Suðurland

Sex í sóttkví í Eyjum en voru yfir 500 þegar mest var
Fjórar vikur eru liðnar síðan hertar samkomutakmarkanir tóku gildi í Vestmannaeyjum. Fyrsta tilfelli COVID-19 greindist þar fyrir sléttum mánuði og voru tilfellin orðin 51 tíu dögum síðar. Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, segir að sex séu nú í sóttkví í Vestmannaeyjum en voru yfir 500 þegar mest var.
20.04.2020 - 16:29
Stöðvaðir með naglamottu og ógnuðu síðar með dúkahníf
Piltanir sem lögreglan á Suðurlandi handtók í síðustu viku eftir að hafa strokið af meðferðarheimili í umdæminu eru þeir sömu og lögreglan þurfti að stöðva með naglamottu eftir ofsaakstur fyrr í vetur.
20.04.2020 - 12:50
Myndskeið
Síðasti ferðamaðurinn farinn frá Vík
Fjórir af hverjum tíu íbúum í Mýrdalshreppi verða án atvinnu ef spár Vinnumálastofnunar ganga eftir. Nær öll hótel í bænum eru lokuð og sveitastjórinn óttast að íbúum muni fækka ef ástandið varir lengi.
Kolmunnaveiðin hafin af krafti suður af Færeyjum
Kolmunnaveiði á „gráa svæðinu“ svokallaða, á mörkum landhelgi Færeyja og Skotlands, er hafin af krafti. Um 15 íslensk kolmunnaskip hafa síðustu sólarhringa beðið eftir því að kolmunninn gangi inn á þetta svæði úr skosku lögsögunni.
17.04.2020 - 16:27
Sjö ferðaþjónustufyrirtæki hafa skilað starfsleyfi sínu
Sjö fyrirtæki á Suðurlandi og Vesturlandi hafa beðið um niðurfellingu starfsleyfis hjá Ferðamálastofu. Þrjú af þeim ætla ekki að hætta rekstri heldur draga saman seglin og sækja um annars konar starfsleyfi.
17.04.2020 - 14:04
Upp í 40% án atvinnu á svæðum sem háð eru ferðaþjónustu
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur falið Byggðastofnun að kanna sérstaklega atvinnuástand á landsvæðum þar sem ferðaþjónusta er mikilvæg. Þar hafa sveitarfélög kallað eftir sérstakri aðkomu ríkisins. Spáð er ríflega 40 prósenta atvinnuleysi í apríl þar sem útlitið er verst hjá sveitarfélögum sem treysta einkum á ferðaþjónustu.
17.04.2020 - 13:38
Lögregla fann pilta sem struku af meðferðarheimili
Lögreglan á Suðurlandi handtók í nótt þrjá pilta sem strokið höfðu af meðferðarheimili. Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í leitinni að piltunum.
16.04.2020 - 07:30
Myndskeið
500 til 1000 milljónir vantar í viðhald vega
Víða eru holur í vegum á Suðurlandi eftir veturinn. Svæðisstjóri Vegagerðarinnar segir að þó að bætt hafi verið í fjárveitingu dugi það ekki til. Hálfan til einn milljarð króna þurfi til viðbótar.
15.04.2020 - 18:42
Staðfest að fuglarnir voru ataðir í svartolíu
Niðurstöður bárust í dag úr greiningu á fjöðrum olíublautra fugla sem fundust á Suðurlandi í febrúar. „Sýnin staðfesta að þetta er svartolía,“ segir Sigurrós Friðriksdóttir teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun. „Við erum því miður engu nær um hver er uppruni olíunnar.“
08.04.2020 - 22:50
Myndskeið
Fullt af fólki í sumarbústöðum í trássi við tilmæli
Fjöldi fólks dvelur í sumarbústöðum á Suðurlandi í trássi við tilmæli almannavarna um að fólk eigi að vera heima hjá sér. Yfirlögregluþjónn óttast að veikist fólk í bústöðum verði erfitt að koma sjúkrabíl þangað vegna ófærðar. Lögreglan hyggst fara í eftirlitsferð um sumarhúsabyggðir um páskana.
Slæmar horfur í vatnsbúskap Landsvirkjunar
Innrennsli í miðlanir við virkjanir Landsvirkjunar hefur verið mjög slakt í vetur og vatnsborð lóna lægra en á sama tíma í fyrra. Þó er ekki talið að grípa þurfi til sérstakra ráðstafana til að spara vatn.
07.04.2020 - 16:01
Tíðarfarið erfitt fyrir margar tegundir farfugla
Hætt er við að óveðrið um helgina hafi reynst erfitt fyrir marga af þeim farfuglum sem komnir eru til landsins. Viðkvæmir spörfuglar geta drepist úr kulda og varp dregist á langinn.
