Sveitarfélagið Vogar

Landinn
Lettnesk páskahátíð í Vogum
„Ég myndi segja að páskarnir séu þriðja stærsta hátíðin í Lettlandi á eftir jónsmessu og jólum,“ segir Lauma Gulbe frá Lettneska skólanum í Reykjavík. Hún bauð Landanum að upplifa lettneska páskahátíð á heimili sínu í Vogum á Vatnsleysuströnd. 
05.04.2021 - 07:30
Viðtal
Minni skjálftavirkni gæti verið undanfari eldgoss
Hugsanlegt er að minni skjálftavirkni nú á Reykjanesskaga sé undanfari eldgoss. Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að áður en Kröflueldar hófust hafi dregið úr skjálftavirkni og aflögun. Vísindaráð kom saman í dag og niðurstaðan var sú að of snemmt væri að segja að jarðhræringum væri lokið þó skjálftum færi fækkandi. „Miðað við stöðuna núna finnst mér líklegast að þessi kröftuga hrina sé búin í bili,“ segir Kristín.
Sjónvarpsfrétt
Íbúar í Vogum smeykir við mögulegt eldgos
Íbúar í Vogum á Vatnsleysuströnd voru smeykir og töluðu um óvissu um hvernig eigi að bregðast við hugsanlegu eldgosi á Reykjanesskaga þegar þeir voru teknir tali síðdegis í dag. Það fylli þau öryggistilfinningu að heyra að almannavarnir telji ekki hættu vera á ferðum í byggð. Bæjarstjórinn segir innviði vera í góðu ástandi ef til elgoss kemur.
Myndskeið
Ónotaðar skurðstofur valda húsnæðisskorti á HSS
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) skortir húsnæði þrátt fyrir að fimmtán hundruð fermetrar standi ónotaðir. Skurðstofur þar hafa staðið meira og minna ónotaðar í áratug. Á meðan er slysa- og bráðamóttaka og heilsugæslan rekin í afar þröngum húsakynnum. Stjórnvöld ætla að verja tvö hundruð milljónum svo unnt sé að breyta húsnæðinu svo það nýtist. 
Vélarvana bátur í tog undan Vogum
Björgunarsveit var kölluð út vegna vélarvana báts undan Vogum á Vatnsleysuströnd seint í gærkvöld. Báturinn var tekinn í tog af Hannesi Þ. Hafstein, björgunarbát Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Að sögn Lögreglunnar á Suðurnesjum gengur allt vel og eru bátarnir væntanlegir að bryggju á Sandgerði.
17.02.2020 - 02:22
Jólastuð!
Bogomil Font og Big Band Samúels Jóns Samúelssonar voru í jólastuði í Vikunni með Gísla Marteini. Þeir fluttu gamlan jólasmell með nýjum íslenskum texta sem heitir einfaldlega Jólastuð. Samúel Jón Samúelsson Big Band verða með jólatónleika 18. desember næstkomandi í Gamla bíó ásamt góðum gestum.
Bátur brann og sökk í Vogum
Trébátur varð alelda og sökk í höfninni í Vogum á Vatnsleysuströnd í nótt. Ásgeir Þórisson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, segir slökkvilið hafa fengið tilkynningu um eldinn um klukkan hálf fimm og að báturinn hafi verið alelda þegar slökkvilið bar að garði.
19.11.2019 - 09:49
Myndskeið
Í ætisleit með mismikilli fyrirhöfn
Það er mikið dýralíf í fjörunni við Voga á Vatnsleysuströnd þar sem Kristinn Þeyr Magnússon myndatökumaður fylgdist nýverið með fuglum og fjórfætlingum. Minkur læddist þar um þangfulla fjöruna og mávur fylgdist grannt með sjófarendum. Þessir tveir félagar voru í ætisleit með mismikilli fyrirhöfn þó.
30.10.2019 - 14:04
Stefnt að uppbyggingu jarðvangs á Reykjanesi
Samningur um uppbyggingu jarðvangs á Reykjanesi auk nýrrar þjónustumiðstöðvar við Reykjanesvita verður undirritaður í dag. Jarðvangurinn er samstarfsverkefni sem byggist á því að nýta sérstöðu svæðisins og einstaka jarðsögu þess, svo sem Atlantshafshrygginn og flekaskilin, til verðmætasköpunar.
Samgönguáætlun vonbrigði
Samgönguáætlun er vonbrigði, segir framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Þá geti gjaldtaka verið of íþyngjandi fyrir íbúa á Suðurnesjum. Varaformaður samgöngunefndar Alþingis segir samgönguáætlun gefi vonir um dýrar framkvæmdir eftir fimm til fimmtán ár sem ekki verði hægt að standa við.
Fjölgun íbúa skapar tækifæri og áskoranir
Frambjóðendur í sveitarfélaginu Vogum eru sammála um að fjölgun íbúa sé eitt stærsta verkefni bæjarstjórnar á næstu árum. Leik- og grunnskólamál og lækkun fasteignagjalda eru frambjóðendum einnig ofarlega í huga. Bæjarstjórinn í Vogum segir að gott samstarf hafi verið í bæjarstjórn á kjörtímabilinu og kosningarnar snúist frekar um áherslur en átök. 
