Sveitarfélagið Skagafjörður

Þjóðbúningur saumaður af 15 konum í Skagafirði tilbúinn
Félagið Pilsaþytur í Skagafirði frumsýndi á dögunum þjóðbúning sem meðlimir saumuðu í sameiningu síðastliðin tvö ár. Á morgun, þjóðhátiðardaginn 17. júní, klæðist fyrsta fjallkona sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði, sem hefur fengið nafnið Skagafjörður, búningnum.
Sjónvarpsfrétt
Nærri helmingur sveitarfélaga hunsaði vistheimilahóp
Nærri helmingur sveitarfélaga landsins hunsaði ítrekaðar óskir starfshópsins sem skilaði skýrslu í dag og skoðaði meðferð á fólki með fötlun og geðræn vandamál. Meðal þeirra sveitarfélaga eru bæði fjórðu og fimmtu fjölmennustu sveitarfélög landsins. Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir vanta betra eftirlit með þessu berskjaldaða fólki. 
Boðið upp á ókeypis garðlönd í Skagafirði
Íbúum Skagafjarðar standa nú til boða ókeypis garðlönd í Varmahlíð og á Sauðárkróki til eigin ræktunar. Þetta verkefni sveitarfélagsins er talið eiga vel við breytta tíma í sjálfbærni.
Landinn
„Hefurðu séð illa greiddan Skagfirðing?“
Það er ýmislegt sem Skagfirðingar geta stært sig af. Þeir eiga frábært körfuboltalið, fleiri hesta en hægt er að telja og svo eru það allar hárgreiðslustofurnar!
X22 - Skagafjörður
Skagfirðingar velta fyrir sér framtíð landbúnaðar
Framtíð landbúnaðar er Skagfirðingum hugleikin fyrir komandi kosningar. Einnig þurfi að standa vörð um þá þjónustu sem þegar er til staðar. Ýmis opinber þjónusta hefur verið skert þar á síðustu árum.
Landinn
„Láttu okkur keyra eins langt og hægt er“
Íþróttahús landsins eru gjarnan full af tilfinningaríku fólki. Það á ekki síst við á vorin þegar úrslitakeppnir í hinum ýmsu greinum fara á fullt. Í mörgum tilfellum er þetta tilfinningaríka fólk um langan veg komið eins og til dæmis í tilfelli Njarðvíkinga og Tindastólsmanna sem mættust í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta.
Sæluviku lýkur með sveitaballi að skagfirskum sið
Sæluviku í Skagafirði lýkur í dag með gæðingaskeiði og sveitaballi. Undanfarna viku hefur verið stútfull dagskrá viðburða í sveitarfélaginu. Það er léttir að geta haldið hefðbundna hátíð aftur, segir skipuleggjandi.
30.04.2022 - 11:12
Sjónvarpsfrétt
„Munum sjá línuna út um gluggann hvert sem við lítum“
Landeigandi í Skagafirði segist aldrei munu sætta sig við að Blöndulína þrjú fari í gegnum landareignina hjá sér í loftlínu. Það myndi eyðileggja ásýnd jarðarinnar og alla uppbyggingu til framtíðar.
Skagafjörður verður eitt sveitarfélag
Sameining Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps í Skagafirði verður að veruleika í vor, þar sem meirihluti íbúa beggja sveitarfélaga samþykkti tillögu þar að lútandi í íbúakosningu á laugardag. Á vefnum skagfirðingar.is segir að stjórn hins sameiginlega sveitarfélags verði kosin 14. maí næstkomandi og að nýtt, sameinað sveitarfélag verði formlega að veruleika 15 dögum síðar.
Kosið um sameiningu í þremur sveitarfélögum
Íslenskum sveitarfélögum fækkar um þrjú, verði sameining samþykkt í þrennum kosningum sem standa nú yfir á Vestur- og Norðurlandi. Kjörstaðir voru opnuðu klukkan tíu og er niðurstöðu að vænta í kvöld.
Sjónvarpsfrétt
Mikil viðbrigði að fá nýjan leikskóla á Hofsósi
Það voru mikil viðbrigði fyrir börnin á Hofsósi að flytja inn í splunkunýjan leikskóla skömmu fyrir áramót. Leikskólinn er byggður við húsnæði grunnskólans, sem leikskólastjórinn segir mikinn kost.
