Suðurland

Tíðarfarið erfitt fyrir margar tegundir farfugla
Hætt er við að óveðrið um helgina hafi reynst erfitt fyrir marga af þeim farfuglum sem komnir eru til landsins. Viðkvæmir spörfuglar geta drepist úr kulda og varp dregist á langinn.
06.04.2020 - 15:20
Rafmagnslaust í hluta Ölfuss fram eftir degi
Rafmagnslaust er nú í Ölfusi, vestan við Kögunarhól, eftir að staur brotnaði í stæðu á svæðinu. Ekki er um víðtæka bilun að ræða, miðað við það sem þurft hefur að glíma við í vetur samkvæmt upplýsingum frá svæðisvakt RARIK á Suðurlandi.
06.04.2020 - 13:21
Snjórinn gerir fólki enn erfitt fyrir
Á Suður- og Vesturlandi fylgdi illviðri gærdagsins talsverð fannkoma. Snjóinn hefur víða tekið upp á láglendi en afleiðinga bálviðrisins sér glögg merki í Hveragerði og á Selfossi.
06.04.2020 - 12:41
Víða truflanir á rafmagni
Talsvert hefur verið um rafmagnsleysi vegna veðurs í nótt. Víða er verið að leita að bilun eða gera við bilun og stefnt að því að rafmagn komist á aftur snemma morguns.
06.04.2020 - 07:19
Enn rafmagnslaust á Skarðsströnd og í Framsveit
Rafmagn er komið á þar sem það datt út í Jökuldal og Landeyjum í gærkvöld, en það er enn úti á Saurbæ í Dölum og á Skarðsströndinni, þar sem það fór af um tíuleytið í gærkvöld, og í Framsveit á Snæfellsnesi, þar sem það datt út í nótt.
06.04.2020 - 05:45
Beit hluta úr vör samfanga síns
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir Trausta Rafni Henrikssyni. Hann var sakfelldur fyrir að ráðast á samfanga sinn á Litla Hrauni, ásamt öðrum fanga, kasta stól í og skyrpa á fangavörð, og fyrir að líkamsárás á annan fanga. Í síðustu árásinni beit Trausti hluta úr efri vör þess sem hann réðist á.
03.04.2020 - 17:18
Útlendingar nánast horfnir úr silungsveiðinni
Þrátt fyrir kulda og erfiðar aðstæður er ágæt silungsveiði hjá stangveiðimönnum á fyrstu dögum veiðitimabilsins. Útlendingar eru nánast horfnir úr silungsveiðinni og mikil óvissa ríkir um það hvort erlendir veiðimenn skila sér í laxveiði.  
03.04.2020 - 12:15
Stormurinn nær yfir enn stærra svæði á morgun
Veðurstofan hefur útvíkkað gula veðurviðvörun morgundagsins vegna Norðaustan hvassviðris eða storms. Í gær var búið að gefa út viðvörun fyrir Suðurland, Suðausturland og Miðhálendið en nú er búið að vara við veðrinu við Faxaflóa, Breiðafjörð og á Vestfjörðum. 
03.04.2020 - 11:01
Þrjú ný kórónuveirusmit í Eyjum
Þrjú ný kórónuveirusmit greindust í Vestmannaeyjum síðasta sólarhringinn og hafa nú alls 69 manns greinst með COVID-19 í Eyjum. Í tilkynningu frá aðgerðastjórn, sem birt er á Facebook-færslu lögreglunnar í Vestmannaeyjum, kemur fram að allir þrír sem greindust með veiruna að þessu sinni hafi þá þegar verið í sóttkví. Þar segir enn fremur að frá því að fyrsta smitið greindist í Vestmannaeyjum hafi 57 prósent fólks sem þar hefur greinst með smit þegar verið í sóttkví.
03.04.2020 - 01:22
Hviður gætu náð 40 metrum á sekúndu á laugardag
Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland, Suðausturland og miðhálendið sem gildir fyrir stærstan hluta laugardags. Þá er von á miklu hvassviðri á þessu svæði. Þá er spáð norðaustanhvassviði eða -stormi um helgina með snjókomu og hríðarveðri í flestum landshlutum.
02.04.2020 - 18:01
Ráðherra ákveður árskvóta Íslendinga í deilistofnum
Sjávarútvegsráðherra hefur tilkynnt veiðiheimildir Íslendinga í makríl, kolmunna og norsk-íslenskri síld árið 2020. Samtals verður heimilt að veiða rúm 488.000 tonn úr þessum þremur deilistofnum.
01.04.2020 - 18:50
Sveitarfélögin fái endurgreitt vegna flýtiframkvæmda
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga vill að sveitarfélögin fái endurgreiddan virðisaukaskatt af framkvæmdum sem þau ætla að ráðast í til að milda höggið á atvinnulífið. Markmiðið er að sveitarfélögin flýti framkvæmdum fyrir 15 milljarða króna í þessu skyni.
Vélsleðar fóru fram af snjóhengju - Þyrlan flutti tvo
Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti nú rétt fyrir klukkan sex við Landspítalann í Fossvogi með tvo slasaða einstaklinga sem lentu í vélsleðaslysi við Veiðivötn fyrr í dag.
29.03.2020 - 18:03
Lýsa eftir manni sem ekkert hefur frést af í 2 ár
Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir Sean Aloysius Marius Bradley sem fæddur er 22. apríl 1957 og skráður til búsetu að Austurvegi 34 á Selfossi. 
