Sveitarfélagið Skagaströnd

RARIK tryggir heitt vatn fyrir baðlón á Skagaströnd
Sveitarfélagið Skagaströnd og RARIK hafa undirritað samning um afhendingu á vatni vegna uppbyggingar baðlóna á Skagaströnd. Til stendur að reisa baðstað á Hólanesi, byggja þar á sjávarbakkanum baðlaugar og heita potta ásamt þjónustuhúsi.
Húsnæðisskortur tefur uppbyggingu á Skagaströnd
Húsnæðisskortur stendur íbúaþróun og atvinnuuppbyggingu á Skagaströnd fyrir þrifum. Mikil ásókn er þar í íbúðarhúsnæði, en ekkert laust. Sveitarfélagið hefur meðal annars fellt niður gjöld af byggingalóðum til að liðka fyrir.
Áhugi á sameiningu kannaður með skoðanakönnun
Ákveðið hefur verið að gera skoðanakönnun meðal íbúa sveitarfélaganna Skagabyggðar og Skagastrandar um áhuga þeirra á sameiningu. Ef vilji til sameiningar er skýr verður kosið um hana formlega í byrjun næsta árs.
Birgir Jónasson nýr lögreglustjóri á Norðurlandi vestra
Dómsmálaráðherra hefur skipað Birgi Jónasson í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra frá 19. júlí.
Sameiningartillaga felld í Skagabyggð og á Skagaströnd
Ekkert verður úr sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Eftir að atkvæði voru talin í Skagabyggð kom í ljós að 29 sögðu nei við sameiningartillögunni en 24 sögðu já. Tillagan var því felld. Alls greiddu 53 atkvæði í Skagabyggð en 70 voru á kjörskrá.
Búast við góðri kjörsókn í sameiningarkosningum í dag
Í morgun hófst kosning um sameiningu sex sveitarfélaga á Norðurlandi. Kosið er um sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu og tveggja sveitarfélaga í Suður-Þingeyjarsýslu. Formenn samstarfsnefnda um sameiningu vonast eftir góðri þátttöku íbúa í kosningunum.
Kosið um sameiningu í sex sveitarfélögum á Norðurlandi
Á laugardag kjósa íbúar í sex sveitarfélögum á Norðurlandi um sameiningu við nágrannasveitarfélögin. Í Suður-Þingeyjarsýslu verður kosið um sameiningu tveggja sveitarfélaga en Austur-Húnvetningar kjósa um að sameina fjögur sveitarfélög í eitt.
Viðtal
Grípa til harðra aðgerða gegn COVID-19 í Skagafirði
Tilslakanir sem taka áttu gildi á öllu landinu á morgun frestast um eina viku í Skagafirði og Akrahreppi, samkvæmt ákvörðun sóttvarnalæknis. Þetta er vegna sex COVID-19 smita sem greinst hafa í sveitarfélaginu. Á þriðja hundrað eru í sóttkví og um 400 sýni voru tekin í dag til að meta útbreiðslu faraldursins. Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra ákvað á fundi sínum í dag að grípa til harðra aðgerða.
09.05.2021 - 18:05
Myndskeið
„Höfum hug á að stimpla okkur inn í ferðaþjónustuna“
Heimamenn á Skagaströnd hafa síðustu mánuði undirbúið byggingu baðlóna í þorpinu til að laða þangað fleiri ferðamenn. Áætlaður kostnaður er fimmhundruð milljónir króna. Oddviti sveitarstjórnar segir alla velkomna í bað eftir tvö ár.
Viðtal
„Neytendur vilja vöru beint frá býli“
Á Skagaströnd er starfrækt vottað vinnslurými fyrir smáframleiðendur sem kallast Vörusmiðjan. Þar geta smáframleiðendur leigt vottaða aðstöðu þar sem hægt er að þróa og framleiða matvöru og snyrtivöru. Rás 2 brá sér í heimsókn og forvitnaðist um starfsemina.
Þingmenn virði ákvörðunarrétt sveitarfélaga
Sveitarstjórn Skagastrandar segir vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga ekki vera í samræmi við hagsmuni allra sveitarfélaga í landinu. Sveitarfélagið hvetur alþingismenn til þess að virða sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og hafna þingsályktunartillögu um sameiningu sveitarfélaga.
26.09.2019 - 16:43
Endurnýja ekki samning um málefni fatlaðra
Húnaþing vestra ætlar ekki að endurnýja samstarfssamning sem er í gildi til áramóta á milli sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um málefni fatlaðra. Sveitarstjóri segir að sveitarfélagið ætli sjálft að veita þjónustuna með skilvirkari hætti en áður.