31.01.2022 - 09:41
Sjónvarpsfrétt
Hreinsunarbúnaður settur í jörð og hús á Hofsósi
Umfangsmiklar aðgerðir standa nú yfir á Hofsósi, í þeim tilgangi að hreinsa bensínmengun úr jarðvegi í þorpinu. Sérstakur hreinsibúnaður verður settur ofan í jörðina og inn í hús. Á þriðja ár eru síðan mörg þúsund lítrar láku úr birgðatanki bensínstöðvar N1 á Hofsósi.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin vegna sameininga
Hafin er utankjörfundaratkvæðagreiðsla um sameiningu fyrir íbúa í sex sveitarfélögum á landinu. Úr því gætu mögulega komið þrjú ný sveitarfélög, tvö á Norðurlandi og eitt á Vesturlandi.
Landsnet kynnir nýja leið fyrir Blöndulínu 3
Landsnet hefur nú kynnt nýja leið fyrir Blöndulínu 3, frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Þar er meðal annars fallið frá línulögn um Vatnsskarð og umdeilda leið um Efribyggð í Skagafirði sem mjög var gagnrýnd af landeigendum.
Mánuður í kosningar um sameiningu í Skagafirði
Nú er mánuður þar til íbúar í Sveitarfélaginu Skagafirði og Akrahreppi kjósa um sameiningu sveitarfélaganna. Formaður sameiningarnefndarinnar á von á góðri þátttöku í kosningunum.
Talið að fjórir séu smitaðir um borð í Málmey SK
Grunur leikur á að fjórir skipverjar um borð í skuttogaranum Málmey SK frá Sauðárkróki séu smitaðir af covid.
Sjónvarpsfrétt
Stefnt að kosningum um sameiningu í upphafi nýs árs
Formlegar viðræður eru hafnar um sameiningu sveitarfélaganna tveggja í Skagafirði, Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Stefnt er að kosningum um sameiningu í upphafi nýs árs.
Enn eru möguleikar sameiningar kannaðir
Enn eiga sér stað sameiningaviðræður Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps. Nú hefur verið skipuð samstarfsnefnd í Sveitarfélaginu Skagafirði sem kanna á möguleika sameiningar.
Kostir og gallar sameiningar metnir
Sameining sveitarfélagsins Akrahrepps og Skagafjarðar er enn til umræðu. Ekki hefur þó verið ákveðið hvort farið verði í formlegar viðræður.
Birgir Jónasson nýr lögreglustjóri á Norðurlandi vestra
Dómsmálaráðherra hefur skipað Birgi Jónasson í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra frá 19. júlí.
Íbúafundur vegna aurskriðunnar í Varmahlíð
Íbúar níu íbúðarhúsa í Varmahlíð hafa óskað eftir að sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar haldi með þeim fund og veiti upplýsingar um stöðu mála í kjölfar aurskriðunnar sem þar féll í lok júní.
150 tonn af heyrúlluplasti komast ekki í endurvinnslu
Fyrirtækið Flokka ehf., sem sér um að taka á móti og safna endurvinnanlegum efnum í Skagafirði og koma þeim í endurvinnslu, situr uppi með 150 tonn af heyrúlluplasti sem ekki komast í endurvinnslu þar sem flutningskostnaður er of hár.
Vökvar skraufþurr túnin til að koma sprettu af stað
Bóndi í Skagafirði hefur gripið til þess ráðs að vökva hjá sér túnin til að koma af stað einhverri sprettu. Hann segir að túnin séu að skrælna, áburðurinn liggi á þeim og engin rigning sé í kortunum.
Aðgerðastjórn Skagafjarðar fundar um COVID-stöðuna
Tvö COVID-smit greindust í gær og voru viðkomandi í sóttkví. Aðgerðastjórn í Skagafirði, þar sem strangari samkomutakmarkanir eru, fundar síðar í dag og segist sveitarstjórinn þokkalega bjartsýnn á að hægt verði að rýmkar reglurnar í næstu viku. 
Eitt nýtt smit í Skagafirði - níu í einangrun
Níu er í einangrun á Sauðárkróki og nærri 400 í sóttkví. Eitt nýtt smit greindist þar í gærkvöld sem tengist starfsmanni grunnskólans. Sá var í sóttkví. Enginn af þeim sem smitast hefur í Skagafirði er mikið veikur.