Svalbarðshreppur

Sjónvarpsfrétt
Nærri helmingur sveitarfélaga hunsaði vistheimilahóp
Nærri helmingur sveitarfélaga landsins hunsaði ítrekaðar óskir starfshópsins sem skilaði skýrslu í dag og skoðaði meðferð á fólki með fötlun og geðræn vandamál. Meðal þeirra sveitarfélaga eru bæði fjórðu og fimmtu fjölmennustu sveitarfélög landsins. Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir vanta betra eftirlit með þessu berskjaldaða fólki. 
Oddvitar gömlu sveitarfélaganna efstir á nýjum listum
Oddvitar Svalbarðshrepps og Langanesbyggðar skipa fyrsta sæti á þeim tveimur framboðslistum sem kosið verður um í sameinuðu sveitarfélagi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hafin er rafræn söfnun á hugmyndum að nafni á nýtt sveitarfélag.
Sveitarfélög fyrir norðan og vestan í sameiningarhug
Íbúar í Langanesbyggð og Svalbarðshreppi annars vegar og íbúar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar samþykktu í kvöld sameiningu. Íbúar í 19 í sveitarfélögum hafa nú kosið um sameiningu frá því í sumar og þetta voru síðustu sameiningarkosningarnar í nokkuð langri törn.
Kjósa um sameiningu í lok mars - íbúafundir næstu daga
Þrír íbúafundir hafa verið boðaðir í þessari viku til að kynna og ræða fyrirhugaða sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps. Áætlað er að kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok mars.
Langanesbyggð og Svalbarðshreppur í formlegar viðræður
Sveitarstjórnir í Langanesbyggð og Svalbarðshreppi hafa samþykkt að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna. Þá er áætlað að stofna sérstakan uppbyggingarsjóð um jarðir í eigu sveitarfélaganna, en talsverð laxveiðihlunnindi eru á nokkrum þessara jarða.
Gera sauðburðarhlé á viðræðum um mögulega sameiningu
Í sumar á að liggja fyrir hvort hafnar verða formlegar viðræður um sameinginu Svalbarðshrepps og Langanesbyggðar. Formaður undirbúningsnefndar segir margt skýrast á allra næstu vikum.
Ræða sameiningu Svalbarðshrepps og Langanesbyggðar
Óformlegar viðræður eru að hefjast um mögulega sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps. Oddviti Svalbarðshrepps segir sveitarfélögin eiga það margt sameiginlegt að auðvelt ætti að vera að taka skrefið til fulls.
Lítill áhugi fyrir kosningunum í hreppnum
Kosningar verða óbundnar í Svalbarðshreppi eins og verið hefur. Það þýðir að allir kjósendur sveitarfélagsins eru í framboði, nema þeir sem löglega eru undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrirfram skorast undan því. Svalbarðshreppur er meðal fámennustu sveitarfélaga landsins, skráður íbúafjöldi í byrjun árs var 92. 
Biskup er fegurstur forystuhrúta
Biskup frá Laxárdal, undan Draumi Flórgoðasyni og Etnu frá Holti, var í haust valinn fegursti forystuhrútur Þistilfjarðar. Hann mun  vera háfættur, litfagur og athugull, auk þess sem hann hlýtur að bera sig vel og vera ekki of villtur, því í Bændablaðinu, sem segir frá hrútasýningunni, koma fram þessir helstu kostir forystufjár.
21.11.2016 - 12:59
Svalbarðshreppur
Í Svalbarðshreppi bjuggu 90 þann 1. janúar 2014. Sveitarfélagið er í 69. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins. Þar verður óhlutbundin kosning í komandi sveitarstjórnarkosningum.
14.05.2014 - 17:48
Eitt sveitarfélag greiðir engin laun
Mánaðarlegar launagreiðslur sveitarstjórnarmanna eru frá núlli upp í hátt í hálf milljón króna á mánuði. Eitt sveitarfélag greiðir engar þóknanir þrátt fyrir að lögum samkvæmt eigi sveitarstjórnir að ákvarða kjörnum fulltrúum laun.
26.04.2014 - 18:01
30 bæir enn án netsambands
Um þrjátíu bæir í Þistilfirði eru enn án netsambands eftir að mastrið á Viðarfjalli féll undan ísingu í síðustu viku. Íbúar eru óánægðir með að geta aðeins skipt við einn aðila.
10.01.2014 - 18:08
Útsendingar rofna eftir að mastur féll
Útsendingar sjónvarps og útvarps liggja niðri á stórum svæðum norðaustantil á landinu eftir að útsendingarmastrið á Viðarfjalli við Þistilfjörð féll. Mikil ísing hefur verið á mastrinu síðustu daga og varð það til að útsendingarskilyrði voru verri en ella.
02.01.2014 - 14:28
Mörg sveitarfélög mjög skuldsett
Þróun í fjármálum sveitarfélaga frá hruni er almennt jákvæð. Þó eru mörg svo skuldsett að nokkur ár þarf til þess að skera úr um hvort þau ráði við stöðuna. Þetta kemur fram í ársskýrslu eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga fyrir árið 2012.
Ungbændur í Svalbarðshreppi
Þegar nemandi við Háskólann á Akureyri fór síðastliðið sumar að kanna nýliðun í bændastétt í þeim sex sveitarfélögum sem tilheyra starfssvæði Þekkingarnets Þingeyinga, kom í ljós að meðalaldur bænda á starfssvæðinu er lægstur í Svalbarðshreppi við Þistilsfjörð. Þar er meðalaldurinn 49 ár en meðalald
17.01.2011 - 16:49
Landamerkjadómur felldur úr gildi
Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Óbyggðanefndar um landamerki jarðarinnar Laxárdals í Svalbarðshreppi. Eigendur jarðarinnar höfðu ekki erindi sem erfiði fyrir héraðsdómi, sem sýknaði ríkið af ógildingarkröfum þeirra. Í nýjum dómi Hæstaréttar er fallist á kröfur þeirra, og því hafnað að sók
10.01.2011 - 17:47
Úrslit í Svalbarðshreppi
Úrslit úr óhlutbundinni kosningu í Svalbarðshreppi. Á kjörskrá voru 79. Alls kusu 62 og voru öll atkvæði gild. Þetta er 80% kjörsókn.
30.05.2010 - 02:43