Stefna á að Vogabúar verði þrefalt fleiri
Bygging 930 íbúða er fyrirhuguð í Vogum á Vatnsleysuströnd á næstu árum. Verði af áformunum þrefaldast íbúafjöldinn í sveitarfélaginu.
24.04.2018 - 14:09
Engin mengun verði frá verksmiðju í Vogum
Ný gasverksmiðja Ísaga tók til starfa í Vogum á Vatnsleysuströnd í dag. Framkvæmdastjóri þýska móðurfélags verksmiðjunnar segir að íbúar eigi ekki að þurfa að óttast neina mengun frá verkmiðjunni.
17.04.2018 - 22:39
Rafmagnslaust var í Vogum í sex klukkutíma
Rafmagnslaust var í Vogum á Vatnsleysuströnd í sex klukkustundir á mánudagskvöld eftir að verktaki gróf í sundur 33 kw jarðstreng við Voga um kvöldmatarleytið.
14.09.2016 - 10:40
E-listinn með meirihluta í Vogum
E-listi Strandar og Voga bætti við sig einum manni í sveitarstjórn Voga, en flokkurinn hlaut 50,61% atkvæða og fjóra menn kjörna. D-listi Sjálfstæðisflokks hlaut 30,19% atkvæða og tvo menn, og L-listi fóllksins 19,20% atkvæða og einn mann.
Sveitarfélagið Vogar
Sveitarfélagið hét áður Vatnsleysustrandarhreppur en nafni þess var breytt í Sveitarfélagið Voga samhliða breytingu á stjórnskipan þess í ársbyrjun 2006.
06.05.2014 - 09:45
Skýrist hvort Landsneti leyfist eignanám
Gera má ráð fyrir að iðnaðar- og viðskiptaráðherra taki fljótlega afstöðu til beiðni Landsnets um eignarnám á Vatnsleysuströnd þar sem Ásgerður Ragnarsdóttir, lögmaður landeigenda, hefur skilað athugasemdum þeirra í málinu.
04.02.2014 - 22:01
Selja þriðjungs hlut HS veita til Ursusar
Stefnt er að því að ljúka samkomulagi um kaup á hlut nokkurra sveitarfélaga í HS Veitum síðar í vikunni. Sveitarfélögin Reykjanesbær, Garður, Sandgerði, Vogar og Grindavík, auk Orkuveitu Reykjavíkur, hafa samþykkt að selja alls ríflega þriðjungs hlut til fjárfestingafélagsins Ursusar.
„Lætur Landsnet mata sig á upplýsingum“
Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands segja Orkustofnun hafa brugðist hlutverki sínu með því að veita Landsneti leyfi til að reisa 220 kílóvatta háspennulínu, svokallaða Suðurnesjalínu 2.
15.12.2013 - 12:38
Segja Orkustofnun hafa brugðist
Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands lýsa furðu á leyfisveitingu Orkustofnunar fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2 og beiðni Landsnets um eignanám á jörðum á Vatnsleysuströnd á áætlaðri línuleið.
14.12.2013 - 21:34
Óska eftir leyfi fyrir eignarnámi
Orkustofnun hefur veitt Landsneti heimild til að leggja Suðurnesjalínu tvö. Forstjóri Landsnets stefnir að því að hefja framkvæmdir næsta sumar, en það er háð því að hægt sé að taka eignarnámi nokkrar jarðir sem línan liggur um.
Ursus þarf að samþykkja stórar ákvarðanir
Ekki verður hægt að taka meiriháttar ákvarðanir tengdar HS Veitum nema að fjárfestingarfélagið Ursus samþykki þær. Þetta er afleiðing hluthafasamkomulags sem til stendur að undirrita í tengslum við kaup fjárfestingafélagsins á ríflega þriðjungs hlut í fyrirtækinu.
Hlutur Heiðars Más verður mjög lítill
Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir segir að hlutur hans í HS veitum verði mjög lítill gangi áform um sölu fyrirtækisins eftir. Lífeyrissjóðir eignist að minnsta kosti 90% af þriðjungshlut í fyrirtækinu.
Tekjur duga ekki fyrir gjöldum
Tekjur sex sveitarfélaga dugðu ekki fyrir venjulegum útgjöldum í fyrra. Hjá sveitarfélaginu Skagaströnd voru rekstrargjöld þriðjungi hærri en tekjur í fyrra. Þrjú sveitafélög skulda hátt í þrefaldar árstekjur sínar.
Greinir á um kostnað við jarðlínur
Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Voga segir rangar fullyrðingar Landsnets um að það sé fimm til níu sinnum dýrara að leggja raflínur í jörðu í sveitarfélaginu en að leggja loftlínur. Aðstoðarforstjóri fyrirtækisins vísar því á bug.
27.06.2013 - 13:55