Sveitarfélagið Vogar

Áhugi í Vogum fyrir sameiningu
Nokkurn áhuga mátti greina á íbúafundi í sveitarfélaginu Vogum á að hefja sameiningaviðræður við annað sveitarfélag. Grindavík er það sveitarfélag sem fékk flest atkvæði en einnig var töluverður áhugi á Suðurnesjabæ. Rúmlega þrettán hundruð eru búsett í Vogum.
Vogar í sameiningarhug - 4 sveitarfélög til skoðunar
Sveitarfélagið Vogar skoðar nú hug íbúa til þess að sameinast öðru sveitarfélagi. Fjórir eða jafnvel fimm valmöguleikar eru til skoðunar og verða kynntir á íbúafundi í kvöld. Bæjarstjóri segir margar áskoranir fram undan fyrir fámennasta sveitarfélagið á Suðurnesjum. 
Lagning Suðurnesjalínu 2 þokast nær
Lagning Suðurnesjalínu 2 þokast nær með úrskurðum Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í gær. Línan á að tryggja öryggi rafmagns á Reykjanesskaga.
Sjónvarpsfrétt
Vogar skjálfa en Grindavík ekki
Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga heldur áfram og frá hádegi urðu tveir skjálftar sem fundust greinilega á höfuðborgarsvæðinu. Í Vogum á Vatnsleysuströnd finna íbúar vel fyrir skjálftunum en Grindvíkingar síður, þótt Grindavík sé nær upptökum þeirra.
Varnargarður til að tefja lokun Suðurstrandarvegar
Þriggja til fimm metra hár varnargarður verður gerður í dalsmynni Nátthaga til að freista þess að seinka því að hraun flæði frá eldgosinu niður á Suðurstrandarveg og yfir Ísólfsskála. Í fréttatilkynningu almannavarna kemur fram að miðað við virknina í gosinu núna nái hraun að öllum líkindum niður á veg á næstu vikum.
Myndskeið
Hraun gæti flætt á Suðurstrandarveg innan 2ja vikna
Eldfjallafræðingur telur að hraun geti farið að renna út á Suðurstrandarveg innan hálfs mánaðar. Bæjaryfirvöld í Grindavík einbeita sér nú að því að koma í veg fyrir að gos geti runnið til Grindavíkur eða í Svartsengi því Suðurstrandarvegi verði ekki bjargað. 
Ekki reynt að stöðva hraunrennsli yfir Suðurstrandarveg
Ekkert verður aðhafst til að reyna að koma í veg fyrir að hraun streymi yfir Suðurstrandarveg. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Hraunið er nú þunnfljótandi og rennur hratt ofan í Nátthaga. Talið er að vika sé þangað til það finnur sér leið þaðan. 
Spegillinn
Leggja til hraunvarnir við Grindavík og Svartsengi
Ráðast þyrfti í umfangsmiklar aðgerðir til að verja innviði á Reykjanesskaga vegna eldsumbrota sem búast má við á næstu árum, áratugum og öldum. Verja þarf bæi, orkuver, heita- og kaldavatnslagnir og háspennulínur. Hópur, sem almannavarnir hefur kallað til, telur að rétt sé að hefja vinnu við forvarnir frekar en að bregðast við þegar eldgos er hafið.
Landinn
Kajak-siglingar hluti af náminu
Krakkar á unglingastigi í Stóru-Vogaskóla geta valið um að fara á kajak á miðjum skóladegi og notið þannig náttúrunnar og lífsins í kringum skólann á einstakan hátt. Þau fara ýmist út á sjó eða Vogatjörn og siglt er allan ársins hring.
Landinn
Lettnesk páskahátíð í Vogum
„Ég myndi segja að páskarnir séu þriðja stærsta hátíðin í Lettlandi á eftir jónsmessu og jólum,“ segir Lauma Gulbe frá Lettneska skólanum í Reykjavík. Hún bauð Landanum að upplifa lettneska páskahátíð á heimili sínu í Vogum á Vatnsleysuströnd. 
05.04.2021 - 07:30
Viðtal
Minni skjálftavirkni gæti verið undanfari eldgoss
Hugsanlegt er að minni skjálftavirkni nú á Reykjanesskaga sé undanfari eldgoss. Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að áður en Kröflueldar hófust hafi dregið úr skjálftavirkni og aflögun. Vísindaráð kom saman í dag og niðurstaðan var sú að of snemmt væri að segja að jarðhræringum væri lokið þó skjálftum færi fækkandi. „Miðað við stöðuna núna finnst mér líklegast að þessi kröftuga hrina sé búin í bili,“ segir Kristín.
Sjónvarpsfrétt
Íbúar í Vogum smeykir við mögulegt eldgos
Íbúar í Vogum á Vatnsleysuströnd voru smeykir og töluðu um óvissu um hvernig eigi að bregðast við hugsanlegu eldgosi á Reykjanesskaga þegar þeir voru teknir tali síðdegis í dag. Það fylli þau öryggistilfinningu að heyra að almannavarnir telji ekki hættu vera á ferðum í byggð. Bæjarstjórinn segir innviði vera í góðu ástandi ef til elgoss kemur.
