SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
2018
Sveitarfélagið Skagafjörður
Sjá kort

Í Skagafirði bjuggu 3.955 þann 1. janúar 2018. Sveitarfélagið er í 13. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins. 

Fjórir listar buðu fram fyrir kosningarnar 2014: B-listi Framsóknarflokksins, D-listi Sjálfstæðisflokksins, K-listi Skagafjarðarlistans og V-listi VG og óháðra. Framsóknarflokkurinn vann góðan sigur og fékk hreinan meirihluta – 45,4% atkvæða og fimm fulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 26,7% og tvo menn, VG fengu 15,1% og einn mann og Skagafjarðarlistinn 12,8% og einn mann kjörinn. Kjörsókn var 76,7%. 

Þrátt fyrir hreina meirihlutann ákváðu Framsóknarmenn að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Ásta Björg Pálmadóttir var endurráðin sveitarstjóri.  

Í Skagafirði er innheimt hámarksútsvar. Skatttekjur á hvern íbúa árið 2016 námu 903.963 krónum, þegar framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er talið með, sem er vel yfir landsmeðaltali. Gert er ráð fyrir að sveitarfélagið fái ríflega 1,3 milljarða króna í framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á þessu ári. Skuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins í árslok 2016 námu 124% af árstekjum. Samkvæmt samantekt Íslandsbanka frá því í júní 2017 var Sveitarfélagið Skagafjörður eitt þeirra sveitarfélaga sem er með litla skuldsetningu og stendur rekstur vel undir skuldum að öllu jöfnu, miðað við gefnar forsendur. Þær upplýsingar voru unnar úr ársreikningum sveitarfélaganna fyrir árið 2016. 

Skagafjörður og Skagabyggð hófu viðræður um sameiningu. Þær skiluðu ekki árangri fyrir kosningar. 

Skagfirðingar hafa verið að berjast fyrir að virkjanakostir á svæði þeirra, Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjanir C og D, verði færðar úr verndarflokki í biðflokk. Meirihluti bæjarstjórnar gagnrýndi þá ráðstöfun harðlega á þeim forsendum að ekki hefðu allir faghópar skilað umsögn. Minnihlutinn stóð ekki að þeirri gagnrýni. Umdeilt er hvort eigi að virkja þarna yfirhöfuð. 

Annað umdeilt umhverfismál er Blöndulína þrjú, sem á að liggja í gegnum lönd í sveitarfélaginu. Landeigendur hafa viljað nýtt umhverfismat um lagningu línunnar eftir að matið fyrir Suðvesturlínur var fellt úr gildi með dómi. Nú er til skoðunar að leggja þessar línur meira í jörð. 

Fyrr á þessu ári komu upp deilur um húsnæðismál Byggðasafns Skagfirðinga. Til stóð að flytja safnið í húsnæði sem var í eigu Kaupfélags Skagfirðinga og fór bærinn í fasteignaskipti við kaupfélagið í þeim tilgangi. Ekkert varð þó úr flutningi og síðan var ákveðið að opna sýndarveruleikasýningu í viðkomandi húsnæði, en í staðinn á að flytja byggðasafnið í bráðabirgðahúsnæði. VG gagnrýndi þetta en Sjálfstæðismenn töldu holan hljóm í þeirri gagnrýni þar sem VG hafi tekið þátt í afgreiðslu málsins í byggðaráði. 

Fjórir listar verða í framboði í þessum kosningum. Skagafjarðarlistinn býður ekki fram aftur en báðir bæjarfulltrúar framboðsins, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson, hafa gengið til liðs við VG. 

Framsóknarflokkurinn teflir fram sama oddvita og síðast, Stefáni Vagni Stefánssyni.  

Sjálfstæðisflokkurinn mætir með nýjan oddvita, Gísla Sigurðsson, sem leysir Sigríði Svavarsdóttur af hólmi. Hinn bæjarfulltrúinn, Gunnsteinn Björnsson, er í þriðja sæti listans. 

L-listi Byggðalistans býður fram í fyrsta sinn, og er oddviti listans Ólafur Bjarni Haraldsson. 

VG og óháðir eru í framboði og er oddvitinn, eins og síðast, Bjarni Jónsson. 

 

Um sveitarfélagið

Framboð í sveitarfélagi

Kosningafréttir: Sveitarfélagið Skagafjörður

Minna tjón en búist var við eftir mikla úrkomu

Síðustu daga hefur verið mikið úrhelli norðan til á landinu, mest á Siglufirði. Gert var...
04/08/2022 - 13:16

Telja bilun í flugvél vera ástæðu nauðlendingar

Allt bendir til þess að ástæða nauðlendingar á Nýjabæjarfjalli vestur af Kaldbaksdal á...
25/07/2022 - 14:02

Fyrsta skemmtiferðaskipið á Sauðárkróki í 45 ár

Skemmtiferðaskipið Hanseatic Nature lagðist að bryggju í Sauðárkrókshöfn fyrr í dag og er...
14/07/2022 - 13:43

Sveitastjórnarkosningar 2014

sveitarfelagid-skagafjordur