Sveitarfélög

Borgin leggst gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um flugvöllinn
Borgarlögmaður segir þingsályktunartillögu um að efnt skuli til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar í andstöðu við stjórnarskrárvarinn sjálfsstjórnarrétt og skipulagsvald sveitarfélaga og þá stefnu sem Reykjavíkurborg hefur markað um flugvöllinn í skipulagsáætlunum sínum. Þjóðaratkvæðagreiðslan geti ekki bundið borgina til að ráðast í aðgerðir og því leggist Reykjavíkurborg eindregið gegn því að tillagan verði samþykkt.
20.11.2020 - 11:40
Myndskeið
„Stærsta sveitarfélag landsins á ekki að gera svona“
Reykjavíkurborg hefur krafið ríkið um 8,7 milljarða króna vegna vangoldinna framlaga úr jöfnunarsjóði. Sveitarstjórnarráðherra segir kröfuna beinast gegn öðrum sveitarfélögum og að ekki komi til greina að ganga að kröfum borgarinnar.
18.11.2020 - 22:28
Kostar 196 milljónir að breyta Adam & Evu í leikskóla
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að kaupa lóð og atvinnhúsnæðið við Kleppsveg 150-152. Þar voru meðal annars til húsa verslunin Adam & Eva sem seldi hjálpartæki ástarlífsins og arkitektastofa. Til stendur að breyta húsnæðinu í leikskóla. Samkvæmt minnisblaði umhverfis-og skipulagssviðs er kaupvirðið 652 milljónir en heildarkostnaður vegna kaupa og breytinga á núverandi húsnæði og lóð er 1,2 milljarðar. Miðað við 120 barna leikskóla kostar hvert nýtt pláss því rúmar tíu milljónir.
13.11.2020 - 10:26
109 smit rakin til samnemenda eða starfsmanns
34 börn á leik-og grunnskólaaldri hafa smitast af samnemanda sínum og 75 af starfsmanni í þriðju bylgju faraldursins. Þetta eru mun fleiri en í fyrstu bylgjunni þegar 6 börn smituðust af samnemanda og 7 af starfsmanni.
Átta tímar á leikskóla kosta 2,8 milljónir á barn á ári
Átta klukkustunda vistun fyrir eitt leikskólabarn kostaði að meðaltali 2,75 milljónir á síðasta ári. Kostnaðurinn er mismunandi á milli leikskóla. Lægstur var hann um 1,4 milljónir og þar sem hann var hæstur var hann tæpar 12,6 milljónir. Á þeim leikskóla var einungis eitt barn.
Markmiðið að bæta þjónustu við dýr og eigendur þeirra
Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihóps sem gerði skýrslu um gæludýramál í borginni, segir það hafa verið meginmarkmiðið að bæta þjónustu og styðja við hagsmuni gæludýra og eigenda þeirra í borginni.
11.11.2020 - 16:58
Gera ráð fyrir 575 milljóna rekstrarhalla á næsta ári
Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir næsta ár var lögð fram í gær og tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn Kópavogs. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segist bjartsýnn á að viðsnúningur verði á næsta ári og vonast til að spyrnan frá botninum sé að hefjast.
11.11.2020 - 15:56
Tónleikastaðir urðu gjaldþrota áður en þeir fengu styrk
Af þeim níu tónleikastöðum sem fengu styrk úr úrbótasjóði tónleikastaða í Reykjavík voru aðeins fimm sem gátu tekið við styrknum. Þrír af stöðunum níu urðu gjaldþrota og einn sá sér ekki fært til að taka móti styrknum þar sem hann treysti sér ekki í að greiða mótframlag vegna kórónuveirufaraldursins. Borgin gerði kröfu upp á eina milljón króna í þrotabú Bryggjunnar brugghús þar sem staðurinn fékk styrk en varð gjaldþrota skömmu seinna.
