Sveitarfélagið Ölfus

Höggvið í brún Ingólfsfjalls
Tvær milljónir rúmmetra af möl og grjóti eru unnar úr suðurbrún Ingólfsfjalls, samkvæmt framkvæmdaleyfi frá árinu 2006. Fjallið ber nú skýr merki um efnistökuna, en brúnin verður lækkuð um 80 metra áður en yfir lýkur.
Hús Garðyrkjuskólans að grotna niður
Aðstæður í Garðyrkjuskólanum í Hveragerði eru sorglegar og óboðlegar; byggingarnar liggja undir skemmdum og sumar eru ónýtar. Þetta segir rektor Landbúnaðarháskólans. Nemendur og kennarar hafa fundið fyrir einkennum myglu. Rektor segir þær 70 milljónir sem hafi fengist á fjárlögum til framkvæmda séu hvergi nærri nóg til endurreisnar.
22.03.2017 - 15:39
Íbúum miðborgarinnar fækkar mest
Íbúum miðborgarinnar fækkaði í fyrra um nokkur hundruð. Íbúum Reykjavíkur fjölgar hægar en íbúum annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
„Ótrúlega margir sem vita ekki hvar bærinn er”
Sveitarfélagið Ölfus stendur nú í mikilli markaðsherferð sem miðar að því að auglýsa Þorlákshöfn og nágrenni. Auglýsingar hafa verið birtar á vef og í sjónvarpi og segir bæjarstjóri markmiðið vera að vekja athygli á sveitarfélaginu. Hann segir ótrúlega marga ekki vita hvar Þorlákshöfn er á landinu.
16.03.2017 - 14:52
Kannabisræktun í Þorlákshöfn
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú kannabisræktun sem virðist hafa verið stunduð í geymsluhúsnæði í Þorlákshöfn. Málið komst upp þegar lögreglan stöðvaði ökumann Eyrarbakkavegi á föstudag. Í bílnum reyndist kíló af kannabisefnum og lögregla handtók ökumanninn umsvifalaust. Við yfirheyrslur sagðist maðurinn hafa verið að flytja fíkniefnin fyrir félaga sinn.
02.05.2016 - 13:36
Ungir í Ölfusi vilja áheyrnarfulltrúa
Ungmennaráð Sveitarfélagsins Ölfuss óskar eftir að hafa áheyrnarfulltrúa bæði í menningarnefnd og fræðslunefnd sveitarfélagsins. Ráðið hefur þegar áheyrnarfulltrúa í íþrótta og æskulýðsnefnd. Í bókun segir Ungmennaráðið að þessi þróun eigi sér stað í fleiri sveitarfélögum. Mikilvægt sé að tengja nefndir sveitarfélagsins betur við ungt fólk. Slíkt fyrirkomulag efli einnig reynslu, þekkingu og vald þess í samfélaginu.
04.04.2016 - 18:48
Ekki vindmyllur í Þorlákshöfn
Sveitarfélagið Ölfus vill ekki að setja upp vindmyllugarð í landi Þorlákshafnar. Fyrirtækið Arctic Hydro óskaði eftir samningi við sveitarfélagið í febrúar um rannsóknar- og nýtingarleyfi fyrir vindorkugarð um 4 kílómetrum vestan við Þorlákshöfn. Þar vildi fyrirtækið setja upp 20 vindmyllur. Bæjarstjórn Ölfuss hafnaði þessu samhljóða á fundi sínum fyrir helgi.
02.03.2016 - 16:43
Kaup Skinneyjar á Auðbjörgu staðfest
Forsvarsmenn Skinneyjar – Þinganess á Höfn í Hornafirði segjast ætla að byggja upp öfluga og sérhæfða vinnslu í Þorlákshöfn, þegar gengið hafi verið formlega frá kaupum fyrirtækisins á Auðbjörgu ehf í Þorlákshöfn. Útgerð beggja fyrirtækja verði óbreytt fram í apríl, en þá verði skipum fækkað um eitt. Fjöldi landverkafólks verði hinn sami og áður.
Ungt fólk flytur í Ölfus
Íbúum í sveitarfélaginu Ölfusi fjölgaði um 3,7% á síðasta ári. Þeir voru um síðustu áramót 1954 talsins. Hafnarfrettir.is greina frá þessu og byggja upplýsingarnar á Granna, gagnagrunni sem heldur utan um fjölda íbúa í sveitarfélaginu. Þrír fjórðu þeirra sem fluttu í Ölfus á síðasta ári eru undir fertugu.
06.01.2016 - 16:18
Björgunarsveitir leita að manni við Ölfusá
Umfangsmikil leit stendur nú yfir við Ölfusá á Selfossi, en talið er að karlmaður hafi fallið í ána í nótt. Tilkynning barst lögreglu klukkan tuttugu mínútur í þrjú í nótt og upphófst þá leit að manninum við árbakka Ölfusár, en bíll hans fannst skammt frá Selfosskirkju.
26.12.2015 - 08:41
Ekki í Landeyjahöfn fyrr en í vor?
Herjólfur siglir frá Eyjum til Þorlákshafnar næstu daga og líklegt er að svo verði fram á vor. Dýpi í Landeyjahöfn nú er nálægt 4 metrum, en þarf að vera 6 til að Herjólfur komist þar inn. Ölduhæð háir einnig skipinu þegar veður eru misjöfn eins og nú.
