SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
2018
Skútustaðahreppur
Sjá kort
Mynd með færslu

Í Skútustaðahrepp bjuggu 483 þann 1. janúar 2018. Sveitarfélagið er í 49. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins. 

Einn listi var í framboði fyrir kosningarnar 2014, H-listinn. Hann var því sjálfkjörinn og eru allir fimm sveitarstjórnarfulltrúarnir af þeim lista. Yngvi Ragnar Kristjánsson varð oddviti sveitarstjórnar. Jón Óskar Pétursson var ráðinn sveitarstjóri í upphafi kjörtímabilsins. Hann lét svo af störfum tveimur árum síðar og þá tók Þorsteinn Gunnarsson við starfinu. 

Í Skútustaðahreppi er innheimt hámarksútsvar. Skatttekjur á hvern íbúa árið 2016 námu 846.267 krónum, þegar framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er talið með, sem er nokkuð yfir landsmeðaltali. Gert er ráð fyrir að sveitarfélagið fái rétt rúmar 59 miljónir króna í framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á þessu ári. Skuldir sveitarfélagsins í árslok 2016 námu 55% af árstekjum. Engar upplýsingar eru um rekstrar- og skuldastöðu Skútustaðahrepps í samantekt Íslandsbanka frá því í júní 2017 um fjárhagsstöðu sveitarfélaga. 

Tveir listar bjóða fram í hreppnum að þessu sinni. 

H-listinn býður fram aftur og er oddviti hans í þetta sinn Helgi Héðinsson. 

Nýr listi verður í boði á móti, N-listinn, og er það Hallór Þorlákur Sigurðsson sem leiðir hann. 

Um sveitarfélagið

Framboð í sveitarfélagi

Kosningafréttir: Skútustaðahreppur

Hrun mýstofnsins hefur áhrif á fuglalíf við Mývatn

Mýið við Mývatn er nánast horfið og þó margir fagni því eflaust, getur það haft...
15/07/2022 - 15:48

Enn takmarkanir á silungs- og bleikjuveiði í Mývatni

Sumarveiði er hafin í Mývatni. Takmarkanir hafa verið á veiði í vatninu frá því að...
13/07/2022 - 11:32

Staða ferðaþjónustu jafnvel betri en fyrir faraldur

Ferðaþjónustan á Norðurlandi sér fram á mjög gott sumar og sums staðar stefnir í...
28/06/2022 - 14:36

Sveitastjórnarkosningar 2014

skutustadahreppur