Suðurland

Allir aftur í sóttkví á Stokkseyri og Eyrarbakka
Allir nemendur og starfsmenna Barnaskólans á Stokkseyrir og Eyrarbakka hafa verið settir aftur í sóttkví þar til að niðurstaða sýnatöku liggur fyrir á morgun.
26.04.2021 - 17:07
Óbreytt reglugerð um strandveiðar
Strandveiðar mega hefjast mánudaginn 3. maí og standa út ágústmánuð. Leyft verður að veiða samtals 11.100 tonn af óslægðum botnfiski, sem er það sama og upphafi tímabilsins í fyrrasumar.
Fjögur smit í fyrirtæki í Þorlákshöfn
Hópsmit er komið upp í Ölfusi. Fjögur smituðust á sama vinnustað í Þorlákshöfn. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að málið sé nýlega komið upp og enn sé unnið að því að ná utan um það.
26.04.2021 - 08:13
Kolbeinn tekur ekki sæti á lista VG í Suðurkjördæmi
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, tekur ekki sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Hann gaf kost á sér til að leiða listann en lenti í fjórða sæti í forvali. Skorað hefur verið á Kolbein að gefa kost á sér á lista hjá flokknum í Reykjavík. Hann kveðst hrærður og upp með sér með fjölda áskorana en segist ekki hafa tekið ákvörðun um framboð í Reykjavík.
Nemandi með COVID-19 smit í Vallaskóla á Selfossi
Nemandi í 4. bekk Vallaskóla á Selfossi greindist með COVID-19 í gærkvöldi. Nemandinn mætti í skólann í gærmorgun en var sendur heim tæpri klukkustund síðar eftir að grunur kviknaði að hann gæti reynst smitaður.
22.04.2021 - 19:25
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi fyrir kosningar til Alþingis í haust. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir, sviðsstjóri og doktor í umhverfisfræðum.
22.04.2021 - 13:17
170 föld eftirspurn eftir lóðum á Selfossi
Hátt í 9000 umsóknir bárust um 52 lóðir sem sveitarfélagið Árborg auglýsti til sölu nýverið. Draga þarf úr hópi umsækjenda til að ákvarða hver hreppir lóðirnar. Eftirspurnin er um 170 föld miðað við framboðið.
Sylvía nýr sveitarstjóri í Skeiða og Gnúpverjahreppi
Sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps gekk í dag frá ráðningu nýs sveitarstjóra í sveitarfélaginu. Gengið verður til samninga við Sylvíu Karen Heimisdóttir sem hefur verið aðalbókari sveitarfélagsins.
Barn smitaðist af COVID-19 á leikskólanum Álfheimum
Eitt barn greindist í gær með COVID-19 á leikskólanum Álfheimum á Selfossi. Leikskólinn hefur verið lokaður frá því á þriðjudag eftir að smit greindist hjá starfsmanni leikskólans og eru allir starfsmenn og börn á tveimur deildum af þremur í sóttkví.
21.04.2021 - 15:09
Sögur af landi
Sauðfjárverndin var aðeins einn maður
Björgvin Þ. Valdimarsson, tónskáld og kórstjóri, var aðeins ungur drengur þegar hann kynntist Jóni Konráðssyni, kennara og sauðfjárunnanda. Með þeim þróaðist einstök vinátta sem varði allt til æviloka Jóns. Jón var mikill dýravinur og baráttumaður fyrir velferð íslensku sauðkindarinnar.
17.04.2021 - 17:04
Fornleifar fundust í Hrunamannahreppi
Fornminjar hafa fundist við bæinn Gröf í Hrunamannahreppi. Talið er að þær séu frá landnámsöld. Gera þarf breytingar á uppbyggingu íbúðahverfis vegna þessa.
Mokveiði á grásleppuvertíð en hrognaverð hríðfallið
Mikið tekjutap blasir við grásleppuútgerðinni en verð fyrir grásleppuhrogn hefur hríðfallið frá síðustu vertíð. Á móti hafa veiðiheimildir sjaldan verið meiri og alger mokveiði er hjá þeim bátum sem farnir eru til veiða.
Stórhuga áform um fiskeldi og orkuframleiðslu
Stórhuga áform eru uppi um mikla uppbyggingu fiskeldis á landi í og við Þorlákshöfn. Stefnt er á svo mikla framleiðslu á eldisfiski að sveitarfélagið Ölfus er farið að huga að stofnun nýs orkufyrirtækis til að mæta orkuþörfinni sem af því skapast.
15.04.2021 - 07:00
Gosstöðvarnar lokaðar almenningi í dag
Blautt og hvasst er við gosstöðvarnar í Geldingadölum og ekkert útivistarveður. Því verður svæðið lokað almenningi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum nú rétt fyrir fréttir er lögregla á vakt á Suðurstrandarvegi og verður vaktað áfram af lögreglu og björgunarsveitafólki.
Lundinn mættur og farinn að setjast upp
Lundinn er kominn til landsins og farinn að setjast upp í sínar hefðbundnu lundabyggðir. Lundastofninn, sem var í mikilli lægð, hefur verið að styrkjast jafnt og þétt síðustu ár.
