SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
2018
Tálknafjarðarhreppur
Sjá kort
Mynd með færslu

Í Tálknafjarðarhrepp bjuggu 244 þann 1. janúar 2018. Sveitarfélagið er í 60. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins. 

Í síðustu kosningum var óbundin kosning. Þá eru persónukosningar þar sem kosning er ekki bundin við framboð. Allir kjósendur eru í kjöri nema þeir sem eru löglega undanþegnir skyldu til að taka kjöri eða hafa fyrirfram skorast undan því. Kjörsókn var 71,2%. Eva Dögg Jóhannesdóttir er oddviti en hún var kosin til starfans 2017. Indriði Indriðason sem var bæði oddviti og sveitarstjóri hreppsins, hætti þá sem oddviti en er enn sveitarstjóri. Hann var ráðinn í síðarnefnda starfið í ársbyrjun 2013. 

Í Tálknafjarðarhrepp er innheimt hámarksútsvar. Skatttekjur á hvern íbúa 994.730 krónum, þegar framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er talið með, sem er vel yfir landsmeðaltali. Gert er ráð fyrir að sveitarfélagið fái rétt tæpar 142 milljónir króna í framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á þessu ári. Skuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins í árslok 2016 námu 124% af árstekjum. Engar upplýsingar eru um Tálknafjörð í samantekt Íslandsbanka frá því í júní 2017 um fjárhag sveitarfélaganna.  

Tveir framboðslistar bjóða fram á Tálknafirði að þessu sinni. 

Annars vegar er það E-listinn Eflum Tálknafjörð. Oddvitinn er Lilja Magnúsdóttir. 

Hins vegar er það Ó-listinn, listi óháðra, og er oddviti hans Bjarnveig Guðbrandsdóttir. 

 

Um sveitarfélagið

Framboð í sveitarfélagi

Kosningafréttir: Tálknafjarðarhreppur

Vesturbyggð skoðar sameiningu við Tálknafjarðarhrepp

Vesturbyggð ætlar að skoða hagkvæmni þess að sameinast Tálknafjarðarhreppi....
02/02/2021 - 09:18

Vilja meira viðhaldsfé til Vegagerðarinnar

Samgönguráðherra segist jákvæður fyrir gangagerð á milli þéttbýla á sunnanverðum...
01/02/2021 - 16:30

Vilja jarðgöng í stað ónýtra vega á Suðurfjörðunum

Formaður Samtaka atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum vill að jarðgöng komi í stað...
06/01/2021 - 12:20

Sveitastjórnarkosningar 2014

talknafjardarhreppur