Sveitarfélagið Ölfus

Landinn
Útrás fyrir sjúkt hugmyndaflug
„Þetta kemur djúpt úr okkar heilabúum, þetta er eitthvað sjúkt hugmyndaflug sem fær þarna útrás,“ segir Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir ein skipuleggjenda hrekkjavökuhátíðarinnar í Þorlákshöfn, Þolloween, sem stendur í heila viku í lok október.
01.11.2021 - 14:02
Losaði sig við sprengju úr bílskúrnum í Þorlákshöfn
Mikill viðbúnaður var í morgun í Þorlákshöfn þegar grunur lék á að sprengjum hefði verið komið fyrir á sorpsvæði bæjarins. Sprengjurnar reyndust eftirlíkingar, en sprengjusérfræðingar fengu engu að síður alvöru sprengju til meðferðar.
Brýnt að byggja upp Þrengslin lokist Suðurstrandarvegur
Lokun Suðurstrandarvegar vegna eldgossins á Reykjanesskaga reynir fyrst og fremst á samgönguyfirvöld í landinu segir bæjarstjórinn i Ölfusi. Huga þarf að uppbyggingu Þrengslavegar til að tryggja þungaflutninga.
Myndskeið
Svona áttu að koma í veg fyrir gróðurelda
Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í sumarbústaði á Suður- og Vesturlandi í dag. Slökkvilið þar eru í viðbragðsstöðu því hætt er við gróðureldum. Brunavarnir Árnessýslu æfðu rétt viðbrögð í dag. Mikill eldsmatur er víða þar sem gróður er skraufþurr. Slökkviliðsmenn sýndu fréttastofu hvernig unnt er að forðast það að eldur kvikni þegar kveikt er upp í grilli.
Virðast komin fyrir vind á Suðurlandi
Einn greindist með COVID-19 í skimun í Hrunamannahreppi í gær. Sá hafði verið í sóttkví síðan á miðvikudaginn í síðustu viku. Sveitarstjórinn segist bjartsýnn á að tekist hafi að hefta útbreiðslu sýkingarinnar í sveitinni. Þá virðast bönd vera að komast á hópsýkingu í Þorlákshöfn.
„Við erum búin að hægja mjög á öllu í samfélaginu“
Öll starfsemi í Þorlákshöfn er í hægagangi vegna fjölda smita sem hafa komið þar upp síðustu daga. Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Á vef HSU eru tveimur fleiri skráðir í einangrun í dag en í gær, og því eru staðfest smit í sveitarfélaginu orðin 13.
Veiran enn að breiðast út í Þorlákshöfn
Allt bendir til þess að smitum sé enn að fjölga í Þorlákshöfn. Grunnskólinn verður lokaður á morgun og foreldrar barna í leikskólanum eru hvattir til að halda börnum heima, þó að hann sé opinn.
Smitin í Þorlákshöfn tengjast Ramma
4 starfsmenn útgerðar og fiskvinnslufyrirtækisins Ramma í Þorlákshöfn greindust með COVID-19 í gær. Beðið er niðurstöðu raðgreiningar og sýnatöku annarra starfsmanna til að ná frekar utan um smitið. Allir starfsmenn fyrirtækisins í Þorlákshöfn fóru í skimun í dag og er beðið niðurstöðu úr þeim.
Fjögur smit í fyrirtæki í Þorlákshöfn
Hópsmit er komið upp í Ölfusi. Fjögur smituðust á sama vinnustað í Þorlákshöfn. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að málið sé nýlega komið upp og enn sé unnið að því að ná utan um það.
26.04.2021 - 08:13
Myndskeið
58 lóðir í Þorlákshöfn fóru á tveimur dögum
Umframeftirspurn er eftir lóðum í Þorlákshöfn. 58 lóðir sem auglýstar voru fóru á aðeins tveimur dögum. Bæjarstjórinn segir að draga þurfi um lóðir og því sitji einhverjir eftir með sárt ennið.
Myndskeið
Segir Þorlákshöfn verða lykilhöfn vöruflutninga
Gangi áform um stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn eftir styttast siglingaleiðir stærri skipa til Evrópu verulega og umhverfisáhrif flutninga dragast saman. Stækkun hafnarinnar gæti einnig opnað fyrir ferðamannastraum á Suðurlandi. Brimbrettaiðkenndur eru uggandi vegna áformanna.
Komast ekki til hafnar vegna veðurs
Tvö skip sem koma áttu til Þorlákshafnar í morgun hafa orðið að seinka komu sinni vegna illviðris. Hjörtur Jónsson, hafnarstjóri Þorlákshafnar, segir að skipið Akranes hafi átt að koma klukkan átta í morgun en núna sé gert ráð fyrir að það komi ekki fyrr en um hádegi. Leiðindaveður er í Þorlákshöfn: „Suðvestan hraglandi og éljagangur,“ segir Hjörtur.
