Sveitarfélagið Skagaströnd
„Neytendur vilja vöru beint frá býli“
Á Skagaströnd er starfrækt vottað vinnslurými fyrir smáframleiðendur sem kallast Vörusmiðjan. Þar geta smáframleiðendur leigt vottaða aðstöðu þar sem hægt er að þróa og framleiða matvöru og snyrtivöru. Rás 2 brá sér í heimsókn og forvitnaðist um starfsemina.
20.11.2019 - 08:44
Þingmenn virði ákvörðunarrétt sveitarfélaga
Sveitarstjórn Skagastrandar segir vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga ekki vera í samræmi við hagsmuni allra sveitarfélaga í landinu. Sveitarfélagið hvetur alþingismenn til þess að virða sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og hafna þingsályktunartillögu um sameiningu sveitarfélaga.
26.09.2019 - 16:43
Endurnýja ekki samning um málefni fatlaðra
Húnaþing vestra ætlar ekki að endurnýja samstarfssamning sem er í gildi til áramóta á milli sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um málefni fatlaðra. Sveitarstjóri segir að sveitarfélagið ætli sjálft að veita þjónustuna með skilvirkari hætti en áður.
11.09.2019 - 09:55
Sameining ekki allstaðar galdralausn
Sveitarstjórinn í Grýtubakkahreppi segir að stærri sveitarfélög séu að ákveða hvað sé þeim minni fyrir bestu með þingsályktunartillögu sem samþykkt var á aukalandsþingi Sambands sveitarfélaga fyrir helgi. Jaðarsvæði eigi undir högg að sækja. Sameining muni ekki breyta því.
09.09.2019 - 13:52
Vilja að afurðir séu fullnýttar heima í héraði
Aðferðir til að fullnýta afurðir heima í héraði voru rauði þráðurinn á íbúafundi í Varmahlíð. Óskað var eftir hugmyndum íbúa á Norðurlandi vestra vegna vinnu við sóknaráætlun fyrir árin 2020-2024. Umhverfismál vega þyngra en áður í nýrri sóknaráætlun og meðal annars er mælst til þess að mötuneyti á svæðinu kaupi meira beint frá býli eða beint úr bát.
01.09.2019 - 09:57
Bíða eftir útspili stjórnvalda
Stór skref í átt að sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu verða ekki stigin fyrr en stjórnvöld sína spilin. Þetta segir formaður sameiningarnefndar, sem telur að íbúakosning gæti í fyrsta lagi orðið næsta vor.
26.12.2018 - 15:16
Vilja ljúka viðræðum um sameiningu
Allar líkur eru á að viðræður um sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnvatnssýslu hefjist að nýju á næstunni. Stefnt er að sameiningu fjögurra sveitarfélaga, en hlé var gert á viðræðum vegna sveitarstjórnarkosninga. Tvær af fjórum sveitarstjórnum hafa tilnefnt fulltrúa í nýja sameiningarnefnd.
15.08.2018 - 11:54
Sveitarstjórastaða á Skagaströnd auglýst aftur
Sveitarstjórn Skagastrandar hefur ákveðið að auglýsa aftur eftir sveitarstjóra um miðjan ágúst. Átta sóttu upphaflega um stöðuna.
25.07.2018 - 16:09
Átta vilja starf sveitarstjóra á Skagaströnd
Átta sóttu um starf sveitarstjóra hjá sveitarfélaginu Skagaströnd, þrjár konur og fimm karlar. Umsóknarfrestur rann út mánudaginn 2. júlí. Ráðningarskristofan Strá hefur umsjón með ráðningarferlinu.
04.07.2018 - 16:02
Atvinnumálin efst á baugi á Skagaströnd
Atvinnumálin eru í brennidepli á Skagaströnd, segir sveitarstjórinn um umræðuna fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Fólksfækkun hefur orðið á síðustu árum og íbúar vilja efla atvinnulífið til að fjölga íbúum. Það er þörf á bæði fleiri og fjölbreyttari störfum.
23.05.2018 - 16:35
Ræða sameiningu allra sveitarfélaga í sýslunni
Samstarfsnefnd um sameiningu allra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu mun hittast á öðrum fundi sínum í næstu viku. Formaður nefndarinnar segir vinnuna ganga vel.
01.12.2017 - 14:32
Sameiningarviðræður gætu hafist fljótlega
Þrjár sveitarstjórnir af fjórum í Austur-Húnavatnssýslu hafa samþykkt að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna. Beðið er eftir Skagabyggð, sem þarf að ákveða hvort á að sameinast Austursýslunni eða Skagafirði.