13.04.2021 - 13:54
Hólmfríður í fyrsta sæti hjá VG í Suðurkjördæmi
Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri og formaður svæðisfélags VG á Suðurnesjum, varð hlutskörpust í forvali Vinstri grænna í Suðurkjördæmi og leiðir því lista flokksins við kosningar í haust. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarmaður, varð í öðru sæti og Sigrún Birna Steinarsdóttir, háskólanemi og formaður Ungra Vinstri grænna, varð þriðja.
Tekinn með tvö grömm og rannsakaður vegna 20 milljóna
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú mál manns sem hefur játað á sig dreifingu fíkniefna. Lögreglan handtók manninn með tvö grömm af kannabisefnum á sér. Hún ákvað að rannsaka málið frekar þar sem vísbendingar þóttu um að maðurinn væri að dreifa fíkniefnum. Sú rannsókn leiddi í ljós að um 20 milljónir króna hafa farið í gegnum reikninga mannsins á tveimur árum sem verða ekki skýrðar með launagreiðslum og öðrum greiðslum sem gera mátti grein fyrir með öðrum hætti.
12.04.2021 - 17:02
Landinn
Hagkvæmt að endurvinna plast á Íslandi
„Þegar þetta verkefni hófst var hlegið að okkur og sagt að Ísland væri alltof lítill markaður fyrir endurvinnslu á plasti og að það þyrfti að senda þetta allt úr landi," segir Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri Pure North í Hveragerði. „Við fórum í að skoða þá þekkingu sem við höfum á jarðvarma og hvernig hægt væri að nýta hann til endurvinnslu."
12.04.2021 - 16:23
13 fyrirtæki sýna vegi yfir Hornafjarðarfljót áhuga
Alls hafa 13 fyrirtæki sýnt áhuga á því að taka þátt í markaðskönnun sem er undirbúningur fyrir útboð á nýjum vegi yfir Hornafjarðarfljót. Forkönnun Vegagerðarinnar er lokið og er reiknað með að verkefnið verði auglýst til útboðs á Evrópska efnahagssvæðinu í maí.
09.04.2021 - 12:25
Norðan hvassviðri og slæm færð
Norðaustan hvassviðri með éljum og skafrenningi gengur yfir Breiðafjörð og Vestfirði í kvöld og í nótt. Á morgun upphefst svo í norðan- og norðvestan hvassviðri eða stormur á Suðausturlandi og Austfjörðum sem gengur ekki niður fyrr en á föstudagsmorgunn. Á vef Vegagerðarinnar segir að hríðarveður sé á Vestfjörðum, þar sé færð mjög slæm og margir vegir ófærir.
07.04.2021 - 22:49
Gosstöðvarnar lokaðar almenningi fram eftir morgni
Stórt svæði umhverfis eldstöðvarnar á Reykjanesskaga var rýmt um leið og gjósa tók úr tveimur sprungum norðaustur af Geldingadölum í hádeginu í gær og verður það lokað almenningi fram eftir morgni hið minnsta. Þórir Þorsteinsson, vettvangsstjóri lögreglu við gosstöðvarnar, sagði í samtali við fréttastofu á miðnætti, að fulltrúar viðbragðsaðila, almannavarna og vísindamanna komi saman til fundar klukkan níu í fyrramálið og fari yfir stöðuna.
Loftgæði hafa aukist verulega í Vogum
Loftgæði í Vogum á Vatnsleysuströnd hafa stórbatnað og teljast nú hvorki óholl né hættuleg fólki. Loftgæði þar voru skilgreind sem óholl þar fyrr í kvöld vegna mikils brennisteinsdíoxíðs sem þangað lagði frá gosstöðvunum við Geldingadali, og var fólki þar ráðlagt að loka öllum gluggum og kynda vel. Nú teljast loftgæði hins vegar sæmileg í Vogum.
Mynd með færslu
Beint streymi frá Meradalahlíðum
Vefmyndavél hefur verið komið upp í Meradalahlíðum og frá henni streyma nú myndir af gosinu í Geldingadölum og hraunstreyminu úr nýju sprungunum norður af þeim.
Gosið hefur vaxið - 10 rúmmetrar af kviku á sekúndu
Um sjö rúmmetrar kviku renna úr nýju sprungunni milli Geldingadala og Meradala á hverri sekúndu og heildarrennsli er að líkindum í kringum 10 rúmmetrar á sekúndu. Þetta eru niðurstöður mælinga sem vísindamenn Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands gerðu með loftmyndatöku úr flugvél í dag.
Spegillinn
Heimastjórnir góð hugmynd sem þarf að fínpússa
Í fyrra varð til nýtt sveitarfélag á Íslandi, Múlaþing. Þar voru sameinuð sveitarfélögin Borgarfjörður eystri, Djúpivogur, Fjótsdalshérað og Seyðisfjörður eftir að íbúar samþykktu fyrirkomulagið í kosningu haustið 2019. Íbúar Múlaþings eru um 5000 og langt er á milli byggðarkjarna og yfir fjallvegi að fara. Til að íbúar á jaðarsvæðum gætu haft áhrif á gang mála í sinni heimabyggð var búin til ný tegund stjórnskipulag, heimastjórnir.