Suðurnes

Hraunið rennur meira í austurátt og niður í Meradali
Töluverður gangur hefur verið í eldgosinu við Fagradalsfjall í kvöld og nótt, og það hefur sést afar vel frá höfuðborgarsvæðinu. Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir virknina svipaða og verið hefur, hún liggi niðri í 7 - 13 tíma og svo gjósi álíka lengi á milli. Til að sjá, með augum leikmanns, virðist þó sem nokkur breyting hafi orðið á gosinu; að jafnvel glitti í tvo lítil gosop austur, niður og jafnvel norður af stóra gígnum.
„Suðurnesin eru land tækifæranna“
Atvinnuleysi minnkaði um 5 prósentustig á milli mánaða á Suðurnesjum og fór úr 18,7 prósentum niður í 13,7 prósent. Miklar sveiflur einkenna Suðurnesin en bæjarstjóri Reykjanesbæjar er fullviss um að framtíðin sé björt. Mörg hundruð manns hafa verið ráðin til starfa hjá fyrirtækjum á Keflavíkurflugvelli undanfarnar vikur.
15.07.2021 - 20:14
Úrræði fyrir öryggisvistun mun rísa í Reykjanesbæ
Ríkið hefur leitast eftir samstarfi við Reykjanesbæ varðandi að fá lóð fyrir hús sem verður sérstaklega fyrir öryggisvistun og -gæslu einstaklinga.
Glóandi kvikuslettur og aukin gosvirkni í Geldingadölum
Aukið líf er að færast í gosið við Fagradalsfjall á ný eftir talsvert hlé. Órói tók að aukast um tíu leytið í gærkvöld og hefur aukist nokkuð hratt og örugglega síðan. Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir þetta mesta óróa sem greinst hefur á gosstöðvunum síðan hann datt niður 6. júlí síðastliðinn.
Gosvirkni virðist vera að komast í fyrra horf
Virknin á gosstöðvununum við Fagradalsfjall virðist vera að færast í fyrra horf eftir að hafa dottið verulega niður í gærkvöld. Það er altént það sem lesa má út úr mæligögnum Veðurstofunnar, en bíða verður þess að þokunni létti við gosstöðvarnar áður en meira verið fullyrt þar um.
Gosið mögulega að breytast en alls ekki búið
Nokkuð hefur dregið úr gosvirkni í gosstöðvunum við Fagradalsfjall í kvöld. Þetta má ráða af mæligögnum Veðurstofunnar, sem sýna nokkra afmarkaða púlsa með góðum hléum á milli og á Facebook-síðu Eldfjalla-og náttúruvárhóps Suðurlands var því velt upp, hvort mögulega væri hlé á gosinu. Svo er þó ekki, samkvæmt Sigþrúði Ármannsdóttur, náttúruvársérfræðingi á Veðurstofu Íslands, enda glitti enn í glóandi kviku, þrátt fyrir slæmt skyggni.
Leit að týndum manni heldur áfram við gosstöðvarnar
Leit stendur enn yfir að erlendum ferðamanni sem varð viðskila við eiginkonu sína nærri gosstöðvunum við Fagradalsfjall í gær. Rúmlega áttatíu manns og nokkrir leitarhundar hafa verið við leit á jörðu niðri síðan í gærkvöld og álíka stór hópur mætti um sexleytið í morgun til að taka við leitarkeflinu. Þá hefur þyrlusveit landhelgisgæslunnar leitað úr lofti í nótt.
Veður og skyggni að skána - þyrlan komin í loftið
Rúmlega 80 manns og nokkrir leitarhundar leita nú erlends ferðamanns sem saknað er við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall. Skyggni og veður voru með versta móti framan af kvöldi en samkvæmt Landsbjörgu hafa aðstæður batnð. Vonast er til að hægt verði að nota dróna fljótlega og þyrla Landhelgisgæslunnar er í viðbragðsstöðu og mun aðstoða við leitina um leið og skýjafar leyfir. Uppfært: Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á leitarvæðið seint á öðrum tímanum og dróni með hitamyndavél er kominn í loftið.
