Suðurnes

Mikið tjón þegar stjórnstöð brann
Tugmilljóna tjón varð þegar stjórnstöð fyrirtækisins Kapalvæðing í Reykjanesbæ brann í eldi um klukkan fimm í morgun.
09.09.2021 - 17:16
Nemandi skaut úr loftbyssu í Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja mætti með loftbyssu í skólann fyrir helgi. Einu skoti var skotið inni i í skólanum. Skotið lenti í glerhurð en skemmdir urðu litlar.
Myndskeið
Hafa bætt merkingar vegna lífshættulegra sjóbaða
Við teljum okkur hafa gert allt sem í okkar valdi stendur til að varpa ljósi á hætturnar, segir starfsmaður HS orku. Nýverið varð banaslys þar sem affall Reykjanesvirkjunar fellur út í sjó.
25.08.2021 - 10:30
Bæta við mælitækjum á Gónhóli
Starfsmenn Veðurstofu Íslands vinna nú að því að koma fyrir mælitækjum á Gónhóli við eldstöðvarnar við Fagradalsfjall vegna nýrra sprungna sem virðast hafa myndast þar á síðustu tveimur vikum.
Fallegur hraunfoss fellur úr gígnum
Fallegur hraunfoss fellur nú úr gígnum í eldgosinu við Fagradalsfjall. Nokkuð líf hefur verið eldgosinu í morgun og hraunið mallar í gígnum eins og í stórum potti sem rýkur jafnframt rækilega úr.
Dregið úr hraunflæði síðustu daga
Hraunflæði úr eldgosinu í Fagradalsfjalli hefur verið að meðaltali 9,3 rúmmetrar á sekúndu síðustu daga, - samkvæmt nýjum mælingum Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Flatarmál hraunsins nær nú 4,4 ferkílómetrum.
10.08.2021 - 13:46
„Ekki gaman að ferðalaginu til Íslands fylgi fótbrot“
Björgunarsveitin Þorbjörn hefur síðustu daga flutt sex slasaða einstaklinga niður af sama fjalli við gosstöðvarnar. Björgunarsveitin setti í gær 120 metra spotta til að aðstoða fólk á Langahrygg þar sem flestir slasa sig.
10.08.2021 - 10:10
Ruddi ólöglegan göngustíg gegnum nýrunnið hraunið
Lögregla stöðvaði nýverið stjórnanda vinnuvélar sem var að ryðja göngustíg í gegnum nýrunnið hraun í Geldingadölum. Bannað er að raska nýrunnu hrauni og var þetta gert án samráðs við nokkra þá sem leita þarf til um slíkar framkvæmdir, að sögn sérfræðings hjá Umhverfisstofnun. Lögregla telur gröfumanninn hafa verið á vegum landeigenda.
Nýtt op við eldgosið í Geldingadölum
Líf hefur færst í eldgosið í Geldingadölum enn á ný en það dró úr gosóróa seinnipartinn í gær. Nýtt op virðist hafa myndast þar sem hraunstrókar etja kappi við þá sem koma úr stóra gígnum.
Engin merki um gos á hafsbotni
Engin merki eru um að gos sé hafið á hafsbotninum suður af Reykjanesskaga. Varðskipinu Þór var í kvöld siglt vesturundir Krýsuvíkurberg til að kanna hvort þar væri mögulega byrjað að gjósa neðansjávar. Landhelgisgæslunni barst tilkynning rétt eftir klukkan átta í kvöld frá vegfaranda við Selvogsvita sem hafði séð dökkgráa reykjarstróka úti á hafi. Þór kom á vettvang seint á ellefta tímanum og var þá engan reyk að sjá, að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar.
Rauðglóandi kvika rennur stríðum straumum í Meradali
Góður gangur er í eldgosinu í Geldingadölum þar sem kvikan stendur upp úr gígnum eftir rúmlega þriggja daga hlé og rauðglóandi hraunelfur rennur stríðum straumum niður hlíðina í nokkrum myndarlegum kvíslum og fossum og flúðum og lýsir upp myrka en milda ágústnóttina.
Skjálftar við Grímsey og gos í Geldingadölum
Svolítil skjálftahrina varð austur og aust-suðaustur af Grímsey í nótt, en engar tilkynngar bárust þó um að hennar hefði orðið vart í byggð. Gosið í Geldingadölum hélt uppteknum hætti, mögulega af eilítið meiri krafti en í gær.
Hraunið rennur meira í austurátt og niður í Meradali
Töluverður gangur hefur verið í eldgosinu við Fagradalsfjall í kvöld og nótt, og það hefur sést afar vel frá höfuðborgarsvæðinu. Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir virknina svipaða og verið hefur, hún liggi niðri í 7 - 13 tíma og svo gjósi álíka lengi á milli. Til að sjá, með augum leikmanns, virðist þó sem nokkur breyting hafi orðið á gosinu; að jafnvel glitti í tvo lítil gosop austur, niður og jafnvel norður af stóra gígnum.
„Suðurnesin eru land tækifæranna“
Atvinnuleysi minnkaði um 5 prósentustig á milli mánaða á Suðurnesjum og fór úr 18,7 prósentum niður í 13,7 prósent. Miklar sveiflur einkenna Suðurnesin en bæjarstjóri Reykjanesbæjar er fullviss um að framtíðin sé björt. Mörg hundruð manns hafa verið ráðin til starfa hjá fyrirtækjum á Keflavíkurflugvelli undanfarnar vikur.
