Suðurland

Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi hálflömuð
Fjórir lögreglumenn af þeim sextán sem þurftu að fara í sóttkví eftir að þrír Rúmenar voru handteknir fyrir tíu dögum, eru í rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi. Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir sóttkví lögreglumannanna ljúki nú í vikulok. Þeir þrír sem smituðust af kórónuveirunni þurfa þó að vera lengur frá vinnu. Margir lögreglumenn hafa þurft að fresta sumarfríi eða koma inn úr sumarfríi til þess að leysa af hólmi þau sem eru sóttkví.
Myndskeið
Farþegar óttaslegnir um borð í Herjólfi
Hvassviðri og mikil ölduhæð varð til þess að illa gekk að sigla Herjólfi inn í Landeyjahöfn í kvöld. Siglt var af stað frá Vestmannaeyjum klukkan 20:00, og þegar Herjólfur nálgaðist Landeyjahöfn var sjólag orðið mjög vont. Að sögn fréttamiðilsins Tígulsmat skipstjórinn Brynjar Smári Unnarsson stöðuna svo að rétt væri að sigla Herjólfi til hliðar og bíða versta brotið af sér.
21.06.2020 - 22:51
Þrír lögreglumenn smitaðir
Þrír þeirra lögreglumanna sem höfðu afskipti af grunuðum þjófum sem komu hingað til lands í síðustu viku hafa greinst með COVID-19 smit. Tveir af þremur grunuðum þjófum greindust með veikina skömmu eftir handtöku þeirra síðastliðinn föstudag. Fólkið hafði skömmu áður komið til landsins frá Bretlandi og sagst ætla í sóttkví en gerði ekki. Á annan tug lögreglumanna fór í sóttkví eftir að upp komst um veikindi fólksins.
18.06.2020 - 23:21
Myndskeið
„Menn voru kannski svolítið rólegir í tíðinni“
„Menn voru kannski svolítið rólegir í tíðinni af því að landið var lokað og áttuðu sig ekki á þessum möguleika að það væru á ferðinni einstaklingar í brotastarfsemi sem væru nýkomnir til landsins, segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Slakað hafi verið á sóttvörnum þess vegna en jafnskjótt og kom í ljós að Rúmenar, sem handteknir voru á föstudag, hafi brotið gegn reglum um sóttkví hafi lögrelgan tekið upp sóttvarnir.
Segjast ekki þekkja hina mennina þrjá
Rúmensku mennirnir tveir, sem greindust með COVID-19 og eru grunaðir um þjófnað, segjast ekki þekkja hina mennina þrjá sem komu til landsins á sama tíma og lýst var eftir í gærkvöld. Þetta segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Þeir hafa ekki verið neitt sérstaklega samvinnufúsir og hafa ekki viljað upplýsa um ferðir sínar að fullu.
14.06.2020 - 12:40
Sextán í sóttkví vegna búðarþjófa á Selfossi
Sextán eru komnir í sóttkví vegna þriggja búðarþjófa sem handteknir voru í dag á höfuðborgarsvæðinu. Þriggja manna er enn leitað. Mennirnir komu til landsins með flugi á þriðjudag og áttu að vera í sóttkví. Ákveðið var að taka sýni úr þeim og reyndust tveir vera jákvæðir. Sóttvarnalæknir gerði í framhaldinu þá kröfu að mennirnir yrðu vistaðir hjá lögreglu þar til niðurstöður mótefnamælingar lægju fyrir.
Sprenging í einkaneyslu á blómum
Axel Sæland blómabóndi segir blóm hafa breyst í nauðsynjavöru í Covid. Það sé ánægjuleg breyta í annars undarlegu árferði. Hann er ekki jafn sáttur við nýja búvörusamninga.
