Suðurnes

Formlegar meirihlutaviðræður í Reykjanesbæ
Formlegar viðræður eru hafnar milli Framsóknarflokks, Samfylkingar og Beinnar leiðar um meirihlutasamstarf í Reykjanesbæ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur oddvita Framsóknarflokksins í kvöld.
X-22 Reykjanesbær
Frambjóðendur einhuga um að ekki opni aftur í Helguvík
Atvinnumál eru frambjóðendum í Reykjanesbæ hugleikin. Atvinnuleysi var þar í kringum 25% þegar mest varð í faraldrinum en er nú um 9%. Flugvöllurinn í Keflavík er ein helsta stoð atvinnulífsins suður frá en allir eru sammála um að skjóta þurfi fleiri stoðum undir það og að mengandi stóriðja eigi ekki heima í Helguvík. Oddvitar þeirra sjö lista sem bjóða fram í Reykjanesbæ ræddu helstu áherslur fyrir kosningarnar í vor.
Fuglaflensa staðfest á Íslandi - dauðar súlur í Eldey
Fuglaflensa hefur verið staðfest í villtum fuglum á Íslandi, auk þess sem hænur á bóndabæ á Skeiðum sýndu sjúkdómseinkenni og voru aflífaðar í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Þar segir að fuglaflensa hafi greinst í heiðagæs við Hornafjörð, súlu rétt við Strandakirkju við Suðurstrandarveg og hrafni á Skeiðum í Árnessýslu. Þá barst fréttastofu ábending um að á upptöku vefmyndavélar í Eldey, einni stærstu súlubyggð heims, megi sjá allmargar dauðar súlur.
15.04.2022 - 23:30
Öflugasta skjálftahrinan síðan í desember
Skjálftahrina sem hófst undan Reykjanestá á tíunda tímanum í gærkvöld er sú öflugasta á þessum slóðum síðan í desember. Hún er mjög rénun en þó mælist enn þó nokkur smáskjálftavirkni og ótímabært að lýsa hana afstaðna. Þetta segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Viðtal
Gríðarlegur eldsmatur og mikil vinna eftir á vettvangi
Það mun taka töluverðan tíma að slökkva í öllum glæðum eftir að eldur kom upp í endurvinnslustöð hjá Íslenska gámafélaginu í Reykjanesbæ í hádeginu. Húsið var alelda þegar Brunavarnir Suðurnesja komu á staðinn.
09.04.2022 - 14:45
Sigursveinn Bjarni leiðir S-lista í Suðurnesjabæ
Sigursveinn Bjarni Jónsson sölustjóri er efstur á lista Samfylkingar og óháðra í Suðurnesjabæ. Listinn var samþykktur á fundi Samfylkingarfélags Suðurnesjabæjar á miðvikudag. Elín Frímannsdóttir, verslunarstjóri og aðstoðarmaður fasteignasala, er í öðru sæti.
Sjómanni bjargað úr sjónum undan Reykjanesi
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir á vegum Landsbjargar voru kölluð út á níunda tímanum í kvöld þegar skipverji á íslensku loðnuveiðiskipi féll fyrir borð út af Sandvík á Reykjanesi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Landhelgisgæslunnar. Þar segir að áhöfn færeysks loðnuveiðiskips, sem var að veiðum í grenndinni, hafi brugðist skjótt við og tekist að kasta björgunarhring til skipverjans, og að skipsfélagar mannsins hafi svo komið honum til bjargar á léttabát skömmu síðar.
Hundruð manna strandaglópar í Bláa lóninu
Hundruð fólks frá öllum heimshornum voru strandaglópar í veitingasal Bláa lónsins við Svartsengi í kvöld, þar sem Grindavíkurvegur var ófær og illa gekk að opna hann vegna bíla sem þar eru fastir í snjónum. Enn er fjöldi fólks í Bláa Lóninu en unnið að því að koma því í burtu.
19.02.2022 - 23:37
Björgunarsveitir kallaðar til aðstoðar föstum bílum
Björgunarsveitir frá Stokkseyri, Eyrarbakka og Suðurnesjum voru kallaðar út í kvöld til að aðstoða ökumenn í föstum bílum á Suðurstrandarvegi. Vont veður er á svæðinu, skafrenningur og þungfært.
