Suðurnes

Myndskeið
Bjargbrún Krýsuvíkurbjargs víða að hruni kominn
Langar sprungur hafa myndast á Krýsuvíkurbjargi á Reykjanesskaga. Jarðfræðingur segir hættulegt að ganga út á bjargbrún. Sjórinn hefur sorfið úr klettunum, sprungur hafa myndast og ómögulegt sé að segja hvenær stórar landfylllur hrynja ofan í stórgrýtta fjöruna. 
30.05.2020 - 22:10
Lögreglan týndi upptökum og tók ekki fingraför
Héraðsdómur Reykjaness sýknaði í gær karlmann af ákæru lögreglustjórans á Suðurnesjum um að hafa brotist inn á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og taka lyf ófrjálsri hendi. Sá sem stal lyfjunum baðst reyndar afsökunar á þjófnaðinum og bað bráðamóttökuna um að passa betur upp á öryggið.
27.05.2020 - 13:17
Fimmtán ára ökumaður tekinn á rúntinum
Fimmtán ára gamall ökumaður var stöðvaður í nótt á rúntinum á Suðurnesjum í nótt ásamt tveimur félögum sínum. Lögreglan ræddi við foreldra drengjanna og tilkynnti málið til barnaverndarnefndar.
26.05.2020 - 11:17
Myndskeið
Einmanalegt og stórfurðulegt að vera landvörður núna
Það er stórfurðulegt og dálítið einmanalegt að vera landvörður á tímum kórónuveirunnar, segir landvörður Reykjanesfólkvangs. Síðasta sumar komu þúsund ferðamenn á dag á jarðhitasvæðið Seltún en núna koma fáir eða allt að hundrað á góðum degi.
Myndskeið
Skapa 600 ný störf í sumar
Reykjanesbær ætlar með aðstoð ríkisins að skapa sex hundruð störf í sumar en þar hefur atvinnuleysi aldrei mælst meira en nú. Fjögur þúsund eru án vinnu að hluta eða öllu leyti.
23.05.2020 - 10:05
Bæjarblöð í ólgusjó vegna dreifingar og veiru
Breytingar á dreifingu fjölpósts hjá Póstinum, sem tóku gildi um mánaðamótin, mælast misvel fyrir hjá aðstandendum bæjarblaða. Miðlarnir hafa sumir hverjir leitað nýrra lausna við útgáfu til að bregðast við tekjufalli vegna kórónuveirunnar með góðum árangri.
22.05.2020 - 13:42
250 milljónir frá ríkinu til eflingar Suðurnesja
Ríkið hyggst verja 250 milljónum til að bæta þjónustu og efla sveitarfélög á Suðurnesjum. Um er að ræða 17 aðgerðir, meðal annars átak á vinnumarkaði, aukið verður við framboð menntunar, komið verður á átaki gegn heimilisofbeldi og heilbrigðisþjónusta á svæðinu verður bætt.
Landinn
Glöð að geta æft úti í sólinni
„Það var svoleiðis í Covid 19 að það þurfti að fresta mjög mörgum æfingum og við erum bara glaðar að geta æft úti í sólinnni,“ segir Anna Ýr Einarsdóttir leikmaður 6. flokks Ungmennafélgs Grindavíkur í knattspyrnu.
13.05.2020 - 11:09
Myndskeið
Ólöglegt og stórhættulegt bað
Fjöldi fólks hefur stefnt sér í voða síðustu daga með því að bara sig í heitu affallsvatni frá Reykjanesvirkjun í stórgrýttri fjörunni. Talsmaður virkjunarinnar segir þetta stórhættulegt, miklar hitabreytingar geti orðið á vatninu auk þess sem hafsstraumar séu sterkir.
05.05.2020 - 20:00
Landinn
Safnar hljómi kirkjuklukkna landsins
Guðmundur er flugumferðarstjóri en þegar tími gefst sinnir hann gæluverkefni sínu; Kirkjuklukkum Íslands. „Hugmyndin með verkefninu er að heimsækja allar kirkjur á Íslandi og taka upp og skrá niður upplýsingar um kirkjuklukkur á landinu. Þær eru 370 talsins kirkjurnar og ég er búinn með um 70 svo ég á nóg eftir,“ segir Guðmundur.
03.05.2020 - 09:00
30 sagt upp og engir ráðnir í sumarstörf
Fríhöfnin, dótturfélag Isavia, sagði í dag upp 30 af 169 starfsmönnum Fríhafnarinnar. Rúmlega hundrað til viðbótar var boðið að vinna áfram hjá fyrirtækinu en í lægra starfshlutfalli en áður. Stjórnendur Isavia hafa jafnframt ákveðið að ráða ekkert fólk til starfa í svoköllum framlínustörf. Þar með falla niður 140 sumarstörf sem gert hafði verið ráð fyrir í rekstri fyrirtækisins áður en COVID-19 faraldurinn gróf undan ferðaþjónustu.
29.04.2020 - 11:54
Myndskeið
Í folfi, fótafimi eða fljúgandi á svifvængjum
Fjöldi fólks skemmti sér í folfi og svifvængjaflugi í dag og þið megið telja hvað eru mörg eff í því. Fólk naut veðurblíðunnar í dag ýmist á jörðu niðri eða skýjum ofar.
26.04.2020 - 19:31
Landsréttur staðfestir áframhaldandi gæsluvarðhald
Landsréttur staðfesti á föstudag gæsluvarðhaldúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir karlmanni á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana í Sandgerði í lok mars.
