Sveitarfélagið Árborg

Ekki ráðinn eftir veikindi og fær 5,6 milljónir í bætur
Kennari, sem fékk lausnarlaun vegna veikinda, hefur komist að samkomulagi við ríkislögmann um bætur upp á 5,6 milljónir. Þetta staðfestir Ingvar Smári Birgisson, lögmaður kennarans. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í sumar að Árborg og íslenska ríkið væru skaðabótaskyld eftir umsókn mannsins um kennarastöðu var hafnað á þeim forsendum að hann hefði fengið lausn frá störfum.
Enginn greindist í skimun í Sunnulækjarskóla
Enginn nemandi eða starfsmaður greindist smitaður í sýnatöku Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands í Sunnulækjarskóla í gær. Um 550 nemendur og 50 starfsmenn komu í skimun sem gekk með eindæmum vel.
09.10.2020 - 18:01
Nemandi í Vallaskóla með kórónuveiruna
Nemandi í sjöunda bekk Vallaskóla á Selfossi hefur greinst með kórónuveiruna og er farinn í sóttkví. Bekkjarfélagar nemandans fara í 14 daga sóttkví.
Fær að flytja inn milljón „væskilslega“ maðka
Umhverfisstofnun hefur veitt fyrirtækinu GeoTækni ehf á Selfossi leyfi til að flytja inn milljón ánamaðka, svokallaða haugána. Nota á maðkana í eftirvinnslu á moltu til að breyta henni í lífrænan áburð. Náttúrufræðistofnun segir að maðkurinn sé tiltölulega sjaldgæfur hér á landi og lýsir honum sem væskilslegum.
01.09.2020 - 08:47
Fjögur rými fyrir líknandi meðferð opnuð á Selfossi
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita Heilbrigðisstofnun Suðurlands fjármagn til að koma á fót fjórum rýmum fyrir líknar og lífslokameðferð. Áætlaður árlegur viðbótarkostnaður vegna þessarar þjónustu nemur 43 milljónum króna.
27.08.2020 - 17:50
Loka gámasvæði á Selfossi vegna smits hjá starfsmanni
Gámasvæði Árborgar var lokað í dag þar sem maður sem þar starfar greindist með COVID-19 í gær. Viðbragðsstjórn Árborgar ákvað að loka gámasvæði og starfsstöð við Austurveg til að gæta fyllstu varúðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarfélaginu.
21.08.2020 - 14:52
Malbikað á Selfossi og nágrenni
Búast má við töfum á umferð á þjóðvegi eitt í grennd við Selfoss næstu daga. Malbikunarframkvæmdir hefjast þar í dag og standa yfir fram eftir vikunni.
Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi hálflömuð
Fjórir lögreglumenn af þeim sextán sem þurftu að fara í sóttkví eftir að þrír Rúmenar voru handteknir fyrir tíu dögum, eru í rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi. Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir sóttkví lögreglumannanna ljúki nú í vikulok. Þeir þrír sem smituðust af kórónuveirunni þurfa þó að vera lengur frá vinnu. Margir lögreglumenn hafa þurft að fresta sumarfríi eða koma inn úr sumarfríi til þess að leysa af hólmi þau sem eru sóttkví.
Myndskeið
„Menn voru kannski svolítið rólegir í tíðinni“
„Menn voru kannski svolítið rólegir í tíðinni af því að landið var lokað og áttuðu sig ekki á þessum möguleika að það væru á ferðinni einstaklingar í brotastarfsemi sem væru nýkomnir til landsins, segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Slakað hafi verið á sóttvörnum þess vegna en jafnskjótt og kom í ljós að Rúmenar, sem handteknir voru á föstudag, hafi brotið gegn reglum um sóttkví hafi lögrelgan tekið upp sóttvarnir.
Sextán í sóttkví vegna búðarþjófa á Selfossi
Sextán eru komnir í sóttkví vegna þriggja búðarþjófa sem handteknir voru í dag á höfuðborgarsvæðinu. Þriggja manna er enn leitað. Mennirnir komu til landsins með flugi á þriðjudag og áttu að vera í sóttkví. Ákveðið var að taka sýni úr þeim og reyndust tveir vera jákvæðir. Sóttvarnalæknir gerði í framhaldinu þá kröfu að mennirnir yrðu vistaðir hjá lögreglu þar til niðurstöður mótefnamælingar lægju fyrir.
Lögregla rann á lyktina og fann tugi kílóa af kannabis
Tveir menn, Íslendingur og erlendur karlmaður, sátu í gæsluvarðhaldi og einangrun í lok síðasta mánaðar eftir að lögreglan á Selfossi kom upp um þurrkun kannabisefna í sumarbústað í uppsveitum Árnessýslu. Talið er að mennirnir hafi tekið bústaðinn á leigu í gegnum Airbnb. Lagt var hald á tugi kílóa af kannabisefnum. Mennirnir eru lausir úr haldi en útlendingurinn hefur verið úrskurðaður í farbann fram í ágúst.
Slasaðist alvarlega í sundi
Eldri maður slasaðist alvarlega í slysi í Sundhöll Selfoss í morgun. Slysið varð á ellefta tímanum í morgun en Sundhöllin var enn lokuð í hádeginu. Þar voru lögreglumenn og sjúkraflutningamenn við störf að rannsaka slysstaðinn.
