Sveitarfélagið Árborg

Í skýjunum með kosningasigur í Árborg
Sjálfstæðisflokkurinn vann kosningasigur í Árborg í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru í gær. Flokkurinn tryggði sér sex bæjarfulltrúa og þar með hreinan meirihluta í stjórn sveitarfélagsins.
Meirihlutar héldu í flestum stærstu sveitarfélögunum
Meirihlutar héldu flestir velli í stærstu sveitarfélögum landsins. Í Mosfellsbæ féll meirihluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna eftir stórsigur Framsóknarflokksins og í Árborg náði Sjálfstæðisflokkurinn aftur vopnum sínum.
X22 Árborg
Hart tekist á um innviði og rekstur í Árborg
Frambjóðendur í Árborg tókust hart á um rekstur og innviði í sveitarfélaginu á framboðsfundi RÚV fyrir sveitarstjórnarkosningarnar n.k. laugardag. Ágreiningurinn var einkum á milli fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem er í minnihluta, og fulltrúa þeirra fjögurra flokka sem mynda meirihlutann.  
Taldi þrif í sundklefa ekki eiga heima í bæjarráði
Forstöðumaður Sundstaða Árborgar taldi að fyrirspurn bæjarfulltrúa um þrif í fjölskylduklefum Sundhallar Selfoss ætti frekar eiga heima inni á skrifborði hjá honum til að kljást við en í bæjarráði. Rétta leiðin hefði verið að ræða við starfsfólkið í Sundhöll Selfoss og koma ábendingum á framfæri við þau til að hægt væri að bregðast við.
12.04.2022 - 15:55
Sjálfstæðir og M-listi í Árborg kynna framboðslistann
Tómas Ellert Tómasson, formaður bæjarráðs Árborgar og Ari Már Ólafsson nefndarmaður í skipulags- og byggingarnefnd fara fyrir framboðslista M-lista og sjálfstæðra fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.
Sjónvarpsfrétt
Mestu vatnavextir í Ásahreppi í a.m.k. 12 ár
Víða um land flæddi vatn út á vegi í gær og í morgun. Bóndi í Ásahreppi segist ekki hafa séð svo mikla vatnavexti áður í tólf ára búmennsku sinni í hreppnum. Þetta er þó ekki með öllu slæmt því þessi blauti vetur dregur úr líkum á gróðureldum í sumar.
28.03.2022 - 19:44
Sigurður leiðir Vinstri græn í Árborg
Sigurður Torfi Sigurðsson ráðunautur skipar fyrsta sæti á lista Vinstri grænna í Árborg við sveitarstjórnarkosningar í vor. Listi flokksins var samþykktur á félagsfundi í gær. Guðbjörg Grímsdóttir framhaldsskólakennari er í öðru sæti og Jón Özuer Snorrason því þriðja.
Bragi nýr oddviti Sjálfstæðisflokks í Árborg
Bragi Bjarnason mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg í sveitarstjórnarkosningunum í maí. Þegar öll 1.432 atkvæðin sem greidd voru í prófkjörinu höfðu verið talin reyndist Bragi hafa fengi 575 atkvæði í 1. sætið. Fjóla St. Kristinsdóttir lenti í öðru sæti með 671 atkvæði í 1. og 2. sæti.
10. bekkur í Sunnulækjarskóla sendur heim vegna covid
Það var ekki langt liðið á morguninn þegar skólastarf tók að skerðast vegna covid, en fyrsti skóladagur ársins er í dag hjá flestum grunnskólum landsins. 10. bekkur í Sunnulækjarskóla á Selfossi var sendur heim eftir að einn nemandinn fékk jákvæða niðurstöðu úr heimaprófi. Auk þess eru tveir kennarar í skólanum með covid.
04.01.2022 - 12:37
Smit á sjúkrahúsi, í skóla og handboltadeild á Selfossi
Kórónuveirusmit hafa stungið sér niður víða á Selfossi. Tvö smit greindust hjá starfsfólki Fjölbrautaskóla Suðurlands í gær og alls eru því ellefu starfsmenn með veiruna og þrír nemendur hafa smitast. Þá eru komin upp smit í handknattleiksdeild Selfoss og eru þau talin tengjast fjölbrautaskólanum. Í gærkvöld var svo greint frá því að smit hefði greinst á Heilbrigðisstofnun Suðurlands kvöldinu áður.
Níu starfsmenn FSu smitaðir
Níu starfsmenn Fjölbrautaskólans á Suðurlandi eru smitaðir af kórónuveirunni. Sex þeirra eru kennarar. Skólabyggingin verður lokuð í dag, annan daginn í röð, og sækja nemendur fjarkennslu. Olga Lísa Garðarsdóttir skólastjóri segir að ekki sé komið í ljós hvernig kennararnir smituðust. Í gærdag voru sex starfsmenn smitaðir en í sýnatökum gærdagsins greindust þrjú ný smit.
Átta smit sem tengjast FSu
Átta manns, sem tengjast Fjölbrautaskólanum á Suðurlandi, eru smitaðir af kórónuveirunni. Skólinn er lokaður að minnsta kosti fram á mánudag. Fjarkennsla hefst á morgun. Olga Lísa Garðarsdóttir skólastjóri segir að ekki sé vitað hvernig starfsmenn hafi smitast.
