Suðurnesjabær

Líkur á sérstaklega mikilli gasmengun í Vogum í dag
Síðdegis í dag eru líkur á að gasmengun nái miklum styrk yfir byggð á Reykjanesskaga, þá sérstaklega í Vogum en einnig í Garði. Í hægviðrinu í nótt má gera ráð fyrir að gasmengun hafi safnast saman á gosstöðvunum í Meradölum sem síðan færist norður með sunnanátt. 
Ekkert erindi barst Vogum
Vistheimilishópurinn sem forsætisráðherra skipaði á síðasta ári og var falið að gera úttekt á meðferð á fullorðnu fólki með fötlun eða geðræn vandamál, skilaði ráðherra skýrslu í vikunni. Þar var lagt var til að rannsókn yrði gerð á vistheimilum ríkisins, allt aftur til ársins 1970.
Ólíkar skýringar á hvers vegna ekki var svarað
Embætti landlæknis harmar að hafa ekki svarað fyrirspurnum starfshóps um vistheimili ríkisins og segir að mistök hafi verið gerð. Stór sveitarfélög gefa ólíkar skýringar á hvers vegna þau svöruðu ekki starfshópnum.
09.06.2022 - 12:48
„Vissum að þegar Covid lyki yrði brjálað að gera"
Framkvæmdastjóri Airport Associates, sem þjónustar flugvélar á Keflavíkurflugvelli, segir að innan tveggja ára verði fyrirtækið jafn stórt og það var fyrir fall WOW AIR og covid. Mörg sambærileg fyrirtæki erlendis eigi í vandræðum með að ráða fólk og launakjörin séu betri hér en víða annars staðar
Rannsaka áhrif mengunar á Suðurnesjum
Krabbameinsfélag Íslands hefur hafið rannsókn á því hvort klórefni sem notuð voru af Bandaríkjaher hafi haft áhrif á heilsufar íbúa á Suðurnesjum, þar sem nýgengi krabbameins er hvergi hærra. Þá verða einnig teknir til greina ýmsir áhættuþættir krabbameins á borð við reykingar, áfengisneyslu og ofþyngd. Nýgengi krabbameins er hvergi hærra en á Suðurnesjum. 
02.05.2022 - 19:11
Sjónvarpsfrétt
Margir dauðir fuglar finnast
Tilkynnt hefur verið um fjölda dauðra fugla til Matvælastofnunar allt frá Snæfellsnesi austur á Hornafjörð. Tvo dauða fugla mátti sjá á Garðskaga í dag. 
17.04.2022 - 19:00
Sigursveinn Bjarni leiðir S-lista í Suðurnesjabæ
Sigursveinn Bjarni Jónsson sölustjóri er efstur á lista Samfylkingar og óháðra í Suðurnesjabæ. Listinn var samþykktur á fundi Samfylkingarfélags Suðurnesjabæjar á miðvikudag. Elín Frímannsdóttir, verslunarstjóri og aðstoðarmaður fasteignasala, er í öðru sæti.
Gætu þurft að fjarlægja kísilverið
Kísilverið í Helguvík stendur enn óstarfhæft. Það var gang­sett árið 2016 og verksmiðjunni lokað tæpu ári síðar. Sameinað sílikon hf. var þá eigandi Kísilversins og var félagið tekið til gjald­þrota­skipta í lok jan­úar 2018. Arion banki var stærsti kröf­u­hafi verk­efn­is­ins og tók það yfir með það fyrir augum að selja verksmiðjuna þegar hún væri orðin starfhæf að nýju.
11.02.2022 - 13:02
Landinn
Langsterkasta amma í heimi
Elsa Pálsdóttir varð að því er virðist á einni nóttu eitt frægasta nafn landsins í heimi kraftlyftinga. Hún tók þátt í sínu fyrsta Íslandsmeistaramóti 2019, setti nokkur Íslandsmet og þá var ekki aftur snúið. Í sumar urðu svo tímamót þegar hún keppti í fyrsta sinn á Evrópumóti og svo heimsmeistaramóti í september. Og uppskeran var ríkuleg. 
Skandall að læknirinn starfi meðan andlát er rannsakað
Eva Hauksdóttir furðar sig á að læknirinn sem er til rannsóknar hjá lögreglu vegna andláts móður hennar hafi verið ráðinn til starfa á Landspítala. Hún segir að umfang málsins ætti ekki að skipta máli, og ef læknir sé með réttarstöðu sakbornings væri réttara að senda hann í leyfi á meðan.
25.11.2021 - 12:43
Landinn
Íslenska glíman á leið á skrá yfir menningararf?
Aðsókn í Glímudeild Njarðvíkur er með allra besta móti og mikil stemning þegar Landinn leit við þar eitt fimmtudagskvöld. Þar æfir fólk á öllum aldri sem segir andann í kringum íþróttina einstakan.
26.10.2021 - 07:50
Airport Associates bæta við sig mannskap
Þjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli hafa ekki farið varhluta af stóraukinni komu erlendra ferðamanna til landsins og nú er svo komið að ráða þarf aftur inn starfsfólk í stað þeirra sem sagt var upp í kórónuveirufaraldrinum. Þeirra á meðal er Airport Associates sem hafa meira en tvöfaldað starfsmannafjöldann frá því þegar fæst var hjá félaginu.
