Sveitarfélagið Skagafjörður
Tröllaskagahólf orðið sýkt sóttvarnarhólf
Í kjölfar riðusmita í Skagafirði undanfarið hefur Matvælastofnun skilgreint Tröllaskagahólf sem sýkt svæði. Hólfið hefur verið riðulaust fram til þessa. Riða má ekki greinast þar í 20 ár svo að það teljist riðufrítt.
19.11.2020 - 10:40
Um 3.000 fjár á 4 bæjum líklega skorið niður vegna riðu
Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu hefur riðusmit greinst á þremur sauðfjárbúum í Skagafirði til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit var staðfest fyrr í vikunni. Bæjirnir þrír, Syðri Hofdalir, Grænamýri og Hof í Hjaltadal eru allir í sama smitvarnarhólfi og Stóru Akrar.
23.10.2020 - 15:53
Rimlahlið á mörkum varnarsvæða fjarlægt án samráðs
Yfirdýralæknir hefur beðið sveitarstjóra Húnaþings vestra afsökunar að rimlahlið sem aðskilur varnarsvæði búfjársjúkdóma hafi verið fjarlægt án vitundar sveitarfélagsins. Hliðið verði sett aftur upp í vor og lágmarksáhætta sé á að fé fari á milli hólfa á meðan.
17.10.2020 - 15:01
Mikil ásókn í fiskeldisnám
Nemendafjöldi í námi í fiskeldi við Háskólann á Hólum hefur tvöfaldast milli ára. Fiskeldis- og fiskalíffræðideild skólans fékk nýverið 56 milljóna króna styrk til námsefnisgerðar í fiskeldisfræðum.
16.10.2020 - 10:42
Skriður að komast á rannsókn olíumengunar á Hofsósi
Í dag leggur Umhverfisstofnun mat á þær hreinsunaraðgerðir sem gripið hefur verið til vegna olíumengunar á Hofsósi og hvaða ráðstafana er þörf til viðbótar. Sveitarstjórinn í Skagafirði gagnrýnir seinagang stofnunarinnar og hefur sveitarfélagið ákveðið að hefja sjálfstæða rannsókn.
01.10.2020 - 13:50
Ófremdarástand vegna fjölgunar villiminks
Veiðimaður í Skagafirði segir áhyggjuefni hversu mikið villimink hafi fjölgað. Stjórnvöld og sveitarfélög þurfi að auka fjárveitingar svo hægt sé að halda honum í skefjum.
29.09.2020 - 14:04
Ljúka við að leggja ljósleiðara yfir Kjöl
Fyrirhuguð lagning 84 km ljósleiðara yfir Kjöl er ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Míla lýkur því síðasta áfanga af þremur við að tengja Suðurland og Norðurland með ljósleiðara í nóvember.
15.09.2020 - 15:40
Rannsaka hvort holræsakerfið á Hofsósi er olíumengað
Sveitarfélagið Skagafjörður undirbýr nú rannsókn á því hvort olíumengun hafi borist í holræsakerfið á Hofsósi. Jarðvegur í þorpinu er mengaður eftir olíuleka frá bensínstöð N1. Þá vill sveitarfélagið að Umhverfisstofnun geri úttekt á því hversu útbreidd mengunin er.
11.09.2020 - 13:07
Rimlahlið á mörkum varnarlína verða ekki fjarlægð
Yfirdýralæknir segir að ekki standi til að fjarlægja rimlahlið á hringveginum í Húnavatnssýslum og Skagafirði á mörkum varnarlína búfjársjúkdóma. Gerð hafi verið mistök þegar tilkynnt var að hliðin yrðu fjarlægð.
25.08.2020 - 12:38
Viðgerðir á sjóvarnargörðum hafnar
Framkvæmdir við sjóvarnargarða á Sauðárkróki hófust í morgun. Framkvæmdin kostar um 50 milljónir og áætluð verklok eru um áramót. Hafnarstjóri segir atvinnurekendur á svæðinu geta verið rólega í vetur og haldið uppi starfsemi þrátt fyrir að veðrið versni.
17.08.2020 - 16:00
Súlur Vertical, Króksmóti og Skjaldborg aflýst
Bæjarhátíðum, íþróttamótum og menningarviðburðum um allt land hefur verið aflýst eftir að tilkynnt var um hertar samkomutakmarkanir í morgun. Stjórn Skjaldborgar segist vilja sýna það í verki að við séum öll almannavarnir.
