Sveitarfélög

Losaði sig við sprengju úr bílskúrnum í Þorlákshöfn
Mikill viðbúnaður var í morgun í Þorlákshöfn þegar grunur lék á að sprengjum hefði verið komið fyrir á sorpsvæði bæjarins. Sprengjurnar reyndust eftirlíkingar, en sprengjusérfræðingar fengu engu að síður alvöru sprengju til meðferðar.
Mygla í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ
Mygla hefur greinst í elsta grunnskóla Reykjanesbæjar, Myllubakkaskóla. Starfsmenn, þar á meðal skólastjórinn, eru komnir í veikindaleyfi vegna myglunnar.
20.10.2021 - 07:45
Myndskeið
Sala á Mílu rædd í þjóðaröryggisráði
Forsætisráðherra segir að fyrirhuguð sala Símans á Mílu hafi verið tekin upp í þjóðaröryggisráði enda mikilvægir innviðir þar á ferð. Samgönguráðherra segir viðræður í gangi við eigendur til að tryggja almannahagsmuni.
18.10.2021 - 18:56
Hátt í 20 bílar lent utan vegar við Reynisfjall
Leiðindaveður gengur nú yfir sunnanvert landið. Fjöldi ökumanna hefur lent í vandræðum á Hringveginum í krapa og hálku. Fylgdarakstur verður yfir Reynisfjall í kvöld.
17.10.2021 - 18:18
Ekki ástæða til rýmingar á Seyðisfirði
Almannavarnir telja ekki ástæðu til að rýma hús á Seyðisfirði þrátt fyrir að búist sé við talsverðri úrkomu á Austfjörðum næstu daga.
Landinn
„Okkur langaði bara í sushi“
„Okkur langaði bara í sushi upphaflega. Vorum samt alltaf með tenginguna við fiskinn, þegar maður er í fiskibær þá er fiskurinn svo nærtækur,“ segir Davíð Kristinsson, einn eigenda Norð Austur, Sushi-staðar á Seyðisfirði.
Landinn
„Þær virkilega grétu og voru frábær vitni í þessu máli“
Allir nemendur Menntaskólans að Laugarvatni tóku í vikunni þátt í viðamikilli forvarnardagskrá sem bar yfirheitið „Ábyrg í umferðinni“. Partur af dagskráni var sviðsett slys sem fékk hárin til að rísa.
Húsnæðisskortur tefur uppbyggingu á Skagaströnd
Húsnæðisskortur stendur íbúaþróun og atvinnuuppbyggingu á Skagaströnd fyrir þrifum. Mikil ásókn er þar í íbúðarhúsnæði, en ekkert laust. Sveitarfélagið hefur meðal annars fellt niður gjöld af byggingalóðum til að liðka fyrir.
Líklegra að svæðið falli í smærri brotum en allt í einu
Hreyfingin í hlíðinni á Seyðisfirði, milli skriðusársins frá því í desember og Búðaár, er mismikil eftir því hvar mælar Veðurstofu Íslands eru staðsettir. Svæðið er talsvert sprungið og telja sérfræðingar líklegra að það falli í smærri brotum en að það fari allt í einu.
08.10.2021 - 20:21
Verður bylting á húsnæðismarkaði
Innan skamms verður í fyrsta skipti hægt að nálgast á einum stað upplýsingar um hversu mikið af íbúðarhúsnæði er í byggingu hverju sinni. Forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir þetta byltingu sem koma muni jafnvægi á markaðinn.
08.10.2021 - 18:00
Fátíður jarðskjálfti við Langavatn á Mýrum
Í morgun varð jarðskjálfti 2,9 að stærð um fimm kílómetra vestur af Langavatni á Mýrum á Vesturlandi. Skjálftavirkni hefur verið óvenjumikil á þessu svæði í ár og er þetta annar stærsti skjálftinn sem mælist á þessum slóðum í ár.
07.10.2021 - 15:05
Stöðugar kröfur um aukin útgjöld
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir sveitarfélögin ekki standa undir síauknum útgjaldakröfum sem lagðar eru á þau. Þar fari ríki og Alþingi fremst í flokki en launahækkanir í síðustu kjarasamningum séu einnig íþyngjandi.
Landinn
Kynjaverur barnabókmenntanna fela sig í Kjarnaskógi
Hvað eiga Paddington, fíllinn Elmar, Fía Sól, Greppikló og Snorkstelpan sameiginlegt? Jú, þetta eru allt þekktar persónur úr barnabókum og núna hafa þær allar hreiðrað um sig í Kjarnaskógi.
05.10.2021 - 07:50
Leikskólanum Efstahjalla lokað vegna myglu
Mygla hefur greinst í leikskólanum Efstahjalla í Kópavogi. Leikskólanum verður lokað frá og með morgundeginum og næstu tvo daga á meðan unnið er að endurskipulagningu.
04.10.2021 - 19:26
Landinn
Heiðarbýli horfins samfélags í Jökuldalsheiði
„Upphafið var að það var ekkert jarðnæði að fá niður í byggð og fólk fór að leita upp til heiða,“ segir Hjördís Hilmarsdóttir, sem hefur, ásamt öðrum, unnið að því að setja heiðarbýlin í Jökulsdalheiði aftur á kortið. 
