SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
2018
Súðavíkurhreppur
Sjá kort

Í Súðavíkurhrepp bjuggu 196 þann 1. janúar 2018. Sveitarfélagið er í 62. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins. 

Í síðustu kosningum buðu fram tveir listar, H-listi hreppslistans og L-listi lýðræðislistans. H-listinn náði meirihlutanum af L-lista og fékk 61,6% atkæða og þrjá menn. L-listinn fékk 38,4% og tvo menn. Kjörsókn var 88,2%. Pétur G. Markan efsti maður á H-listanum varð sveitarstjóri og Anna Lind Ragnarsdóttir varð oddviti. 

Í Súðavíkurhrepp er innheimt 14,48% útsvar. Skatttekjur á hvern íbúa árið 2016 námu 1.126.246 krónum, þegar framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er talið með, sem er vel yfir landsmeðaltali. Gert er ráð fyrir að sveitarfélagið fái 151 milljón króna í framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á þessu ári. Skuldir sveitarfélagsins í árslok 2016 námu 33% af árstekjum.  

Hreppslistinn er eini listinn sem skilaði inn framboði fyrir upphaflegan frest 5. maí.  Steinn Ingi Kjartansson leiðir listann og Pétur Georg Markan sveitarstjóri er sveitarstjóraefni listans. 

Áður en framlengdur frestur rann út kom hins vegar fram annar listi, E-listi Víkurlistans. Elsa Guðbjörg Borgarsdóttir leiðir þann lista.

Um sveitarfélagið

Framboð í sveitarfélagi

Kosningafréttir: Súðavíkurhreppur

Fimmtán ára með dálæti á sauðfjárrækt

„Ég allt í einu fór að fara í fjárhús og þá elskaði ég þær [kindur] allt í einu, ég veit...
30/04/2022 - 08:30

„Erfitt að vera í landi þar sem þú þekkir ekki neinn“

„Það er svo erfitt að vera í landi þar sem þú þekkir ekki neinn,“ segir Hanin Al-Saedi 17...
13/03/2022 - 14:00

„Situr í maganum á þér og þér finnst þú ekki öruggur“

Súðvíkingar finna til óöryggis og kvíða vegna ástandsins í Súðavíkurhlíð. Sextán ára...
01/02/2022 - 20:44

Sveitastjórnarkosningar 2014

sudavikurhreppur