Sveitarfélagið Skagafjörður

Fagna flutningi starfa til Sauðárkróks
Frá og með október verður opinberum stöðugildum fjölgað um átta á Sauðárkróki. Starfsmönnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar verður fjölgað ásamt því að fjögur störf verða færð frá Reykjavík.
Sumarbúðir í Skagafirði fyrir ungmenni með sérþarfir
Sumarbúðir fyrir börn með ADHD og einhverfu verða starfræktar í Skagafirði í sumar. Búðirnar eiga að létta álagi af fjölskyldum í kjölfar COVID-19 og fjölga þeim valkostum sem stendur hópnum til boða.
Skagfirðingar vilja hefja koltrefjaframleiðslu
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, skrifuðu í gær undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu koltrefjaframleiðslu í Skagafirði.
Myndskeið
Lagfæringar á sjóvörnum kosta um 300 milljónir
Það kostar allt að 300 milljónir að gera við sjóvarnargarða á Sauðárkróki sem skemmdust í óveðrinu í desember. Hækka þarf garðana töluvert til að þeir standist breytt veðurfar og sjólag.
Myndskeið
Íhugar að moka yfir náttúrulaug vegna yfirgangs
Landeiganda í Skagafirði ofbýður hvernig Íslendingar ganga um Fossalaug. Honum er skapi næst að moka yfir hana, yfirgangurinn sé það mikill.
Söngelskir Skagfirðingar gera tónlistarmyndband
Skagfirðingar tóku höndum saman og gerðu tónlistarmyndband. Tónlistarmaður óskaði eftir þátttakendum á Facebook og viðbröðin létu ekki á sér standa.
29.04.2020 - 16:32
Áhafnir fiskibáta í Skagafirði brugðust skjótt við
Þyrla Landhelgisgæslunnar og sjóbörgunarsveitir voru ræstar út á fimmta tímanum í dag þegar beiðni um aðstoð barst frá fiskibát í Skagafirði. Talsverður leki var kominn að bátnum.
Pósturinn ætlar að dreifa matvöru í sveitir landsins
Pósturinn undirbýr nú heimkeyrslu á matvöru og annarri dagvöru til heimila í sveitum landsins. Verkefnið hefst í Skagafirði á næstu dögum og er áfromað að hefja dreifingu á fleiri svæðum.
Þrjú smit í Skagafirði
Þrjú smit af kórónuveirunni hafa verið staðfest í Skagafirði. 22 eru smitaðir á Norðurlandi vestra og 396 í sóttkví. Engin ný smit hafa greinst í Húnaþingi vestra síðan fyrir helgi.
Varnargarðar lagaðir fyrir fyrstu haustlægðina
Undibúningsvinna vegna viðgerða á varnargörðum á Sauðárkróki er hafin. Langur kafli er skemmdur eftir óveðrið í desember. Stefnt að því að ljúka viðgerðum fyrir haustlægðirnar.
Fara fram á leigunám ef Rarik bregst ekki við
Almannavarnarnefnd Skagafjarðar fer fram á við ríkisstjórnina að gert verði leigunám á tengibúnaði til þess að tryggja raforkuöryggi í Skagafirði, ef Rarik hefst ekki handa við að leggja tengingar í vikunni.
17.12.2019 - 16:52
Skagfirðingar: Óboðlegar aðstæður í nútímasamfélagi
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir miklum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp hefur komið í Skagafirði og víðar á landinu í kjölfar óveðurslægðar sem gekk yfir landið fyrr í vikunni. Skorað er á stjórnvöld að fara yfir atburði liðinna daga og byggja upp nauðsynlegar áætlanir. Nú situr þjóðaröryggisráð landsins á fundi.
Sauðárkrókur loksins kominn með rafmagn
Rafmagn er komið á Sauðárkróki en bærinn hafði verið rafmagnslaus síðan um tvö leytið á þriðjudag. Stefán Vagn Stefánsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir í samtali við fréttastofu að rafmagnið hafi komið um níu leytið.
Myndskeið
Bíða með barneignir vegna leikskólamála
Íbúar á Hofsósi eru orðnir langeygir eftir nýjum leikskóla. Móðir barna á leikskólanum segir að húsnæði leikskólans sé óviðunandi og skortur á nýframkvæmdum á vegum sveitarfélagsins.
