Suðurnes

Verið að rýma Geldingadal en fjöldi fólks enn á staðnum
Mikill fjöldi fólks er enn við gosstöðvarnar í Geldingadölum en lögregla og björgunarsveitir vinna nú að því hörðum höndum að rýma svæðið. Þetta kom fram í samtali við varðstjóra hjá lögreglunni á Suðurnesjum laust fyrir eitt í nótt. Hann segir mjög kalt vera í fjalllendinu við gosstöðvarnar og mörg eiga langa göngu fyrir höndum að bílum sínum eftir að niður er komið.
Myndskeið
Hraunflæðið stöðugt en breytingarnar eru útlitslegar
Eldgígarnir í Geldingadölum í Fagradalsfjalli hafa smátt og smátt verið að breytast alveg síðan eldgosið hófst föstudaginn 19. mars. Einna mestu breytingarnar urðu aðfaranótt sunnudagsins 28. mars þegar nyrðri gígurinn opnaðist til vesturs.
Myndskeið
Eldgosið á einni mínútu
Vefmyndavél RÚV á Fagradalsfjalli hefur fangað stórbrotnar jarðsögulegar myndir af eldgosinu í Geldingadölum. Eldgosið hófst föstudagskvöldið 19. mars og upptaka hófst laust fyrir hádegi á laugardaginn. Síðan þá hefur hraunbreiðan stækkað verulega og fyllir nú nær allan dalinn.
Myndskeið
Gufubólstrar við Trölladyngju ekki merki um eldvirkni
Gufubólstrar sem stíga upp frá Höskuldarvöllum og sáust vel í bjartviðrinu og stillunni í morgun, eru ekki til marks um eldvirkni. Almannavarnir fengu ábendingar um reyk eða gufu við Trölladyngju í dag og fyrir þremur dögum.
Myndskeið
Hraunpollar fljótir að myndast í Geldingadölum
Hraunpollar eru fljótir að myndast í Geldingadal eins og þetta myndband sem Aníta Ólöf Jónsdóttir sendi fréttastofunni. Þarna sést hversu þunnt lag storknaðrar kviku brotnar auðveldlega undan fljótandi kvikunni í hrauntjörninni sem er undir öllu nýja svarta hrauninu.
Óbreytt gosvirkni en jarðskjálftum fækkar enn
Enn gýs í Geldingadölum, þar sem hraun hefur nú runnið í rúma þrjá sólarhringa. Er ekki annað að sjá en að svipaður gangur sé í gosinu og verið hefur, að sögn Sigþrúðar Ármannsdóttur, náttúruvársérfæðings á Veðurstofu Íslands. Enn dregur úr skjálftavirkni og gangi veðurspár eftir ætti gosþyrstu göngufólki ekki að verða skotaskuld úr því að svala þeim þorsta sínum í dag, með því að rölta nýstikaðan slóðann að gosstöðvunum.
Fjöldi fólks hætt kominn við gosstöðvarnar í nótt
Um 140 manns frá nær öllum björgunarsveitum á Suðvesturlandi voru að störfum í vonskuveðri við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga og fjöllunum þar í kring í gærkvöld og nótt, ásamt nokkrum lögreglumönnum. Steinar Þórður Kristinsson, aðgerðastjóri Landsbjargar í Grindavík, sagði í fréttum klukkan fimm að tugum hafi verið hjálpað niður úr fjöllunum, verulega þrekuðum og köldum, og sumum þeirra hreinlega bjargað, svo köld og hrakin hafi þau verið þegar björgunarsveitarmenn komu þeim til hjálpar.
Almannavarnir
Mjög hættulegt að nálgast gosið vegna gasmengunar
Almannavarnir sendu rétt í þessu frá sér viðvörun þar sem sterklega er varað við því að fara nálægt gígnum í Geldingadölum vegna gasmengunar. Mælingar í morgun sýni að gasmengunin sé komin upp fyrir hættumörk og mjög hættulegt að nálgast gosið eins og er. Svæðið í kringum gosstöðvarnar sé því lokað og er fólk beðið að virða þá lokun.