11.11.2020 - 08:30
Kastljós
Vilja atvinnusköpun og stuðning við græna fjárfestingu
„Samfylkingin er bara sósíal-demókratískur flokkur sem sækir núna í þessar klassísku rætur jafnaðarmanna,“ sagði Logi Einarsson, ný endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar í Kastljósi í kvöld. Hann segir flokkinn freista þess að auka fylgi sitt með því að sýna snemma á spilin vegna komandi kosningabaráttu.
Myndskeið
Þriggja milljarða heimili með garði í miðjunni
Framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi eru vel á veg komnar. Húsið verður hringlaga, með garði í miðjunni. Áætlaður kostnaður er þrír milljarðar króna. Fjögur önnur hjúkrunarheimili á landsbyggðinni eru í bígerð.
Starfsdagur í leik- og grunnskólum á Akureyri á morgun
Fræðsluyfirvöld á Akureyri hafa ákveðið að hafa skipulagsdag mánudaginn 2. nóvember í leik- og grunnskólum, tónlistarskólanum og frístundastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða stjórnvalda.
01.11.2020 - 16:02
Kynna í dag nýtt hverfi með íbúðafjölda á við Garðabæ
Reykjavíkurborg kynnir í dag fyrirhugaða íbúðauppbyggingu í borginni og „Græna planið“. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að meðal þess sem verði kynnt sé nýtt deiliskipulag fyrir Ártúnshöfða og Elliðaárvog þar sem borgin stefni að því að byggja 7.500 íbúðir og leggja grunn að einu grænasta hverfi landsins.  Dagur var gestur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.
30.10.2020 - 08:52
Kostar 354 milljónir að gera við sögufrægan skóla
Borgarráð samþykkti í dag að kaupa hlut ríkisins í Vörðuskóla sem stendur við hlið Austurbæjarskóla. Skólinn var teiknaður af Guðjóni Samúelssyni en hefur staðið auður í eitt og hálft ár. Húsnæðið er 3.229 fermetrar með íþróttasal og búningsklefum og er kaupverðið um 260 milljónir. Viðgerðarkostnaður er hins vegar metinn á 354 milljónir.
29.10.2020 - 22:23
Nýir íbúðarreitir of nálægt umferðarþungum stofnbrautum
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gerir nokkar athugasemdir við breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur þar sem auglýstir eru nýir reitir fyrir íbúðabyggð og hverfiskjarna. Eftirlitið telur að tveir af þessum reitum séu of nálægt umferðarþungum stofnbrautum. Þá hugnast eftirlitinu ekki að umfangsmiklir vínveitingastaðir verði leyfðir í nýjum hverfiskjörnum.
Reykjavíkurborg varar við hagstjórnarmistökum
„Það væru hagstjórnarmistök að styðja ekki betur við fjárhag sveitarfélaga og þar með fjárfestingu þeirra sem er mikilvægur þáttur í viðspyrnunni, ásamt því að verja grunnþjónustu í skólum og velferð,“ segir í umsögn Reykjavíkurborgar um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Þar segir að viðbrögð ríkisstjórnarinnar skeri sig „algerlega frá efnahagsráðgjöf OECD, stefnu ríkisstjórna annarra Norðurlanda og þó víðar væri leitað“. 
Ekki ráðinn eftir veikindi og fær 5,6 milljónir í bætur
Kennari, sem fékk lausnarlaun vegna veikinda, hefur komist að samkomulagi við ríkislögmann um bætur upp á 5,6 milljónir. Þetta staðfestir Ingvar Smári Birgisson, lögmaður kennarans. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í sumar að Árborg og íslenska ríkið væru skaðabótaskyld eftir umsókn mannsins um kennarastöðu var hafnað á þeim forsendum að hann hefði fengið lausn frá störfum.
Sumir skipverjar alvarlega veikir með öndunarerfiðleika
Sumir í áhöfninni á Júlíusi Geirmundssyni sem veiktust af COVID-19 voru alvarlega veikir með háan hita og öndunarörðugleika. Þeir undrast orð sóttvarnalæknis í Kastljósi í gær um að ekkert hafi bent til þess að þarna væri hópsmit þegar umdæmislæknir sóttvarna hafi lýst því yfir að hann vildi fá skipverja í sýnatöku á þriðja degi veiðiferðar. Lyfjabirgðir voru ekki nægar um borð og því þurfti að handvelja þá sem voru veikastir og þurftu á verkjalyfjum að halda.
