021 - 21:51
Skoðanakönnun til að athuga sameiningarvilja
Tillaga um sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu var felld í byrjun júní. Tvö þeirra, Húnavatnshreppur og Blönduósbær, hafa síðan rætt sín á milli um að fara í viðræður um sameiningu. Skoðanir eru þó skiptar hversu hratt eigi að fara í viðræðurnar.
Ótímabært að tala um framúrkeyrslu
Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi og formaður skipulagsráðs hjá Reykjavíkurborg, sagði í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 að hann teldi að ekki væri enn komið að því að tala um framútkeyrslu í kaupum borgarinnar á húsnæði við Kleppsveg, sem til stendur að breyta í leikskóla. Hann vill ekki meina að þarna sé nýtt braggamál í uppsiglingu.
06.07.2021 - 11:13
Opið hús fyrir Janssen á miðvikudag
S.k. opið hús verður í Laugardalshöll á miðvikudag, 7. júlí, fyrir þá sem kjósa að fá Jansen bóluefnið. Ekki þarf að skrá sig fyrir fram í bólusetninguna.
Kaupin lýsi virðingarleysi fyrir almannafé
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, gagnrýndi meirihlutann hjá Reykjavíkurborg í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun fyrir kaup á húsnæði við Kleppsveg sem til stendur að breyta í leikskóla. Upphaflegur kostnaður átti samkvæmt minnisblaði að vera á bilinu 370-600 milljónir króna en nú er ljóst að hann verður um 1,2 milljarðar.
Afli strandveiðibáta svipaður og í fyrra
Tæplega fimm þúsund og fimm hundruð tonn af þorski eru komin á land, nú þegar veiðitímabil strandveiða er hálfnað.
01.07.2021 - 12:01
Hrafnista segir upp samningi um rekstur Ísafoldar
Hrafnista hefur sent inn bréf til bæjarráðs Garðabæjar um uppsögn samning um rekstur hjúkrunarheimilisins Ísafoldar og mun uppsögnin taka gildi 1.janúar 2022. Þetta kemur fram á vef Kópavogs- og Garðapóstsins í dag.
30.06.2021 - 16:08
Konur ánægðari í sveitinni en karlar
Áttatíu prósent fólks sem býr í sveitum landsins er ánægt með búsetu sína. Karlar eru þó ekki eins sáttir og konur.
Hegða sér öðruvísi við gosstöðvarnar
Ferðahegðun erlendra ferðamanna við gosstöðvarnar er öðruvísi en innlendra. Útlendingar eru gjarnari á að leggja í hann í slæmu veðri. Þúsundir fara að gosstöðvunum á degi hverjum og erlendum ferðamönnum hefur fjölgað mikið, segir Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík.
Fækka bensínstöðvum í borginni
Bensínstöðvum í Reykjavíkurborg mun fækka um þriðjung á næstu árum, úr 45 í 30. Stórir reitir þeirra í íbúðahverfum munu fara undir hverfistengda þjónustu og íbúðir. Samkomulag um þessar fyrirætlanir var undirritað í dag.
24.06.2021 - 21:29
Lögreglan leitar vitna eftir líkamsárás á Bíladögum
Lögreglan á Akureyri lýsir á Facebook-síðu sinni eftir vitnum að líkamsárás sem átti sér stað í kringum miðnætti að kvöldi laugardagsins 19. júní á tjaldsvæði Bílaklúbbs Akureyrar.
24.06.2021 - 15:30
150 tonn af heyrúlluplasti komast ekki í endurvinnslu
Fyrirtækið Flokka ehf., sem sér um að taka á móti og safna endurvinnanlegum efnum í Skagafirði og koma þeim í endurvinnslu, situr uppi með 150 tonn af heyrúlluplasti sem ekki komast í endurvinnslu þar sem flutningskostnaður er of hár.
Sameining ekki tímabær að sinni
Ekki verður af sameiningu Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar að sinni. Tillaga um að kosið yrði um sameiningu samhliða alþingiskosningum í haust var felld.
Flestir slasast á rafskútum við fyrstu notkun
Nærri helmingur þeirra sem slasast á rafskútum er undir 18 ára aldri. Flestir slasast þegar þeir nota tækið i fyrsta sinn. 40% slysa fullorðinna á rafskútum er vegna ölvunar.
Enn fjölgar tilkynningum til barnaverndarnefnda
Rúmlega þrjú þúsund og fimm hundruð tilkynningar bárust til barnaverndarnefnda á fyrstu þremur mánuðum ársins og fjölgaði um sautján og hálft prósent miðað við sama tíma í fyrra. Mikil aukning er í skýrslutöku vegna kynferðislegs ofbeldis.
21.06.2021 - 17:15
Óhjákvæmilegt að skera niður launakostnað
Þrettán var sagt upp störfum hjá Heilsuvernd hjúkrunarheimilum í gær. Fyrirtækið tók nýlega yfir rekstur hjúkrunarheimilisins Hlíðar eftir að Akureyrarbær sagði sig frá rekstrinum. Framkvæmdastjórinn segir að óhjákvæmilegt hafi verið að skera niður launakostnað.
19.06.2021 - 20:34
Sumarstörf námsmanna gengu út
Vel hefur gengið að ráða í sumarstörf námsmanna og fá eða engin störf afgangs.
14.06.2021 - 22:27