Sveitarfélög

Upplýsingamiðstöð opnuð aftur á Akureyri
Upplýsingamiðstöð á Akureyri verður starfrækt á ný sumarið 2022. Þetta staðfestir Þórgnýr Dýrfjörð, forstöðumaður atvinnu- og menningarmála hjá Akureyrarbæ.
Formlegar viðræður hafnar í Kópavogi
Formlegar viðræður um myndun meirihluta í Kópavogi eru hafnar milli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá, Ásdísi Kristjánsdóttur (D) og Orra Vigni Hlöðverssyni (B), oddvitum flokkanna í sveitarfélaginu.
Telur skipta máli að Samfylkingin leiði í borginni
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur skipta afar miklu máli að Samfylkingin leiði borgina áfram ásamt Pírötum, Viðreisn og sennilega Framsóknarflokki sem sigurvegara kosninga.
Fornleifafundur við kirkjuna í Grímsey
Minjar frá miðöldum fundust nýverið við rannsókn fornleifafræðinga í grunni Miðgarðakirkju í Grímsey.
18.05.2022 - 09:30
11 þúsund tonn af malbiki
Næstu vikurnar verður aðeins önnur flugbrautin á Reykjavíkurflugvelli í notkun meðan malbikunarframkvæmdir standa yfir. 20 ár eru frá því að síðast var skipt um slitlag á vellinum.
Segir góð verk og gott fólk skapa sigur Miðflokksins
Öfugt við sum önnur sveitarfélög þar sem Miðflokkurinn bauð fram, vann hann stórsigur í Grindavík og þrefaldaði fylgi sitt. Oddvitinn þakkar það starfinu á síðasta kjörtímabili og góðum frambjóðendum. Slæmt gengi annars staðar skrifist ekki á vonda frambjóðendur.
17.05.2022 - 19:00
Lögheimili erlendis vegna meðferðar og bannað að kjósa
Úrskurðarnefndar kosningamála hefur afgreitt þrjár kærur sem nefndinni hefur borist vegna nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga. Tveimur var synjað og einni vísað frá.
Formlegar viðræður fjögurra flokka hafnar í Mosfellsbæ
Formlegar bæjarstjórnarviðræður eru hafnar í Mosfellsbæ. Listi Framsóknar, sem hlaut stórsigur í kosningunum, ákvað í gærkvöldi að hefja viðræður um meirihlutasamstarf við Samfylkinguna, Viðreisn og Vini Mosfellsbæjar. 
Veltur á hvort samflot meirihlutans haldi
Enginn augljós meirihluti kom upp úr kjörkössunum í Reykjavík að mati stjórnmálafræðingsins Eiríks Bergmann.
Meirihlutaviðræður á Akureyri halda áfram í kvöld
L-listi Bæjarlistans, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur eiga nú í viðræðum um myndun meirihluta í bæjarstjórn á Akureyri. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið í meirihluta á Akureyri í tólf ár.
Áhrif útstrikana í Flóahreppi ekki einsdæmi
Útstrikanir sem höfðu áhrif á skipan kjörinna fulltrúa í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum í Flóahreppi eru ekki einsdæmi í sögu sveitarstjórnarkosninga hér á landi. Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson bendir á þetta.
Níu þúsund dauð atkvæði í kosningunum
Í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag féllu alls um níu þúsund atkvæði dauð niður á landsvísu. Þetta gerir það að verkum að hluti kjósenda fær ekki „sinn“ fulltrúa kjörinn í sveitarstjórn, en hlutfallið er mismunandi eftir sveitarfélögum.
Tengja sig saman en útilokar ekkert í pólitík
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir það ekki hafa verið erfiða ákvörðun að Viðreisn, Samfylking og Píratar, skyldu hafa ákveðið að fylgjast að næstu daga í viðræðum um nýjan meirihluta. 60 prósent kjósenda í Reykjavík hafi annars vegar lýst yfir stuðningi við samgöngusáttmálann sem snúist um annað og meira en borgarlínu heldur líka skipulagsmál og loftslagsmál og svo uppbyggingu íbúðarhúsnæðis.
16.05.2022 - 14:23
Á fjórða þúsund utankjörfundaratkvæði á NA-landi
3.706 kjósendur, með atkvæðisrétt á Norðurlandi eystra, kusu utankjörfundar í sveitarstjórnarkosningunum. Til samanburðar þá kusu 4.351 kjósendur í landshlutanum utankjörfundar í alþingiskosningunum 2021.