Viðtal
Ekki vitað hvernig fimm starfsmenn FSu smituðust
Fimm starfsmenn við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi eru með covid-smit og því verður skólinn lokaður í dag og líklega næstu daga. Sumir starfsmannanna eru kennarar. Þá hefur einnig greinst smit hjá nemanda, segir Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari.
Myndskeið
Svona áttu að koma í veg fyrir gróðurelda
Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í sumarbústaði á Suður- og Vesturlandi í dag. Slökkvilið þar eru í viðbragðsstöðu því hætt er við gróðureldum. Brunavarnir Árnessýslu æfðu rétt viðbrögð í dag. Mikill eldsmatur er víða þar sem gróður er skraufþurr. Slökkviliðsmenn sýndu fréttastofu hvernig unnt er að forðast það að eldur kvikni þegar kveikt er upp í grilli.
170 föld eftirspurn eftir lóðum á Selfossi
Hátt í 9000 umsóknir bárust um 52 lóðir sem sveitarfélagið Árborg auglýsti til sölu nýverið. Draga þarf úr hópi umsækjenda til að ákvarða hver hreppir lóðirnar. Eftirspurnin er um 170 föld miðað við framboðið.
Landinn
Langar til að gera Kurdo Kebab að þekktu vörumerki
Það er oft mikið að gera á Kurdo Kebab í miðbæ Akureyrar sem er tilkominn vegna Kúrdans, Rahim Rostami. Hann er íranskur Kúrdi og kom til Íslands 2018. „Ég kom hingað sem flóttamaður. Þegar ég kom fyrst þá hafði ég strax í huga einhversskonar rekstur. Ég leitaði að stað fyrir hann en þurfti að bíða eftir að máli mínu lyki hjá Útlendingastofnun.“
Landinn
Hjartað slær örar
„Það er bara ólýsanleg gleði að fá að komast aftur á áhorfendapallana, hjartað slær örar, ég fyllist spennu og mér finnst bara ótrúlegt að það sé komið að þessu," sagði Björk Steindórsdóttir handboltaáhugakona á Selfossi þegar áhorfendum var hleypti í fyrsta sinn á pallana í Iðu á Selfossi eftir tæplega fimm mánaða hlé.
01.03.2021 - 07:30
Fara upp fyrir skuldaviðmið með byggingu Stekkjaskóla
Bygging Stekkjaskóla á Selfossi hefur veruleg áhrif á fjárhag sveitarfélagsins Árborgar. Sveitarfélagið nær ekki að uppfylla viðmið sveitarfélaga um jafnvægi í rekstri á næstu þremur árum. Bygging nýs skóla er hafin og á að ljúka árið 2022.
28.02.2021 - 20:41
Sjónvarpsfrétt
Stekkjaskóli settur næsta haust í bráðabirgðastofum
Nýr skóli, Stekkjaskóli á Selfossi, verður settur næsta haust. Foreldrar eru ósáttir við að börn þeirra séu flutt úr öðrum skólum í bráðabirgðastofur. Skólinn rís í óbyggðu hverfi í útjaðri bæjarins.
22.02.2021 - 22:29
Sveitarfélög ekki á einu máli um Hálendisþjóðgarð
Þau sveitarfélög sem eiga aðild að óstofnuðum Hálendisþjóðgarði eru ekki einhuga í afstöðu sinni. Sum hafna áformunum alfarið eða setja fyrirvara um breytingar á frumvarpinu. Önnur styðja áformin heilshugar.
Ekki ráðinn eftir veikindi og fær 5,6 milljónir í bætur
Kennari, sem fékk lausnarlaun vegna veikinda, hefur komist að samkomulagi við ríkislögmann um bætur upp á 5,6 milljónir. Þetta staðfestir Ingvar Smári Birgisson, lögmaður kennarans. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í sumar að Árborg og íslenska ríkið væru skaðabótaskyld eftir umsókn mannsins um kennarastöðu var hafnað á þeim forsendum að hann hefði fengið lausn frá störfum.
Enginn greindist í skimun í Sunnulækjarskóla
Enginn nemandi eða starfsmaður greindist smitaður í sýnatöku Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands í Sunnulækjarskóla í gær. Um 550 nemendur og 50 starfsmenn komu í skimun sem gekk með eindæmum vel.
09.10.2020 - 18:01
Nemandi í Vallaskóla með kórónuveiruna
Nemandi í sjöunda bekk Vallaskóla á Selfossi hefur greinst með kórónuveiruna og er farinn í sóttkví. Bekkjarfélagar nemandans fara í 14 daga sóttkví.
Fær að flytja inn milljón „væskilslega“ maðka
Umhverfisstofnun hefur veitt fyrirtækinu GeoTækni ehf á Selfossi leyfi til að flytja inn milljón ánamaðka, svokallaða haugána. Nota á maðkana í eftirvinnslu á moltu til að breyta henni í lífrænan áburð. Náttúrufræðistofnun segir að maðkurinn sé tiltölulega sjaldgæfur hér á landi og lýsir honum sem væskilslegum.
01.09.2020 - 08:47
Fjögur rými fyrir líknandi meðferð opnuð á Selfossi
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita Heilbrigðisstofnun Suðurlands fjármagn til að koma á fót fjórum rýmum fyrir líknar og lífslokameðferð. Áætlaður árlegur viðbótarkostnaður vegna þessarar þjónustu nemur 43 milljónum króna.
27.08.2020 - 17:50