SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
2018
Grundarfjarðarbær
Sjá kort
Grundarfjörður Vesturland
 Grundarfjörður Vesturland

Í Grundarfirði bjuggu 877 þann 1. janúar 2018. Sveitarfélagið er í 38. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins. 

Tveir listar buðu fram fyrir kosningarnar 2010, D-listi Sjálfstæðisfélags Grundarfjarðar og óháðra og L-listi Samstöðu bæjarmálafélags. L-listinn fékk fjóra fulltrúa af sjö í sveitarstjórn með 52,2% atkvæða og hélt því meirihluta sínum. D-listi fékk þrjá fulltrúa með 47,8% atkvæða. Kjörsókn var 80,4%. Eyþór Garðarsson af L-lista varð forseti bæjarstjórnar og Hinrik Konráðsson varð formaður bæjarráðs. Þorsteinn Steinsson var ráðinn bæjarstjóri skömmu eftir kosningar að undangenginni auglýsingu. 

Í Grundarfirði er innheimt hámarksútsvar. Skatttekjur á hvern íbúa árið 2016 námu 798.228 krónum, þegar framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er talið með, sem er yfir landsmeðaltali. Gert er ráð fyrir að sveitarfélagið fái tæpar 147 milljónir króna í framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á þessu ári. Skuldir sveitarfélagsins í árslok 2016 námu 145% af árstekjum. Samkvæmt samantekt Íslandsbanka frá því í júní 2017 var Grundarfjarðarbær eitt þeirra sveitarfélaga sem er með litla skuldsetningu og stendur rekstur vel undir núverandi skuldsetningu miðað við gefnar forsendur. Þær upplýsingar voru unnar úr ársreikningum sveitarfélaganna fyrir árið 2016. 

Sömu listar bjóða fram í Grundafirði nú og í síðustu kosningum. 

Listi Sjálfstæðisfélagsins í Grundarfirði og óháðra teflir fram nýjum oddvita, Jósef Ó. Kjartanssyni, sem hefur verið bæjarfulltrúi á þessu kjörtímabili. 

L-listinn teflir einnig fram nýjum oddvita, þó núverandi bæjarfulltrúi sé. Það er Hinrik Konráðsson.  

 

Um sveitarfélagið

Framboð í sveitarfélagi

Kosningafréttir: Grundarfjarðarbær

Sveitarfélög fengu þremur milljörðum of mikið

Sveitarfélög fengu óvart greitt þremur milljörðum of mikið í staðgreiðslu frá ríki nú um...
15/02/2021 - 18:30

Höfnin stóðst tekjuáætlun þrátt fyrir faraldur

Höfnin í Grundarfirði stóðst tekjuáætlun í fyrra og gott betur en það þrátt fyrir að...
15/02/2021 - 14:30

Skúlptúrgarður sem má svo klára að henda á endanum

Alþýðulistamaður í Grundarfirði vinnur nú að skúlptúrgarði úr endurnýttu efni, sem síðan...
15/02/2021 - 11:22

Sveitastjórnarkosningar 2014

grundarfjardarbaer