SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
2018
Vesturbyggð
Sjá kort

Í Vesturbyggð bjuggu 1.024 þann 1. janúar 2018. Sveitarfélagið er í 33. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins. 

Engar bæjarstjórnarkosningar voru í Vesturbyggð fyrir fjórum, þar sem aðeins einn listi bauð sig fram – D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra. Sá listi fékk því alla sjö bæjarfulltrúa sveitarfélagsins. Ásthildur Sturludóttir varð áfram bæjarstjóri. Friðbjörg Matthíasdóttir varð forseti bæjarstjórnar og Ásgeir Sveinsson formaður bæjarráðs. 

Í Vesturbyggð er innheimt hámarksútsvar. Skatttekjur á hvern íbúa árið 2016 námu 890.793 krónum, þegar framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er talið með, sem er nokkru yfir landsmeðaltali. Gert er ráð fyrir að sveitarfélagið fái rúmar 410 milljónir króna í framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á þessu ári. Skuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins í árslok 2016 námu 122% af árstekjum. Samkvæmt samantekt Íslandsbanka frá því í júní 2017 var Vesturbyggð eitt þeirra sveitarfélaga sem er með litla skuldsetningu og stendur rekstur vel undir skuldsetningu miðað við gefnar forsendur. Þær upplýsingar voru unnar úr ársreikningum sveitarfélaganna fyrir árið 2016. 

Tveir listar bjóða fram í sveitarfélaginu að þessu sinni. 

Sjálfstæðisflokkurinn býður fram aftur í sveitarstjórn og er Friðbjörg Matthíasdóttir oddviti.  

Þá kemur nýtt framboð, N-listi Nýrrar sýnar. Iða Marsibil Jónsdóttir leiðir það framboð, sem er óháð. 

 

Um sveitarfélagið

Framboð í sveitarfélagi

Kosningafréttir: Vesturbyggð

Undirritun skilmála fyrir nýjum þjóðgarði frestast

Orkubú Vestfjarða hefur áhyggjur af því að fyrirhugaður þjóðgarður á Vestfjörðum muni...
13/06/2021 - 16:18

Telur að yfirvöld átti sig á alvarleika málsins

Sveitarfélög við Breiðafjörð kynntu áherslur sínar fyrir vegamálastjóra og...
16/03/2021 - 14:18

Slasaður maður var fluttur suður með þyrlu frá Bíldudal

Átök áttu sér stað í íbúðarhúsi á Bíldudal á sunnudag. Þegar lögreglu bar þar að garði...
18/02/2021 - 10:30

Sveitastjórnarkosningar 2014

vesturbyggd