Sveitarfélög

Mörgum sveitarfélögum þröngur stakkur sniðinn
Útlit er fyrir verulegan samdrátt í tekjum flestra sveitarfélaga miðað við fyrri áætlanir. Áætlað er að áhrif á fjárhagsstöðu þeirra nemi alls rúmlega 33 milljörðum króna. Þetta kemur fram í skýrsu starfshóps um áhrif COVID-19 á fjármál sveitarfélaga.
29.08.2020 - 08:11
Niðurstöður rannsóknarnefndar tefjast vegna COVID-19
Vinna rannsóknarnefndar almannavarna sem Alþingi skipaði til þess að rýna og meta almannavarnaraðgerðir í kjölfar fárviðrisins í vetur tafðist vegna kórónuveirufaraldursins.
Síðasti fjárbóndinn í borginni
Ólafur Dýrmundsson heldur kindur við heimili sitt í Seljahverfinu í Breiðholti.
Afkoma sveitarfélagsins olli miklum vonbrigðum
Rekstrarniðurstaða sveitarsjóðsins í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fyrir árið í fyrra var neikvæð um 36,5 milljónir. Mismunurinn frá því í fyrra nemur um 150 milljónum.
„Þá var krísa og þá réðu karlar konur“
Ráðning kvenna í stöðu faglegs sveitar- eða bæjarstjóra er nátengd kynjaskiptingu viðkomandi sveitarstjórnar og þá sérstaklega því hvaða kyn eru í valdastöðum innan sveitarstjórnarinnar. Þetta eru niðurstöður rannsókna Evu Marínar Hlynsdóttur, dósents í opinberri stjórnsýslu, við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
Suðurnes fá 250 milljónir
Til stendur að bæta 405 milljörðum króna við framlög ríkissjóðs til sveitarfélaga og byggðarlaga vegna Covid-19. Þá er gert ráð fyrir að 250 milljónir fari í sértækan stuðning við Suðurnes til að bregðast við ástandinu þar.
Myndskeið
Biður um þolinmæði í skertri velferðarþjónustu
Stór hluti þeirra sem fær velferðarþjónustu í landinu hefur fengið skerta þjónustu síðan neyðarstig var sett á fyrir þremur vikum. Velferðarstjóri segir að það gæti vaxandi spennu og þreytu og biður fólk um að sýna þolinmæði.
Fréttaskýring
Sorpa situr uppi með afurðirnar
Sorpa hefur enn ekki fundið kaupendur fyrir 3 milljónir rúmmetra af metangasi og 12 þúsund tonn af moltu sem ný gas - og jarðgerðarstöð á Álfsnesi mun framleiða á ári. Það kostaði rúma fimm milljarða að byggja stöðina sem verður tilbúin í lok mánaðar.
22.03.2020 - 19:20
Vill ekki sjá fátækt í íslensku samfélagi
Ásmundur Einar Daðason, félags - og barnamálaráðherra, segir að fjölþættar aðgerðir til að bæta stöðu fátækra séu í burðarliðnum hjá ráðuneytinu. Mismunandi er milli sveitarfélaga hversu mikla fjárhagsaðstoð fólk fær.
06.03.2020 - 18:44
Sveitarfélög fjárfesta fyrir 48 milljarða á árinu
Samkvæmt áætlunum sveitarfélaganna er gert ráð fyrir tæplega 48 milljarða króna fjárfestingu á árinu 2020. Það er sex prósent hækkun frá fjárhagsáætlun ársins 2019. Hins vegar er gert ráð fyrir að fjárfestingar dragist saman frá 2021 til 2023. 
06.02.2020 - 16:57
Sumir þingmenn misskilja málið
Sumir þingmenn virðast hafa misskilið málið að nokkru leyti, sagði Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórarráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun þegar hann var spurður út í þingsályktunartillögu um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga. Tillagan var samþykkt á Alþingi í gær en þrír stjórnarþingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðslu. Einn þeirra kallar tillöguna ofbeldi.
Myndskeið
Stjórar hlynntir en foreldrar með áhyggjur af styttingu
Leikskólastjóri í Reykjavík telur að allir leikskólastjórar í borginni séu hlynntir styttingu á opnunartíma leikskóla. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir styttinguna bera brátt að.  
20.01.2020 - 22:15
Skiluðu ráðherra skýrslu um miðhálendisþjóðgarð
Nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands skilaði Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra, í dag skýrslu sinni. Í nefndinni sátu fulltrúar allra þingflokka á Alþingi, Sambands íslenskra sveitarfélaga, umhverfis- og auðlindaráðuneytis og forsætisráðuneytis.