23.10.2020 - 16:15
Landsréttur mildar dóm fyrir hrottafengna árás í Eyjum
Landsréttur stytti í dag dóm yfir Hafsteini Oddssyni úr sex árum í fjögur. Hafsteinn var sakfelldur fyrir grófa líkamsárás á konu í Vestmannaeyjum fyrir fjórum árum. Þá lækkaði dómurinn þær miskabætur sem Hafsteini var gert að greiða í héraði úr 3,5 milljónum í 2 milljónir.
Skólastjóri leikskóla fær bætur fyrir harkalega uppsögn
Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í síðustu viku sveitarfélag til að greiða fyrrverandi skólastjóra leikskóla þrjár milljónir króna í bætur, þar af 500 þúsund í miskabætur. Dómurinn horfði til þess að atburðarásin í kringum uppsögnina hefði átt sér stað í litlu sveitarfélagi og augljóst að veruleg hætta væri á að íbúum þess yrði fljótlega kunnugt um hana.
21.10.2020 - 18:31
Myndskeið
Flytja fanga frá Akureyri fyrir hundruð þúsunda
Kostnaður lögreglu við að flytja fanga í gæsluvarðhald frá Akureyri til Reykjavíkur er áætlaður um 240 þúsund á hvern fanga eftir að fangelsinu á Akureyri var lokað. Lögreglustjórinn segir þetta fyrirkomulag ekki ásættanlegt en flytja þurfti þrjá fanga í gæsluvarðhald frá Akureyri til Reykjavíkur í síðustu viku.
Spegillinn
Milljarðar í fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélögum
Fjárhagsaðstoð til framfærslu gæti farið í sex milljarða króna hjá sveitarfélögunum á næsta ári. Það tekið gæti langan tíma að vinda ofan af skuldasöfnun þeirra á næstu árum, segir Sigurður Ármann Snævarr hagfræðingur sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fjárþörf sveitarfélaganna verði um 50 milljarðar og jafnvel meiri í ár og á næsta ári. Sigurður óttast að næsta ár verði erfiðara en árið í ár en telur að árið í ár verði heldur skárra. 
Risavaxið verkefni að glíma við heimsfaraldur
Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði við upphaf fjármálaráðstefnu sambandsins í dag að leita þurfi aftur til styrjalda og hamfara til að finna samsvörun við það efnahagslega áfall sem heimsbyggðin glímir við vegna Kórónuveirunnar. Þar séu sveitarfélögin ekki undanskilin.
Í BEINNI
Staða sveitarfélaga rædd á fjármálaráðstefnu
Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir fjármálaráðstefnu í dag. Farið verður yfir stöðu sveitarfélaga á tímum kórónukreppu og efnahagshorfur til næstu ára. Ráðstefnan verður líkt og flest önnur mannamót í gegnum fjarfundarbúnað og hægt er að fylgjast með honum í beinu streymi.
Myndskeið
Telur mistök að fara í mikinn niðurskurð
Borgarstjórinn í Reykjavík segir að borgin verði að taka lán til að mæta verri afkomu vegna COVID faraldursins, óskynsamlegt væri að fara í niðurskurð. Oddviti Sjálfstæðisflokks vill hagræða og segir að borgin eigi að einbeita sér að kjarnastarfsemi.
23.09.2020 - 22:21
Viðtal
„Ekki markmið okkar að skera samfélagið inn að beini"
Ný bæjarstjórn á Akureyri sem kynnt var í gær hefur gert með sér samstarfssáttmála um aðgerðir til að rétta af mikinn hallarekstur bæjarins. Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar og Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti VG voru gestir á Morgunvakt Rásar 1 í morgun.
23.09.2020 - 11:10