SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
2018
Blönduósbær
Sjá kort

Á Blönduósi bjuggu 895 þann 1. janúar 2018. Sveitarfélagið er í 37. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins. 

Tveir listar buðu fram fyrir kosningarnar 2014, J-listi umbótasinnaðra Blönduósinga og L-listi fólksins. L-listi fékk fjóra fulltrúa af sjö í bæjarstjórn með 51% atkvæða en J-listi þrjá fulltrúa með 49% atkvæða. Tíu atkvæðum munaði á listunum. Kjörsókn var 83,8%. Valgarður Hilmarsson varð forseti sveitarstjórnar og Guðmundur Haukur Jakobsson formaður byggðaráðs. Arnar Þór Sævarsson varð áfram sveitarstjóri en lét af störfum 1. apríl síðastliðinn. Hann hafði þá verið sveitarstjóri frá árinu 2007. Valgarður tók þá við sem sveitarstjóri út kjörtímabilið og Anna Margrét Jónsdóttir tók við sem forseti sveitarstjórnar. 

Í Blönduósbæ er innheimt hámarksútsvar. Skatttekjur á hvern íbúa árið 2016 námu 837.795 krónum, þegar framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er talið með, sem er vel yfir landsmeðaltali. Gert er ráð fyrir að sveitarfélagið fái rúmlega 266 milljónir króna í framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á þessu ári. Skuldir sveitarfélagsins í árslok 2016 námu 126% af árstekjum. Engar upplýsingar eru um Blönduósbæ í nýjustu samantekt Íslandsbanka um fjárhag sveitarfélaganna frá því í júní 2017. 

Tveir listar bjóða fram í kosningunum, þó ekki alveg þeir sömu og síðast þar sem J-listinn býður ekki fram aftur. 

L-listinn býður fram aftur, og er Guðmundur Haukur Jakobsson formaður byggðaráðs oddviti listans.  

Nýr listi, Ó-listi Óslistans, býður fram með Önnu Margréti Sigurðardóttur sem oddvita. 

 

Um sveitarfélagið

Framboð í sveitarfélagi

Kosningafréttir: Blönduósbær

Vilja ekki bankaþjónustu í gegnum „einhvern sjálfsala“

Í fyrsta skipti í 130 ár er nú engin bankaþjónusta á Blönduósi, en í gær var síðasti...
06/05/2021 - 17:55

Kraftur í húsbyggingum á Blönduósi

Meira hefur verið byggt á Blönduósi síðustu mánuði en mörg undanfarin ár. Sveitarstjórinn...
26/03/2021 - 13:50

Enginn banki á Blönduósi eftir að Arion lokar þar í maí

Arion banki ætlar að loka útibúi sínu á Blönduósi. Með því verða Blönduósbúar að fara á...
19/02/2021 - 11:44

Sveitastjórnarkosningar 2014

blonduosbaer