Sveitarfélög

Lokað við jarðeldana vegna gróðurelda
Lokað er við gosstöðvarnar í dag vegna gróðurelda og óhagstæðrar vindáttar. Hæg norðanáttin gerir að verkum að hætta er á gas- og reykmengun á gönguleiðinni.
Þakka snarræði vegfaranda að ekki fór illa
Tveir gróðureldar kviknuðu á svæði Brunavarna Árnessýslu í dag, en fyrri átti upptök sín við trjálund austan við Þrastarlund um klukkan tíu í morgun. Þakka megi skjótum viðbrögðum vegfaranda að ekki fór verr að sögn Péturs Péturssonar slökkviliðsstjóra.
Virðast komin fyrir vind á Suðurlandi
Einn greindist með COVID-19 í skimun í Hrunamannahreppi í gær. Sá hafði verið í sóttkví síðan á miðvikudaginn í síðustu viku. Sveitarstjórinn segist bjartsýnn á að tekist hafi að hefta útbreiðslu sýkingarinnar í sveitinni. Þá virðast bönd vera að komast á hópsýkingu í Þorlákshöfn.
Sveitarfélögin fjölga sumarstörfum vegna faraldursins
Fimm fjölmennustu sveitarfélög landsins hafa fjölgað sumarstörfum til að bregðast við auknu atvinnuleysi vegna kórónuveirufaraldursins. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti nýlega að fjölga sumarstörfum um 750 til að koma sérstaklega til móts við sautján ára einstaklinga og námsmenn átján ára og eldri.
04.05.2021 - 16:08
Landinn
Umhverfisvænna að borða mjólkurkýr
„Mér fannst erfitt að fá íslenskt gott nautakjöt og þess vegna byrjaði ég á þessu,“ segir Pálmi Geir Sigurgeirsson eigandi kjötverkunarinnar Frá haus að hala. Hann sérhæfir sig í að vinna fjölbreyttar vörur úr fullorðnum mjólkurkúm.
Miklar annir á Sorpu í vorblíðunni í dag
Miklar bílaraðir hafa myndast við endurvinnslustöðvar Sorpu í dag, enda frídagur og blíðviðri sem eykur alltaf aðsóknina að sögn upplýsingafulltrúa og rekstrastjóra endurvinnslustöðva Sorpu.
02.05.2021 - 16:39
Brýnt að bjarga minjum á Siglunesi undan ágangi sjávar
Vernda þarf órannsakaðar mannvistarleifar á Siglunesi fyrir ágangi sjávar. Það verði gert með því að byggja sjóvarnargarð á nesinu, milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar.
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af verðbólgunni
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af hækkandi verðbólgu, ekki síst á meðan atvinnuleysi er mikið. Hann veltir fyrir sér hvort fleira en húsnæðisliðurinn hafi þar áhrif og segir meðal annars mikilvægt að verslunin fari ekki fram úr sér í verðhækkunum.
01.05.2021 - 12:17
Segir öllum heimilt að aka um göngugötur eftir miðnætti
Borgarfulltrúi Miðflokksins segir fyrir liggja að opna megi svokallaðar sumargötur fyrir bílaumferð á miðnætti, en tímabundin ráðstöfun þeirra sem göngugatna rennur þá út.
„Útgjaldavandi, ekki tekjuvandi“
„Það er ekki bara tap heldur hafa skuldirnar vaxið í góðærinu og halda áfram að vaxa. Þær uxu um 41 milljarð á síðasta ári sem eru 112 milljónir á dag,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, um hallarekstur borgarinnar. „Þetta er stórt vandamál. Það er ekki tekið á rekstrarvandanum og það þarf að gera það,“ segir hann.
29.04.2021 - 17:30
Gera sauðburðarhlé á viðræðum um mögulega sameiningu
Í sumar á að liggja fyrir hvort hafnar verða formlegar viðræður um sameinginu Svalbarðshrepps og Langanesbyggðar. Formaður undirbúningsnefndar segir margt skýrast á allra næstu vikum.
Á fimmta hundrað bíða eftir plássi á hjúkrunarheimili
453 einstaklingar bíða eftir plássi á hjúkrunarheimili, langflestir á höfuðborgarsvæðinu. 
28.04.2021 - 08:00
Veiran enn að breiðast út í Þorlákshöfn
Allt bendir til þess að smitum sé enn að fjölga í Þorlákshöfn. Grunnskólinn verður lokaður á morgun og foreldrar barna í leikskólanum eru hvattir til að halda börnum heima, þó að hann sé opinn.