Áætlað tekjutap meistaraflokka Selfoss 42,5 milljónir
Meistaraflokkar Selfoss gætu orðið af tekjum upp á 42,5 milljónir króna vegna kórónuveirufaraldursins. Framkvæmdastjórn félagsins hefur þungar áhyggjur af þeim áhrifum sem farsóttin hefur haft á starfsemi, þjónustu og rekstur þess.
04.05.2020 - 16:45
Bera kennsl á bein úr manni sem hvarf fyrir 5 árum
Sænskir réttarmeinafræðingar hafa borið kennsl á upphandleggsbein sem flæktist í veiðarfæri sjómanna sem voru við veiðar á Selvogsgrunni fyrir tæpum þremur árum. Í ljós kom að líkamsleifarnar eru af Guðmundi Geir Sveinssyni sem talið er að fallið hafi í Ölfusá á annan dag jóla 2015. Guðmundur Geir var fæddur 13. apríl 1974 og búsettur á Selfossi. Mál föður Birgittu Jónsdóttur, fyrrverandi alþingismanns, varð til þess að lögreglan lét rannsaka upphandleggsbeinið betur.
04.03.2020 - 15:02
ÍAV átti lægsta boð í tvöföldun Suðurlandsvegar
Tilboð í annan áfanga breikkunar Hringvegar á milli Hveragerðis og Selfoss voru opnuð í gær. Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í verkið sem felst í nýbyggingu Hringvegar að hluta og breikkun og endurgerð að hluta á rúmlega sjö kílómetra vegkafla.
Myndskeið
Leggja dansskóna á hilluna vegna COVID-19
Félag eldri borgara á Selfossi hefur beðið þá sem hafa nýlega verið í sólarlandaferð að halda sig frá félagsstarfi næstu vikurnar. Formaður félagsins segir að fólk hafi tekið vel í tilmælin.
28.02.2020 - 08:00
Myndskeið
Telur eðlilegt að framkvæmdin hafi farið fram úr áætlun
Viðgerð á Ráðhúsi Árborgar sem átti að kosta fimm milljónir króna stefnir í að verða að hundrað milljóna króna viðhaldsverkefni. Bæjarfulltrúar vilja rannsókn á framkvæmdunum. Bæjarstjóri segir að eðlilegar skýringar séu á framúrkeyrslunni.
27.02.2020 - 19:37
Fimm milljóna viðgerð endar í 100 milljóna framkvæmdum
Viðgerð sem upphaflega átti að kosta fimm milljónir króna stefnir í að verða að hundrað milljónir króna viðhaldsverkefni á Ráðhúsi Árborgar. Bæjarfulltrúar vilja rannsókn á framkvæmdum.
27.02.2020 - 07:59
472 milljónir þarf til að klára menningarsal Suðurlands
Heildarkostnaður við að klára framkvæmdir í menningarsal Suðurlands á Selfossi er áætlaður 472 milljónir króna. Sveitarfélagið Árborg telur raunhæft að um sextíu prósent af þeim framkvæmdakostnaði komi frá ríkinu eða 283 milljónir. Þannig yrði menningarsalurinn fullbúinn árið 2020 eða 2021.
09.02.2020 - 21:47
Myndskeið
Dúkur flettist af Hótel Selfossi
Eignartjón hefur orðið víða um land í illvirðinu sem gengur nú yfir landið. Veðrið er orðið skaplegra á suðvesturhluta landsins, en lægðin hefur fært sig austar og gengur nú yfir austur og suðausturhluta landsins.
11.12.2019 - 12:47
Unglingalandsmót UMFÍ 2020 verður haldið á Selfossi
Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið í Árborg um verslunarmannahelgina 2020. Samningur þessa efnis var undirritaður í hálfleik í leik Selfoss og FH í Olísdeild karla í handknattleik sem fram fór á Selfossi í gærkvöld.
03.12.2019 - 12:46
Fyrsta skóflustungan tekin í dag
Uppbygging sextíu rýma hjúkrunarheimilis í Árborg, sem ætlað er íbúum sveitarfélaga á Suðurlandi, hófst í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar, tóku fyrstu skóflustunguna á öðrum tímanum í dag. Áætlað er að byggingaframkvæmdir hefjist af fullum krafti í desember. Stefnt er á að fyrstu íbúarnir flytji inn um haustið 2021.
Ákærður fyrir milljónastuld af björgunarsveit
Fyrrverandi gjaldkeri björgunarfélags Árborgar hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti. Umfang brotanna nemur um sautján milljónum króna. Ákæran verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands eftir helgi.
Árborg tekur við fimm sýrlenskum flóttamönnum
Íslenska ríkið og sveitarfélagið Árborg hafa gert samning um móttöku flóttafólks frá Sýrlandi. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar, undirrituðu samninginn á dögunum.
Fyrirhugaðar viðgerðir á Ölfusárbrú
Framkvæmdir eru fyrirhugaðar á Ölfusárbrú á næstunni. Stefnt er að því að sandblása og mála grind brúarinnar.
23.06.2019 - 11:53