SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
2018
Sveitarfélagið Skagaströnd
Sjá kort
Myndir teknar með dróna.

Á Skagaströnd bjuggu 482 þann 1. janúar 2018. Sveitarfélagið er í 51. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins. 

Tveir listar buðu fram í kosningunum 2014. Ð-listi – Við öll og H-listi Skagastrandarlistans. H-listi fékk 65% atkvæða og þrjá menn og Ð-listinn fékk 35% atkvæða og tvo menn. Kjörsókn var 92,4%. Adolf H. Berndsen er oddviti sveitarstjórnar. Magnús B. Jónsson var endurráðinn sveitarstjóri, en hann hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 1990.  

Á Skagaströnd er innheimt hámarksútsvar. Skatttekjur á hvern íbúa árið 2016 námu 839.967 krónum, þegar framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er talið með, sem er yfir landsmeðaltali. Gert er ráð fyrir að sveitarfélagið fái tæpar 159 milljónir króna í framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á þessu ári. Skuldir sveitarfélagsins í árslok 2016 námu 82% af árstekjum. Samkvæmt samantekt Íslandsbanka frá því í júní 2017 var Skagaströnd eitt þeirra sveitarfélaga sem er með litla skuldsetningu og stendur rekstur vel undir skuldum, miðað við gefnar forsendur. Þær upplýsingar voru unnar úr ársreikningum sveitarfélaganna fyrir árið 2016. 

Báðir listarnir sem buðu fram síðast gera það aftur. 

Ð-listinn - Við öll, er áfram í framboði og er Guðmundur Egill Erlendsson oddviti listands.  

Skagastrandarlistinn hefur skilað framboðslista sem markar þau tímamót að Adolf H. Berndsen hættir í sveitarstjórn eftir að hafa verið oddviti frá árinu 1994. Halldór G. Ólafsson tekur við oddvitasætinu.  

 

Um sveitarfélagið

Framboð í sveitarfélagi

Kosningafréttir: Sveitarfélagið Skagaströnd

Húnavatnssýslur hyggjast sameinast í úrgangsmálum

Sveitarfélög á Norðurlandi hyggja á sameiginlegt átak til að samræma flokkun á úrgangi,...
21/11/2022 - 16:23

Skagaströnd án fjarskiptasambands í sex klukkustundir

Fyrr í mánuðinum missti sveitarfélagið Skagaströnd net- og símasamband við umheiminn í...
11/11/2022 - 16:25

Nærri helmingur sveitarfélaga hunsaði vistheimilahóp

Nærri helmingur sveitarfélaga landsins hunsaði ítrekaðar óskir starfshópsins sem skilaði...
08/06/2022 - 21:54

Sveitastjórnarkosningar 2014

sveitarfelagid-skagastrond