05.06.2020 - 14:07
Land eignarnumið undir hitaveiturör en ekki ljósleiðara
RARIK hefur fengið heimild til að taka land eignarnámi á tveimur jörðum í Hornafirði. Landeigendur neituðu fyrirtækinu um leyfi til að grafa hitaveiturör þar í jörðu meðfram vegi, en það er nauðsynlegt til að hitaveituvæða Höfn í Hornafirði og Nesjahverfi.
05.06.2020 - 14:06
Erfið kolmunnavertíð senn á enda
Íslensku uppsjávarskipin eru nú flest að hætta kolmunnaveiðum og erfið vertíð því senn á enda. Makrílveiðar eru næsta verkefni og líklegt að einhverjar útgerðir sendi skip á makríl strax eftir sjómannadag.
04.06.2020 - 13:38
Lögregla rann á lyktina og fann tugi kílóa af kannabis
Tveir menn, Íslendingur og erlendur karlmaður, sátu í gæsluvarðhaldi og einangrun í lok síðasta mánaðar eftir að lögreglan á Selfossi kom upp um þurrkun kannabisefna í sumarbústað í uppsveitum Árnessýslu. Talið er að mennirnir hafi tekið bústaðinn á leigu í gegnum Airbnb. Lagt var hald á tugi kílóa af kannabisefnum. Mennirnir eru lausir úr haldi en útlendingurinn hefur verið úrskurðaður í farbann fram í ágúst.
Andlát í sundlaug rannsakað sem slys
Andlát eldri manns í Sundhöll Selfoss í gær er rannsakað sem slys, að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Maðurinn lést við sundiðkun og segir Oddur að niðurstaða krufningar leiði í ljós hver dánarorsökin var.
02.06.2020 - 10:59
Slasaðist alvarlega í sundi
Eldri maður slasaðist alvarlega í slysi í Sundhöll Selfoss í morgun. Slysið varð á ellefta tímanum í morgun en Sundhöllin var enn lokuð í hádeginu. Þar voru lögreglumenn og sjúkraflutningamenn við störf að rannsaka slysstaðinn.
Opnað í Reykjadal á sunnudaginn
Gönguleiðin inn Reykjadal verður opnuð næsta sunnudag, eftir lokun undanfarandi vikna. Undanfarið hafa gönguleiðir verið endurbættar en jafnframt hefur verið sett upp ný brú yfir Hengladalaá sem leysir af hólmi gömlu staurabrúna. 
28.05.2020 - 23:17
Gúrkur hækkuðu í verði eftir febrúarstorminn
Útlitið var svart hjá garðyrkjubóndanum í Reykási í Hrunamannahreppi í febrúar. Gróðurhúsin voru mikið skemmd eftir óveður og uppskeran meira og minna ónýt. Nú er starfsemin komin á fullt og hefur verið aldrei meira að gera.
28.05.2020 - 20:08
Fullsödd af sóðaskap næturgesta í Hrunalaug
Partýstand og óþrifnaður hefur verið við Hrunalaug við Flúðir í vor. Landeigendur eru þar á vöktum um nætur til að vísa fólki burt. Þeir ætla að setja upp búnað svo að hægt verði að tæma laugina þegar þurfa þykir.
Eyjamenn skila rekstri Hraunbúða til ríkisins
Vestmannaeyjabær ætlar ekki að endurnýja rekstrarsamning við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur hjúkrunarheimilisins Hraunbúða. Vestmannaeyingar feta þar með í fótspor Akureyringa sem sögðu sig frá rekstri hjúkrunarheimila nýverið. Önnur sveitarfélög eru að endurmeta stöðu sína gagnvart rekstri hjúkrunarheimila.
Ráðist á mann á Selfossi - lögregla lýsir eftir vitnum
Ráðist var á mann fyrir utan Lyfju á Selfossi um klukkan 13:00 í dag og lýsir Lögreglan á Suðurlandi eftir vitnum að árásinni. Karlmaður á fertugsaldri var sleginn með einhvers konar áhldi í höfuðið. Hann kinnbeinsbrotnaði. Talið er að gerandinn hafi farið strax í burt í bíl.