30.07.2020 - 15:21
Flotbryggjan í Drangey ónothæf eftir óveður
Flotbryggjan í Drangey, sem var smíðuð í vor, skemmdist í óveðri nýverið. Bryggjan er ónothæf og því ekki hægt að fara í skoðunarferð um eyjuna. Eigandi Drangeyjarferða telur tjónið hlaupa á milljónum.
28.07.2020 - 11:30
Fagna flutningi starfa til Sauðárkróks
Frá og með október verður opinberum stöðugildum fjölgað um átta á Sauðárkróki. Starfsmönnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar verður fjölgað ásamt því að fjögur störf verða færð frá Reykjavík.
24.06.2020 - 13:07
Sumarbúðir í Skagafirði fyrir ungmenni með sérþarfir
Sumarbúðir fyrir börn með ADHD og einhverfu verða starfræktar í Skagafirði í sumar. Búðirnar eiga að létta álagi af fjölskyldum í kjölfar COVID-19 og fjölga þeim valkostum sem stendur hópnum til boða.
03.06.2020 - 16:22
Skagfirðingar vilja hefja koltrefjaframleiðslu
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, skrifuðu í gær undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu koltrefjaframleiðslu í Skagafirði.
28.05.2020 - 17:01
Lagfæringar á sjóvörnum kosta um 300 milljónir
Það kostar allt að 300 milljónir að gera við sjóvarnargarða á Sauðárkróki sem skemmdust í óveðrinu í desember. Hækka þarf garðana töluvert til að þeir standist breytt veðurfar og sjólag.
28.05.2020 - 08:45
Íhugar að moka yfir náttúrulaug vegna yfirgangs
Landeiganda í Skagafirði ofbýður hvernig Íslendingar ganga um Fossalaug. Honum er skapi næst að moka yfir hana, yfirgangurinn sé það mikill.
27.05.2020 - 10:23
Söngelskir Skagfirðingar gera tónlistarmyndband
Skagfirðingar tóku höndum saman og gerðu tónlistarmyndband. Tónlistarmaður óskaði eftir þátttakendum á Facebook og viðbröðin létu ekki á sér standa.
29.04.2020 - 16:32
Áhafnir fiskibáta í Skagafirði brugðust skjótt við
Þyrla Landhelgisgæslunnar og sjóbörgunarsveitir voru ræstar út á fimmta tímanum í dag þegar beiðni um aðstoð barst frá fiskibát í Skagafirði. Talsverður leki var kominn að bátnum.
21.04.2020 - 17:20
Pósturinn ætlar að dreifa matvöru í sveitir landsins
Pósturinn undirbýr nú heimkeyrslu á matvöru og annarri dagvöru til heimila í sveitum landsins. Verkefnið hefst í Skagafirði á næstu dögum og er áfromað að hefja dreifingu á fleiri svæðum.
31.03.2020 - 15:51
Þrjú smit í Skagafirði
Þrjú smit af kórónuveirunni hafa verið staðfest í Skagafirði. 22 eru smitaðir á Norðurlandi vestra og 396 í sóttkví. Engin ný smit hafa greinst í Húnaþingi vestra síðan fyrir helgi.
30.03.2020 - 15:58
Varnargarðar lagaðir fyrir fyrstu haustlægðina
Undibúningsvinna vegna viðgerða á varnargörðum á Sauðárkróki er hafin. Langur kafli er skemmdur eftir óveðrið í desember. Stefnt að því að ljúka viðgerðum fyrir haustlægðirnar.
10.03.2020 - 13:13
Fara fram á leigunám ef Rarik bregst ekki við
Almannavarnarnefnd Skagafjarðar fer fram á við ríkisstjórnina að gert verði leigunám á tengibúnaði til þess að tryggja raforkuöryggi í Skagafirði, ef Rarik hefst ekki handa við að leggja tengingar í vikunni.
17.12.2019 - 16:52
Skagfirðingar: Óboðlegar aðstæður í nútímasamfélagi
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir miklum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp hefur komið í Skagafirði og víðar á landinu í kjölfar óveðurslægðar sem gekk yfir landið fyrr í vikunni. Skorað er á stjórnvöld að fara yfir atburði liðinna daga og byggja upp nauðsynlegar áætlanir. Nú situr þjóðaröryggisráð landsins á fundi.
12.12.2019 - 17:28
Sauðárkrókur loksins kominn með rafmagn
Rafmagn er komið á Sauðárkróki en bærinn hafði verið rafmagnslaus síðan um tvö leytið á þriðjudag. Stefán Vagn Stefánsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir í samtali við fréttastofu að rafmagnið hafi komið um níu leytið.
12.12.2019 - 09:43