06.04.2020 - 15:20
Rafmagnslaust í hluta Ölfuss fram eftir degi
Rafmagnslaust er nú í Ölfusi, vestan við Kögunarhól, eftir að staur brotnaði í stæðu á svæðinu. Ekki er um víðtæka bilun að ræða, miðað við það sem þurft hefur að glíma við í vetur samkvæmt upplýsingum frá svæðisvakt RARIK á Suðurlandi.
06.04.2020 - 13:21
Snjórinn gerir fólki enn erfitt fyrir
Á Suður- og Vesturlandi fylgdi illviðri gærdagsins talsverð fannkoma. Snjóinn hefur víða tekið upp á láglendi en afleiðinga bálviðrisins sér glögg merki í Hveragerði og á Selfossi.
06.04.2020 - 12:41
Víða truflanir á rafmagni
Talsvert hefur verið um rafmagnsleysi vegna veðurs í nótt. Víða er verið að leita að bilun eða gera við bilun og stefnt að því að rafmagn komist á aftur snemma morguns.
06.04.2020 - 07:19
Enn rafmagnslaust á Skarðsströnd og í Framsveit
Rafmagn er komið á þar sem það datt út í Jökuldal og Landeyjum í gærkvöld, en það er enn úti á Saurbæ í Dölum og á Skarðsströndinni, þar sem það fór af um tíuleytið í gærkvöld, og í Framsveit á Snæfellsnesi, þar sem það datt út í nótt.
06.04.2020 - 05:45
Beit hluta úr vör samfanga síns
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir Trausta Rafni Henrikssyni. Hann var sakfelldur fyrir að ráðast á samfanga sinn á Litla Hrauni, ásamt öðrum fanga, kasta stól í og skyrpa á fangavörð, og fyrir að líkamsárás á annan fanga. Í síðustu árásinni beit Trausti hluta úr efri vör þess sem hann réðist á.
03.04.2020 - 17:18
Útlendingar nánast horfnir úr silungsveiðinni
Þrátt fyrir kulda og erfiðar aðstæður er ágæt silungsveiði hjá stangveiðimönnum á fyrstu dögum veiðitimabilsins. Útlendingar eru nánast horfnir úr silungsveiðinni og mikil óvissa ríkir um það hvort erlendir veiðimenn skila sér í laxveiði.  
03.04.2020 - 12:15
Stormurinn nær yfir enn stærra svæði á morgun
Veðurstofan hefur útvíkkað gula veðurviðvörun morgundagsins vegna Norðaustan hvassviðris eða storms. Í gær var búið að gefa út viðvörun fyrir Suðurland, Suðausturland og Miðhálendið en nú er búið að vara við veðrinu við Faxaflóa, Breiðafjörð og á Vestfjörðum. 
03.04.2020 - 11:01
Þrjú ný kórónuveirusmit í Eyjum
Þrjú ný kórónuveirusmit greindust í Vestmannaeyjum síðasta sólarhringinn og hafa nú alls 69 manns greinst með COVID-19 í Eyjum. Í tilkynningu frá aðgerðastjórn, sem birt er á Facebook-færslu lögreglunnar í Vestmannaeyjum, kemur fram að allir þrír sem greindust með veiruna að þessu sinni hafi þá þegar verið í sóttkví. Þar segir enn fremur að frá því að fyrsta smitið greindist í Vestmannaeyjum hafi 57 prósent fólks sem þar hefur greinst með smit þegar verið í sóttkví.
03.04.2020 - 01:22
Hviður gætu náð 40 metrum á sekúndu á laugardag
Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland, Suðausturland og miðhálendið sem gildir fyrir stærstan hluta laugardags. Þá er von á miklu hvassviðri á þessu svæði. Þá er spáð norðaustanhvassviði eða -stormi um helgina með snjókomu og hríðarveðri í flestum landshlutum.
02.04.2020 - 18:01
Ráðherra ákveður árskvóta Íslendinga í deilistofnum
Sjávarútvegsráðherra hefur tilkynnt veiðiheimildir Íslendinga í makríl, kolmunna og norsk-íslenskri síld árið 2020. Samtals verður heimilt að veiða rúm 488.000 tonn úr þessum þremur deilistofnum.
01.04.2020 - 18:50
Sveitarfélögin fái endurgreitt vegna flýtiframkvæmda
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga vill að sveitarfélögin fái endurgreiddan virðisaukaskatt af framkvæmdum sem þau ætla að ráðast í til að milda höggið á atvinnulífið. Markmiðið er að sveitarfélögin flýti framkvæmdum fyrir 15 milljarða króna í þessu skyni.
Vélsleðar fóru fram af snjóhengju - Þyrlan flutti tvo
Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti nú rétt fyrir klukkan sex við Landspítalann í Fossvogi með tvo slasaða einstaklinga sem lentu í vélsleðaslysi við Veiðivötn fyrr í dag.
29.03.2020 - 18:03
Lýsa eftir manni sem ekkert hefur frést af í 2 ár
Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir Sean Aloysius Marius Bradley sem fæddur er 22. apríl 1957 og skráður til búsetu að Austurvegi 34 á Selfossi. 
23.03.2020 - 14:32