24.05.2020 - 18:21
Lokað við Skógafoss vegna stígagerðar
Búið er að loka fyrir aðgengi að Skógafossi þar sem verið er að vinna að lagfæringum stíga. Lokað er vegna öryggis þar sem þyrla er notuð til verksins til að flytja hráefni. Á meðan þyrlan er nýtt við verkið, frá morgni og fram eftir degi er lokað. Opið verður seinni part dags og á kvöldin, að sögn Daníels Freys Jónssonar, sérfræðings í náttúruverndarteymi hjá Umhverfisstofnun.
22.05.2020 - 11:29
Hluti vinnubúða eyðilagðist í eldi
Hluti vinnubúða Íslenskra aðalverktaka í Ölfusi eyðilagðist í eldi í nótt. Eldurinn uppgötvaðist á fjórða tímanum í nótt og barst Brunavörnum Árnessýslu hjálparbeiðni um stundarfjórðung yfir þrjú. Í fyrstu var ekki ljóst hvort eldurinn var í gistiheimili undir Ingólfsfjalli eða í vinnubúðum Íslenskra aðalverktaka sem reistar voru vegna vinnu við breikkun Suðurlandsvegs.
22.05.2020 - 11:27
Rannsókn lokið á þyrluhrapi Ólafs Ólafssonar
Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir tvennum tilmælum til flugmanna eftir að hafa lokið rannsókn á flugslysi þar sem þyrla Ólafs Ólafssonar athafnamanns hrapaði. Flugmenn eru annars vegar hvattir til þess að gæta sérstaklega að sér þegar þeir fljúga mismunandi tegundum loftfara og hins vegar eru þeir minntir á mikilvægi þess að afla alltaf veðurupplýsinga og reikna út þyngd flugfars.
21.05.2020 - 18:08
Grænmetisbændur fagna komu vorsins
Bændur vinna nú myrkranna á milli við hin ýmsu verk. Garðyrkjubændur ætla að bæta í framleiðslu sína til að anna aukinni eftirspurn eftir íslensku grænmeti.
Landinn
Íslendingar sólgnir í jarðarber
„Við erum með í kringum 70 þúsund plöntur í húsunum. Á mismunandi stigum að vísu, en þetta er hellingur,“ segir Eiríkur Ágústsson, garðyrkjubóndi í Silfurtúni á Flúðum.
20.05.2020 - 11:21
Samferðamenn slösuðu konunnar reyndust úrvinda
Björgunarsveitarmenn frá Höfn í Hornafirði eru nú að fylgja samferðamönnum konunnar sem slasaðist á fæti á Hvannadalshnjúk fyrr í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konuna um átta leytið í dag og flutti hana til Reykjavíkur og skömmu seinna óskuðu samferðamenn hennar eftir aðstoð björgunarsveita þar sem þeir voru uppgefnir.
19.05.2020 - 23:30
Gæti kostað 150 milljónir að gera við Skálholtskirkju
Það gæti kostað á bilinu 100 til 150 milljónir króna að gera við húsnæði Skálholtskirkju. Þetta segir Kristján Björnsson vígslubiskup. Hann sendi Kirkjuráði bréf um síðustu mánaðamót, þar sem hann lýsti neyðarástandi vegna húsnæðis Skálholtskirkju. Fréttastofa ræddi við Kristján í hádeginu. 
16.05.2020 - 13:03
RARIK bíður eftir eignarnámi til að klára hitaveitu
Eigendur tveggja jarða í Hornafirði neita að leyfa RARIK að fara um jarðirnar með hitaveitulögn nema samið sé um bætur. Forstjóri RARK segir að eitt verði yfir alla að ganga. RARIK bjóði hærri bætur en landeigendur fengju eftir eignarnám.
11.05.2020 - 09:24