21.09.2017 - 12:11
Sameining Austur-Húnavatnssýslu til skoðunar
Sveitarstjórnir í Austur-Húnavatnssýslu taka á næstunni afstöðu til þess hvort skuli hefja formlegar sameiningarviðræður. Þetta var ákveðið á fundi sveitarfélaganna í morgun. Forsvarsmenn Skagabyggðar er nú þegar í viðræðum við Skagafjörð um sameiningu og þurfa að ákveða hvoru megin borðsins þeir ætla að vera.
24.08.2017 - 14:34
Þreifingar í sameiningu sveitarfélaga NV-lands
Sveitarfélögin Skagafjörður og Skagabyggð eru að hefja formlegar sameiningarviðræður. Formaður samninganefndar og oddviti Skagabyggðar segir öll sveitarfélögin á Norðurlandi vestra sterkari sameinuð. Oddviti Húnaþings vestra segir allsherjarsameiningu sveitarfélaganna níu ekki koma til greina eins og staðan er.
27.07.2017 - 13:55
Þrjú tonn af sandi
Hafnir landsins þurfa sitt viðhald eins og önnur mannvirki og í því sambandi gegna dýpkunarskip mikilvægu hlutverki.
23.02.2015 - 10:24
Sveitarfélagið Skagaströnd
Á Skagaströnd bjuggu 498 þann 1. janúar 2014. Sveitarfélagið er í 49. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins. Tveir listar bjóða fram að þessu sinni, Skagastrandarlistinn og Ð-listinn - Við öll.
14.05.2014 - 17:25
Allt að 50% munur á leiguverði félagsíbúða
Allt að 50% munur er á leiguverði félagslegra leiguíbúða milli sveitarfélaga. Hæst er leigan í Mosfellsbæ, Hafnarfirði og í Seltjarnarnesbæ. Dregið hefur úr rekstrarvanda í félagslega leiguíbúðakerfinu en hlutfall milli íbúða og íbúa er afar misjafnt eftir sveitarfélögum.
11.03.2014 - 06:54
Aukið samstarf HA og BioPol
Sjávarlíftæknisetrið BioPol á Skagaströnd og Háskólinn á Akureyri hafa endurnýjað samstarfssamning um rannsóknir í sjávarlíftækni.
10.02.2014 - 10:14
Vilja hótel á Skagaströnd
Sveitarstjórn Skagastrandar hefur samþykkt að leggja fimm milljónir króna í hlutafélag um hótelbyggingu á staðnum.
07.02.2014 - 00:07
Takmarkaður áhugi á sameiningu
Ólíklegt er að formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu hefjist á þessu kjörtímabili. Fyrr í vetur var kynnt skýrsla sem sýndi fram á hagkvæmni slíkrar sameiningar.
02.02.2014 - 13:00
Kántrýbær til sölu
Veitingastaðurinn Kántrýbær á Skagaströnd er til sölu. Þetta hefur mbl.is eftir Gunnari Halldórssyni, sem rekur staðinn með eiginkonu sinni, Svenný Hallbjörnsdóttur.
24.01.2014 - 12:59
Hagstætt að sameina í A-Húnavatnssýslu
Beint fjárhagslegt hagræði af sameiningu allra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu gæti verið allt að 50 milljónir króna á ári. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um hagkvæmni sameiningar. Skuldahlutfall sameinaðs sveitarfélags yrði nálægt landsmeðaltali.
04.12.2013 - 14:00
Ákærðir fyrir grófa árás á Skagaströnd
Tveir karlmenn um tvítugt hafa verið ákærðir fyrir fólskulega líkamsárás á aldraðan mann á Skagaströnd í febrúar á þessu ári. Árásin tengist kynferðisbrotum en maðurinn - sem fyrir árásinni varð - var kærður fyrir kynferðislegt ofbeldi gegn dóttursyni sínum.
07.11.2013 - 10:25
Sjúkrabílum á landsbyggðinni fækkar um níu
Sjúkrabílum á landsbyggðinni fækkar um áramótin þegar níu bílum verður lagt. Heilbrigðisumdæmum verður látið eftir að endurskipuleggja sjúkraflutninga með færri bílum.
02.11.2013 - 11:47
Ný hitaveita á Skagaströnd
Ný hitaveita var tekin formlega í notkun á Skagaströnd í dag. Tenging húsa við kerfið er hafin. Sveitarfélagið Skagaströnd og RARIK ohf. undirrituðu samning í lok árs 2011 um lagningu hitaveitu til Skagastrandar og hófust framkvæmdir við dreifikerfið í maí á þessu ári.
01.11.2013 - 17:40