Sveitarfélagið Skagafjörður

Fara fram á leigunám ef Rarik bregst ekki við
Almannavarnarnefnd Skagafjarðar fer fram á við ríkisstjórnina að gert verði leigunám á tengibúnaði til þess að tryggja raforkuöryggi í Skagafirði, ef Rarik hefst ekki handa við að leggja tengingar í vikunni.
17.12.2019 - 16:52
Skagfirðingar: Óboðlegar aðstæður í nútímasamfélagi
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir miklum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp hefur komið í Skagafirði og víðar á landinu í kjölfar óveðurslægðar sem gekk yfir landið fyrr í vikunni. Skorað er á stjórnvöld að fara yfir atburði liðinna daga og byggja upp nauðsynlegar áætlanir. Nú situr þjóðaröryggisráð landsins á fundi.
Sauðárkrókur loksins kominn með rafmagn
Rafmagn er komið á Sauðárkróki en bærinn hafði verið rafmagnslaus síðan um tvö leytið á þriðjudag. Stefán Vagn Stefánsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir í samtali við fréttastofu að rafmagnið hafi komið um níu leytið.
Myndskeið
Bíða með barneignir vegna leikskólamála
Íbúar á Hofsósi eru orðnir langeygir eftir nýjum leikskóla. Móðir barna á leikskólanum segir að húsnæði leikskólans sé óviðunandi og skortur á nýframkvæmdum á vegum sveitarfélagsins.
Atlantic Leather til gjaldþrotaskipta
Fyrirtækið Atlantic Leather á Sauðárkróki óskar formlega eftir gjaldþrotaskiptum eftir helgi, samkvæmt heimildum fréttastofu. Um 15 manns starfa hjá fyrirtækinu. Tíðindin voru reiðarslag fyrir starfsfólk, segir formaður stéttarfélagsins Öldunnar.
Skemmtiferðaskip væntanleg í Skagafjörð
Skagfirðingar gera ráð fyrir að taka á móti þremur skemmtiferðarskipum á Sauðárkróki næsta sumar. Fleiri skip hafa boðað komu sína þangað á næstu árum. Umsvif við höfnina hafa aukist til muna seinustu ár.
Myndband
Hundraðasta konan vígð til prests
Í dag var Aldís Rut Gísladóttir vígð til prests í dómkirkjunni á Hólum í Hjaltadal. Aldís er hundraðasta konan sem vígð er hér á landi.
Skagafjörður langt yfir kostnaðaráætlun
Sveitarfélagið Skagafjörður er komið tæpar 118 milljónir fram úr kostnaðaráætlun vegna framkvæmda við sýndarveruleikasýningu á Sauðarárkróki. Sveitarstjórnarfulltrúi segir að verkefnið sé ekki hluti af lögbundnum skyldum sveitarfélagsins. 
18.09.2019 - 09:40
Endurnýja ekki samning um málefni fatlaðra
Húnaþing vestra ætlar ekki að endurnýja samstarfssamning sem er í gildi til áramóta á milli sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um málefni fatlaðra. Sveitarstjóri segir að sveitarfélagið ætli sjálft að veita þjónustuna með skilvirkari hætti en áður.
Vilja að afurðir séu fullnýttar heima í héraði
Aðferðir til að fullnýta afurðir heima í héraði voru rauði þráðurinn á íbúafundi í Varmahlíð. Óskað var eftir hugmyndum íbúa á Norðurlandi vestra vegna vinnu við sóknaráætlun fyrir árin 2020-2024. Umhverfismál vega þyngra en áður í nýrri sóknaráætlun og meðal annars er mælst til þess að mötuneyti á svæðinu kaupi meira beint frá býli eða beint úr bát.
Blöndulína 3 í nýtt umhverfismat í haust
Landsnet hefur óskað eftir umhverfismati á Blöndulínu 3 frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Framkvæmdastjóri Landsnets segir framkvæmdina mikilvæga fyrir meginflutningskerfi landsins.
Framkvæmdir við Sauðárkrókslínu að hefjast
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur veitt Landsneti framkvæmdaleyfi vegna nýrrar Sauðárkrókslínu. Jarðstrengurinn liggur milli Sauðárkróks og Varmahlíðar og á að tvöfalda flutningsgetu. Formaður byggðaráðs fagnar þessari framkvæmd. Fyrirtæki á Sauðárkróki hafi orðið af tugum milljóna vegna rafmagnsleysis síðustu ár.
06.08.2019 - 14:12
Slátrun flýtt á Hvammstanga
Kaupfélag Skagfirðinga hefur ákveðið að hefja slátrun á Hvammstanga þann 9.ágúst, viku fyrr en til stóð. Til stóð að hefja slátrun 15. ágúst. Undanfarin ár hefur slátrun hafist á Hvammstanga og afurðir úr þeirri slátrun hafa verið seldar til verslunarinnar Wholefoods í Bandaríkjunum. Ekkert verður selt þangað í haust. Samt sem áður verður slátruninni flýtt til að bregðast við skorti á innanlandsmarkaði.
