SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
2018
Grindavíkurbær
Sjá kort

Í Grindavík bjuggu 3.323 þann 1. janúar 2018. Sveitarfélagið er í 17. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins. 

Fjórir listar buðu fram fyrir kosningarnar 2010. B-listi Framsóknarfélags Grindavíkur, D-listi Sjálfstæðisflokksins í Grindavík, G-listi Grindvíkinga og S-listi Samfylkingarfélags Grindavíkur. Sjálfstæðisflokkurinn fékk flest atkvæði, 42,8% og þrjá menn. Framsóknarmenn fengu 23,5% atkvæða og tvo menn. Listi Grindvíkinga hlaut 17,4% og Samfylkingarfélagið 16,3% og fengu framboðin hvort sinn fulltrúann. 

Sjálfstæðisflokkurinn og Listi Grindvíkinga mynduðu meirihluta eftir kosningar. Hjálmar Hallgrímsson úr Sjálfstæðisflokki er forseti bæjarstjórnar og Kristín María Birgisdóttir úr Lista Grindvíkinga er formaður bæjarráðs. Róbert Ragnarsson hélt bæjarstjórastöðunni sem hann hafði gegnt frá árinu 2010 en starfslokasamningur var svo gerður við hann í nóvember 2016 vegna deilna milli hans og meirihlutans. Fannar Jónasson var þá ráðinn bæjarstjóri út kjörtímabilið.  

Í Grindavík er innheimt 13,99% útsvar. Skatttekjur á hvern íbúa árið 2012 námu 750.807 krónum, þegar framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er talið með, sem er yfir landsmeðaltali. Gert er ráð fyrir að sveitarfélagið fái tæplega 604 milljónir króna í framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á þessu ári. Skuldir sveitarfélagsins í árslok 2012 námu 53% af árstekjum. Samkvæmt samantekt Íslandsbanka frá því í júní 2017 var Grindavíkurbær eitt þeirra sveitarfélaga sem er með litla skuldsetningu og stendur rekstur vel undir skuldum, miðað við gefnar forsendur. Þær upplýsingar voru unnar úr ársreikningum sveitarfélaganna fyrir árið 2016. 

Bæjaryfirvöld í Grindavík hafa mikið verið að þrýsta á endurbætur á Grindavíkurvegi, vegna margra alvarlegra slysa sem þar hafa orðið. Til stendur að breikka hann í haust.  

Mikil uppbygging hefur átt sér stað í íþróttamannvirkjum í bænum. Í apríl 2015 var tekið í notkun nýtt húsnæði sem hýsir afgreiðslu fyrir sundlaug og íþróttahús og búningsklefa. Í október sama ár var ný íþróttamiðstöð opnuð. Þá eru hafnar framkvæmdir á viðbyggingu við íþróttahúsið sem á að innihalda forrými við íþróttamiðstöð, fjölnota sal og tæknirými.  

Sex listar bjóða fram í Grindavík, sem er met. 

Framsóknarmenn mæta til leiks með nýjan oddvita, Sigurð Óla Þorleifsson. Ásrún Helga Kristinsdóttir bæjarfulltrúi flokksins er í öðru sæti. 

Sjálfstæðisflokkurinn hefur sama oddvita og síðast, Hjálmar Hallgrímsson. 

Listi Grindvíkinga, sem fyrst bauð fram árið 2010, gerir það áfram, og oddvitinn er sá sami – Kristín María Birgisdóttir.  

Miðflokkurinn býður fram í fyrsta sinn í Grindavík og leiðir Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir listann þar.  

Samfylkingin býður líka fram en um tíma var útlit fyrir að ekki tækist að fá fólk á lista. Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, mun leiða listann en hann hefur áður leitti Samfylkinguna í Grindavík í bæjarstjórn. 

U-listi Radda unga fólksins býður fram í fyrsta sinn, og er Helga Dís Jakobsdóttir oddviti listans. Markmiðið er að veita ungu fólki tækifæri til að kynnast bæjarmálum án þess að þurfa að svara fyrir sögu rótgróinna stjórnmálaflokka á landsvísu, eins og það er orðið í tilkynningu. 

 

Um sveitarfélagið

Framboð í sveitarfélagi

Kosningafréttir: Grindavíkurbær

Kvikuinnskot orsök sjálftahrinunnar

Mikil skjálftavirkni mælist enn á Reykjanesskaga eftir að kröftug hrina hófst þar um...
01/08/2022 - 19:38

Sterkur gólfdúkur rifnaði í sundur við jarðskjálftann

Linoleum-dúkur á gólfi smíðaverkstæðisins Grindarinnar í Grindavík rifnaði og brast þegar...
01/08/2022 - 01:23

Nærri helmingur sveitarfélaga hunsaði vistheimilahóp

Nærri helmingur sveitarfélaga landsins hunsaði ítrekaðar óskir starfshópsins sem skilaði...
08/06/2022 - 21:54

Sveitastjórnarkosningar 2014

grindavikurbaer