Lögregla varar við lífshættulegum fíflaskap
Nokkuð hefur borið á því undanfarið á því að fólk gangi út á hraunið á gosstöðvunum í Geldingardal. Lögreglan á Suðurnesjum varar eindregið við þessu athæfi enda alls óvíst að hraunið haldið og athæfið því lífshættulegt.
„Það gutlar vel á honum núna“ - góður gangur í gosinu
„Það gutlar vel á honum núna,“ segir Sigurdís Björg Jónasdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, aðspurð um ganginn í gosinu í Geldingadölum í nótt. Með „honum“ vísar Sigurdís í stóra gíginn sem mestallt hraun rennur úr þessa dagana. Sigurdís segir litla sem enga strókavirkni að sjá en nokkuð mikið og jafnt hraunrennsli er frá gígnum, þar sem glóandi kvikan kraumar og bullar af slíkum krafti að ljómann hefur lagt upp af honum klukkustundum saman. Mikil gasmengun er við gosstöðvarnar.
Lærðu mikið af varnargörðunum
Undirbúningur er hafinn vegna viðbragða ef ske kynni að hraun stefni enn frekar að Suðurstrandarvegi. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir að þó að varnargarðar sem reistir voru við gossvæðið til verndar Nátthagasvæðinu hafi ekki stoppað hraunflæðið sé margt hægt að læra af þeim.
Fagradalshraun orðið tæplega 3 ferkílómetrar
Meðalhraunrennsli í eldgosinu í Fagradalsfjalli var helmingi meira í maí en fyrsta einn og hálfa mánuðinn sem gaus. Þetta sýna nýjar mælingar Jarðvísindastofnunar sem gerðar voru í gær.
Myndskeið
Hrauntunga ógnar vestari varnargarðinum
Talsverður gangur hefur verið í gosinu í Geldingadölum í gærkvöld og nótt. Seint á tólfta tímanum í gærkvöld mátti sjá hvar rauðglóandi hrauntunga tók að vella inn í myndina í beinu streymi frá rúv-vélinni á Langahrygg, úr norðaustri til suðvesturs, og nú er svo komið að hrauntungan er komin alveg að vestari varnargarðinum sem reistur var í sunnanverðum Meradölum. Fari svo fram sem horfir mun hraun renna yfir varnargarðinn áður en langt um líður og þaðan niður í Nátthaga.
Varnir vegna Suðurstrandarvegar að mótast
Vonir standa til að í lok vikunnar liggi fyrir áætlun um varnaraðgerðir vegna Suðurstrandavegna út af eldgossinu við Fagradalsfjall.
31.05.2021 - 12:49
Útsending frá Langahrygg liggur niðri
Útsending myndavélarinnar á Langahrygg, sem beint er að eldgosinu í Geldingadölum, liggur niðri. Ekki er vitað hvað veldur en það verður kannað með morgninum. Fylgjast má með gosinu í beinu streymi frá vélinni á Fagradalsfjalli á vefnum okkar, ruv.is. Skipt verður yfir á þá vél í sjónvarpsútsendingu rúv2 við fyrsta tækifæri.
Myndskeið
Kvikan þeytist hátt í 300 metra upp í loft
Eldstrókarnir sem standa upp úr gígnum í Geldingadölum ná hátt í 300 metra hæð þegar krafturinn er sem mestur. Gígurinn sem hefur hlaðist upp er nú um það bil 50 metra hár.
11.05.2021 - 10:36
Skjálfti upp á 3,2 við Kleifarvatn – gosvirkni svipuð
Jarðskjálfti ,sem mældist 3,2 að stærð, varð á Reykjanesskaga laust eftir klukkan þrjú í nótt. Upptök hans voru á 4,9 kílómetra dýpi um þrjá kílómetra vestur af Kleifarvatni. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að skjálftinn hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu. Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur sagði í samtali við fréttastofu að líklegast megi rekja skjálftann til spennubreytinga á umbrotasvæðinu.