26.04.2020 - 14:28
Suðurnes fá 250 milljónir
Til stendur að bæta 405 milljörðum króna við framlög ríkissjóðs til sveitarfélaga og byggðarlaga vegna Covid-19. Þá er gert ráð fyrir að 250 milljónir fari í sértækan stuðning við Suðurnes til að bregðast við ástandinu þar.
Í gæsluvarðhaldi til allt að 20. maí
Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði karlmann á sextugsaldri í dag í gæsluvarðhald til allt að 20. maí. Maðurinn hefur verið í haldi lögreglu frá 1. apríl eftir að grunur vaknaði um að hann hefði orðið sambýliskonu sinni að bana. Maðurinn hafði þrívegis verið úrskurðaður í allt að vikulangt gæsluvarðhald. Nú er gæsluvarðhaldsúrskurðurinn öllu lengri, eða í allt að 28 daga. Ekki fengust upplýsingar hjá Lögreglunni á Suðurnesjum um hvort þetta væri til marks um breytta stöðu við rannsókn málsins.
22.04.2020 - 16:33
Fara fram á lengra gæsluvarðhald
Lögreglan á Suðurnesjum fer þess á leit í dag að gæsluvarðhald yfir manni sem verið hefur í haldi frá mánaðamótum verði framlengt. Maðurinn var handtekinn þegar grunur vaknaði um að hann hefði orðið sambýliskonu sinni að bana.
22.04.2020 - 12:15
Sjóarinn síkáti ekki haldinn í ár
Aðstandendur hátíðarinnar Sjóarans síkáta, sem farið hefur fram í Grindavík á sjómannadaginn í aldarfjórðung, hafa ákveðið að ekkert verði af hátíðinni í ár. Það er vegna fjöldatakmarkana sem enn verða í gildi vegna COVID-19 faraldursins. Þetta er aðeins í þriðja skipti sem ekki verða formleg hátiðarhöld í Grindavík á sjómannadag frá árinu 1948. Árin 1952 og 1987 voru hátíðarhöld felld niður vegna sjóslysa. Víðar á landinu eru áform um sjómannadag nú til endurskoðunar í ljósi aðstæðna.
22.04.2020 - 10:06
Kveikur
Atvinnuvegurinn sem hvarf
Íslendingar eru of háðir ferðaþjónustu og verða því lengur að komast upp úr efnahagskreppunni í kjölfar Covid-faraldursins en margar aðrar þjóðir, að mati hagfræðinga. Þeir eru þó ekki á einu máli um það hversu sársaukafullur samdrátturinn verði fyrir almenning.
21.04.2020 - 20:00
Í nálgunarbann vegna gruns um ítrekað heimilisofbeldi
Landsréttur staðfesti á föstudag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um nálgunarbann vegna gruns um ítrekað ofbeldi og hótanir manns gegn eiginkonu sinni. Landsréttur gekk þó skrefinu lengra en héraðsdómur og bannaði manninum líka að hafa samband við konuna í síma, með tölvupósti eða öðrum hætti. Héraðsdómur taldi að maðurinn þyrfti að geta haft samband við konuna vegna fjárskipta við skilnað þeirra og til að ræða samvistir hans með börnum þeirra. Landsréttur taldi aðrar leiðir færar í þeim efnum.
20.04.2020 - 16:40
Undirbúa framkvæmdir í Helguvík með herskip í huga
Hafnaryfirvöld hjá Reykjaneshöfnum hafa undirbúið möguleikann á því að höfnin í Helguvík geti tekið við stærri og lengri skipum en áður. Þá er sérstaklega horft til þess að herskip á vegum Atlantshafsbandalagsins geti haft þar aðstöðu.
20.04.2020 - 07:12
Jarðskjálftar nærri Grindavík
Jarðskjálfti fannst vel í Grindavík rétt fyrir klukkan tíu í morgun. Jarðskjálfti að stærð 3,2 varð um 4,6 kílómetra norðvestur af Grindavík þegar klukkuna vantaði fimm mínútur í tíu. Annar minni skjálfti varð á sömu slóðum rétt eftir klukkan hálf tíu.
11.04.2020 - 10:16
Óska eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi
Lögreglan á Suðurnesjum hyggst óska eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir karlmanni á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið konu sinni að bana í Sandgerði í lok mars. Þetta kemur fram í tilkynningu. Gæsluvarðhald yfir manninum rennur út klukkan fjögur í dag.
08.04.2020 - 11:23
Ekki búið að taka ákvörðun um gæsluvarðhald
Gæsluvarðhald yfir karlmanni á sextugsaldri, sem lögreglan á Suðurnesjum handtók 1. apríl vegna gruns um að hann hefði orðið sambýliskonu sinni að bana, rennur út klukkan fjögur í dag.
Isavia fær fjóra milljarða til innviðaverkefna
Íslenska ríkið leggur Isavia til fjóra milljarða króna í nýtt hlutafé. Peningana á að nota til að ráðast í innviðaverkefni sem skapa 50 til 125 störf í mánuði fram á mitt næsta ár.
Sextán mánaða fangelsi fyrir nytjastuld á bílum
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi karlmann í gær til sextán mánaða fangelsisvistar fyrir nytjastuld, akstur undir áhrifum fíkniefna og fíkniefnabrot. Maðurinn tók bíla ófrjálsri hendi á Suðurnesjum og í Reykjavík og ók þeim þangað sem hann þurfti að fara, eða þar til hann var stöðvaður.
07.04.2020 - 06:50