27.11.2020 - 09:07
Myndskeið
Þriggja milljarða heimili með garði í miðjunni
Framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi eru vel á veg komnar. Húsið verður hringlaga, með garði í miðjunni. Áætlaður kostnaður er þrír milljarðar króna. Fjögur önnur hjúkrunarheimili á landsbyggðinni eru í bígerð.
Banaslys varð í malarnámu í Lambafelli í Þrengslum
Íslenskur karlmaður á sextugsaldri lést í vinnuslysi í malarnámu í Lambafelli við Þrengslaveg í gær eða í morgun. Lögregla telur er að slysið hafi orðið einhvern tíma milli ellefu í gærkvöldi og til morguns. Talið er að hann hafi látist þegar jarðýta sem hann ók fór fram af vegbrún og féll ofan í námuna.
Malbikað á Selfossi og nágrenni
Búast má við töfum á umferð á þjóðvegi eitt í grennd við Selfoss næstu daga. Malbikunarframkvæmdir hefjast þar í dag og standa yfir fram eftir vikunni.
Efling og sveitarfélögin funda í dag
Efling og Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga funda hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag. Síðast var fundað á fimmtudagskvöld í þrjár klukkustundir án árangurs.
Myndskeið
Hefur miklar áhyggjur af verkfalli Eflingar
Um 270 félagsmenn í Eflingu hætta störfum á hádegi á morgun þegar verkfall hefst í fjórum sveitarfélögum: Kópavogi, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Ölfus. Foreldri leikskólabarna hefur miklar áhyggjur af verkfallinu og segir ástandið erfitt. Loka þarf nokkrum leik- og grunnskólum, þeim sömu og var lokað í tíu daga í mars vegna verkfalls.
Verkfall Eflingar hefst á morgun
Verkfall Eflingar hefst í fjórum sveitarfélögum á morgun, samkvæmt upplýsingum framkvæmdastjóra Eflingar. Loka þarf þremur leikskólum og fjórum grunnskólum.
Viðtal
Enginn árangur á fundi Eflingar og sveitarfélaga
Tveggja tíma löngum samningafundi í kjaradeilu Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk á niðurstöðu. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að ekkert hafi miðað áfram í viðræðunum í dag. Næsti fundur hefur verið boðaður á mánudag. Náist ekki samningar skellur á verkfall í fjórum sveitarfélögum: Kópavogi, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Ölfusi. Það myndi raska skólahaldi, starfsemi leikskóla og hugsanlega heimaþjónustu.
Viðtal
„Algjörlega óboðlegt“ ef verkfall truflar skólahald
Sveitarstjórnarráðherra segist skilja áhyggur barna af því að geta ekki mætt í skólann í næstu viku komi til verkfalls. Ráðherra segir það óboðlegt verði skólahald ekki með eðlilegum hætti í fjórum sveitarfélögum sem verkfall tæki til. Hann segir það óskiljanlegt hvers vegna ekki hafa náðst samningar.
Myndskeið
Grafalvarlegt ef kennsla fellur niður vegna verkfalls
Stúlka í Kársnesskóla segir það grafalvarlegt ef fella þarf niður kennslu í næstu viku vegna verkfalls Eflingar. Hún hefur kvartað til umboðsmanns barna. Hún hefur lítið getað mætt í skólann í tæpa tvo mánuði vegna verkfalla og veiru.
Viðbúið að 2.200 nemendur fái ekki að mæta í skóla
Viðbúið er að nemendur geti ekki lengur mætt í tíma í fjórum grunnskólum í Kópavogi frá og með miðvikudegi í næstu viku, komi til verkfalls Eflingar. Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segist ekki vera bjartsýn á að samningar náist fyrir þriðjudag þegar boðað hefur verið til verkfalls. 
ÍAV átti lægsta boð í tvöföldun Suðurlandsvegar
Tilboð í annan áfanga breikkunar Hringvegar á milli Hveragerðis og Selfoss voru opnuð í gær. Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í verkið sem felst í nýbyggingu Hringvegar að hluta og breikkun og endurgerð að hluta á rúmlega sjö kílómetra vegkafla.
Efling boðar fleiri ótímabundin verkföll
Fleiri verkföll en hjá Reykjavíkurborg eru í bígerð hjá Eflingu. Greidd verða atkvæði um ótímabundin verkföll í fimm sveitarfélögum og samúðarverkföll í einkareknum leik- og grunnskólum. Þau hefjast í 9. mars verði þau samþykkt
Þrjú sækja um í Lögmannshlíðarsókn og sex í Þorlákshöfn
Þjóðkirkjan auglýsti nýlega eftir tveimur prestum í prestaköllin í Glerárkirkju og Þorlákshöfn. Þjóðkirkjan hefur nú birt nöfn umsækjenda. Umsóknarfrestur um starf sóknarprest í prestaköllunum tveimur rann út 9. desember og verður skipað í þau frá 1. febrúar 2020.