Gul viðvörun og ekkert útvistarveður við gosstöðvarnar
Páll Ágúst Þórarinsson veðurfræðingur segir mjög hvasst og úrkomusamt við gosstöðvarnar og farið að kólna að auki. Veður verður áfram slæmt og gefin hefur verið út gul veðurviðvörun fyrir allan morgundaginn.
Lögregla og Landsbjörg: Snúið heim, strax!
Veðurstofan og lögreglan á Suðurnesjum vara við mjög slæmu veðri á gosstöðvunum í Geldingadölum á Reykjanesskaga. Er fólk á leið þangað hvatt til að snúa við strax. Skilaboð þessa efnis voru send í farsíma fólks á ferli á þessum slóðum. Steinar Þór Kristinsson, í aðgerðastjórn Landsbjargar í Grindavík, tekur í sama streng. Hann segir veður orðið arfaslæmt og óttast hið versta fyrir nóttina. Þegar er byrjað að skima eftir fólki í hrakningum og verið að fjölga mjög í hópi björgunarsveitarfólks.
Telur hraunið þekja um 0,15 ferkílómetra
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, áætlar að hraunið sem runnið hefur úr gígnum í Geldingadölum í Fagradalsfjalli hafi þakið um það bil 15 hektara, eða 0.15 ferkílómetra seinnipartinn í dag. Magnús Tumi tekur fram að þetta sé ekki sérlega nákvæmt mat, en ætti ekki að vera fjarri lagi.
Myndskeið
Dæmigert íslenskt basalt kemur upp í Geldingadölum
Jarðvísindamenn hafa farið að gosstöðvunum til þess að taka sýni af þeim efnum sem spýjast upp úr jörðinni. Glóandi hraunið er auðvitað það tilkomumikla sem flestir fara að sjá en það er margt annað og ósýnilegra sem kemur upp.
Myndskeið
Margir við gosstöðvarnar í nótt – sumir hjóluðu
Fjöldi fólks lagði leið sína á Fagradalsfjall og að gosstöðvunum seint í gær og í nótt til að berja gosið augum. Sjónarspilið var mikið en ekki hættulaust.
Lögregla: Haldið ykkur í öruggri fjarlægð frá gígnum
Hundruð gosþyrstra ævintýrakarla og -kvenna eru á ferð nærri gosstöðvunum við Fagradalsfjall og ekki öll jafn vel búin fyrir þær slæmu aðstæður sem þar eru til göngu; Myrkur, úfið hraun, væta og vindur - og eldgos. Lögreglan á Suðurnesjum biður fólk að sýna almenna skynsemi og vera ekki í námunda við gíginn sem gýs úr í Geldingadal, heldur halda sig í hæfilegri og öruggri fjarlægð. Lögregla og björgunarsveitir geti ekki tryggt öryggi fólks við gosstöðvarnar.
Varað við miklu drónaflugi yfir eldstöðvunum
Mjög mikið hefur verið um drónaflug við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga og því hefur Samgöngustofa séð ástæðu til að árétta þær reglur sem gilda um slíkt flug. Verði vart við brot gegn þeim reglum er viðbúið að algjört bann verði sett við drónaflugi yfir eldstöðvunum.
Vísindafólk flýgur yfir gosstöðvarnar
Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands, jarðvársérfræðingar, sérfræðingur í loftgæðumog fleiri lögðu af stað í flugferð yfir gosstöðvarnar á áttunda tímanum í morgun með þyrlu Landhelgisgæslunnar, til að glöggva sig betur á aðstæðum. Drónaflug er bannað yfir gosstöðvunum til hádegis í dag, en gosið hefur ekki áhrif á aðra flugumferð sem stendur.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Beint vefstreymi frá eldstöðvunum
Vefmyndavél hefur verið komið upp á Fagradalsfjalli við Geldingadali þar sem eldgos hófst föstudagskvöldið 19. mars. Myndavélin horfir til suðausturs. Fjallið í bakgrunni er Stóri-Hrútur.