Landinn
Kajak-siglingar hluti af náminu
Krakkar á unglingastigi í Stóru-Vogaskóla geta valið um að fara á kajak á miðjum skóladegi og notið þannig náttúrunnar og lífsins í kringum skólann á einstakan hátt. Þau fara ýmist út á sjó eða Vogatjörn og siglt er allan ársins hring.
Mikli ásókn í íbúðalóðir í Dalvíkurbyggð
Tuttugu nýjum íbúðalóðum var úthlutað í Dalvíkurbyggð nýlega og þar er nú meiri ásókn í lóðir en mörg undanfarin ár. Bæjarstjórinn segist finna fyrir áhuga fólks á Akureyri að flytja til Dalvíkur.
25.04.2021 - 19:50
Brottrekinn sveitarstjóri ósáttur við sveitarstjórn
Þorgeir Pálsson sem sagt var upp sem sveitarstjóra Strandabyggðar í vikunni segist vera að íhuga það alvarlega að skoða réttarstöðu sína í kjölfar uppsagnarinnar. Hann og sveitarstjórn hafi greint á í ýmsum málum, til að mynda hvað varðar hagsmunaárekstra og tengingum við styrkþega úr sjóðum sveitarfélagsins.
22.04.2021 - 16:01
170 föld eftirspurn eftir lóðum á Selfossi
Hátt í 9000 umsóknir bárust um 52 lóðir sem sveitarfélagið Árborg auglýsti til sölu nýverið. Draga þarf úr hópi umsækjenda til að ákvarða hver hreppir lóðirnar. Eftirspurnin er um 170 föld miðað við framboðið.
Sylvía nýr sveitarstjóri í Skeiða og Gnúpverjahreppi
Sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps gekk í dag frá ráðningu nýs sveitarstjóra í sveitarfélaginu. Gengið verður til samninga við Sylvíu Karen Heimisdóttir sem hefur verið aðalbókari sveitarfélagsins.
Myndskeið
Vilja fulltrúa af landsbyggð í allar opinberar nefndir
Sveitarstjórnarfólk á norðausturhorninu vill að tekin verði upp sú regla að í öllum nefndum og ráðum á vegum ríkisins sitji ákveðið hlutfall fulltrúa af landsbyggðinni. Taka þurfi ákvarðanir á breiðari grunni en nú er gert.
Koma fyrr heim úr skólaferðalagi og beint í skimun
Nemendur í 9. bekk Álftamýraskóla í Reykjavík þurfa að koma fyrr heim úr skólabúðum á Laugarvatni þar sem nemandi í bekknum, sem þó var ekki með í ferðalaginu, greindist með COVID-19 í gær.
Segir af og frá að borgin hafi ekki vitað af asbesti
Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir af og frá að Reykjavíkurborg hafi ekki verið kunnugt um að asbest væri í húsnæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi.
20.04.2021 - 09:52
Borginni ókunnugt um asbest í Gufunesi
Borgaryfirvöldum var ekki kunnugt um að asbest væri í byggingu á svæði Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi sem Vinnueftirlitið stöðvaði framkvæmdir við í nóvember síðastliðnum. Þetta kemur í svari frá Reykjavíkurborg við fyrirspurn fréttastofu og að brugðist hafi verið við reglum samkvæmt.
19.04.2021 - 13:40
Fornleifar fundust í Hrunamannahreppi
Fornminjar hafa fundist við bæinn Gröf í Hrunamannahreppi. Talið er að þær séu frá landnámsöld. Gera þarf breytingar á uppbyggingu íbúðahverfis vegna þessa.
Rafskúta togaði tíu ára gamalt barn út á umferðargötu
Lögreglan á Norðurlandi eystra biðlar til foreldra og forráðarmanna barna um að brýna fyrir þeim að leigja ekki rafskútur. Tilefnið er að fyrr í dag mátti minnstu muna að tíu ára gamalt barna á slíku tæki yrði fyrir bíl.
15.04.2021 - 22:09
Heilsuvernd tekur við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar
Bæjarstjórinn á Akureyri gleðst yfir því að samningar um rekstur Öldrunarheimila Akureyrar séu nú loks í höfn. Heilsuvernd tekur við rekstrinum um næstu mánaðamót.