Sveitarfélagið Árborg

Ekki tókst að staðsetja bifreiðina í Ölfusá
Ekki tókst að staðsetja bíl Páls Mars Guðjónssonar í Ölfusá í dag þegar Björgunarfélag Árborgar í samvinnu við Sérsveit ríkislögreglustjóra og kafara Landhelgisgæslunnar skönnuðu botn árinnar með fjölgeislamælingu. Bíllinn hafnaði í ánni í febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.
16.03.2019 - 19:37
Myndskeið
Hlé gert á leit við Ölfusá
Hlé hefur verið gert á leitinni að manni, sem talið er að ekið hafi bíl sínum út í Ölfusá um tíuleytið í gærkvöld. Vakt er þó enn á nokkrum stöðum við ána og verður í alla nótt, en viðbragðsaðilar hyggjast funda klukkan sjö í fyrramálið til að ákveða framhaldið. Lögreglu barst tilkynning um tíuleytið í gærkvöldi um að bíl hefði verið ekið út Ölfusá, á móts við Hótel Selfoss. Ummerki á vettvangi og brak í ánni studdu þann framburð og hófst þá þegar fjölmenn og umfangsmikil leit á og við ána.
Telja sig vita hver ók út í Ölfusá
Lögreglan á Selfossi telur sig vita hver var í bílnum sem ekið var út í Ölfusá í kvöld, og að sá aðili hafi verið einn á ferð. Ungmenni urðu vitni að atvikinu og létu lögreglu vita. Umfangsmikil og fjölmenn leit hefur staðið yfir á og við Ölfusá síðan við erfiðar aðstæður, en brak úr bílnum hefur þegar fundist.
26.02.2019 - 00:42
Ekið á mann á gangbraut
Maður fótbrotnaði þegar ekið var á hann þar sem hann var á leið yfir gangbraut á Eyrarvegi á Selfossi í kvöld. Vísir greinir frá þessu. Slysið varð um kvöldmatarleytið og var lögregla með mikinn viðbúnað, þar sem fyrstu tilkynningar bentu til þess að slysið væri enn alvarlegra, segir í frétt Vísis. Nokkur hálka mun vera á svæðinu en að öðru leyti er lítið vitað um tildrög slyssins enn sem komið er.
09.02.2019 - 22:50
Rannsókn brunans á Selfossi á lokametrunum
Rannsókn á máli manns sem er grunaður um að hafa kveikt í húsi Selfossi er á lokametrunum. Þetta segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. Karl og kona létust í brunanum. Oddur gerir sér vonir um að málinu verði skilað til embættis héraðssaksóknara í þessari viku. Enn sé þó beðið eftir geðmati og mati á almannahættu.
Þingmenn vilja klára menningarsal Suðurlands
Þingmenn Suðurkjördæmis hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem skorað er á Lilju Alfreðsdóttur, mennta-og menningarmálaráðherra, að leita samninga við Árborg um að ljúka gerð menningarsalar Suðurlands á Selfossi. Frágangi ætti að vera lokið við árslok 2020 og talið er að verkefnið kosti á bilinu 300 til 400 milljónir króna.
03.11.2018 - 08:47
„Hefði í för með sér hættu á sakarspjöllum“
Bæði manninum og konunni, sem voru í gærkvöld úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna brunans á Selfossi, var gert að sæta einangrun. Fréttastofa óskaði eftir því við Héraðsdóm Suðurlands að fá gæsluvarðhaldsúrskurðina afhenta og fékk þá síðdegis. Allur texti úrskurðanna hafði verið afmáður þar sem dómari taldi að þar væru atriði sem, kæmust þau til vitundar almennings, „hefðu í för með sér hættu á sakarspjöllum.“
Aflífa þurfti tvö hross eftir árekstur
Eyrabakkavegi var lokað í kvöld eftir ekið var á tvö hross. Talsverðar tafir urðu á umferð um veginn á meðan hrossin voru fjarlægð en kallað var á dýralækni til að aflífa þau. Einn var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl en meiðsl hans eru ekki talin alvarleg.
Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur
Umferðartafir eru nú á Eyravegi á Selfossi, við Suðurhóla, vegna umferðarslyss. Fólksbíll og smárúta lentu þar saman. Fjórir voru í rútunni og einn í fólksbílnum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Selfossi.
07.09.2018 - 13:30
Viðtal
Láta vilja íbúa ekki stranda á formsatriðum
Meirihluti kjósenda er hlynntur fyrirhugaðri uppbyggingu á miðbænum á Selfossi. Þetta var niðurstaða íbúakosningar sem fram fór síðasta laugardag. Íbúar Árborgar knúðu fram kosningar með undirskriftasöfnun eftir að nýtt aðal- og deiliskipulag var samþykkt í vetur. Kosningin er bindandi. Gísli Halldór Halldórsson, nýr bæjarstjóri Árborgar, var gestur Morgunvaktarinnar á Rás1 í morgun.
21.08.2018 - 08:54
Kosningin í Árborg orðin bindandi
Rúmlega 40% íbúa Árborgar höfðu kosið í íbúakosningunni um nýjan miðbæ á Selfossi klukkan fimm síðdegis. Það þýðir að kosningin er orðin bindandi, enda lá fyrir að hún yrði það ef meira en 29% íbúa tækju þátt. Kjörstöðum verður lokað klukkan sex og Ingimundur Sigurmundsson, formaður kjörstjórnar, segir að verði kjörsóknin svipuð síðasta klukkutímann og verið hefur nái hún líklega 50 prósentum, sérstaklega þegar litið sé til þess að utankjörfundaratkvæði séu ekki inni í tölunni.