Fá heimildir til að takmarka bílaumferð
Sveitarfélög og Vegagerðin fá frá og með næstu áramótum heimild til að takmarka eða jafnvel banna tímabundið bílaumferð vegna loftmengunar. Með þessu er vonast til að hægt verði að draga úr svifryksmengun.
25.11.2019 - 19:48
Telur fyrirmynd að ráðningarsamningi ráðlega
Halldór Halldórsson, fyrrverandi formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, telur að sambandið ætti ekki að hafa umsjón með ráðningarsamningum sveitarstjóra. Hins vegar gæti sambandið búið til fyrirmynd að slíkum samningi sem hægt væri að styðjast við. Sambandið haldi yfirlit yfir laun sveitarstjóra og kjörinna fulltrúa eftir stærðum sveitarfélaga. Rætt var við Halldór í Vikulokunum.
23.11.2019 - 12:54
Hvernig yrðu sameinaðir Vestfirðir?
Á Vestfjörðum eru níu sveitarfélög, þar af er einungis Ísafjarðarbær með yfir þúsund íbúa. Ef þingsályktunartillaga sveitarstjórnarráðherra um málefni sveitarfélaga sem gerir ráð fyrir þúsund íbúa lágmarki er samþykkt verða öll hin sveitarfélögin á kjálkanum að leita til sameininga. Þar af eru þrjú sveitarfélög sem ná ekki 250 íbúum og yrðu því að sameinast fyrir næstu almennu sveitarstjórnarkosningar 2022. Það eru Súðavíkurhreppur, Árneshreppur og Kaldrananeshreppur.
Myndskeið
Hvetja ungt fólk til að kjósa um sameiningu
Ungt fólk á Austurlandi fékk að segja skoðun sína á mögulegri sameiningu fjögurra sveitarfélaga í svokölluðum skuggakosningum. Mikill meirihluti menntaskólanema vildi samþykkja sameininguna.
24.10.2019 - 09:42
Myndskeið
Bíða með barneignir vegna leikskólamála
Íbúar á Hofsósi eru orðnir langeygir eftir nýjum leikskóla. Móðir barna á leikskólanum segir að húsnæði leikskólans sé óviðunandi og skortur á nýframkvæmdum á vegum sveitarfélagsins.
Vill austfirska samstöðu á Vestfirði
Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Ísafirði, kallar eftir aukinni samstöðu meðal íbúa á Vestfjörðum um sameiningar sveitarfélaga.
Myndskeið
Boltinn hjá sveitarfélögum næstu sex árin
Til skoðunar er að færa rekstur framhaldsskóla og þjónustu við aldraða frá ríki til sveitarfélaga, samkvæmt tillögu samgönguráðherra um málefni sveitarfélaga sem rædd var á Alþingi í dag. Einnig er gert ráð fyrir að lágmarksfjöldi íbúa sveitarfélaga verði 1000 árið 2026 og gæti ríkið þurft að verja 15 milljörðum króna til að auðvelda sameiningar.
10.10.2019 - 21:01
Myndskeið
Jólatrjáagjafir vinabæja skjóta skökku við
Jólatréð sem sett verður upp á Ráðhústorginu á Akureyri kemur frá Randers í Danmörku eins og síðustu ár. Akureyringur segir að sú venja sé barn síns tíma og skjóti skökku við. Það sé óþarfi að sigla með tré frá útlöndum þegar Kjarnaskógur sé í túnfætinum.
08.10.2019 - 10:10
Geta ekki sinnt þeirri þjónustu sem þeim ber
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að sveitarfélög með færri en 50 íbúa geti fæst sinnt þeirri þjónustu sem sveitarfélögum ber að gera. Tillaga um 250 manna lágmarksfjölda íbúa sé málamiðlunartillaga.
24.09.2019 - 12:11
Akranes vill sameinast Hvalfjarðarsveit
Ólafur Adolfsson, fulltrúi í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar, bauð Hvalfjarðarsveit til sameiningarviðræðna á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir helgi. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri, segir samband sveitarfélaganna mjög gott og að Akranes sé jákvætt fyrir sameiningu. Þó standa engar sameiningarviðræður yfir.
10.09.2019 - 14:48
Sameining ekki allstaðar galdralausn
Sveitarstjórinn í Grýtubakkahreppi segir að stærri sveitarfélög séu að ákveða hvað sé þeim minni fyrir bestu með þingsályktunartillögu sem samþykkt var á aukalandsþingi Sambands sveitarfélaga fyrir helgi. Jaðarsvæði eigi undir högg að sækja. Sameining muni ekki breyta því.
Ánægður með stuðning þorra sveitarfélaga
Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra segist fagna niðurstöðu aukalandsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir helgi þar sem lýst var yfir stuðningi við þingsályktunartillögu hans um áætlun í málefnum sveitarfélaga næstu 15 árin.
08.09.2019 - 15:49