23.03.2020 - 14:32
Fjarkennsla í Grunnskóla Vestmannaeyja
Kennsla við Grunnskóla Vestmannaeyja verður í formi fjarkennslu frá og með morgundeginum og þar til annað verður tilkynnt. Þetta er meðal þeirra aðgerða sem verið er að grípa til í Eyjum til að hefta útbreiðslu COVID-19. Á vef bæjarfélagsins segir að miðað við reglur um fjöldatakmarkanir sé ekki hægt að manna hefðbundna kennslu. Þar mega ekki fleiri en tíu manns koma saman.
22.03.2020 - 18:39
Bæjarstjórinn í Eyjum: „Þetta hefur ekki gerst áður“
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum, segir að hertar reglur um samkomubann í bænum séu „í okkar eigin þágu.“ Það skipti máli að Eyjamenn taki höndum saman um þetta stóra samfélagsverkefni og farið að þeim fyrirmælum og tilmælum sem gefin séu út hverju sinni. 27 hafa sýkst af kórónuveirunni í Eyjum og nær 400 eru í sóttkví.
27 með COVID-19 í Vestmannaeyjum
16 ný COVID-19 tilfelli voru staðfest í Vestmannaeyjum í dag og eru þau þá alls orðin 27 talsins. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Þar segir að búist hafi verið við því að nokkur þeirra sýna sem tekin voru í gær kynnu að reynast jákvæð, þar sem talsverður hluti þeirra var tekinn úr fólki sem hafði verið í nánum samskiptum við fólk með staðfest smit. Fjöldi nýsmita hafi þó verið heldur meiri en búist var við. Af þeim 16 sem greindust í dag voru 10 þegar í sóttkví.
22.03.2020 - 00:56
Róttækar aðgerðir í Eyjum og Húnaþingi vestra
Grunur er um víðtækt kórónuveirusmit í Húnaþingi vestra og því hefur verið gripið til hertra sóttvarnaaðgerða. Aðeins einn má yfirgefa heimilið til að afla aðfanga. Hámarksfjöldi þeirra sem má koma saman eru fimm manns og taka þessar reglur gildi nú klukkan tíu. Sömu sögu er að segja í Vestmannaeyjum þar sem aðeins tíu manns mega koma saman og samkomur eru bannaðar, þar með talin einkasamkvæmi. Þá verður starfsemi, þar sem nálægð er mikil, bönnuð, svo sem á snyrtistofum og hárgreiðslustofum.
21.03.2020 - 22:35
Fleiri smit greind í Vestmannaeyjum
Þrír greindust með COVID-19 smit í Vestmannaeyjum í dag. Þar með er fjöldi smitaðra í Eyjum kominn í tíu. Um hundrað manns eru í sóttkví. Ekkert hefur verið staðfest um hvernig smitið barst á milli fólk. Lögregla segir að það eina sem virðist tengjast öllum málunum að svo stöddu séu íþróttakappleikir sem fólkið eða einstaklingar sem því tengjast sóttu á höfuðborgarsvæðinu. Of snemmt er þó að fullyrða nokkuð um að það skýri smitið.
19.03.2020 - 23:52
Láta veiruna ekki hafa áhrif á bæjarbraginn
Vestmannaeyjabær ætlar að sýna myndbrot af menningarlífi bæjarins á Facebook daglega og minna þannig á blómlegt menningarlíf á skrítnum tíma. Bæjarstjóri segir mikilvægt að láta utanaðkomandi ógn hafa sem minnst áhrif á samfélagið.
19.03.2020 - 16:51
Kórónaveirusmitum fjölgar hratt út um landið
Kórónaveirusmitum fjölgar nú hratt út um landið. Fimmti hver íbúi í Húnaþingi vestra er í sóttkví og mjög erfitt ástand er á Hvammstanga. 133 eru í sóttkví í Vestmannaeyjum, bæjarstjórinn þar á meðal.
19.03.2020 - 13:36
Fimm greindust með COVID-19 í Eyjum - leikskóla lokað
Fimm greindust með COVID-19-smit í Vestmannaeyjum í dag og eru staðfest smit þá orðin sjö talsins í Eyjum. Starfsmaður á leikskóla í bænum er á meðal hinna smituðu, og hefur leikskólanum verið lokað og tugir settir í sóttkví. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar í Vestmannaeyjum.
19.03.2020 - 00:38
Þyrla gæslunnar sótti slasaðan sjómann
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send eftir slösuðum sjómanni skömmu fyrir miðnætti. Skipið sem hann var á var við veiðar skammt suður af landinu þegar slysið varð. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um eðli slyssins eða líðan mannsins umfram það, að meiðsl hans voru nógu alvarleg til að kalla þurfti út þyrlu til að sækja hann.
18.03.2020 - 01:21
Fyrsta COVID-19 tilfellið í Vestmannaeyjum
Lögreglumaður í Vestmannaeyjum greindist í dag með COVID-19. Lögreglan í Vestmannaeyjum greinir frá þessu á Facebook í kvöld. Hann er fyrsti einstaklingurinn til að greinast með nýju kórónaveiruna í Eyjum. Ekki er talið að hann hafi smitast við störf sín.
15.03.2020 - 23:17
22 stiga frost í nótt og í morgun
Frost fór niður í 22 gráður í nótt og í morgun þar sem kaldast var á landinu. Frostið mældist 22,1 gráða á Þingvöllum og 22,0 gráður á Kálfhóli. Fyrr í nótt mældist 21,8 gráðu frost á Sandskeiði. Litlu minni frostgaddur var á Bræðratunguvegi þar sem hitinn mældist 20,9 stig.
15.03.2020 - 09:03