Suðurnes

2.300 eftirskjálftar
Um 2.300 eftirskjálftar hafa mælst eftir að jarðskjálfti að stærð 5,6 varð á Núphlíðarhálsi á Reykjanesskaga á þriðjudag. Um 30 eftirskjálftar hafa verið yfir þrír að stærð en enginn svo stór síðustu 48 klukkutímana. Stærsti skjálftinn í nótt mældist 2,6. Þrír aðrir voru á bilinu 2 til 2,2.
Matorka fær leyfi fyrir 6000 tonna fiskeldi í Grindavík
Matvælastofnun hefur veitt Matorku ehf. rekstrarleyfi fyrir allt að 6.000 tonna eldi á laxi, bleikju og regnbogasilungi að Húsatóftum við Grindavík. Áður hafði Matorka leyfi fyrir 3.000 tonna framleiðslu á sama stað.
20.10.2020 - 16:50
Landinn 10 ára
Grjótkrabbinn hefur dreift sér hraðar en búist var við
Landinn fjallaði fyrst um grjótkrabbann haustið 2010. Þá hafði hann fundist við Suðvesturland og í Breiðafirði sem og lirfur í Patreksfirði. Síðan þá hefur hann haldið áfram að dreifa sér í kringum landið, en lirfur krabbans berast með strandstraumnum.
07.10.2020 - 08:30
Settu grímuskyldu vegna nálægðar við höfuðborgarsvæðið
Skólum utan höfuðborgarsvæðisins er í sjálfsvald sett hvort þeir taka upp grímuskyldu. Í skólum sem eru fjarri höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri, Egilsstöðum, Tröllaskaga og Ísafirði, er grímunotkun valkvæð.
21.09.2020 - 12:35
Kanónur sækjast eftir lögreglustjórastöðu á Suðurnesjum
Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi og Hulda Elsa Björgvinsdóttir, staðgengill lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, eru meðal fimm umsækjenda um stöðu lögreglustjórans á Suðurnesjum. Sex vilja stöðu lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, meðal annars Arndís Bára Ingimarsdóttir sem er settur lögreglustjóri í Eyjum, og Grímur Hergeirsson sem var tímabundið skipaður lögreglustjóri á Suðurnesjum.
15.09.2020 - 17:11
Myndskeið
Lögreglan leitar raftækjaþjófa
Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar innbrot í vallarhús Njarðvíkinga. Innbrotsþjófarnir unnu skemmdir á húsnæðinu og stálu talsverðu magni raftækja. Til er myndbandsupptaka af innbrotinu og birti lögreglan það á Facebook í kvöld.
14.09.2020 - 20:44
Ræddu möguleika á að bætur fari í launagreiðslur
Sveitarstjórnarmenn í Reykjanesbæ lögðu áherslu á atvinnumál, félagsmál og námsúrræði á fundi sínum með Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra fyrr í dag. Þeir lögðu meðal annars til við ráðherra að nota mætti atvinnuleysisbætur sem hluta af launakostnaði fyrirtækja og stofnana sem vildu ráða fólk til starfa.
Ræðir við heimamenn um aðgerðir vegna atvinnuástands
Lykillinn að því að geta skipulagt aðgerðir sem skila árangri er að hlusta og taka mið af ólíkum sjónarmiðum, sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, eftir fund með sveitarstjórnarmönnum í Reykjanesbæ í hádeginu. Þá var hann á leið á fleiri fundi með fólki á Suðurnesjum til að ræða leiðir til að bregðast við efnhagslegum afleiðingum COVID-19 faraldursins.
Áslaug skipar tvo nýja lögreglustjóra 1. nóvember
Dómsmálaráðherra hefur auglýst embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum og embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum laus til umsóknar. Til stendur að skipa í bæði embættin þann 1. nóvember.
01.09.2020 - 11:35
40 milljóna gjaldþrot hjá rekstrarfélagi Base hótel
Skiptum er lokið í þrotabúi TF Hot, rekstrarfélagi Base Hotel á Ásbrú sem Skúli Mogensen fyrrverandi forstjóri WOW opnaði fyrir fjórum árum. Lýstar kröfur í þrotabúið námu rúmum fjörutíu milljónum. Engar eignir fundust í búinu. Þetta kom fram í Lögbirtingablaðinu fyrir helgi.
31.08.2020 - 07:26
Minnkandi skjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu
Þó talsvert hafi dregið úr skjáftavirkni fyrir mynni Eyjafjarðar er hrinan þar enn í gangi. Nú mælast aðeins smáskjálftar, um 100 á sólarhring. Jörð skelfur enn á Reykjanesskaga þar sem þrír stórir jarðskjáftar urðu í gær.
Snarpur skjálfti við Grindavík - fannst í höfuðborginni
Snarpur skjálfti varð laust fyrir klukkan tvö við Grindavík. Skjálftinn fannst vel í höfuðborginni. Fyrstu mælingar benda til þess að skjálftinn hafi orðið við Fagradalsfjall og óstaðfest er að hann hafi verið 3,7. Skjálftahrina hefur verið í gangi á þessu svæði og í morgun varð þar skjálfti af stærðinni 2,8.
