Sveitarfélagið Skagaströnd

Ný hitaveita á Skagaströnd
Ný hitaveita var tekin formlega í notkun á Skagaströnd í dag. Tenging húsa við kerfið er hafin. Sveitarfélagið Skagaströnd og RARIK ohf. undirrituðu samning í lok árs 2011 um lagningu hitaveitu til Skagastrandar og hófust framkvæmdir við dreifikerfið í maí á þessu ári.
01.11.2013 - 17:40
Heitt vatn til Skagastrandar
Heitt vatn er nú tekið að streyma til Skagastrandar, en vatni var hleypt á nýjar hitaveitulagnir í vikunni. Áætlað er að húshitunarkostnaður lækki um 30-40 prósent að meðaltali.
26.10.2013 - 12:28
Tekjur duga ekki fyrir gjöldum
Tekjur sex sveitarfélaga dugðu ekki fyrir venjulegum útgjöldum í fyrra. Hjá sveitarfélaginu Skagaströnd voru rekstrargjöld þriðjungi hærri en tekjur í fyrra. Þrjú sveitafélög skulda hátt í þrefaldar árstekjur sínar.
Sofnaði við stýri báts og strandaði
Bátur strandaði við Skagaströnd um sjöleytið í morgun. Skipstjóri bátsins sofnaði við stýri með þeim afleiðingum að hann hafnaði á skeri ekki langt frá fjöru. Óskað var eftir aðstoð björgunarskips frá Skagaströnd sem flutti áhöfnina, tvo menn, í land.
30.07.2013 - 09:32
Húnvetningar skoða stóra sameiningu
Hafin er könnun á hagkvæmni þess að sameina öll sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu í eitt. Samvinna sveitarfélaganna er mikil en fjárhagsleg staða þeirra afar ólík.
Húshitunarkostnaður lækkar um 40%
Áætlað er að húshitunarkostnaður á Skagaströnd lækki um allt að fjörutíu prósent að meðaltali þegar hitaveita kemst í gagnið þar í haust. Hitaveituframkvæmdir standa nú sem hæst á Skagaströnd, en um leið er ljósleiðari lagður í öll hús á staðnum.
04.07.2013 - 18:57
Blogg fyrri tíma á Skagaströnd
Rannsóknarsetur Háskóla Íslands tengjast flest náttúruvísindum með einhverjum hætti en á Skagaströnd starfar eina setrið sem helgað er sagnfræði. Við litum þar inn og fræðumst t.d. um smáritin svokölluðu sem lýsa mætti sem bloggi fyrri tíma.
22.02.2013 - 12:07
Árásin tengist kæru um kynferðisbrot
Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir tveimur ungum mönnum sem brutust inn til gamals manns á Skagaströnd í fyrrinótt og gengu í skrokk á honum. Maðurinn liggur á Sjúkrahúsi á Akureyri með alvarlega áverka.
Frekari sameining sveitarfélaga á NV-landi
Allnokkur skriður virðist kominn á hugmyndir um frekari sameiningu sveitarfélaga í Húnavatnssýslum. Bæjarráð Blönduósbæjar hyggst leita eftir aðkomu allra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu að viðræðum um sameiningu.
Vill sameina öll sveitarfélögin á svæðinu
Oddviti Húnavatnshrepps vill skoða sameiningu allra sveitarfélaga í Austur- og Vestur-Húnavatnssýslum í eitt. Sameining færri sveitarfélaga skili litlu. Aðstæður sveitarfélaga séu orðnar þannig að þörf sé á stærri og sterkari einingum.
Bleik ljós á Skagaströnd
Sjö bleikir ljóskristallar gleðja nú íbúa Skagastrandar í haustmyrkrinu. Útilistaverkinu, sem er eftir franska listakonu, hefur verið stillt upp í miðjum bænum og á að minna á að lífið er dýrmætt.
18.09.2012 - 16:46
Kúreki norðursins heiðraður
Sendiherra Bandaríkjanna veitir Hallbirni J. Hjartarsyni viðurkenningu á þriðjudag fyrir að koma kántrýtónlist á framfæri á Íslandi og fyrir framlag hans til kántrýtónlistar.
14.09.2012 - 16:23
Bátur strandaði við Skagaströnd
Bátur strandaði í hafnarmynninu við Skagaströnd nú síðdegis. Engin hætta var á ferðum en að sögn vaktmanns hjá Landhelgisgæslunni sigldi báturinn upp á landleið. Einn maður var um borð og komst hann í land á strandstað.
02.07.2012 - 17:48
Spákonuhofið á Skagaströnd
Mánudaginn 23. apríl er rætt við Dagnýju Marín Sigmarsdóttur, einn aðstandenda Spákonuhofsins á Skagaströnd. Hún sagði frá bragganum þar sem hofið er til húsa, gömlum hermannabragga sem var sjúkraskýli á Blönduósi í stríðinu en var síðan settur upp sem samkomustaður Skagstrendinga.
Dýrmætir einfrumungar úr sjó
Er hægt að rækta í stórum stíl frumframleiðendur sjávarins, örsmáa einfrumunga sem framleiða dýrmætar fitusýrur? Tilraunir með þetta eru gerðar í sjávarlíftæknisetrinu Biopol á Skagaströnd og þangað fer Tilraunaglasið að þessu sinni. Við sögu kemur líka hulduefni og gervitilraunadýr.
Hitaveita lögð á Skagaströnd
Sveitarfélagið Skagaströnd og Rarik hafa gert samning um lagningu hitaveitu til Skagastrandar.
03.01.2012 - 13:57
Undanþágur ógna öryggi sundgesta
Nokkuð er um að sundlaugar sæki um undanþágu frá reglugerð sem á að tryggja öryggi á sundstöðum. Verkefnisstjóri um slysavarnir barna og unglinga segir að undanþágur geti ógnað öryggi sundlaugargesta og kallar eftir áhættumati.
Hitaveita á Skagaströnd
Sveitarfélagið Skagaströnd á í viðræðum við Rarik um að fá hitaveitu í bæinn. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er á annan milljarð króna.
09.08.2011 - 12:07
  •