Hærri kvikustrókar en áður og 2.500 metra gosmökkur
Gosmökkurinn frá eldgosinu við Geldingadali rís hálfan þriðja kílómetra til himins og kvikustrókarnir sem ganga upp úr gígnum eru töluvert hærri en áður hafa sést. Þetta segir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Það er þó ekki þar með sagt að heildarvirknin hafi aukist.
Mikil mengun við gosstöðvarnar - tveir fluttir á brott
Tveir voru fluttir frá gosstöðvunum við Fagradalsfjall í gærkvöld eftir að þeir fundu fyrir verkjum og óþægindum, líkast til af völdum gosmengunar. Vísir greinir frá þessu. Í frétt Vísis segir að annar þeirra hafi verið fluttur á brott með sjúkrabíl en hinn með einkabíl. Báðir fundu fyrir verkjum og öðrum óþægindum og fengu hjálp björgunarsveitarfólks við að komast frá gosstöðvunum.
Myndskeið
Hrauntungur tvær sameinast í Meradölum
Hraun sem rennur úr virka gígnum við Fagradalsfjall, sem kallaður hefur verið gígur fimm, rennur nú niður í Meradali og náði í kvöld að teygja sig í og sameinast hraunbreiðu sem þar hlóðst upp skömmu eftir páska. Sævar Magnús Einarsson náði sameiningunni á myndskeið, sem horfa má á á youtube.
Betra að fara að gosinu á morgun fremur en í dag
Aðstæður eru slæmar fyrir þau sem vilja fara að gosinu í Geldingadölum í dag. Þó nokkur uppbygging er nú í gangi við gosstöðvarnar og stefnt að lagningu ljósleiðara og rafmagns á næstu dögum.
Gosstöðvarnar lokaðar almenningi í dag
Blautt og hvasst er við gosstöðvarnar í Geldingadölum og ekkert útivistarveður. Því verður svæðið lokað almenningi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum nú rétt fyrir fréttir er lögregla á vakt á Suðurstrandarvegi og verður vaktað áfram af lögreglu og björgunarsveitafólki.
Gasmengun á Vatnsleysuströnd og höfuðborgarsvæðinu
Gasmengun frá gosstöðvunum í Geldingadölum leggur að líkindum yfir Vatnsleysuströnd og höfuðborgarsvæðið í nótt og á morgun en á fimmtudag snýst vindur í suðaustanátt og mun mengunin þá mögulega leggjast yfir Reykjanesbæ. Ekki er þó talið að hætta stafi af.
Gosstöðvarnar lokaðar almenningi fram eftir morgni
Stórt svæði umhverfis eldstöðvarnar á Reykjanesskaga var rýmt um leið og gjósa tók úr tveimur sprungum norðaustur af Geldingadölum í hádeginu í gær og verður það lokað almenningi fram eftir morgni hið minnsta. Þórir Þorsteinsson, vettvangsstjóri lögreglu við gosstöðvarnar, sagði í samtali við fréttastofu á miðnætti, að fulltrúar viðbragðsaðila, almannavarna og vísindamanna komi saman til fundar klukkan níu í fyrramálið og fari yfir stöðuna.
Loftgæði hafa aukist verulega í Vogum
Loftgæði í Vogum á Vatnsleysuströnd hafa stórbatnað og teljast nú hvorki óholl né hættuleg fólki. Loftgæði þar voru skilgreind sem óholl þar fyrr í kvöld vegna mikils brennisteinsdíoxíðs sem þangað lagði frá gosstöðvunum við Geldingadali, og var fólki þar ráðlagt að loka öllum gluggum og kynda vel. Nú teljast loftgæði hins vegar sæmileg í Vogum.