Sameining ekki allstaðar galdralausn
Sveitarstjórinn í Grýtubakkahreppi segir að stærri sveitarfélög séu að ákveða hvað sé þeim minni fyrir bestu með þingsályktunartillögu sem samþykkt var á aukalandsþingi Sambands sveitarfélaga fyrir helgi. Jaðarsvæði eigi undir högg að sækja. Sameining muni ekki breyta því.
Vilja að afurðir séu fullnýttar heima í héraði
Aðferðir til að fullnýta afurðir heima í héraði voru rauði þráðurinn á íbúafundi í Varmahlíð. Óskað var eftir hugmyndum íbúa á Norðurlandi vestra vegna vinnu við sóknaráætlun fyrir árin 2020-2024. Umhverfismál vega þyngra en áður í nýrri sóknaráætlun og meðal annars er mælst til þess að mötuneyti á svæðinu kaupi meira beint frá býli eða beint úr bát.
Bíða eftir útspili stjórnvalda
Stór skref í átt að sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu verða ekki stigin fyrr en stjórnvöld sína spilin. Þetta segir formaður sameiningarnefndar, sem telur að íbúakosning gæti í fyrsta lagi orðið næsta vor.
Vilja ljúka viðræðum um sameiningu
Allar líkur eru á að viðræður um sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnvatnssýslu hefjist að nýju á næstunni. Stefnt er að sameiningu fjögurra sveitarfélaga, en hlé var gert á viðræðum vegna sveitarstjórnarkosninga. Tvær af fjórum sveitarstjórnum hafa tilnefnt fulltrúa í nýja sameiningarnefnd. 
Sveitarstjórastaða á Skagaströnd auglýst aftur
Sveitarstjórn Skagastrandar hefur ákveðið að auglýsa aftur eftir sveitarstjóra um miðjan ágúst. Átta sóttu upphaflega um stöðuna.
25.07.2018 - 16:09
Átta vilja starf sveitarstjóra á Skagaströnd
Átta sóttu um starf sveitarstjóra hjá sveitarfélaginu Skagaströnd, þrjár konur og fimm karlar. Umsóknarfrestur rann út mánudaginn 2. júlí. Ráðningarskristofan Strá hefur umsjón með ráðningarferlinu.
04.07.2018 - 16:02
Atvinnumálin efst á baugi á Skagaströnd
Atvinnumálin eru í brennidepli á Skagaströnd, segir sveitarstjórinn um umræðuna fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Fólksfækkun hefur orðið á síðustu árum og íbúar vilja efla atvinnulífið til að fjölga íbúum. Það er þörf á bæði fleiri og fjölbreyttari störfum.
Ræða sameiningu allra sveitarfélaga í sýslunni
Samstarfsnefnd um sameiningu allra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu mun hittast á öðrum fundi sínum í næstu viku. Formaður nefndarinnar segir vinnuna ganga vel.
Sameiningarviðræður gætu hafist fljótlega
Þrjár sveitarstjórnir af fjórum í Austur-Húnavatnssýslu hafa samþykkt að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna. Beðið er eftir Skagabyggð, sem þarf að ákveða hvort á að sameinast Austursýslunni eða Skagafirði.
Sameining Austur-Húnavatnssýslu til skoðunar
Sveitarstjórnir í Austur-Húnavatnssýslu taka á næstunni afstöðu til þess hvort skuli hefja formlegar sameiningarviðræður. Þetta var ákveðið á fundi sveitarfélaganna í morgun. Forsvarsmenn Skagabyggðar er nú þegar í viðræðum við Skagafjörð um sameiningu og þurfa að ákveða hvoru megin borðsins þeir ætla að vera. 
Þreifingar í sameiningu sveitarfélaga NV-lands
Sveitarfélögin Skagafjörður og Skagabyggð eru að hefja formlegar sameiningarviðræður. Formaður samninganefndar og oddviti Skagabyggðar segir öll sveitarfélögin á Norðurlandi vestra sterkari sameinuð. Oddviti Húnaþings vestra segir allsherjarsameiningu sveitarfélaganna níu ekki koma til greina eins og staðan er.
Þrjú tonn af sandi
Hafnir landsins þurfa sitt viðhald eins og önnur mannvirki og í því sambandi gegna dýpkunarskip mikilvægu hlutverki.
Sveitarfélagið Skagaströnd
Á Skagaströnd bjuggu 498 þann 1. janúar 2014. Sveitarfélagið er í 49. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins. Tveir listar bjóða fram að þessu sinni, Skagastrandarlistinn og Ð-listinn - Við öll.
14.05.2014 - 17:25