18.08.2018 - 17:27
Málefnasamningur kynntur í Árborg
Nýr meirihluti í Árborg, með Framsókn og óháðum, Samfylkingunni, Miðflokknum og Áfram Árborg kynnti málefnasamning sinn í morgun. Þetta er fyrsta meirihlutasamstarfið sem Miðflokkurinn tekur þátt í. Til stendur að auglýsa eftir nýjum bæjarstjóra.
Nýr meirihluti lítur dagsins ljós í Árborg
Bæjarfulltrúar Áfram Árborg, Miðflokksins, Framsóknar og óháðra og Samfylkingarinnar ætla að kynna nýtt meirihlutasamstarf á blaðamannafundi á morgun. Fundurinn fer fram í Húsinu á Eyrabakka og hefst klukkan 9:30. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu flokkanna.
31.05.2018 - 23:42
Meirihluti Sjálfstæðisflokksins féll í Árborg
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði einum manni og hreinum meirihluta sínum í Árborg. Samfylkingin fékk tvo menn kjörna, Framsókn og óháðir, Miðflokkurinn og Áfram Árborg fengu einn mann hvert framboð.
Afleit kjörsókn í Reykjanesbæ
Kjörsókn í Reykjanesbæ var tæpum sjö prósentustigum minni klukkan fimm í dag en á sama tíma fyrir fjórum árum. Hún var um 31,6% en var 38,2% árið 2014. Hildur Ellertsdóttir, formaður kjörstjórnar, segist ekki kunna skýringar á þessari döpru kjörsókn en hún sakni þess að sjá konurnar flykkjast á kjörstað sem oft mæti betur síðdegis en fyrri partinn.
Áherslur framboðanna í Árborg
Framboðslistar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Árborg leggja áherslu á fjármál, leikskóla, fráveitu, umhverfismál og jafnt þjónustustig alls staðar í sveitarfélaginu. Oddvitar allra framboða í Árborg eru karlar. 
Sjálfstæðismenn myndu missa meirihlutann
Fimm flokkar fengju mann kjörinn í Árborg í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag samkvæmt skoðanakönnun Gallup. Gangi könnunin eftir nær Ásta Stefánsdóttir framkvæmdastjóri sveitarfélagsins ekki kjöri. 
Leitaraðstæður við Ölfusá mjög erfiðar
Tugir björgunarsveitarmanna víðs vegar að af Suðurlandi og frá höfuðborgarsvæðinu leita nú manns sem vegfarandi sá klifra upp á handrið á Ölfusárbrú og stökkva út í ána. Gengið er með bökkum árinnar og fjórir bátar eru einnig notaðir við leitina, að sögn viðmælanda fréttastofu. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir leitaraðstæður mjög erfiðar.
Tómas leiðir M-listann í Árborg
Tómas Ellert Tómasson, byggingarverkfræðingur og verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, leiðir M-lista Miðflokksins í sveitarfélaginu Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að stefnumál M-lista Miðflokksins verði kynnt á næstu dögum.
Vilja öðru vísi hús í miðbænum
Fyrirhuguð byggð í miðbæ Selfoss er of þétt og almenningsgarður of lítill, er meðal annars það sem anstæðingar áformanna segja. Með undirskriftunum hafa þeir knúið fram íbúakosningu. Þá séu húsin sem ráðgert sé að byggja eins og gömul hús annars staðar á landinu.
03.05.2018 - 12:17
Stefnt að íbúakosningu á Selfossi í júní
Framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar segir að það eigi að vera unnt að efna til íbúakosningar í næsta mánuði, um nýsamþykkt deili- og aðalskipulag um miðbæ Selfoss sem á að reisa við hringtorgið við Ölfusárbrú. Þjóðskrá Íslands staðfesti í gær að undirskriftir, sem safnað hafði verið til þess að knýja fram íbúakosningu, væru gildar. Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar, segir að fyrirvarinn sé of stuttur til hægt sé að halda íbúakosningunum samhliða sveitarstjórnarkosningum.
03.05.2018 - 08:41
Knúðu fram íbúakosningu í Árborg
Yfirvöldum í sveitarfélaginu Árborg ber að láta fara fram almenna íbúakosningu um nýsamþykkt deiliskipulag og aðalskipulag um miðbæ Selfoss sem á að reisa við hringtorgið við Ölfusárbrú.
02.05.2018 - 22:26
Trufluð af skæru ljósaskilti handan Ölfusár
Níu íbúar við Jórutún á Selfossi krefjast þess að bæjaryfirvöld grípi til aðgerða vegna auglýsingaskiltis sem hefur verið sett upp við Hótel Selfoss. Þeir segja skiltið varpa skæru ljósi inn um glugga þeirra að næturlagi auk þess sem almenningi stafi hætta af því.
26.04.2018 - 23:15
Undirskriftasöfnun í Árborg lokið
Undirskriftasöfnun er lokið í Árborg þar sem óskað var eftir almennri atkvæðagreiðslu meðal íbúa sveitarfélagsins um nýsamþykkt deiliskipulag miðbæjar Selfoss. Undirskriftirnar hafa verið afhentar sýslumanni og verða yfirfarnar af Þjóðskrá sem sker endanlega úr um hvort tilskildum fjölda þeirra sé náð.
21.04.2018 - 14:17
Vilja íbúakosningu um breytt skipulag
Undirskriftasöfnun stendur yfir í sveitarfélaginu Árborg þar sem óskað er eftir almennri atkvæðagreiðslu um þá ákvörðun bæjarstjórnar sveitarfélagsins að samþykkja breytt aðal- og deiliskipulag miðbæjar Selfoss.
18.04.2018 - 16:20