SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
2018
Ásahreppur
Sjá kort
Mynd með færslu

Í Ásahrepp bjuggu 247 þann 1. janúar 2014. Sveitarfélagið er í 59. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins. 

Í síðustu kosningum var óbundin kosning. Þá eru persónukosningar þar sem kosning er ekki bundin við framboð. Allir kjósendur eru í kjöri nema þeir sem eru löglega undanþegnir skyldu til að taka kjöri eða hafa fyrirfram skorast undan því. Kjörsókn var 86%. Egill Sigurðsson er oddviti hreppsnefndar. Björgvin G. Sigurðsson fyrrverandi alþingismaður og ráðherra var skipaður sveitarstjóri í 70% starfi í upphafi kjörtímabilsins. Hann lét svo af því starfi í ársbyrjun 2015. 

Í Ásahrepp er innheimt 12,44% útsvar. Skatttekjur á hvern íbúa árið 2016 námu 858.323 krónum, þegar framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er talið með, sem er yfir landsmeðaltali. Gert er ráð fyrir að sveitarfélagið fái eina milljón í framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á þessu ári. Skuldir sveitarfélagsins í árslok 2016 námu 18% af árstekjum. Samkvæmt samantekt Íslandsbanka frá því í júní 2017 var Ásahreppur eitt þeirra sveitarfélaga sem skulda lítið og stendur rekstur vel undir núverandi skuldsetningu miðað við gefnar forsendur. Þær upplýsingar voru unnar úr ársreikningum sveitarfélaganna fyrir árið 2016. 

Tveir listar bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum og verður þetta í fyrsta sinn sem ekki verða óhlutbundnar kosningar í sveitarfélaginu. 

E-listinn skilaði framboði á síðustu stundu en engar upplýsingar liggja fyrir um hvernig hann er skipaður. 

L-listi áhugafólks um lausnir og betra samfélag í Ásahreppi býður fram, og leiðir Ásta Berghildur Ólafsdóttir listann.  

 

Um sveitarfélagið

Framboð í sveitarfélagi

Kosningafréttir: Ásahreppur

Sveitarfélög ekki á einu máli um Hálendisþjóðgarð

Þau sveitarfélög sem eiga aðild að óstofnuðum Hálendisþjóðgarði eru ekki einhuga í...
30/01/2021 - 09:00

Boðar frumvarp í kjölfar dóms Hæstaréttar

Ráðherra sveitarstjórnarmála segir að í haust verði lagt fram frumvarp á Alþingi, þar sem...
15/05/2019 - 22:00

Bentu á annmarkann án árangurs

Áður en Alþingi breytti lögum um tekjustofna sveitarfélaga árið 2012 bentu nokkur...
14/05/2019 - 22:12

Sveitastjórnarkosningar 2014

asahreppur