Landinn
„Hefurðu séð illa greiddan Skagfirðing?“
Það er ýmislegt sem Skagfirðingar geta stært sig af. Þeir eiga frábært körfuboltalið, fleiri hesta en hægt er að telja og svo eru það allar hárgreiðslustofurnar!
Morgunútvarpið
Gera tilkall til bæjarstjórastóls í Kópavogi
Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, segir að fyrsta skref eftir kosningarnar sé að kanna hvort grundvöllur sé fyrir áframhaldandi meirihlutasamstarfi með Framsóknarflokknum. Sjálfstæðismenn geri tilkall til bæjarstjórastólsins.
Algjör viðsnúningur í Mosfellsbæ eftir kosningar
Framsóknarflokkurinn vann stórsigur í Mosfellsbæ, fékk rúm 32% atkvæða, og fjóra menn kjörna. Meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna féll, en Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur verið við stjórnvölinn í bænum í áraraðir, tapaði 12% frá síðustu kosningum, og Vinstri grænir þurrkuðust út.
Einar hittir Dag í dag - vill líka ræða við Hildi
Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, ætlar að hitta Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar, á fundi í dag. Hann upplýsti þetta í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. „Ég vil líka ræða við Hildi [Björnsdóttur],“ bætti Einar við. Möguleikum Sjálfstæðisflokksins til að mynda meirihluta hefur fækkað eftir að ljóst var að Viðreisn, Píratar og Samfylking ætluðu að fylgjast að í viðræðum næstu daga.
16.05.2022 - 09:05
Myndskeið
Dagur, Dóra Björt og Þórdís ætla fylgjast að í viðræðum
Oddvitar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík ætla að fylgjast að í viðræðum næstu daga um myndun nýs meirihluta. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, greindi frá þessu í Morgunútvarpi Rásar 2. Hann sagði ákvörðun VG um að taka ekki þátt í meirihlutasamstarfi hafa fækkað valkostum. „Það er gott að hafa breiðan meirihluta, að því gefnu að fólk sé sammála um meginlínur.“
16.05.2022 - 08:29
Pólitískir refir sitja um Framsókn í Hafnarfirði
„Ég átti óformleg samtöl við bæði Rósu [Guðbjartsdóttur] og Guðmund Árna [Stefánsson] en engar formlegar viðræður eru hafnar,“ segir Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknarflokksins í Hafnarfirði. Þar eins og víða annars staðar höfuðborgarsvæðinu er Framsókn í lykilhlutverki við myndun nýs meirihluta.
16.05.2022 - 08:15
Hefja viðræður um þriggja flokka meirihluta á Akureyri
Formlegar viðræður eru hafnar um myndun meirihluta á Akureyri.  
Viðtöl
Oddvitarnir bregðast við niðurstöðunum
„Ég held að það sé ekkert launungarmál að þung umræða í landsmálunum hefur reynst okkur svolítið dýrkeypt. Og svo auðvitað eru að koma ný öfl inn í stjórnmálin, ekki ný öfl - gömul öfl, Framsóknarflokkurinn er að ná ákveðnu flugi um land allt, það hefur auðvitað sín áhrif,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, um nýafstaðnar kosningar.
Í skýjunum með kosningasigur í Árborg
Sjálfstæðisflokkurinn vann kosningasigur í Árborg í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru í gær. Flokkurinn tryggði sér sex bæjarfulltrúa og þar með hreinan meirihluta í stjórn sveitarfélagsins.
Meirihlutinn í Vestmannaeyjum heldur
Í Vestmannaeyjum hélt meirihluti Eyjalistans og Fyrir heimaey velli og er nú með fimm fulltrúa af níu en hafði áður fjóra af sjö. Njáll Ragnarsson er oddviti Eyjalistans.
Bæjarlistinn stærstur á Akureyri
Sjö flokkar náðu að tryggja sér einn eða fleiri fulltrúa í bæjarstjórn á Akureyri. Bæjarlistinn fékk flest atkvæði á Akureyri, 18,7 prósent greiddra atkvæða og þrjá bæjarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærstur, hann fékk 18 prósent atkvæða og tvo fulltrúa, jafn marga og Framsóknarflokkurinn sem fékk 17 prósent atkvæða.