26.08.2020 - 13:49
Kannast ekki við uppákomu á lögreglustöðinni
„Þetta er fullkomlega rangt. Það var engin uppákoma,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um fréttir þess efnis að vísa ætti honum með valdi af lögreglustöðinni.
Tilkynnti ummæli Helga Magnúsar til ríkissaksóknara
Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum, hefur sent athugasemdir til ríkissaksóknara vegna ummæla sem Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, lét um hana falla í gærkvöld.
Hrina smáskjálfta við Kleifarvatn
Hrina smærri skjálfta hófst við Kleifarvatn á níunda tímanum í kvöld. Nokkrir skjálftanna voru yfir 2 að stærð og sá stærsti mældist 2,9. Sá varð klukkan 20.23. Á vef Veðurstofunnar segir að hans hafi orðið vart á höfuðborgarsvæðinu.
09.08.2020 - 23:55
Villtust í þoku á Reykjanesi
Björgunarsveitir á Suðurnesjum voru kallaðar út fyrir um klukkustund vegna tveggja göngumanna sem villtir voru í þoku við Trölladyngju í grennd við Keili. Að sögn Jónasar Guðmundssonar upplýsingafulltrúa Landsbjargar tókst björgunarsveitum að leiðbeina fólkinu símleiðis.
09.08.2020 - 20:59
Bandaríkjamaður sakfelldur fyrir brot gegn 3 drengjum
Bandarískur karlmaður, sem hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í lok janúar, var í júlí dæmdur í 20 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum drengjum. Dómurinn hefur ekki verið birtur. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Maðurinn var sakfelldur fyrir öll brotin en hann játaði hluta þeirra þegar ákæran á hendur honum var þingfest. Honum var jafnframt gert að greiða drengjunum miskabætur. Gæsluvarðhaldið dregst frá refsingunni.
06.08.2020 - 15:19
Sýknaðir af mútubrotum - sakfelldir fyrir umboðssvik
Fyrrverandi þjónustustjóri hjá Isavia og framkvæmdastjóri tæknifyrirtækis voru fyrir skömmu sakfelldir fyrir umboðssvik í tengslum við kaup Isavia á miðum í bílastæðahlið fyrir nokkrum árum. Þjónustustjórinn fyrrverandi hlaut tólf mánaða dóm en þar af voru níu mánuðir skilorðsbundnir. Framkvæmdastjórinn hlaut tíu mánaða skilborðsbundna refsingu. Mennirnir voru hins vegar sýknaðir af ákæru um mútubrot.
04.08.2020 - 16:56
Spánverji á sjötugsaldri gripinn með kókaín
Spænskur karlmaður á sjötugsaldri var gripinn af tollvörðum á Keflavíkurflugvelli um helgina með tæpt hálft kíló af kókaíni innvortis í 48 pakkningum. Maðurinn var að koma með flugi frá Frakklandi og er nú gæsluvarðhaldi. Rannsókn málsins er í fullum gangi.
29.07.2020 - 17:46
Sögð vilja senda Ólaf Helga til Vestmannaeyja
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, er sögð hafa óskað eftir því við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, að hann taki við embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum. Þetta fullyrðir Fréttablaðið á vef sínum. Ólafur vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu þegar eftir því var leitað.
28.07.2020 - 16:59
Tveir handteknir grunaðir um fíkniefnasölu
Lögreglan á Suðurnesjum handtók þrjá einstaklinga með fíkniefni í fórum sínum á föstudag. Tveir þeirra eru grunaðir um fíkniefnasölu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umdæminu.
27.07.2020 - 10:19
Tjáir sig ekki um starfsmannamál Suðurnesjalögreglunnar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að í ráðuneytinu sé nú til meðferðar starfsmannamál tengt embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Unnið sé að lausn málsins þannig að nauðsynlegri starfsemi embættisins verði áfram sinnt með eðlilegum hætti.
Betur fór en á horfðist þegar dreng rak frá landi
Mikill viðbúnaður var við Kleifarvatn síðdegis í dag þegar dreng rak frá landi á uppblásnu rekaldi. Hann rak fljótlega aftur til baka heilan á húfi.
340 skjálftar í nótt á Reykjanesi en engir stórir
340 skjálftar urðu á Reykjanesi í nótt en þeir voru allir undir 3 að stærð. Ein tilkynning barst frá íbúa í Grindavík sem kvaðst hafa fundið fyrir skjálfta. Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir ekki hægt að útiloka að það komi aftur stór skjálfti.
„Eldgos á Reykjanesskaga ólíklegt á næstunni“
Ólíklegt er að eldgos verði á Reykjanesskaga næstu ár eða áratugi þar sem enn er mikil spenna í jarðskorpunni. Þetta er mat Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Hann segir ómögulegt að segja til um hvað skjálftahrinan þar stendur lengi.