SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
2018
Hveragerði
Sjá kort

Í Hveragerði bjuggu 2.566 þann 1. janúar 2018. Sveitarfélagið er í 19. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins. 

Þrír listar buðu fram fyrir kosningarnar 2014, B-listi Frjálsra með framsókn, D-listi Sjálfstæðisfélags Hveragerðis og S-listi Samfylkingar og óháðra. Sjálfstæðisflokkurinn fékk langmest fylgi, 58,5% og fjóra fulltrúa af sjö. Samfylkingin fékk 27,8% og tvo menn og Frjálsir með framsókn 13,7% og einn mann. 

Sjálfstæðisflokkurinn hélt sínum hreina meirihluta og Aldís Hafsteinsdóttir oddviti flokksins hélt bæjarstjórastólnum. Eyþór H. Ólafsson er forseti bæjarstjórnar og Unnur Þormóðsdóttir formaður bæjarráðs. 

Í Hveragerði er innheimt hámarksútsvar. Skatttekjur á hvern íbúa árið 2016 námu 738.515 krónum, þegar framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er talið með, sem er litlu yfir landsmeðaltali. Gert er ráð fyrir að sveitarfélagið fái rúmlega 568 milljónir króna í framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á þessu ári. Skuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins í árslok 2016 námu 115% af árstekjum. Samkvæmt samantekt Íslandsbanka frá því í júní 2017 var Hveragerðisbær eitt þeirra sveitarfélaga sem er með litla skuldsetningu og stendur rekstur undir skuldum, miðað við gefnar forsendur. Þær upplýsingar voru unnar úr ársreikningum sveitarfélaganna fyrir árið 2016. 

Síðustu mánuði hefur umdeilt mál komið upp í bænum. Bæjaryfirvöld samþykktu nýtt deiliskipulag á svokölluðum Eden-reit, sem bærinn keypti árið 2015. Skipulagið gerir ráð fyrir 60-70 íbúðum í þremur tveggja til þriggja hæða fjölbýlishúsum. Eigandi garðplöntusölu var ósáttur og var komið til móts við hann með því að lækka tvær byggingar. Það dugði ekki til og eigandinn kærði þessa ákvörðun þar sem hann taldi byggingarnar hafa veruleg áhrif á rekstur hans, en kærunni var vísað frá þar sem hún barst of seint. Þá varð værinn að greiða húsfélagi bætur þar sem byggingarnar skertu lóð þess. 

Íbúum hefur hins vegar fjölgað nokkuð hratt í bænum og nokkuð meira hlutfallslega en landsmönnum í heild.  

Umræður hafa verið um sameiningu Hveragerðis og Ölfuss. Meirihluta íbúa í Hveragerði er hlynntur því að sameinast öðru sveitarfélagi. Ekki kom þó til þess fyrir kosningar. 

Þrír listar bjóða fram fyrir þessar kosningar. 

Frjálsir með framsókn bjóða aftur fram, og er Garðar Árnason áfram oddviti.  

Sjálfstæðisflokkurinn er með breyttan lista fyrir þessar kosningar. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri skipar fjórða sætið rétt eins og síðast en er áfram bæjarstjóraefni flokksins. Eyþór Ólafsson forseti bæjarstjórnar leiðir listann. 

Framboðið Okkar Hveragerði býður fram í fyrsta sinn, en Samfylkingin hefur meðal annars gengið til liðs við það í stað þess að bjóða fram sjálf. Núverandi oddviti Samfylkingarinnar, Njörður Sigurðsson, leiðir listann.  

Um sveitarfélagið

Framboð í sveitarfélagi

Kosningafréttir: Hveragerði

Sóttu slasaða göngukonu í Reykjadal

Björgunarsveitum í Árnessýslu barst tilkynning frá slasaðri göngukonu í Reykjadal á...
05/07/2020 - 16:35

Fimm milljarðar í breikkun Suðurlandsvegar til 2023

Fulltrúar Vegagerðarinnar og Íslenskra aðalverktaka skrifuðu í dag undir samning um annan...
08/04/2020 - 13:59

Sorg ríkir í Hveragerði

Hjón sem létust af völdum COVID-19 voru búsett í Hveragerði. Bæjarstjórinn segir að stórt...
03/04/2020 - 09:18

Sveitastjórnarkosningar 2014

hveragerdi