SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
2018
Mýrdalshreppur
Sjá kort
Mynd með færslu

Í Mýrdalshreppi bjuggu 633 þann 1. janúar 2018. Sveitarfélagið er í 46. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins. 

Tveir listar buðu fram fyrir kosningarnar 2014: B-listi Framfarasinna og M-listi Mýrdælinga. B-listinn talapaði fylgi en hélt þó meirihluta í sveitarstjórn – fékk 53,7% atkvæða og þrjá menn. M-listi fékk 46,3% og tvo menn. Kjörsókn var 92,4%, sú næstmesta á landinu. Elín Einarsdóttir varð oddviti sveitarstjórnar og Ásgeir Magnússon varð áfram sveitarstjóri – því starfi hefur hann gegnt frá árinu 2010. 

Í Mýrdalshreppi er innheimt hámarksútsvar. Skatttekjur á hvern íbúa árið 2016 námu 857.940 krónum, þegar framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er talið með, sem er vel yfir landsmeðaltali. Gert er ráð fyrir að sveitarfélagið fái 121 milljón króna í framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á þessu ári. Skuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins í árslok 2016 námu 74% af árstekjum. Samkvæmt samantekt Íslandsbanka frá því í júní 2017 var Mýrdalshreppur eitt þeirra sveitarfélaga sem skuldar lítið og rekstur stendur vel undir núverandi skuldsetningu miðað við gefnar forsendur. Þær upplýsingar voru unnar úr ársreikningum sveitarfélaganna fyrir árið 2016. 

Tveir nýjir listar bjóða fram í komandi kosningum. 

Annars vegar er það L-listi framtíðarinnar, sem Ragnheiður Högnadóttir leiðir. 

Hins vegar er það T-listi Traustra innviða. Oddviti þess lista er Einar Freyr Elínarson. 

 

Um sveitarfélagið

Framboð í sveitarfélagi

Kosningafréttir: Mýrdalshreppur

Sveitarfélög ekki á einu máli um Hálendisþjóðgarð

Þau sveitarfélög sem eiga aðild að óstofnuðum Hálendisþjóðgarði eru ekki einhuga í...
30/01/2021 - 09:00

Óttast að færsla hringvegar skaði fuglalíf

Félagið Fuglavernd óttast að verði af fyrirhugaðri færslu hringvegar um Mýrdal niður að...
22/01/2021 - 14:09

Styðja sveitarfélög sem urðu fyrir mestum áföllum

Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljónir króna til að bregðast við hruni í ferðaþjónustu...
18/08/2020 - 15:25

Sveitastjórnarkosningar 2014

myrdalshreppur