Myndskeið
Ónotaðar skurðstofur valda húsnæðisskorti á HSS
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) skortir húsnæði þrátt fyrir að fimmtán hundruð fermetrar standi ónotaðir. Skurðstofur þar hafa staðið meira og minna ónotaðar í áratug. Á meðan er slysa- og bráðamóttaka og heilsugæslan rekin í afar þröngum húsakynnum. Stjórnvöld ætla að verja tvö hundruð milljónum svo unnt sé að breyta húsnæðinu svo það nýtist. 
Vélarvana bátur í tog undan Vogum
Björgunarsveit var kölluð út vegna vélarvana báts undan Vogum á Vatnsleysuströnd seint í gærkvöld. Báturinn var tekinn í tog af Hannesi Þ. Hafstein, björgunarbát Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Að sögn Lögreglunnar á Suðurnesjum gengur allt vel og eru bátarnir væntanlegir að bryggju á Sandgerði.
17.02.2020 - 02:22
Jólastuð!
Bogomil Font og Big Band Samúels Jóns Samúelssonar voru í jólastuði í Vikunni með Gísla Marteini. Þeir fluttu gamlan jólasmell með nýjum íslenskum texta sem heitir einfaldlega Jólastuð. Samúel Jón Samúelsson Big Band verða með jólatónleika 18. desember næstkomandi í Gamla bíó ásamt góðum gestum.
Bátur brann og sökk í Vogum
Trébátur varð alelda og sökk í höfninni í Vogum á Vatnsleysuströnd í nótt. Ásgeir Þórisson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, segir slökkvilið hafa fengið tilkynningu um eldinn um klukkan hálf fimm og að báturinn hafi verið alelda þegar slökkvilið bar að garði.
19.11.2019 - 09:49
Myndskeið
Í ætisleit með mismikilli fyrirhöfn
Það er mikið dýralíf í fjörunni við Voga á Vatnsleysuströnd þar sem Kristinn Þeyr Magnússon myndatökumaður fylgdist nýverið með fuglum og fjórfætlingum. Minkur læddist þar um þangfulla fjöruna og mávur fylgdist grannt með sjófarendum. Þessir tveir félagar voru í ætisleit með mismikilli fyrirhöfn þó.
30.10.2019 - 14:04
Stefnt að uppbyggingu jarðvangs á Reykjanesi
Samningur um uppbyggingu jarðvangs á Reykjanesi auk nýrrar þjónustumiðstöðvar við Reykjanesvita verður undirritaður í dag. Jarðvangurinn er samstarfsverkefni sem byggist á því að nýta sérstöðu svæðisins og einstaka jarðsögu þess, svo sem Atlantshafshrygginn og flekaskilin, til verðmætasköpunar.
Samgönguáætlun vonbrigði
Samgönguáætlun er vonbrigði, segir framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Þá geti gjaldtaka verið of íþyngjandi fyrir íbúa á Suðurnesjum. Varaformaður samgöngunefndar Alþingis segir samgönguáætlun gefi vonir um dýrar framkvæmdir eftir fimm til fimmtán ár sem ekki verði hægt að standa við.
Fjölgun íbúa skapar tækifæri og áskoranir
Frambjóðendur í sveitarfélaginu Vogum eru sammála um að fjölgun íbúa sé eitt stærsta verkefni bæjarstjórnar á næstu árum. Leik- og grunnskólamál og lækkun fasteignagjalda eru frambjóðendum einnig ofarlega í huga. Bæjarstjórinn í Vogum segir að gott samstarf hafi verið í bæjarstjórn á kjörtímabilinu og kosningarnar snúist frekar um áherslur en átök. 
Stefna á að Vogabúar verði þrefalt fleiri
Bygging 930 íbúða er fyrirhuguð í Vogum á Vatnsleysuströnd á næstu árum. Verði af áformunum þrefaldast íbúafjöldinn í sveitarfélaginu.
24.04.2018 - 14:09
Engin mengun verði frá verksmiðju í Vogum
Ný gasverksmiðja Ísaga tók til starfa í Vogum á Vatnsleysuströnd í dag. Framkvæmdastjóri þýska móðurfélags verksmiðjunnar segir að íbúar eigi ekki að þurfa að óttast neina mengun frá verkmiðjunni.
17.04.2018 - 22:39
Rafmagnslaust var í Vogum í sex klukkutíma
Rafmagnslaust var í Vogum á Vatnsleysuströnd í sex klukkustundir á mánudagskvöld eftir að verktaki gróf í sundur 33 kw jarðstreng við Voga um kvöldmatarleytið.
14.09.2016 - 10:40
E-listinn með meirihluta í Vogum
E-listi Strandar og Voga bætti við sig einum manni í sveitarstjórn Voga, en flokkurinn hlaut 50,61% atkvæða og fjóra menn kjörna. D-listi Sjálfstæðisflokks hlaut 30,19% atkvæða og tvo menn, og L-listi fóllksins 19,20% atkvæða og einn mann.
Sveitarfélagið Vogar
Sveitarfélagið hét áður Vatnsleysustrandarhreppur en nafni þess var breytt í Sveitarfélagið Voga samhliða breytingu á stjórnskipan þess í ársbyrjun 2006.
06.05.2014 - 09:45