SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
2018
Rangárþing ytra
Sjá kort

Í Rangárþingi ytra bjuggu 1.610 þann 1. janúar 2018. Sveitarfélagið er í 27. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins. 

Tveir listar buðu sig fram fyrir kosningarnar 2010: Á-listi áhugafólks um sveitarstjórnarmál og D-listi Sjálfstæðismanna. Sjálfstæðismenn náðu meirihlutanum af Á-lista – fengu 53,9% atkvæða og fjóra fulltrúa af sjö. Á-listinn fékk 46,1% og þrjá menn. Kjörsókn var 79,9%.  

Ágúst Sigurðsson efsti maður á lista Sjálfstæðismanna varð sveitarstjóri. Þorgils Torfi Jónsson varð oddviti sveitarstjórnar og Haraldur Eiríksson varð formaður byggðaráðs. 

Í Rangárþingi ytra er innheimt hámarksútsvar. Skatttekjur á hvern íbúa árið 2016 námu 804.047 krónum, þegar framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er talið með, sem er yfir landsmeðaltali. Gert er ráð fyrir að sveitarfélagið fái rúmar 310 milljónir króna í framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á þessu ári. Skuldir sveitarfélagsins í árslok 2016 námu 101% af árstekjum. Samkvæmt samantekt Íslandsbanka frá því í júní 2017 var Rangárþing ytra eitt þeirra sveitarfélaga sem er með litla skuldsetningu og stendur reksturinn vel undir núverandi skuldum, miðað við gefnar forsendur. Þær upplýsingar voru unnar úr ársreikningum sveitarfélaganna fyrir árið 2016. 

Sömu tveir listar verða í framboði til sveitarstjórnar í sveitarfélaginu. 

Á-listinn býður fram aftur og leiðir Margrét Harpa Guðsteinsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi lstann.  

Sjálfstæðisflokkurinn býður einnig fram aftur og leiðir núverandi sveitarstjóri, Ágúst Sigurðsson, listann. 

 

Um sveitarfélagið

Framboð í sveitarfélagi

Kosningafréttir: Rangárþing ytra

Sveitarfélög ekki á einu máli um Hálendisþjóðgarð

Þau sveitarfélög sem eiga aðild að óstofnuðum Hálendisþjóðgarði eru ekki einhuga í...
30/01/2021 - 09:00

Gullaugað og rauðu íslensku alltaf vinsælastar

Kartöfluuppskeran á Suðurlandi fer vel af stað. Kartöflubóndi í Þykkvabæ segir að...
06/08/2019 - 13:59

Miðstöð í Landmannalaugum í umhverfismat

Bygging á þjónustumiðstöð í Landmannalaugum er háð umhverfismati því hún getur haft...
20/02/2018 - 23:56

Sveitastjórnarkosningar 2014

rangarthing-ytra