Aukinn byggðakvóti í Þorlákshöfn
Byggðakvóti til sunnlenskra sveitarfélaga eykst um nærri 150 þorskígildistonn á næsta fiskveiðiári. Sunnlenskar hafnir eru fáar, svo þetta þýðir meira en tvöföldun byggðakvóta í sunnlenskum höfnum samanlagt. Aukningin er einkum í Ölfusi, 152 tonn ganga til Þorlákshafnar þar sem enginn byggðakvóti var síðasta ár.
13.11.2015 - 16:08
Leki kom að dýpkunarskipi
Liðsmenn Brunavarna Árnessýslu voru kallaðir til björgunarstarfa í Þorlákshöfn á áttunda tímanum í morgun. Þá var leki kominn að Dýpkunarskipinu Dísu og það orðið nokkuð sigið í höfninni. Vel gekk að dæla úr vélarrúmi og lest skipsins og björgunarstörfum lauk á ellefta tímanum.
„Gætum sparað hálfan milljarð“
Kostnaður við hafnarframkvæmdir í Þorlákshöfn gæti orðið fjórðungi minni en áætlun gerir ráð fyrir. „Við gætum sparað hálfan milljarð króna miðað við kostnaðaráætlun, verkið gengur miklu betur en áætlað var“, segir Hjörtur Bergmann Jónsson hafnarstjóri í Þorlákshöfn.
Rafmagnslaust í Þorlákshöfn í nótt
Rafmagnslaust verður í Þorlákshöfn í nótt, aðfaranótt þriðjudags, frá kl. 01:00 og til kl. 06:00 í fyrramálið. Starfsmenn Landsnets vinna þá í aðveitustöðinni við Þorlákshöfn við undirbúning tengingar nýs jarðstrengs á milli Selfoss og Þorlákshafnar.
Fyrstu rafrænu íbúakosningarnar
Nú standa yfir íbúakosningar í Sveitarfélaginu Ölfusi. Markmiðið er að kanna afstöðu íbúa til sameiningar sveitarfélaga og við hvaða félög ætti þá helst að ræða, hægt er að haka við Grindavík, Hveragerði og Árborg.
Fyrstu rafrænu íbúakosningarnar
Snemma á þessu ári verður í fyrsta sinn kosið í rafrænni íbúakosningu á Íslandi. Sveitarfélagið Ölfus ætlar að ríða á vaðið og kanna hug íbúa til sameiningar við Hverargerði. Kosningaaldurinn verður sextán ár.
01.01.2015 - 18:36
Framkvæmdir áformaðar í Hveradölum
Til stendur að byggja hundrað herbergja hótel, reisa nýja skíðalyftu og útbúa 10.000 fermetra baðlón með lágreistri þjónustubyggingu við Skíðaskálann í Hveradölum. Skíðaskálinn sjálfur verður endurbyggður og þar verður rekinn veitingastaður.
06.12.2014 - 13:30
Rætt um sameiningu Hveragerðis og Ölfuss
Til greina kemur að sameina sveitarfélögin Hveragerði og Ölfus. Meirihluti íbúa í Hveragerði er fylgjandi sameiningu við annað sveitarfélag. Bæjarstjórn Ölfuss ákveður á næstunni hvort kanna eigi hug íbúa til mögulegrar sameiningar.
Drullusvað eftir ferðamenn - myndir
Til tals hefur komið að takmarka umferð um Reykjadal í Ölfusi, rétt ofan við Hveragerði, segir Sigurður Jónsson skipulags- og byggingarfulltrúi Ölfuss. Stígurinn er sumstaðar eitt drulluflag eftir gangandi, ríðandi og hjólandi ferðamenn.
Hveragerði vill skoða sameiningu við Ölfus
Bæjarstjórn Hveragerðis hefur óskað eftir sameiningarviðræðum við sveitarfélagið Ölfus og er meirihluti Hvergerðinga jákvæður í garð sameiningar. Sveitastjórn Ölfuss kannaði ekki hug íbúa til sameiningar þrátt fyrir áskorun þar um.
Framsókn með stórsigur í Ölfusi
Framsóknarflokkurinn vann stórsigur í Sveitarfélaginu Ölfusi. Hann hlaut 54,8 prósent atkvæða og fjóra fulltrúa í sveitarstjórn eða hreinan meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 25,2 prósent atkvæða og tvo fulltrúa og þá fékk Ö-listi Félagshyggjufólks 20 prósent atkvæða og einn fulltrúa.
Sveitarfélagið Ölfus
Sveitarfélagið hét áður Ölfushreppur. Hann sameinaðist Selvoghreppi árið 1989. Hreppurinn fékk svo kaupstaðaréttindi árið 1999 og breyttist nafnið þá í Sveitarfélagið Ölfus. Þorlákshöfn er stærsti þéttbýliskjarninn.
06.05.2014 - 09:38
Nýr oddviti Ö-lista í Ölfusi
Guðmundur Oddgeirsson framkvæmdastjóri leiðir framboðslista Ö-lista, framboðs félagshyggjufólks í Ölfusi. Framboðið er nú með einn bæjarfulltrúa í sveitarfélaginu en sá fulltrúi, Hróðmar Bjarnason, skipar þriðja sæti listans.
Byrja á stærsta minkabúi landsins í sumar
Byrjað verður á fyrsta áfanganum á stærsta minkabúi landsins í Þorlákshöfn í sumar. Fyrsti áfanginn er 4.300 fermetrar en ráðgert er að minkabúið verði um 21 þúsund fermetrar þegar það verður tilbúið með um tíu þúsund læðum. Heildarkostnaður við búið er um milljarður króna.
21.04.2014 - 14:44