Suðurnes

Sýknaðir af mútubrotum - sakfelldir fyrir umboðssvik
Fyrrverandi þjónustustjóri hjá Isavia og framkvæmdastjóri tæknifyrirtækis voru fyrir skömmu sakfelldir fyrir umboðssvik í tengslum við kaup Isavia á miðum í bílastæðahlið fyrir nokkrum árum. Þjónustustjórinn fyrrverandi hlaut tólf mánaða dóm en þar af voru níu mánuðir skilorðsbundnir. Framkvæmdastjórinn hlaut tíu mánaða skilborðsbundna refsingu. Mennirnir voru hins vegar sýknaðir af ákæru um mútubrot.
04.08.2020 - 16:56
Spánverji á sjötugsaldri gripinn með kókaín
Spænskur karlmaður á sjötugsaldri var gripinn af tollvörðum á Keflavíkurflugvelli um helgina með tæpt hálft kíló af kókaíni innvortis í 48 pakkningum. Maðurinn var að koma með flugi frá Frakklandi og er nú gæsluvarðhaldi. Rannsókn málsins er í fullum gangi.
29.07.2020 - 17:46
Sögð vilja senda Ólaf Helga til Vestmannaeyja
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, er sögð hafa óskað eftir því við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, að hann taki við embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum. Þetta fullyrðir Fréttablaðið á vef sínum. Ólafur vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu þegar eftir því var leitað.
28.07.2020 - 16:59
Tveir handteknir grunaðir um fíkniefnasölu
Lögreglan á Suðurnesjum handtók þrjá einstaklinga með fíkniefni í fórum sínum á föstudag. Tveir þeirra eru grunaðir um fíkniefnasölu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umdæminu.
27.07.2020 - 10:19
Tjáir sig ekki um starfsmannamál Suðurnesjalögreglunnar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að í ráðuneytinu sé nú til meðferðar starfsmannamál tengt embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Unnið sé að lausn málsins þannig að nauðsynlegri starfsemi embættisins verði áfram sinnt með eðlilegum hætti.
Betur fór en á horfðist þegar dreng rak frá landi
Mikill viðbúnaður var við Kleifarvatn síðdegis í dag þegar dreng rak frá landi á uppblásnu rekaldi. Hann rak fljótlega aftur til baka heilan á húfi.
340 skjálftar í nótt á Reykjanesi en engir stórir
340 skjálftar urðu á Reykjanesi í nótt en þeir voru allir undir 3 að stærð. Ein tilkynning barst frá íbúa í Grindavík sem kvaðst hafa fundið fyrir skjálfta. Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir ekki hægt að útiloka að það komi aftur stór skjálfti.
„Eldgos á Reykjanesskaga ólíklegt á næstunni“
Ólíklegt er að eldgos verði á Reykjanesskaga næstu ár eða áratugi þar sem enn er mikil spenna í jarðskorpunni. Þetta er mat Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Hann segir ómögulegt að segja til um hvað skjálftahrinan þar stendur lengi.
19 skjálftar stærri en 3 við Fagradalsfjall
19 skjálftar, stærri en 3, hafa mælst við Fagradalsfjall síðan í gærkvöld þegar skjálfti upp á 5 varð skömmu fyrir miðnætti. Tvær skjálftar yfir 4 hafa mælst í morgun; annar reyndist 4,6 að stærð en hinn 4,3.
20.07.2020 - 09:38
„Glamraði í sömu hlutunum og venjulega“
Öflug jarðskjálftahrina hefur verið á Reykjanesi frá því á miðnætti þegar skjálfti upp á 5 varð við Fagradalsfjall. Í morgun hafa tveir snarpir skjálftar orðið; annar upp á 4,6 en hinn uppá 4,3. Skjálftarnir hafa fundist víða, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, Vík og í Borgarnesi. „Maður er eiginlega orðinn vanur,“ segir íbúi í Grindavík.
20.07.2020 - 07:14
Skjálfti á Reykjanesi af stærðinni 5 fannst víða
Jarðskjálfti sem var 5 að stærð varð tæpan kílómetra norður af Fagradalsfjalli þegar klukkuna vantaði 24 mínútur í miðnætti. Jarðskjálftinn fannst víða á suðvesturhorninu. Fréttastofa veit til þess að fólk fann fyrir skjálftanum á Suðurnesjum, víða á höfuðborgarsvæðinu, á Stokkseyri, í Vestmannaeyjum, á Akranesi og í Borgarnesi.
19.07.2020 - 23:48
Nokkur skjálftavirkni víða um og við landið
Jörð heldur áfram að skjálfa á Reykjanesi og norður af landinu þótt töluvert hafi dregið úr skjálftavirkni á þessum svæðum að undanförnu. Þá hefur jörð einnig nötrað á hálendinu og varð stærsti skjálftinn í gær skammt vestur af Herðubreiðartöglum. Sá varð klukkan 21.24 og mældist 3,0 að stærð. Honum fylgdu nokkrir minni skjálftar, þeir stærstu 2,0 og 2,1 að stærð.