Flýta veituframkvæmdum vegna þurrka
Það sem af er sumri hefur veður verið mjög þurrt á landinu og lítil úrkoma. Rennsli í ám er með minnsta móti og óvissustigi var lýst yfir í Skorradal vegna hættu á gróðureldum í júní. Áhrif þurrkanna gætir víða, meðal annars hefur uppskera bænda verið heldur minni en í venjulegu árferði. Þá hafa Skagfirðingar gripið til aðgerða til að auka framboð á köldu vatni sem hefur verið af skornum skammti í sumar.
04.07.2019 - 13:43
Ný Sauðárkrókslína tvöfaldar flutningsgetu
Landsnet hefur boðið út vinnu við nýjan jarðstreng milli Sauðárkróks og Varmahlíðar sem á að tvöfalda flutningsgetu raforku. Vonast er til að framkvæmdir hefjist í sumar. Kostnaður er áætlaður ríflega tveir milljarðar króna.
30.05.2019 - 21:00
100 milljóna viðbótarkostnaður við endurbætur
Kostnaður sveitarfélagsins Skagafjarðar af framkvæmdum við Aðalgötu 21, sem á að hýsa Sturlungasetrið 1238, er 100 milljónum króna hærri en gert var ráð fyrir. Formaður byggðaráðs segir að ný verk hafi bæst við á framkvæmdatíma. Fulltrúi Byggðalista í sveitarstjórn segir málið klúður.  
16.04.2019 - 14:44
Bjartsýn á að göngin verði að veruleika
Sveitarstjórinn í Skagafirði og forseti bæjarstjórnar á Akureyri eru bjartsýn á að hugmyndir um jarðgöng undir Tröllaskaga nái fram að ganga. Þau efast ekki um að samgöngubót sem þessi hefði gífurlega jákvæð áhrif á Norðurland. Sveitarstjórinn í Skagafirði segir óþarfi að hafa áhyggjur af lengd jarðganga milli Hörgárdals og Hjaltadals, enda séu Færeyingar í stórum stíl að bora enn lengri göng.
Vilja göng undir Tröllaskaga á kortið
Bæjarstjórn Akureyrar og sveitarstjórn Skagafjarðar skora á stjórnvöld að hefja undirbúning Tröllaskagaganga. Þau gætu verið um 18 kílómetrar. Forstöðumaður hjá Vegagerðinni efast um að göngin væru skynsamleg framkvæmd. 
Sturlungasetur í fyrsta lagi opnað um páskana
Stefnt er að því að opna sýndarveruleikasetur á Sauðárkróki í vor. Enn ríkir óvissa um aðkomu sveitarfélagsins að setrinu og hefur umfjöllun um nýjan samstarfssamning ítrekað verið frestað.
04.12.2018 - 10:27
Bifreiðaverkstæði talið ógna safngripum
Nýtt bráðabirgðageymsluhúsnæði Byggðasafns Skagfirðinga uppfyllir ekki kröfur safnaráðs um trygga varðveislu gripa. Bifreiðaverkstæði verður opnað í næsta nágrenni við geymsluhúsnæðið sem setur varðveislu safngripa í uppnám.
UST herðir eftirlit vegna stíflueyðisslyss
Umhverfisstofnun ætlar í víðtækt eftirlit með stíflueyðum eftir að karlmaður hlaut þriðja stigs bruna við að stíflueyðir helltist yfir hann. Maðurinn gekkst undir stóra aðgerð á Landspítalanum og var frá vinnu í þrjá mánuði eftir slysið. Stíflueyðirinn er yfir 90 prósent brennisteinssýra og fæst í öllum helstu byggingavöruverslunum.
Alexandra nýr sveitarstjóri á Skagaströnd
Alexandra Jóhannesdóttir hefur verið ráðin í starf sveitarstjóra á Skagaströnd. Ráðningin var staðfest á fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagastrandar gær.
Á fimmta þúsund sektuð fyrir hraðakstur
Á þessu ári hafa sexfalt fleiri ökumenn verið sektaðir fyrir hraðakstur á Norðurlandi vestra en fyrir tveimur árum. Á sama tíma hefur slysum fækkað. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra, segir að átak í umferðareftirliti hafi skilað árangri.  
29.08.2018 - 19:57
Dæla 57 þúsund rúmmetrum úr Sauðárkrókshöfn
Framkvæmdir standa nú yfir í Sauðárkrókshöfn. Verið er að dýpka höfnina og búa til snúningssvæði til að auðvelda flutningaskipum að athafna sig. Flutningar hafa aukist mikið um Sauðárkrók og hafa stór skip þurft frá að hverfa vegna lélegra aðstæðna. 
22.08.2018 - 11:33
Sigfús Ingi nýr sveitarstjóri í Skagafirði
Byggðarráð Skagafjarðar hefur samþykkt að ráða Sigfús Inga Sigfússon sem nýjan sveitarstjóra úr hópi fjórtán umsækjenda. Sigfús Ingi hefur starfað sem verkefnastjóri í atvinnumálum hjá bænum en var þar áður framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins og enn áður aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur í utanríkisráðuneytinu.