Myndskeið
Magnaðar kvikmyndir af gosinu
Kristinn Þeyr Magnússon, kvikmyndatökumaður RÚV, tók þessar mögnuðu myndir af eldgosinu í Geldingadölum á föstudagskvöld. Þær voru sýndar í beinni útsendingu í sjónvarpinu.
Síðasta gostímabil á Reykjanesskaga varði í nær 300 ár
Síðasta goshrina á Reykjanesskaga varði í 30 ár. Hún var jafnframt lokahrinan í enn lengra eldsumbrotatímabili á Reykjanesskaganum, sem stóð yfir í 290 ár. Síðast gaus í Fagradalsfjalli fyrir meira en 6.000 árum. Þá rann Beinavörðuhraun.
Almannavarnir og Veðurstofan boða upplýsingafund kl. 2
Almannavarnir og Veðurstofa Íslands halda sameiginlegan upplýsingafund í skrifstofum Almannavarna klukkan tvö í dag vegna eldgossins í Fagradalsfjalli. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að almannavarnastig hafi verið hækkað upp á neyðarstig og vegna gossins og samhæfingarstöð Almannavarna og aðgerðastjórn á Suðurnesjum verið virkjaðar.
Aðstæður draga úr óæskilegum áhrifum gasútstreymis
Vindur er vestanstæður og aska og gas berast í austur frá gosinu í Fagradalsfjalli og fregnir hafa borist af því að brennisteinslykt finnist allt austur í Árnessýslu. Samkvæmt gildandi spám Veðurstofunnar má gera ráð fyrir því að gas og aska berist yfir höfuðborgarsvæðið annað kvöld. Það er bót í máli að afar lítil aska fylgir gosinu enn sem komið er. Unnið er að því að gera fyrstu mælingar á upphafsgildum gasútstereymis, og þá sérstaklega á brennisteinstvíoxíði (SO2) en niðurstaðna er beðið.
Myndskeið
Myndskeið Gæslunnar af eldgosinu
Landhelgisgæslan tók eflaust fyrstu myndirnar af eldgosinu í Geldingadölum í austanverðu Fagradalsfjalli í kvöld. Myndirnar eru stórbrotnar, eins og flestar myndir af eldgosum. Glóandi hraun spýtist upp úr gossprungunum.
Flugumferð raskast ekki fyrst um sinn
Ekki er bannað að fljúga til Keflavíkur og vél frá Wizz-air er væntanleg þangað um hálf eitt í nótt og á að fljúga utan aftur rúmlega eitt. Veðurstofan hefur unnið öskuspá á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga, og samkvæmt nýjum reglum alþjóða flugmálasambandsins ákvarðar hvert flugfélag fyrir sig, hvort það fljúgi í þeim aðstæðum sem hún segir til um.
Aukafréttatími
Allur aukafréttatími sjónvarpsins vegna eldgossins
Eldgos hófst í Fagradalsfjalli í kvöld. Fréttastofa RÚV sendi út aukafréttatíma vegna eldgossins og ræddi við jarðfræðinga, lögregluþjóna hjá almannavörnum, íbúa í Grindavík, bæjarstjóra í Grindavík og fleiri. Þá voru sýndar myndir í beinni útsendingu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar frá eldstöðvunum.
Ný jarðskjálftahrina undan Reykjanestá
Átta jarðskjálftar yfir þremur að stærð, urðu nú á sjötta tímanum, og raunar varð sá fyrsti laust fyrir klukkan fimm. Enginn þeirra átti þó upptök sín í næsta nágrenni Fagradalsfjalls, heldur urðu þeir allir á Reykjaneshryggnum, vestnorðvestur af Reykjanestá, þar sem jarðskjálftahrina hófst um klukkan hálf fimm í morgun. Þar hafa nú mælst um 100 skjálftar. Þeir stærstu voru 3,7 að stærð.