Innskot kviku gætu ógnað innviðum
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir gangainnskot á Reykjanesskaga mögulega geta ógnað mikilvægum innviðum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Innskotin geti haft áhrif á kerfi sem fæða vatns- og hitaveitur ásamt jarðvarmavirkjunum hvort sem þau leiði til eldgoss eða ekki.
Tugþúsundir fiska rak á fjörur í óveðrinu í vikunni
Um 29 þúsund litla karfa rak á fjöru Stóru Sandvíkur á vestanverðu Reykjanesi í suðvestan briminu í byrjun vikunnar. Ölduhæð á Garðskagadufli fór ítrekað yfir 30 metra. Sú stærsta sló mælinn út, sem nær mest 40 metrum. Hafrannsóknastofnun fékk fréttir af fiskhræjunum í fjörunni síðdegis á þriðjudag, og fór í gær að skoða aðstæður.
10.02.2022 - 15:14
Annasamir dagar hjá björgunarsveitum
Björgunarsveitir landsins hafa haft í nógu að snúast undanfarna daga. Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík er þar engin undantekning. Hún var kölluð út í kvöld vegna hárrar sjávarstöðu og báts sem var að slíta festar sínar í Grindavíkurhöfn. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu sveitarinnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu gekk vel að tryggja bátinn.
08.02.2022 - 02:24
Dæmd fyrir andlegt og líkamlegt ofbeldi á börnum sínum
Foreldrar fjögurra stúlkubarna voru á föstudag sakfelld í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og barnaverndarlögum með því að beita telpurnar líkamlegu og andlegu ofbeldi. Karlmaðurinn var að auki fundinn sekur um alvarleg brot gegn konu sinni, móður barnanna.
Föst í flugvél á Keflavíkurflugvelli vegna hvassviðris
Farþegar Play Air sem flugu til Íslands frá Kaupmannahöfn í kvöld sátu fastir um borð í vélinni í hálfan annan tíma, þar sem hvorki var hægt að nota landgöngubrýr né stigabíla vegna hvassviðris. Vélin lenti um hálftólf í kvöld og fengu farþegar og áhöfn að yfirgefa vélina um eitt leytið.
10.01.2022 - 02:20
Óveðrið hefur náð hámarki og þokast norður
Óveðrið sem geisar á suðvesturhorni landsins hefur náð hámarki og mun að líkindum haldast lítið breytt fram undir klukkan fjögur eða fimm í fyrramálið, að sögn Teits Arasonar veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Eftir það skánar það heldur og breytist í „venjulegt leiðindahvassviðri “ sem standa mun fram á kvöld, en þá lægir svo um munar. Björgunarsveitir hafa sinnt tugum útkalla sem einkum fólust í að eltast við fjúkandi lausamuni og festa niður þakklæðningar sem losnuðu í rokinu.
06.01.2022 - 01:46
Stöðvuðu smygl á 30 kílóum af marijúana í desember
Tollverðir og lögregla lögðu hald á samtals þrjátíu kíló af marijúana á Keflavíkurflugvelli í þessum mánuði. Efnið fannst í tveimur töskum með tæplega viku millibili, og kom önnur þeirra frá Þýskalandi en hin frá Kanada. Frá þessu er greint á vísi.is. Þar segir að þetta séu stærstu tilraunir til marijúanasmygls sem uppgötvast hafa á þessu ári.
Kröftugir skjálftar vöktu fólk á sjötta tímanum
Tveir nokkuð kröftugir jarðskjálftar urðu með einnar mínútu millibili í Trölladyngju á Reykjanesskaganum um fimmleytið í morgun eftir nokkuð rólegt kvöld og nótt á skjálftasvæðinu. Sá fyrri varð klukkan 5.10 og mældist 3,6 að stærð en sá síðari 3,3. Báðir áttu upptök sín í Trölladyngju, norð-norðvestur af Krýsuvík.