Atlantic Leather til gjaldþrotaskipta
Fyrirtækið Atlantic Leather á Sauðárkróki óskar formlega eftir gjaldþrotaskiptum eftir helgi, samkvæmt heimildum fréttastofu. Um 15 manns starfa hjá fyrirtækinu. Tíðindin voru reiðarslag fyrir starfsfólk, segir formaður stéttarfélagsins Öldunnar.
Skemmtiferðaskip væntanleg í Skagafjörð
Skagfirðingar gera ráð fyrir að taka á móti þremur skemmtiferðarskipum á Sauðárkróki næsta sumar. Fleiri skip hafa boðað komu sína þangað á næstu árum. Umsvif við höfnina hafa aukist til muna seinustu ár.
Myndband
Hundraðasta konan vígð til prests
Í dag var Aldís Rut Gísladóttir vígð til prests í dómkirkjunni á Hólum í Hjaltadal. Aldís er hundraðasta konan sem vígð er hér á landi.
Skagafjörður langt yfir kostnaðaráætlun
Sveitarfélagið Skagafjörður er komið tæpar 118 milljónir fram úr kostnaðaráætlun vegna framkvæmda við sýndarveruleikasýningu á Sauðarárkróki. Sveitarstjórnarfulltrúi segir að verkefnið sé ekki hluti af lögbundnum skyldum sveitarfélagsins. 
18.09.2019 - 09:40
Endurnýja ekki samning um málefni fatlaðra
Húnaþing vestra ætlar ekki að endurnýja samstarfssamning sem er í gildi til áramóta á milli sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um málefni fatlaðra. Sveitarstjóri segir að sveitarfélagið ætli sjálft að veita þjónustuna með skilvirkari hætti en áður.
Vilja að afurðir séu fullnýttar heima í héraði
Aðferðir til að fullnýta afurðir heima í héraði voru rauði þráðurinn á íbúafundi í Varmahlíð. Óskað var eftir hugmyndum íbúa á Norðurlandi vestra vegna vinnu við sóknaráætlun fyrir árin 2020-2024. Umhverfismál vega þyngra en áður í nýrri sóknaráætlun og meðal annars er mælst til þess að mötuneyti á svæðinu kaupi meira beint frá býli eða beint úr bát.
Blöndulína 3 í nýtt umhverfismat í haust
Landsnet hefur óskað eftir umhverfismati á Blöndulínu 3 frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Framkvæmdastjóri Landsnets segir framkvæmdina mikilvæga fyrir meginflutningskerfi landsins.
Framkvæmdir við Sauðárkrókslínu að hefjast
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur veitt Landsneti framkvæmdaleyfi vegna nýrrar Sauðárkrókslínu. Jarðstrengurinn liggur milli Sauðárkróks og Varmahlíðar og á að tvöfalda flutningsgetu. Formaður byggðaráðs fagnar þessari framkvæmd. Fyrirtæki á Sauðárkróki hafi orðið af tugum milljóna vegna rafmagnsleysis síðustu ár.
06.08.2019 - 14:12
Slátrun flýtt á Hvammstanga
Kaupfélag Skagfirðinga hefur ákveðið að hefja slátrun á Hvammstanga þann 9.ágúst, viku fyrr en til stóð. Til stóð að hefja slátrun 15. ágúst. Undanfarin ár hefur slátrun hafist á Hvammstanga og afurðir úr þeirri slátrun hafa verið seldar til verslunarinnar Wholefoods í Bandaríkjunum. Ekkert verður selt þangað í haust. Samt sem áður verður slátruninni flýtt til að bregðast við skorti á innanlandsmarkaði.
Flýta veituframkvæmdum vegna þurrka
Það sem af er sumri hefur veður verið mjög þurrt á landinu og lítil úrkoma. Rennsli í ám er með minnsta móti og óvissustigi var lýst yfir í Skorradal vegna hættu á gróðureldum í júní. Áhrif þurrkanna gætir víða, meðal annars hefur uppskera bænda verið heldur minni en í venjulegu árferði. Þá hafa Skagfirðingar gripið til aðgerða til að auka framboð á köldu vatni sem hefur verið af skornum skammti í sumar.
04.07.2019 - 13:43
Ný Sauðárkrókslína tvöfaldar flutningsgetu
Landsnet hefur boðið út vinnu við nýjan jarðstreng milli Sauðárkróks og Varmahlíðar sem á að tvöfalda flutningsgetu raforku. Vonast er til að framkvæmdir hefjist í sumar. Kostnaður er áætlaður ríflega tveir milljarðar króna.
30.05.2019 - 21:00