Talsvert um að fólki sé snúið við á Keflavíkurflugvelli
Talsvert hefur verið um að fólki sé snúið við á Keflavíkurflugvelli þar sem það hefur ekki viðunandi bólusetningarvottorð eða kemur hingað frá löndum utan EES-svæðisins, að sögn yfirlögregluþjóns. Evrópski COVID-passinn svokallaði er kominn í notkun og hefur gefið góða raun. 
Myndskeið
Fjölgað um 10 prósent frá sameiningu
Frá því Sandgerði og Garður sameinuðust í Suðurnesjabæ fyrir þremur árum hefur íbúum sveitarfélagsins fjölgað um 10 prósent. Fyrirhugað er að opna ný dagdvalarrými en bæjaryfirvöld kalla eftir heilsugæslu.
01.07.2021 - 19:17
Varnargarður til að tefja lokun Suðurstrandarvegar
Þriggja til fimm metra hár varnargarður verður gerður í dalsmynni Nátthaga til að freista þess að seinka því að hraun flæði frá eldgosinu niður á Suðurstrandarveg og yfir Ísólfsskála. Í fréttatilkynningu almannavarna kemur fram að miðað við virknina í gosinu núna nái hraun að öllum líkindum niður á veg á næstu vikum.
Brýnt að byggja upp Þrengslin lokist Suðurstrandarvegur
Lokun Suðurstrandarvegar vegna eldgossins á Reykjanesskaga reynir fyrst og fremst á samgönguyfirvöld í landinu segir bæjarstjórinn i Ölfusi. Huga þarf að uppbyggingu Þrengslavegar til að tryggja þungaflutninga.
Myndskeið
Hraun gæti flætt á Suðurstrandarveg innan 2ja vikna
Eldfjallafræðingur telur að hraun geti farið að renna út á Suðurstrandarveg innan hálfs mánaðar. Bæjaryfirvöld í Grindavík einbeita sér nú að því að koma í veg fyrir að gos geti runnið til Grindavíkur eða í Svartsengi því Suðurstrandarvegi verði ekki bjargað. 
Ekki reynt að stöðva hraunrennsli yfir Suðurstrandarveg
Ekkert verður aðhafst til að reyna að koma í veg fyrir að hraun streymi yfir Suðurstrandarveg. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Hraunið er nú þunnfljótandi og rennur hratt ofan í Nátthaga. Talið er að vika sé þangað til það finnur sér leið þaðan. 
Völlurinn uppspretta 40 prósent umsvifa á Suðurnesjum.
Í dag verðar kynntar niðurstöður tveggja ára vinnu um hvernig efla á atvinnulíf og styrkja innviði á Suðurnesjum í átt að sjálfbærri framtíð. Keflavíkurflugvöllur er uppspretta meira en 40 prósenta efnahagslegra umsvifa á Suðurnesjum.
16.06.2021 - 09:28
Spegillinn
Leggja til hraunvarnir við Grindavík og Svartsengi
Ráðast þyrfti í umfangsmiklar aðgerðir til að verja innviði á Reykjanesskaga vegna eldsumbrota sem búast má við á næstu árum, áratugum og öldum. Verja þarf bæi, orkuver, heita- og kaldavatnslagnir og háspennulínur. Hópur, sem almannavarnir hefur kallað til, telur að rétt sé að hefja vinnu við forvarnir frekar en að bregðast við þegar eldgos er hafið.
Vakta gosstöðvarnar frá hádegi fram til miðnættis
Lögreglan og björgunarsveitir verða með vakt við gosstöðvar frá hádegi í dag eins og til stóð. Opnun fjórðu sprungunnar í nótt breytir engu þar um.
Líkur á að gasmengun beri yfir byggð á Reykjanesskaga
Í nótt gengur í suðaustan 8 til 13 metra á sekúndu, en eftir hádegi á morgun dregur talsvert úr vindi. Gasmengun berst því til norðurs og norðausturs frá gosstöðvunum, og seint í nótt og á morgun eru líkur á að dragi úr loftgæðum í byggð á norðanverðum Reykjanesskaga.
Mengun af gosinu leggur yfir Voga á Vatnsleysuströnd
Íbúar Voga á Vatnsleysuströnd eru hvattir til að loka gluggum og kynda hús sín en þar mælist nú mengun frá gosinu í Geldingadölum. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands hvetur í raun alla íbúa á Reykjanesskaganum að fylgjast vel með veðurspá, vindaspá og gasmengunarspá.
Ráðið frá að taka lítil börn og hunda með sér að gosinu
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum brýnir fyrir þeim sem ætla að ganga að gosstöðvunum í Geldingadölum að taka ekki lítil börn með sér á svæðið. Það sé erfitt yfirferðar og eins þurfi að hafa mögulega gasmengun í huga.
Isavia rekið með ríflega 13 milljarða halla árið 2020
Afkoma Isavia samstæðunnar var neikvæð um sem nemur 13,2 milljörðum króna árið 2020. Viðnúningurinn er um 14,4 milljarðar króna milli ára. Þorra samdráttarins má rekja til þess að farþegum sem fóru um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 81% frá árinu á undan.