26.12.2021 - 05:57
Kröftugur skjálfti í morgunsárið
Nokkrir öflugir skjálftar hafa orðið á Reykjanesskaganum í morgunsárið. Laust fyrir hálf átta varð skjálfti af stærðinni 4,2, eftir nokkurra klukkustunda tímabil án skjálfta yfir þremur að stærð. Mikil virkni var á skjálftasvæðinu frá því síðdegis í gær og fram yfir miðnætti. Átta skjálftar mældust þá yfir fjórir að stærð, sá stærsti, 4,8, varð klukkan 21.38 og átti upptök sín skammt norður af Grindavík.
Öflugur skjálfti við gosstöðvarnar rétt fyrir miðnætti
Öflugur jarðskjálfti, 4,5 að stærð, reið yfir Reykjanesskaga fjórum mínútum fyrir miðnætti. Mikil skjálftavirkni hefur verið við gosstöðvarnar nærri Fagradalsfjalli og í kringum Grindavík í allan dag og kvöld og var þessi síðasti skjálfti sá áttundi sem var stærri en 4,0. Sá stærsti varð kl. 21.38, sá mældist 4,8 að stærð og var sá næst stærsti sem orðið hefur í jarðskjálftahrinunni sem hófst á þriðjudag.
Skjálfti af stærðinni 4,8 við Grindavík í kvöld
Töluverð skjálftavirkni hefur verið í nágrenni við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í dag og kvöld. Tveir öflugir skjálftar urðu meö örskömmu millibili skammt norðan Grindavíkur á tíunda tímanum. Sá fyrri varð klukkan 21.38 og mældist 4,8 en sá seinni, sem varð á sömu mínútunni, 4,4. Báðir skjálftar eru svokallaðir gikksjálftar, sem rekja má til kvikusöfnunar.Skömmu síðar, klukkan 21.44, varð svo skjálfti af stærðinni 4,1 vest-suðvestur af Fagradalsfjalli.
1.000 skjálftar og tvær hviður á skjálftasvæðinu í nótt
Nóttin var tiltölulega róleg við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga, þar sem skjálftahrina hefur staðið síðan á þriðjudag. Þannig var það í það minnsta á yfirborðinu, en undir því gekk þó ýmislegt á, sem líklega má rekja til kvikuhreyfinga. Skjálftavirkni tók að aukast nokkuð upp úr miðnætti eftir afar kyrrlátt Þorláksmessukvöld, sem var raunar rólegasta kvöldið á skjálftasvæðinu frá því að hrinan hófst. Um 1.000 skjálftar hafa orðið þar frá miðnætti.
Virkni að aukast á ný eftir rólegt Þorláksmessukvöld
Skjálftavirkni er eilítið farin að aukast á nýju við Fagradalsfjall eftir afar kyrrlátt Þorláksmessukvöld, sem var raunar rólegasta kvöldið síðan hrinan hófst á þriðjudag.
Skjálfti upp á fjóra klukkan fimm
Jarðskjálfti af stærðinni 4,0 varð við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga laust fyrir klukkan fimm í nótt og fannst greinilega á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu. Var þetta fimmti skjálftinn af stærðinni fjögur eða þar yfir sem orðið hefur í jarðskjálftahrinu sem staðið hefur í hálfan annan sólarhring við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Á fjórða þúsund skjálfta hefur mælst í hrinunni, sá stærsti þeirra 4,9.
Jörð skelfur enn við Fagradalsfjall
Jörð heldur áfram að skjálfa við Fagradalsfjall og gosstöðvarnar í Geldingadölum á Reykjanesskaga, þar sem skjálftahrina hófst síðdegis á þriðjudag. Heldur dró úr skjálftavirkninni síðdegis í gær. Þegar líða tók á kvöld færðist hún lítið eitt í aukana á nýjaleik með þremur skjálftum sem mældust yfir þrír að stærð og þegar klukkan var stundarfjórðung gengin í þrjú reið sá fjórði yfir og sá stærsti síðan um hádegisbil í gær, 3,7 að stærð.
Snarpur skjálfti og mikil virkni en enginn gosórói
Snarpur jarðskjálfti, 4,2 að stærð, varð rétt við gosstöðvarnar í Geldingadölum klukkan 04.25 og fannst hann víða á Suðvesturhorninu. Engin merki sjást um gosóróa enn sem komið er.