Sveitarfélagið Hornafjörður

Sjónvarpsfrétt
Hringvegur og raflína í hættu við Jökulsárlón
Flytja þarf raflínur og hringveginn austan Jökulsárlóns vegna ágangs sjávar. Strandlengjan hefur færst um tvo til fjóra metra á ári.
Myndskeið
Telur að lengja megi veiðitímabil helsingja
Helsingjastofninn er í mikilli uppsveiflu. Flestir verpa þeir á Suðausturlandi og taka vel til matar síns í túnum bænda í Suðursveit. Starfandi þjóðgarðsvörður telur að lengja megi veiðitímabilið til jafns við lengd þess annars staðar á landinu.
Myndskeið
Hormónatengd klikkun eða hitajafnari?
Ástartákn eða hitajafnari. Það eru ýmsar kenningar um það hvers vegna helsingi hefur stein í hreiðri sínu en ráðgátan er þó óleyst. Fuglafræðingur telur að tímabundin og hormónatengd klikkun geti verið skýringin.
Landinn
Umhverfisvænna að borða mjólkurkýr
„Mér fannst erfitt að fá íslenskt gott nautakjöt og þess vegna byrjaði ég á þessu,“ segir Pálmi Geir Sigurgeirsson eigandi kjötverkunarinnar Frá haus að hala. Hann sérhæfir sig í að vinna fjölbreyttar vörur úr fullorðnum mjólkurkúm.
Landinn
Fetar í fótspor forfeðranna
„Ég ólst auðvitað upp við að elta kindur hérna upp um öll fjöll og fór átján ára með fyrsta Ferðafélagshópinn og við gistum þá í tjöldum undir Illakambi, það voru ekki komnir neinir skálar. Þannig að það má segja að núna séu um fjörtíu ár frá fyrsta launaða verkefninu sem leiðsögumaður,“ segir Gunnlaugur B. Ólafsson, framhaldsskólakennari og leiðsögumaður.
Landinn
Dansa fyrir Duchenne
„Þið vitið hvað er að fara að gerast, það er föstudagsfjör og við dönsum fyrir Duchenne!" Þannig hefjast yfirleitt dansmyndbönd sem Hulda Björk Svansdóttir tekur upp á hverjum föstudegi og dreifir á Youtube, Facebook og víðar. Hulda Björk og Ægir Þór, sonur hennar sem er með Duchenne-sjúkdóminn, fá þá hina og þessa til að dansa með sér til að vekja athygli á sjúkdómnum og baráttunni gegn honum.
Segir ríkið skulda sveitarfélaginu 130-140 milljónir
Vigdísarholt tekur við rekstri hjúkrunarheimila af Sveitarfélaginu Hornafirði um næstu mánaðamót. Bæjarstjórinn segir ríkið skulda sveitarfélaginu á annað hundrað milljónir króna sem enn sé ósamið um.
Sveitarfélög ekki á einu máli um Hálendisþjóðgarð
Þau sveitarfélög sem eiga aðild að óstofnuðum Hálendisþjóðgarði eru ekki einhuga í afstöðu sinni. Sum hafna áformunum alfarið eða setja fyrirvara um breytingar á frumvarpinu. Önnur styðja áformin heilshugar.
Vonbrigði að geta ekki skilað rekstri öldrunarheimila
Bæjarstjórinn á Akureyri segir það vonbrigði að ekki hafi náðst samningar við ríkið um að bærinn skilaði af sér rekstri Öldrunarheimila Akureyrar um áramót. Sams konar samningar eru við þrjú önnur sveitarfélög.
„Norlandair var ekki með vélar sem uppfylla kröfurnar“ 
Flugfélögin Norlandair og Ernir bíða nú átekta eftir niðurstöðu Vegagerðarinnar vegna útboðs á áætlunarflugi, til Bíldudals, Gjögurs og Hafnar í Hornafirði. Vegagerðin afturkallaði í síðasta mánuði val á Norlandair í verkið eftir að Ernir kærði útboðið.
Grunnskólinn á Höfn lokaður og kennarar í sóttkví
Grunnskólahald á Höfn í Hornafirði lá niðri í gær og í dag vegna smits kennara við skólann. Allt stefnir í að allir kennarar við skólann og um 40 nemendur verði settir í sóttkví og því er viðbúið að kennsla fari úr skorðum í næstu viku.
25.09.2020 - 14:38
Styðja sveitarfélög sem urðu fyrir mestum áföllum
Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljónir króna til að bregðast við hruni í ferðaþjónustu. Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Skútustaðahreppur fá mest í sinn hlut, 32 milljónir hvert sveitarfélag um sig.
Tvær rútur utan vegar nærri Vík
Hrafnhildur Ævarsdóttir, formaður björgunarsveitarinnar Kára í Öræfum, segir að nóg hafi verið að gera við að koma ferðamönnum til hjálpar í óveðrinu í dag. Það snjóaði talsvert í nótt í Öræfum og eru aðstæður erfiðar, og núna er hávaðarok og hríðarbylur.