13.07.2020 - 00:34
Líklegt að sárafátækt muni aukast á Suðurnesjum
Allar líkur eru á að fjölga muni í hópi þeirra íbúa á Suðurnesjum sem teljast sem sárafátækir. Brýnt er að stjórnvöld og samfélagið allt komi til aðstoðar. Þetta segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar sem er í Velferðarvaktinni.
Féllu þrjá og hálfan metra þegar vinnupallur gaf sig
Slys varð í Sandgerði í gær þegar vinnupallur gaf sig og tveir menn féllu í jörðina. Fallið var um þrír og hálfur metri.
07.07.2020 - 10:39
Jarðskjálfti við Grindavík af stærðinni 2,9
Skjálfti af stærðinni 2,9, varð þrjá kílómetra norðaustur af Grindavík klukkan 20:36 í gærkvöldi.
06.07.2020 - 07:12
Geðræktarmiðstöð lokað í dag vegna smits
Björgin - geðræktarmiðstöð Suðurnesja er lokuð í dag vegna sótthreinsunar eftir að COVID-smit var staðfest í notanda miðstöðvarinnar. Björgin verður opnuð aftur á mánudag en opnunartími hennar verður skertur í næstu viku, verður frá tíu á morgnana til tvö síðdegis.
03.07.2020 - 08:23
Mótorhjólaslys á Reykjanesi
Maður var fluttur á slysadeild landspítalans í Fossvogi eftir mótorhjólaslys á Nesvegi, milli Reykjanesvirkjunar og Grindavíkur, laust fyrir klukkan níu í kvöld. Að sögn varðstjóra hjá brunavörnum Suðurnesja lenti hjólið utan vegar. Ekki er vitað um tildrög slyssins, eða hversu alvarlega maðurinn er slasaður.
03.07.2020 - 00:28
Þrjár tilkynningar um sinuelda í Keflavík
Brunavarnir Suðurnesja hafa þrívegis verið kallaðar út í dag og í kvöld vegna sinubruna við Rósaselstjarnir, ofan við byggðina í Keflavík. Fimm slökkviliðsbílar voru sendir á vettvang í dag þegar dreifðist hratt úr eldinum sökum vinda. Þá tók um klukkutíma að slökkva eldinn.
19.06.2020 - 23:50
Milljónasektir fyrir ölvunarakstur
Þrír menn hafa síðustu daga verið dæmdir til að greiða eina til tvær milljónir króna hver fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og önnur umferðarlagabrot. Samanlagt nema sektargreiðslur mannanna þriggja rúmum fimm milljónum króna.
Fjögur handtekin fyrir smygl og dópframleiðslu
Lögreglan á Suðurnesjum handtók fjóra einstaklinga vegna innflutnings og framleiðslu kókaíns og ræktun kanabisefna. Einn fjórmenninganna var handtekinn fyrir að smygla tveimur kílóum af kókaíni til landsins í mars.
11.06.2020 - 17:09
Almannavarnir funda vegna aukinnar jarðskjálftavirkni
Um 700 jarðskjálftar hafa verið staðsettir í nágrenni Grindavíkur síðan vísbendingar bárust í síðustu viku um að land sé farið að rísa á ný á svæðinu. Vísindaráð Almannavarna kemur saman miðvikudaginn 10. júní til að fara yfir gögn og leggja mat á stöðuna.
Staðnir að því að stela eggjum undan æðarkollum
Þrír karlmenn voru staðnir að því að stela eggjum undan æðarkollum í varplandinu Stafnesi við Sandgerði fyrr í vikunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.
04.06.2020 - 08:46
Bandarískur maður ákærður fyrir brot gegn 3 drengjum
Bandarískur karlmaður, sem hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í lok janúar, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum drengjum. Í einu málanna eru samskiptin sögð hafa hafist fyrir næstum fjórum árum og maðurinn þá þóst vera 11 ára gömul stúlka. Lögreglan tók yfir samskiptin í lok janúar á þessu ári.
03.06.2020 - 16:27
Öllum dekkjum stolið undan bílaleigubíl
Lögreglan á Suðurnesjum hefur að undanförnu fengið mál til sín sem varða innbrot í bíla hjá bílaleigum. Dýrum tækjabúnaði hefur verið stolið úr bílunum, svo sem myndavélum í framrúðu, vélartölvum, útvörpum og miðstöðum.
03.06.2020 - 08:40
Jarðskjálfti við Reykjanestá
Jarðskjálfti, 2,8 að stærð, varð fimm kílómetra vestsuðvestur af Reykjanestá klukkan rétt rúmlega tvö í nótt.
02.06.2020 - 09:10