SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
2018
Þingeyjarsveit
Sjá kort
Mynd með færslu

Í Þingeyjarsveit bjuggu 962 þann 1. janúar 2018. Sveitarfélagið er í 35. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins. 

Tveir listar buðu fram fyrir kosningarnar 2014, A-listi Samstöðu og T-listi Sveitunga. Samstaða fékk 68,4% atkvæða og fimm fulltrúa af sjö í sveitarstjórn rétt eins og í kosningunum 2010. T-listi Sveitunga fékk 31,6% atkvæða og tvo fulltrúa. Kjörsókn var 75,7%. Arnór Benónýsson varð oddviti sveitarstjórnar og Dagbjört Jónsdóttir varð áfram sveitarstjóri en hún hefur gegnt því starfi frá árinu 2012. 

Í Þingeyjarsveit  er innheimt hámarskútsvar. Skatttekjur á hvern íbúa árið 2012 námu 900.777 krónum, þegar framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er talið með, sem er vel yfir landsmeðaltali. Gert er ráð fyrir að sveitarfélagið fái tæpar 279 milljónir króna í framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á þessu ári. Skuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins í árslok 2016 námu 58% af árstekjum. Samkvæmt samantekt Íslandsbanka frá því í júní 2017 var Þingeyjarsveit eitt þeirra sveitarfélaga sem er með litla skuldsetningu og stendur rekstur vel undir skuldum, miðað við gefnar forsendur. Þær upplýsingar voru unnar úr ársreikningum sveitarfélaganna fyrir árið 2016. 

Tveir listar bjóða fram að þessu sinni. 

A-listi Samstöðu býður fram aftur og er Arnór Benónýsson áfram oddviti listans.  

Þá býður Ð-listi Framtíðarinnar líka fram, og er oddviti hans Jóna Björg Hlöðversdóttir. 

 

Um sveitarfélagið

Framboð í sveitarfélagi

Kosningafréttir: Þingeyjarsveit

Þyrlusveitin sótti slasaðan mann í Þingeyjarsveit

Á níunda tímanum í gærkvöld óskaði lögreglan á Norðurlandi eystra eftir aðstoð þyrlu...
15/06/2022 - 16:04

Nærri helmingur sveitarfélaga hunsaði vistheimilahóp

Nærri helmingur sveitarfélaga landsins hunsaði ítrekaðar óskir starfshópsins sem skilaði...
08/06/2022 - 21:54

Byggðu nýtt hús í Flatey á Skjálfanda

Það er ekki á hverjum degi sem ný hús rísa í Flatey á Skjálfanda. Húsið sem þar er nú...
08/06/2022 - 14:31

Sveitastjórnarkosningar 2014

thingeyjarsveit