Vilja kanna aðstæður til millilandaflugs á Hornafirði
Þingsályktunartillaga um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll verður lögð fram í dag samkvæmt dagskrá Alþingis. Samkvæmt tillögunni er samgönguráðherra falið að skoða hvort nægjanlegur búnaður og aðstaða sé á Hornafjarðarflugvelli til að hægt sé að sinna þaðan millilandaflugi með minni farþegaflugvélum.
Styr um listamiðstöð leikstjóra á Hornafirði
Bæjarfulltrúi á Hornafirði telur að leigusamningur bæjarfélagsins við kvikmyndaleikstjórann Hlyn Pálmason um Stekkaklett eigi eftir að valda því miklum kostnaði. Hann sakar meirihlutann um undirferli og hefur óskað eftir aðkomu sveitastjórnarráðuneytisins. Bæjarstjóri Hornafjarðar hafnar þessum ásökunum.
24.08.2019 - 15:53
Metaðsókn í strandblaki á Unglingalandsmótinu
Metaðsókn var í strandblaki á Unglingalandsmóti Ungmennafélags Íslands, UMFÍ, á Höfn í Hornafirði sem er nú í fullum gangi. Aðsóknin var svo mikil að setja þurfti upp nýjan völl fyrir strandblak á innan við sólarhring fyrir mótið. Alls 99 lið tóku þátt í 200 leikjum í strandblaki, það er um 100 prósent aukning frá því í fyrra þegar 52 lið spiluðu.
Taka verði tillit til selanna í Jökulsárlóni
Umhverfisstofnun telur mikilvægt að tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Jökulsárlón taki tillit til sela. Stofnunin segir að áhrifasvæði selalátursins við Fjallsárós-Breiðárós nái inn á skipulagssvæði fyrir framtíðaruppbygingu við lónið.
Ætlar að hlusta á athugasemdir íbúa
Ekki hefur verið ákveðið hvort ríkið hættir að styrkja flug til Hafnar, Þórshafnar og Vopnafjarðar, í samræmi við drög að stefnu ríkisins. Ráðherra segir að hlustað verði á sjónarmið íbúa. 
Vísar ásökunum Hornfirðinga til föðurhúsanna
Jón Þór Ólason, lögmaður ferðaþjónustufyrirtækisins Ice Lagoon, vísar alfarið á bug þeim ásökunum bæjarráðs Hornafjarðar að hann hafi gengið óeðlilega fram í fjölmiðlum í síðustu viku með því að úttala sig í fjölmiðlum um stefnu sem hafði þá ekki verið birt sveitarstjórninni.
Hafna bótaskyldu og furða sig á lögmanni
Bæjaryfirvöld á Hornafirði hafna því að hafa gerst bótaskyld gagnvart ferðaþjónustufyrirtækinu Ice Lagoon ehf. Fyrirtækið hefur stefnt bænum vegna allt að 270 milljóna króna tjóns sem það telur sig hafa orðið fyrir vegna athafna sveitarfélagsins við Jökulsárlón um árabil.
Meirihlutar falla unnvörpum fyrir austan
Stærstu tíðindin á Austurlandi í sveitarstjórnarkosningunum í gær eru þau að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Fjarðabyggð féll á einu atkvæði að því er virðist, Seyðisfjarðarlistinn náði hreinum meirihluta á Seyðisfirði og Framsóknarflokkur felldi meirihluta Sjálfstæðisflokks og 3. framboðsins og náði hreinum meirihluta á Hornafirði.
Sæmundur leiðir 3. framboðið á Hornafirði
Í gær birti 3. framboðið  í Sveitarfélaginu Hornafirði lista fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018. Listinn er eftirfarandi:
Hörð deila um Jökulsárlón á leið fyrir dóm
Ferðaþjónustufyrirtækið Ice Lagoon ehf hefur krafið Hornafjörð um skaðabætur upp á 223 til 273 milljónir króna. Verði ekki fallist á viðræður um skaðabótakröfuna ætlar fyrirtækið að leita réttar síns fyrir dómstólum. Bæjarráð Hornafjarðar hafnaði kröfunni á fundi sínum í gær.
Bílar og þök fjúka í nágrenni við Höfn
Að minnsta kosti sex bílar, þar af einn flutningabíll með tengivagni, hafa fokið útaf veginum vestan við Höfn í Hornafirði í dag. Þá hafa þök fokið af húsum í hvassviðrinu.
13.02.2018 - 11:05
Ekki verður af sameiningu á suðausturhorninu
Samstarfsnefnd vegna sameiningar Skaftárhrepps, Hornafjarðar og Djúpavogshrepps hefur lokið störfum, án niðurstöðu. Sveitarfélögin verða ekki sameinuð í bráð. Óvissa sem fylgdi stjórnarslitum og alþingiskosningum olli því að ekki var unnt að ljúka viðræðum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.