Sveitarfélagið Ölfus

Myndskeið
Segir Þorlákshöfn verða lykilhöfn vöruflutninga
Gangi áform um stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn eftir styttast siglingaleiðir stærri skipa til Evrópu verulega og umhverfisáhrif flutninga dragast saman. Stækkun hafnarinnar gæti einnig opnað fyrir ferðamannastraum á Suðurlandi. Brimbrettaiðkenndur eru uggandi vegna áformanna.
Komast ekki til hafnar vegna veðurs
Tvö skip sem koma áttu til Þorlákshafnar í morgun hafa orðið að seinka komu sinni vegna illviðris. Hjörtur Jónsson, hafnarstjóri Þorlákshafnar, segir að skipið Akranes hafi átt að koma klukkan átta í morgun en núna sé gert ráð fyrir að það komi ekki fyrr en um hádegi. Leiðindaveður er í Þorlákshöfn: „Suðvestan hraglandi og éljagangur,“ segir Hjörtur.
27.11.2020 - 09:07
Myndskeið
Þriggja milljarða heimili með garði í miðjunni
Framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi eru vel á veg komnar. Húsið verður hringlaga, með garði í miðjunni. Áætlaður kostnaður er þrír milljarðar króna. Fjögur önnur hjúkrunarheimili á landsbyggðinni eru í bígerð.
Banaslys varð í malarnámu í Lambafelli í Þrengslum
Íslenskur karlmaður á sextugsaldri lést í vinnuslysi í malarnámu í Lambafelli við Þrengslaveg í gær eða í morgun. Lögregla telur er að slysið hafi orðið einhvern tíma milli ellefu í gærkvöldi og til morguns. Talið er að hann hafi látist þegar jarðýta sem hann ók fór fram af vegbrún og féll ofan í námuna.
Malbikað á Selfossi og nágrenni
Búast má við töfum á umferð á þjóðvegi eitt í grennd við Selfoss næstu daga. Malbikunarframkvæmdir hefjast þar í dag og standa yfir fram eftir vikunni.
Efling og sveitarfélögin funda í dag
Efling og Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga funda hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag. Síðast var fundað á fimmtudagskvöld í þrjár klukkustundir án árangurs.
Myndskeið
Hefur miklar áhyggjur af verkfalli Eflingar
Um 270 félagsmenn í Eflingu hætta störfum á hádegi á morgun þegar verkfall hefst í fjórum sveitarfélögum: Kópavogi, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Ölfus. Foreldri leikskólabarna hefur miklar áhyggjur af verkfallinu og segir ástandið erfitt. Loka þarf nokkrum leik- og grunnskólum, þeim sömu og var lokað í tíu daga í mars vegna verkfalls.
Verkfall Eflingar hefst á morgun
Verkfall Eflingar hefst í fjórum sveitarfélögum á morgun, samkvæmt upplýsingum framkvæmdastjóra Eflingar. Loka þarf þremur leikskólum og fjórum grunnskólum.
Viðtal
Enginn árangur á fundi Eflingar og sveitarfélaga
Tveggja tíma löngum samningafundi í kjaradeilu Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk á niðurstöðu. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að ekkert hafi miðað áfram í viðræðunum í dag. Næsti fundur hefur verið boðaður á mánudag. Náist ekki samningar skellur á verkfall í fjórum sveitarfélögum: Kópavogi, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Ölfusi. Það myndi raska skólahaldi, starfsemi leikskóla og hugsanlega heimaþjónustu.
Viðtal
„Algjörlega óboðlegt“ ef verkfall truflar skólahald
Sveitarstjórnarráðherra segist skilja áhyggur barna af því að geta ekki mætt í skólann í næstu viku komi til verkfalls. Ráðherra segir það óboðlegt verði skólahald ekki með eðlilegum hætti í fjórum sveitarfélögum sem verkfall tæki til. Hann segir það óskiljanlegt hvers vegna ekki hafa náðst samningar.
Myndskeið
Grafalvarlegt ef kennsla fellur niður vegna verkfalls
Stúlka í Kársnesskóla segir það grafalvarlegt ef fella þarf niður kennslu í næstu viku vegna verkfalls Eflingar. Hún hefur kvartað til umboðsmanns barna. Hún hefur lítið getað mætt í skólann í tæpa tvo mánuði vegna verkfalla og veiru.
Viðbúið að 2.200 nemendur fái ekki að mæta í skóla
Viðbúið er að nemendur geti ekki lengur mætt í tíma í fjórum grunnskólum í Kópavogi frá og með miðvikudegi í næstu viku, komi til verkfalls Eflingar. Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segist ekki vera bjartsýn á að samningar náist fyrir þriðjudag þegar boðað hefur verið til verkfalls. 
ÍAV átti lægsta boð í tvöföldun Suðurlandsvegar
Tilboð í annan áfanga breikkunar Hringvegar á milli Hveragerðis og Selfoss voru opnuð í gær. Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í verkið sem felst í nýbyggingu Hringvegar að hluta og breikkun og endurgerð að hluta á rúmlega sjö kílómetra vegkafla.