04.10.2021 - 09:32
Skólahald fellt niður á Húsavík vegna smita
Skólahald í Borgarhólsskóla, grunnskólanum á Húsavík, fellur niður á morgun vegna fjölda COVID-19 smita í samfélaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum. Smitin eru bæði meðal starfsfólks og nemenda, en smitrakning stendur nú yfir og verður staðan endurmetin á þriðjudag. Starfsfólk mætir því ekki til vinnu á morgun.
COVID-19 smit í Borgarhólsskóla
Smit hefur greinst meðal nemenda í Borghólsskóla, grunnskólans á Húsavík. Nemendur og starfsfólk sem urðu útsett fyrir smiti hafa verið send í sóttkví, samkvæmt fyrirmælum smitrakningarteymis almannavarna.
Silfrastaðakirkja flutt á brott til viðgerðar
Silfrastaðakirkja í Skagafirði hefur verið flutt inn á Sauðárkrók til viðgerðar. Kirkjan var reist árið 1896 og er friðuð, en hún var farin að láta verulega á sjá. Kirkjan var orðin sigin, illa farin af fúa og var kirkjuturninn sagður alveg ónýtur. Söfnuðurinn hefur fengið háan styrk frá Húsfriðunarsjóði fyrir verkinu, fimm milljónir króna, en það dugar þó aðeins fyrir um einum tíunda af viðgerðarkostnaði.
Spegillinn
Sveitarfélög með loftslagsmál í fanginu
Mikið hvílir á sveitarfélögum vegna loftslagsbreytinga og í nýrri stefnu ríkis um aðlögun að breytingunum eru þau þungamiðjan. Losun frá úrgangi, fráveitumál, skipulagsmál, fræðsla, búsetuúrræði fyrir loftslagsflóttamenn, allt eru þetta dæmi um verkefni sveitarfélaga í loftslagsmálum. Þau eru sem sagt fjölbreytileg og flókin. Spegillinn hefur undanfarið fjallað um þessi verkefni.
Sýknað af 39 milljóna króna kröfu í áminningarmáli
Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í síðustu viku Bláskógabyggð af 39 milljóna króna kröfu í skaðabótamáli fyrrverandi starfsmanns. Starfsmaðurinn krafðist þess að áminning sem honum var veitt fyrir fimm árum yrði dæmd ógild en sveitarfélagið var sýknað af þeirri kröfu. Þá taldi dómurinn að uppsögn starfsmannsins sem byggði á áminningunni hefði verið lögmæt.
Baltasar bætir við sig kvikmyndaveri í Gufunesi
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í morgun að ganga til samninga við GN Studios, félags í eigu Baltasars Kormáks, um kaup á Gufunesvegi 21 fyrir 320 milljónir. Þar hyggst fyrirtækið vera með sitt annað kvikmyndaver sem á að nýtast fyrir smærri tökur. Þróunarfélagið Þorpið ásamt framleiðslufyrirtækinu Truenorth gerðu einnig tilboð í fasteignina. Borgin hyggst ræða við þau tvö ásamt Pegasus og Saga Film um lóðavilyrði til þróunar á kvikmyndatengdri starfsemi í Gufunesi.
30.09.2021 - 23:23
Segir refinn hafa verið alinn upp innan um mannfólk
Ágúst Beinteinn Árnason, sem á refinn Gústa Jr., segir að hann sé enginn yrðlingur heldur fullvaxta refur og sé alvanur mannfólki enda alinn upp innan um það. „Og það er ástæðan fyrir því að hann er svona gæfur.“ Matvælastofnun vill að Ágúst láti refinn af hendi því lögbrot sé að halda villt dýr sem gæludýr og Dýraþjónusta Reykjavíkur telur að Ágúst eigi að afhenda Húsdýragarðinum dýrið. Sjálfur kveðst hann vera að melta það.
30.09.2021 - 20:30
Telur líklegt að TikTok-stjarna gefist upp á refnum
Dýraþjónusta Reykjavíkur, sem heldur utan um málefni dýra og dýrahald í landi Reykjavíkur, skorar á samfélagsmiðlastjörnuna Ágúst Beintein Árnason að afhenda yrðling sem hann hefur haldið sem gæludýr. Þetta kemur fram í færslu sem þjónustan birti á Facebook-síðu sinni. Þar segir enn fremur að þetta sé lögbrot „enda refir villt dýr sem ekki má halda án sérstaks leyfis.“
30.09.2021 - 16:33
Fleiri rafmagnsstrætisvagnar á götuna
Tveir nýir Iveco metan vagnar fyrir 60 milljónir króna hefja akstur í næsta mánuði. Strætó bs hefur sett sér markmið um kolefnislausan flota 2030.
30.09.2021 - 16:28
Engin fiskfræðileg rök til að banna veiðar með dragnót
Sjávarútvegsráðuneytið hefur hafnað beiðni byggðarráðs Norðurþings um að veiðar með dragnót verði bannaðar í Skjálfanda innan línu sem nemur við norðurenda Flateyjar í Tjörnestorfu. Fimm skip stunduðu veiðar með dragnót á Skjálfandaflóa í samtals 151 dag og segir ráðuneytið að það geti vart talist mikil sókn á það svæði.
30.09.2021 - 16:15