SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
2018
Seyðisfjörður
Sjá kort

Á Seyðisfirði bjuggu 676 þann 1. janúar 2018. Sveitarfélagið er í 41. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins. 

Þrír listar buðu fram fyrir kosningarnar 2014. B-listi Framsóknar,- samvinnu- og félagshyggjufólks, D-listi Sjálfstæðisfélagsins Skjaldar og L-listi Seyðisfjarðarlistans. Sjálfstæðismenn fengu 34% atkvæða og þrjá fulltrúa, L-listinn fékk 33,5% og tvo menn og Framsóknarmenn fengur 32,5% og tvo menn. Kjörsókn var 80,8%. Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn héldu meirihlutasamstarfi sínu áfram frá fyrra kjörtímabili. Vilhjálmur Jónsson oddviti Framsóknarmanna varð áfram bæjarstjóri. Arnbjörg Sveinsdóttir er forseti bæjarstjórnar og Margrét Guðjónsdóttir er formaður bæjarráðs.  

Á Seyðisfirði  er innheimt hámarksútsvar. Skatttekjur á hvern íbúa árið 2016 námu 796.523 krónum, þegar framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er talið með, sem er yfir landsmeðaltali. Gert er ráð fyrir að sveitarfélagið fái rétt rúmlega 153 milljónir króna í framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á þessu ári. Skuldir sveitarfélagsins í árslok 2016 námu 136% af árstekjum. Samkvæmt samantekt Íslandsbanka frá því í júní 2017 var Seyðisfjarðarkaupstaður eitt þeirra sveitarfélaga sem er með litla skuldsetningu og stendur rekstur vel undir núverandi skuldsetningu miðað við gefnar forsendur. Þær upplýsingar voru unnar úr ársreikningum sveitarfélaganna fyrir árið 2016. 

Sömu þrír listar bjóða fram nú og í síðustu kosningum. 

B-listi Framsóknar,- samvinnu og félagshyggjufólks býður fram og er oddvitinn áfram Vilhjálmur Jónsson.  

Sjálfstæðismenn bjóða líka fram aftur en með nýjum oddvita, Elvari Snæ Kristjánssyni. 

Seyðisfjarðarlistinn býður einnig fram aftur og er Hildur Þórisdóttir er nýr oddviti listans. 

 

Um sveitarfélagið

Framboð í sveitarfélagi

Kosningafréttir: Seyðisfjörður

„Okkur langaði bara í sushi“

„Okkur langaði bara í sushi upphaflega. Vorum samt alltaf með tenginguna við fiskinn,...
13/10/2021 - 07:50

Mat á aðstæðum á Seyðisfirði liggur fyrir eftir helgi

Mælingar fyrir ofan Seyðisfjörð sýna svipaðan hraða á sigi  hryggsins við Búðará síðustu...
09/10/2021 - 11:17

Enn hreyfist flekinn sunnan Búðarár

Hreyfing mælist enn í hlíðinni sunnan Búðarár ofan Seyðisfjarðar í skriðusárinu frá...
08/10/2021 - 10:59

Sveitastjórnarkosningar 2014

seydisfjordur