Efling boðar fleiri ótímabundin verkföll
Fleiri verkföll en hjá Reykjavíkurborg eru í bígerð hjá Eflingu. Greidd verða atkvæði um ótímabundin verkföll í fimm sveitarfélögum og samúðarverkföll í einkareknum leik- og grunnskólum. Þau hefjast í 9. mars verði þau samþykkt
Þrjú sækja um í Lögmannshlíðarsókn og sex í Þorlákshöfn
Þjóðkirkjan auglýsti nýlega eftir tveimur prestum í prestaköllin í Glerárkirkju og Þorlákshöfn. Þjóðkirkjan hefur nú birt nöfn umsækjenda. Umsóknarfrestur um starf sóknarprest í prestaköllunum tveimur rann út 9. desember og verður skipað í þau frá 1. febrúar 2020.
Ölfusárbrú lokuð fyrir umferð til þrjú í nótt
Lögreglan á Suðurlandi bendir ökumönnum sem eiga leið yfir Ölfusárbrú á að viðgerðir standa yfir á ljósabúnaði brúarinnar. Umferð verður ekki hleypt yfir fyrr en að viðgerð lokinni, sem samkvæmt áætlun ætti að vera um klukkan þrjú í nótt. Ökumenn eru beðnir um að sýna aðgát og þolinmæði á meðan viðgerð stendur.
25.09.2019 - 00:39
Hvergerðingar undrandi á nágrönnum sínum
Bæjarráð Ölfuss hefur hafnað beiðni íbúa við Brúarhvammsveg í Ölfusi sem óskuðu eftir því að mörkum sveitarfélagsins yrði breytt þannig að hús þeirra, lóðir og annað sem þeim tilheyrir fylgi framvegis sveitarfélaginu Hveragerði. Bæjarráð Hveragerðis er undrandi á „afdráttarlausri afstöðu Ölfusinga til viðræðna.“
19.08.2019 - 08:27
Myndskeið
Sundlaugargestir reknir upp úr í þrumuveðri
„Ég heyrði einhverjar svakalegar drunur og hélt að það væri verið að sprengja eitthvað niður á höfn. En svo var þetta bara eins og jarðskjálfti og þessu fylgdi ein mesta rigning sem ég hef séð á ævi minni,“ segir Hákon Svavarsson, póstburðarmaður í Þorlákshöfn sem átti fótum sínum fjör að launa þegar mikið eldingaveður gekk yfir bæinn á þriðja tímanum í dag. Nokkur fjöldi var í sundlauginni í Þorlákshöfn þegar veðrið gekk yfir og voru allir beðnir um að vera í innilauginni á meðan á því stóð.
17.07.2019 - 15:09
Ráðherra gróðursetti með grunnskólabörnum
Í tilefni samstarfsyfirlýsingar Yrkjusjóðs, Skógræktarinnar og Landgræðslunnar gróðursetti Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindarráðherra, trjáplöntur í Þorláksskógum á Suðurlandi í dag ásamt hópi grunnskólabarna.  Yfirlýsingin erum aukna gróðursetningu grunnskólabarna og fræðslu fyrir þau um samspil kolefnisbindingar, landnotkunar og loftslagsmála, segir á vef Stjórnarráðs Íslands. Verkefnið er liður í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.
Upptaka
Íbúafjöldi Ölfuss tvöfaldast
Íbúafjöldi sveitarfélagsins Ölfuss tvöfaldast gangi áform um byggingu 500 íbúða hverfis eftir. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir að áformin séu til tíu ára. 
15.05.2019 - 09:20
Geti sparað 45 milljónir í lóðakostnaði
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að fólk geti sparað sér 45 milljónir króna með því að byggja hús í Ölfusi frekar en á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að verið sé að skipuleggja ný hverfi til að mæta eftirspurn eftir lóðum. Fólk gæti sparað sér mikið fé með því að byggja í Ölfusi, sem sé nokkurs konar úthverfi höfuðborgarsvæðisins, í hálftíma fjarlægð.
07.12.2018 - 07:49
18 sækjast eftir starfi bæjarstjóra í Ölfusi
Gefin hefur verið út listi með nöfnum þeirra 18 sem sótt hafa um starf bæjarstjóra í Ölfusi og þar má finna fimm núverandi eða fyrrverandi bæjarstjórar. Upphaflega sóttu 23 um starfið en fimm drógu umsókn sína til baka.
05.07.2018 - 21:03
Leitaraðstæður við Ölfusá mjög erfiðar
Tugir björgunarsveitarmanna víðs vegar að af Suðurlandi og frá höfuðborgarsvæðinu leita nú manns sem vegfarandi sá klifra upp á handrið á Ölfusárbrú og stökkva út í ána. Gengið er með bökkum árinnar og fjórir bátar eru einnig notaðir við leitina, að sögn viðmælanda fréttastofu. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir leitaraðstæður mjög erfiðar.
Fiskeldi í Þorlákshöfn háð umhverfismati
Fyrirhugað fiskeldi Tálkna ehf. við Þorlákshöfn er háð mati á umhverfisáhrifum. Þetta er niðurstaða Skipulagsstofnunar sem var birt í dag. Bæjarstjórn Ölfuss taldi ekki ástæðu til að framkvæmdin færi í umhverfismat. 
12.12.2017 - 14:37
Höggvið í brún Ingólfsfjalls
Tvær milljónir rúmmetra af möl og grjóti eru unnar úr suðurbrún Ingólfsfjalls, samkvæmt framkvæmdaleyfi frá árinu 2006. Fjallið ber nú skýr merki um efnistökuna, en brúnin verður lækkuð um 80 metra áður en yfir lýkur.