SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
2018
Borgarfjarðarhreppur
Sjá kort
Mynd með færslu

Í Borgarfjarðarhrepp bjuggu 108 þann 1. janúar 2018. Sveitarfélagið er í 67. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins. 

Í síðustu kosningum var óbundin kosning. Þá eru persónukosningar þar sem kosning er ekki bundin við framboð. Allir kjósendur eru í kjöri nema þeir sem eru löglega undanþegnir skyldu til að taka kjöri eða hafa fyrirfram skorast undan því. Kjörsókn var 60,8%. Oddviti hreppsnefndar er Jakob Sigurðsson og sveitarstjóri er Jón Þórðarson. Þetta var eina sveitarfélagið á landinu með enga konu í sveitarstjórn. 

Í Borgarfjarðarhrepp er innheimt hámarksútsvar. Skatttekjur á hvern íbúa árið 2016 námu 947.379 krónum, þegar framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er talið með, sem er nokkuð yfir landsmeðaltali. Gert er ráð fyrir að sveitarfélagið fái 34 milljónir króna í framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á þessu ári. Skuldir sveitarfélagsins í árslok 2016 námu 58% af árstekjum. 

Óhlutbundnar kosningar verða að nýju í sveitarfélaginu í þessum kosningum. 

 

Um sveitarfélagið

Framboð í sveitarfélagi

Kosningafréttir: Borgarfjarðarhreppur

Fimm framboðslistar tilkynntir í nýju sveitarfélagi

Hluti íbúa í hinu nýja sameinaða sveitarfélagi á Austurlandi þarf nú í fyrsta sinn að...
13/02/2020 - 12:33

62 hugmyndir um nafn á nýtt sveitarfélag

Örnefnanefnd hefur þrjár vikur til þess að veita umsagnir um 62 hugmyndir um nafn nýtt...
12/02/2020 - 06:17

Sjór flæddi inn í gistiheimili á Borgarfirði eystra

Víða hefur orðið mikið eignartjón í ofsaveðrinu sem gengur yfir landið. Mikið brim er á...
11/12/2019 - 16:37

Sveitastjórnarkosningar 2014

borgarfjardarhreppur