Sveitarfélagið Hornafjörður

„Norlandair var ekki með vélar sem uppfylla kröfurnar“ 
Flugfélögin Norlandair og Ernir bíða nú átekta eftir niðurstöðu Vegagerðarinnar vegna útboðs á áætlunarflugi, til Bíldudals, Gjögurs og Hafnar í Hornafirði. Vegagerðin afturkallaði í síðasta mánuði val á Norlandair í verkið eftir að Ernir kærði útboðið.
Grunnskólinn á Höfn lokaður og kennarar í sóttkví
Grunnskólahald á Höfn í Hornafirði lá niðri í gær og í dag vegna smits kennara við skólann. Allt stefnir í að allir kennarar við skólann og um 40 nemendur verði settir í sóttkví og því er viðbúið að kennsla fari úr skorðum í næstu viku.
25.09.2020 - 14:38
Styðja sveitarfélög sem urðu fyrir mestum áföllum
Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljónir króna til að bregðast við hruni í ferðaþjónustu. Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Skútustaðahreppur fá mest í sinn hlut, 32 milljónir hvert sveitarfélag um sig.
Tvær rútur utan vegar nærri Vík
Hrafnhildur Ævarsdóttir, formaður björgunarsveitarinnar Kára í Öræfum, segir að nóg hafi verið að gera við að koma ferðamönnum til hjálpar í óveðrinu í dag. Það snjóaði talsvert í nótt í Öræfum og eru aðstæður erfiðar, og núna er hávaðarok og hríðarbylur.
Vilja kanna aðstæður til millilandaflugs á Hornafirði
Þingsályktunartillaga um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll verður lögð fram í dag samkvæmt dagskrá Alþingis. Samkvæmt tillögunni er samgönguráðherra falið að skoða hvort nægjanlegur búnaður og aðstaða sé á Hornafjarðarflugvelli til að hægt sé að sinna þaðan millilandaflugi með minni farþegaflugvélum.
Styr um listamiðstöð leikstjóra á Hornafirði
Bæjarfulltrúi á Hornafirði telur að leigusamningur bæjarfélagsins við kvikmyndaleikstjórann Hlyn Pálmason um Stekkaklett eigi eftir að valda því miklum kostnaði. Hann sakar meirihlutann um undirferli og hefur óskað eftir aðkomu sveitastjórnarráðuneytisins. Bæjarstjóri Hornafjarðar hafnar þessum ásökunum.
24.08.2019 - 15:53
Metaðsókn í strandblaki á Unglingalandsmótinu
Metaðsókn var í strandblaki á Unglingalandsmóti Ungmennafélags Íslands, UMFÍ, á Höfn í Hornafirði sem er nú í fullum gangi. Aðsóknin var svo mikil að setja þurfti upp nýjan völl fyrir strandblak á innan við sólarhring fyrir mótið. Alls 99 lið tóku þátt í 200 leikjum í strandblaki, það er um 100 prósent aukning frá því í fyrra þegar 52 lið spiluðu.
Taka verði tillit til selanna í Jökulsárlóni
Umhverfisstofnun telur mikilvægt að tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Jökulsárlón taki tillit til sela. Stofnunin segir að áhrifasvæði selalátursins við Fjallsárós-Breiðárós nái inn á skipulagssvæði fyrir framtíðaruppbygingu við lónið.
Ætlar að hlusta á athugasemdir íbúa
Ekki hefur verið ákveðið hvort ríkið hættir að styrkja flug til Hafnar, Þórshafnar og Vopnafjarðar, í samræmi við drög að stefnu ríkisins. Ráðherra segir að hlustað verði á sjónarmið íbúa. 
Vísar ásökunum Hornfirðinga til föðurhúsanna
Jón Þór Ólason, lögmaður ferðaþjónustufyrirtækisins Ice Lagoon, vísar alfarið á bug þeim ásökunum bæjarráðs Hornafjarðar að hann hafi gengið óeðlilega fram í fjölmiðlum í síðustu viku með því að úttala sig í fjölmiðlum um stefnu sem hafði þá ekki verið birt sveitarstjórninni.
Hafna bótaskyldu og furða sig á lögmanni
Bæjaryfirvöld á Hornafirði hafna því að hafa gerst bótaskyld gagnvart ferðaþjónustufyrirtækinu Ice Lagoon ehf. Fyrirtækið hefur stefnt bænum vegna allt að 270 milljóna króna tjóns sem það telur sig hafa orðið fyrir vegna athafna sveitarfélagsins við Jökulsárlón um árabil.
Meirihlutar falla unnvörpum fyrir austan
Stærstu tíðindin á Austurlandi í sveitarstjórnarkosningunum í gær eru þau að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Fjarðabyggð féll á einu atkvæði að því er virðist, Seyðisfjarðarlistinn náði hreinum meirihluta á Seyðisfirði og Framsóknarflokkur felldi meirihluta Sjálfstæðisflokks og 3. framboðsins og náði hreinum meirihluta á Hornafirði.
