SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
2018
Skaftárhreppur
Sjá kort

Í Skaftárhrepp bjuggu 560 þann 1. janúar 2018. Sveitarfélagið er í 48. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins. 

Þrír listar buðu fram fyrir kosningar 2014, D-listi Sjálfstæðismanna, Ó-listi óháðra - Skaftárhrepp á kortið og Z-listi Sólar í Skaftárhreppi, óháðs framboðs.  Ó-listinn fékk 44,7% atkvæða og tvo fulltrúa – missti þá hreinan meirihluta sem listinn hafði haft. D-listinn fékk 34,9% og tvo fulltrúa og Sól í Skaftárhreppi, sem þá var nýtt framboð, fékk 20,4% og einn fulltrúa. Kjörsókn var 86,1%. D-listinn og Z-listinn mynduðu meirihluta og varð Eva Björk Harðardóttir af D-lista oddviti. Eygló Kristjánsdóttir sveitarstjóri hélt starfinu að sinni, en í ársbyrjun 2015 var gerður starfslokasamningur við hana vegna trúnaðarbrests. Sandra Brá Jóhannsdóttir var þá ráðin sveitarstjóri. 

Í Skaftárhreppi er innheimt hámarksútsvar. Skatttekjur á hvern íbúa árið 2016 námu 856.298 krónum, þegar framlag Jöfnunarsjóðs er talið með, sem er nokkru yfir landsmeðaltali. Gert er ráð fyrir að sveitarfélagið fái rúmar 107 milljónir króna í framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á þessu ári. Skuldir sveitarfélagsins í árslok 2016 námu 53% af árstekjum. Samkvæmt samantekt Íslandsbanka frá því í júní 2017 var Skaftárhreppur eitt þeirra sveitarfélaga sem skulda lítið og stendur rekstur vel undir núverandi skuldsetningu, miðað við gefnar forsendur. Þær upplýsingar voru unnar úr ársreikningum sveitarfélaganna fyrir árið 2016. 

Tveir listar bjóða fram í komandi kosningum, en Ó-listinn býður ekki fram aftur. 

Sjálfstæðisflokkurinn býður fram aftur og er Eva Björk Harðardóttir áfram oddviti. 

Z-listinn býður líka fram aftur og þar er það Heiða Guðný Ásgeirsdóttir núverandi sveitarstjórnarfulltrúi sem leiðir listann. 

 

Um sveitarfélagið

Framboð í sveitarfélagi

Kosningafréttir: Skaftárhreppur

Sveitarfélög ekki á einu máli um Hálendisþjóðgarð

Þau sveitarfélög sem eiga aðild að óstofnuðum Hálendisþjóðgarði eru ekki einhuga í...
30/01/2021 - 09:00

Segir Krónuna vilja styðja við nýja verslun á Klaustri

Framkvæmdastjóri Krónunnar, sem rekur verslunina Kjarval á Kirkjubæjarklaustri, segir...
28/11/2020 - 12:33

Einu matvöruversluninni á Kirkjubæjarklaustri lokað

Einu matvöruversluninni á Kirkjubæjarklaustri verður lokað um áramót þegar verslunin...
27/11/2020 - 15:49

Sveitastjórnarkosningar 2014

skaftarhreppur