15.07.2021 - 20:14
Úrræði fyrir öryggisvistun mun rísa í Reykjanesbæ
Ríkið hefur leitast eftir samstarfi við Reykjanesbæ varðandi að fá lóð fyrir hús sem verður sérstaklega fyrir öryggisvistun og -gæslu einstaklinga.
Glóandi kvikuslettur og aukin gosvirkni í Geldingadölum
Aukið líf er að færast í gosið við Fagradalsfjall á ný eftir talsvert hlé. Órói tók að aukast um tíu leytið í gærkvöld og hefur aukist nokkuð hratt og örugglega síðan. Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir þetta mesta óróa sem greinst hefur á gosstöðvunum síðan hann datt niður 6. júlí síðastliðinn.
Gosvirkni virðist vera að komast í fyrra horf
Virknin á gosstöðvununum við Fagradalsfjall virðist vera að færast í fyrra horf eftir að hafa dottið verulega niður í gærkvöld. Það er altént það sem lesa má út úr mæligögnum Veðurstofunnar, en bíða verður þess að þokunni létti við gosstöðvarnar áður en meira verið fullyrt þar um.
Gosið mögulega að breytast en alls ekki búið
Nokkuð hefur dregið úr gosvirkni í gosstöðvunum við Fagradalsfjall í kvöld. Þetta má ráða af mæligögnum Veðurstofunnar, sem sýna nokkra afmarkaða púlsa með góðum hléum á milli og á Facebook-síðu Eldfjalla-og náttúruvárhóps Suðurlands var því velt upp, hvort mögulega væri hlé á gosinu. Svo er þó ekki, samkvæmt Sigþrúði Ármannsdóttur, náttúruvársérfræðingi á Veðurstofu Íslands, enda glitti enn í glóandi kviku, þrátt fyrir slæmt skyggni.
Leit að týndum manni heldur áfram við gosstöðvarnar
Leit stendur enn yfir að erlendum ferðamanni sem varð viðskila við eiginkonu sína nærri gosstöðvunum við Fagradalsfjall í gær. Rúmlega áttatíu manns og nokkrir leitarhundar hafa verið við leit á jörðu niðri síðan í gærkvöld og álíka stór hópur mætti um sexleytið í morgun til að taka við leitarkeflinu. Þá hefur þyrlusveit landhelgisgæslunnar leitað úr lofti í nótt.
Veður og skyggni að skána - þyrlan komin í loftið
Rúmlega 80 manns og nokkrir leitarhundar leita nú erlends ferðamanns sem saknað er við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall. Skyggni og veður voru með versta móti framan af kvöldi en samkvæmt Landsbjörgu hafa aðstæður batnð. Vonast er til að hægt verði að nota dróna fljótlega og þyrla Landhelgisgæslunnar er í viðbragðsstöðu og mun aðstoða við leitina um leið og skýjafar leyfir. Uppfært: Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á leitarvæðið seint á öðrum tímanum og dróni með hitamyndavél er kominn í loftið.
Lögregla varar við lífshættulegum fíflaskap
Nokkuð hefur borið á því undanfarið á því að fólk gangi út á hraunið á gosstöðvunum í Geldingardal. Lögreglan á Suðurnesjum varar eindregið við þessu athæfi enda alls óvíst að hraunið haldið og athæfið því lífshættulegt.
„Það gutlar vel á honum núna“ - góður gangur í gosinu
„Það gutlar vel á honum núna,“ segir Sigurdís Björg Jónasdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, aðspurð um ganginn í gosinu í Geldingadölum í nótt. Með „honum“ vísar Sigurdís í stóra gíginn sem mestallt hraun rennur úr þessa dagana. Sigurdís segir litla sem enga strókavirkni að sjá en nokkuð mikið og jafnt hraunrennsli er frá gígnum, þar sem glóandi kvikan kraumar og bullar af slíkum krafti að ljómann hefur lagt upp af honum klukkustundum saman. Mikil gasmengun er við gosstöðvarnar.
Lærðu mikið af varnargörðunum
Undirbúningur er hafinn vegna viðbragða ef ske kynni að hraun stefni enn frekar að Suðurstrandarvegi. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir að þó að varnargarðar sem reistir voru við gossvæðið til verndar Nátthagasvæðinu hafi ekki stoppað hraunflæðið sé margt hægt að læra af þeim.
Fagradalshraun orðið tæplega 3 ferkílómetrar
Meðalhraunrennsli í eldgosinu í Fagradalsfjalli var helmingi meira í maí en fyrsta einn og hálfa mánuðinn sem gaus. Þetta sýna nýjar mælingar Jarðvísindastofnunar sem gerðar voru í gær.
Myndskeið
Hrauntunga ógnar vestari varnargarðinum
Talsverður gangur hefur verið í gosinu í Geldingadölum í gærkvöld og nótt. Seint á tólfta tímanum í gærkvöld mátti sjá hvar rauðglóandi hrauntunga tók að vella inn í myndina í beinu streymi frá rúv-vélinni á Langahrygg, úr norðaustri til suðvesturs, og nú er svo komið að hrauntungan er komin alveg að vestari varnargarðinum sem reistur var í sunnanverðum Meradölum. Fari svo fram sem horfir mun hraun renna yfir varnargarðinn áður en langt um líður og þaðan niður í Nátthaga.