Sæmundur leiðir 3. framboðið á Hornafirði
Í gær birti 3. framboðið  í Sveitarfélaginu Hornafirði lista fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018. Listinn er eftirfarandi:
Hörð deila um Jökulsárlón á leið fyrir dóm
Ferðaþjónustufyrirtækið Ice Lagoon ehf hefur krafið Hornafjörð um skaðabætur upp á 223 til 273 milljónir króna. Verði ekki fallist á viðræður um skaðabótakröfuna ætlar fyrirtækið að leita réttar síns fyrir dómstólum. Bæjarráð Hornafjarðar hafnaði kröfunni á fundi sínum í gær.
Bílar og þök fjúka í nágrenni við Höfn
Að minnsta kosti sex bílar, þar af einn flutningabíll með tengivagni, hafa fokið útaf veginum vestan við Höfn í Hornafirði í dag. Þá hafa þök fokið af húsum í hvassviðrinu.
13.02.2018 - 11:05
Ekki verður af sameiningu á suðausturhorninu
Samstarfsnefnd vegna sameiningar Skaftárhrepps, Hornafjarðar og Djúpavogshrepps hefur lokið störfum, án niðurstöðu. Sveitarfélögin verða ekki sameinuð í bráð. Óvissa sem fylgdi stjórnarslitum og alþingiskosningum olli því að ekki var unnt að ljúka viðræðum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Hafi komið fram „af valdníðslu og hlutdrægni“
Sveitastjórn Hornafjarðar og bæjarstjóri sveitarfélagsins eru gagnrýnd í bréfi sem lögmaður ferðaþjónustufyrirtækisins Ice Lagoon við Jökulsárlón sendi sveitarfélaginu og tekið var fyrir á fundi bæjarráðs í vikunni. Ferðaþjónustufélagið telur sig hafa orðið af tekjum upp á 280 til 400 milljónir.
Skúli í Subway horfir til Jökulsárlóns
Skúli Gunnar Sigfússon, oftast kenndur við Subway, sendi bæjarráði Hornafjarðar erindi í lok síðasta mánaðar þar sem hann greindi frá áhuga sínum að byggja upp aðstöðu við Reynivelli fyrir þá ferðamenn sem vilja njóta náttúrunnar við Jökulsárlón.
Ráðhúsið á Hornafirði í nauðungarsölu
Ráðhúsið á Höfn í Hornafirði er komið á nauðungarsölu vegna kröfu sambýlisins Hólabrekku sem telur sig eiga inni rúmar 8 milljónir hjá bænum.  Lögmaður sambýlisins segir málið afar sérstakt.
12.04.2017 - 12:40
„Við þetta munu Hornfirðingar ekki una“
Bæjarráð Hornafjarðar hefur bæst í hóp þeirra sem gagnrýna bæði ríkisstjórnina og Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, vegna fyrirhugaðs niðurskurðs á samgönguáætlun. Bæjarráð furðar sig á þeirri ákvörðun að fara ekki eftir áætluninni sem samþykkt var samhljóða í október á síðasta ári.
Bærinn „afskekktur“ og „langt í næstu aðstoð“
Bæjarráð Hornafjarðar krefst þess að norðaustur/suðvestur-flugbrautin á Reykjavíkurflugvelli verði opin í neyðartilfellum á meðan aðrar lausnir í sjúkraflutningum séu ekki tiltækar. Bærinn sé afskekktur og langt sé í næstu aðstoð þegar þörf sé á liðsauka.
Milljarður til viðbótar í að breikka brýr
Fjárveiting til að breikka eða skipta út einbreiðum brúm verður aukin um milljarð frá upphaflegu frumvarpi að samgönguáætlun, samkvæmt tillögum stjórnarflokkanna. Innanríkisráðherra segir fjármagn aukið töluvert í vegakerfið í heild en stjórnvöld viti þó að það verði að gera betur. 
Gagnrýnir sjávarútvegsráðherra harðlega
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir sjávarútvegsráðherra harðlega. Afar óréttlátt hafi verið af ráðherranum að skerða kvóta strandveiðisjómanna á svæði D. Með þessu sé smábátasjómönnum mismunað. Mikil óánægja sé með þetta í Suðurkjördæmi og óánægjan sé engu minni í Framsóknarflokki en Sjálfstæðisflokki.
Kaup Skinneyjar á Auðbjörgu staðfest
Forsvarsmenn Skinneyjar – Þinganess á Höfn í Hornafirði segjast ætla að byggja upp öfluga og sérhæfða vinnslu í Þorlákshöfn, þegar gengið hafi verið formlega frá kaupum fyrirtækisins á Auðbjörgu ehf í Þorlákshöfn. Útgerð beggja fyrirtækja verði óbreytt fram í apríl, en þá verði skipum fækkað um eitt. Fjöldi landverkafólks verði hinn sami og áður.
Bátar að losna í Hornafirði
Björgunarfélag Hornafjarðar var kallað að höfninni fyrir stundu þar sem bátur var byrjaður að losna frá bryggju. Einn bátur var að auki byrjaður að nuddast utan í annan.
30.12.2015 - 02:43